Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
15
Hundrað þyngstu pundin
Ef frá eru talin hvers konar fjár-
málaviðskipti hefur svartsýni
sennilega verið ríkjandi viðhorf til
flestra hluta hjá íslendingum. Til
er ógrynni af svartsýnisvísum og
-sögum. Máltæki eins og aö bera
alltaf 100 þyngstu pundin, ekkert
ljós í myrkrinu, engin vonarglæta
og mörg fleiri slík eru alþekkt.
Ég minnist þess sem strákur á
Akranesi að þar lifði fólk sam-
kvæmt kenningunni að búast við
hinu versta því það góða skaðaði
ekki. Þetta er út af fyrir sig ekki
slæm kenning undir ákveðnum
kringumstæðum. En þegar heil
þjóð fer að lifa aigerlega samkvæmt
henni hlýtur það að gera menn
dapra.
Því er ég að minnast á þetta að
mér virðist svartsýni allsráðandi
með þjóðinni um þessar mundir.
Maður heyrir ekkert annað en
svartsýnistal hjá fólki. Menn segja
að það sé kreppa og ekki sjái fyrir
endann á henni.
Það er því miður svo með okkur
íslendinga að við tökum of mikið
mark á stjórnmálamönnum. Það
er nánast sama hvað þeir segja
opinberlega, þjóðin trúir því eins
og nýju neti. Þó segja sennilega
engir menn jafn oft ósatt og stjórn-
málamenn. Ég tel að krepputal
stjórnmálamanna okkar, ekki síst
ráðherranna, eigi mesta sök á
þeirri svartsýni sem nú ríkir með
þjóðinni.
Er kreppa?
Ég hef skilið hugtakið kreppu á
þann veg að þá líði fólk skort. Fólk
eigi varla í sig og á og mikið at-
vinnuleysi sé ríkjandi. Þeir sem
lifðu kreppuárin milli 1930 og 1940
hafa lýst ástandinu á þann veg.
Samkvæmt lýsingum frá þeim
árum leyfi ég mér að efast um að
það sé kreppa á íslandi nú.
Nær allar fiölskyldur eiga einn
til þijá bíla. Og nýir bflar eru flutt-
ir inn í stórum stíl. Sólarlandaferð-
ir eru yfirfuUar. Skýringin á því
er sögð sú að lítið sólskin hafi ver-
ið á íslandi í sumar. Ef hér væri
kreppa og skortur þá færi fólk ekki
í sólarlandaferðir eða annars kon-
ar orlofsferðir tfl útlanda bara
vegna sólarleysis. Pöbbar og
skemmtistaðir eru yfirfullir um
hverja helgi. Menn kaupa laxveiði-
leyfi fyrir allt að 100 þúsund krónur
stöngina á dag. Hvar sem maður
fer um íbúðarhverfi eða sumarbú-
staða- og orlofshúsahverfi um helg-
ar leggur grillflminn og reykinn frá
hveijum svölum. Menn kaupa hið
rándýra kjöt á íslandi og grilla.
Þetta eru ekki kreppumerki.
Samdráttur
Hitt er annað mál að um þessar
mundir er samdráttur í landinu frá
því best var á árunum fyrir 1990.
Það er bara allt annað en kreppa.
Það er ekkert nýtt í veiðimanna-
þjóðfélagi að eitt árið aflist minna
en annað. Þannig hefur það verið
frá örófi alda. Fiskurinn kemur og
fer og kemur svo aftur.
Við skulum ekkert ræða um Haf-
rannsóknastofnun eða fara út í að
gera samanburð á hinum skrýtnu
skýrslum þeirrar stofnunar síðan
1974. Látum það kyrrt liggja.
Þorskurinn kemur aftur. En á
meðan hann gefur sig ekki til á
miðunum ríkir samdráttur. Ég tel
það því fuUkomið ábyrgðarleysi af
æðstu stjómendum þjóðfélagsins
að kiija jafnt og þétt yfir þjóðinni
kreppa, kreppa. Þeir eiga að segja
satt; það er tímabundinn samdrátt-
ur. Það er ekki kreppa þótt 5 pró-
sent atvinnuleysi sé í landinu. Hjá
öðrum þjóðum í nágrenni við okk-
ur er það aUt að 20 prósent og dæmi
eru um hærri tölur. Þá er hægt að
fara að tala um vandamál. Viö höf-
um aftur á móti vanist því síðustu
áratugina að það vanti fólk tU
vinnu frekar en hitt.
Það styttir upp
Samdráttur hefur oft komið áður
hér á landi. Það hefur sýnt sig þá,
eins og nú að íslendingar eiga erf-
itt með að aðlaga sig slíkum sam-
drætti. Við köUum það kreppu ef
við þurfum eitthvað að láta á móti
okkur. Við höfum vanið okkur á
ákveðið lífsmunstur þegar vel árar
og eigum afar erfitt með að breyta
því.
Menn tala um kreppu ef þeir geta
ekki fengið sér rauðvinsflösku með
steikinni um hveija helgi. Að fá sér
rauðvínsflösku um aðra hverja
Laugardagspistill
Sigurdór Sigurdórsson
helgi þýðir 50 prósent samdrátt í
neyslu á þessari vörutegund og
flokkast undir kreppu. Að geta ekki
endurnýjað bflinn annað hvert ár
er líka ástæða tíl þess að tala um
kreppu. Að fella niður pöbbarölt
annað hvert laugardagskvöld er
meiri hörmung en hægt er að lifa
við. „Maður verður að láta aUt á
móti sér.“ Þannig tala fiölmargir
sem maður hittir í dag. Það er lík-
ast því sem um múgsefiun sé að
ræða hvað krepputalið varðar. Það
talar hver annan niður í svartsýni
og bölmóð. Og viðkvæðið veröur:
Það er aUt að fara til andskotans.
Annað en þorskur
Við þurfum að hætta að tala hvert
annað niður í svartsýni. Við eigum
að fara í PoUyönnuleik og líta á
björtu hUðarnar. Það er fleira til
en þorskur í tilverunni. íslendingar
eiga möguleika á ýmsum sviðum.
í ferðamannaþjónustunni eru
möguIeUcar ef rétt er að staðið.
Hvers konar smáiðnaður á framtíð
fyrir sér. Verið er að gera ýmsar
nýjar tilraunir í fiskvinnslu og
veiðum. Þær lofa góðu. Við eigum
besta vatn í heimi og vatnsskortur
fer vaxandi um allan heim vegna
mengunar. Enda þótt tilraun Dav-
íðs Sch. Thorsteinssonar tU að selja
vatn til Bandaríkjanna hafi ekki
heppnast í fyrstu tílraun segir það
ekkert. MögiUeikar okkar á vatns-
útflutningi eru ótakmarkaðir. Á
meðan arabaheimurinn vinnur
vatn úr menguðum sjó kemur ekki
annað til mála en að hægt sé að
selja þangað íslenskt vatn. Mark-
aðssetning þess er hins vegar svo
dýr að ekki er víst að einstaklingar
ráði við það í byijun. Samvinna við
erlend fyrirtæki gæti því reynst
nauðsynleg. En möguleikamir eru
fyrir hendi ef við bara lítum upp
og hættum að einblína á dökku
hliðar tilverunnar.
Áfellisdómur
Ég nefndi 5 prósent atvinnuleysi
áðan. Ég ætla alls ekki að gera lítið
úr því, það er 5 prósentum of mik-
ið. Þá er það og staðreynd aö í þeim
tímabundna samdrætti sem nú rík-
ir hefur stórlega dregiö úr yfir-
vinnu og yfirborgunum á vinnu-
markaðnum. Af sjálfu leiðir að fólk
hefur minna fé handa á núlli en
áöur. Þess vegna veröur fólk að aka
seglum eftir vindi og hægja á ferð-
inni um sinn, sem er afls ekki það
sama og kreppa.
Fólk uppgötvar nú að illmögulegt
er að lifa á launum fyrir 8 stunda
vinnudag. Viö höfum of lengi
bragðist þannig við lágum dag-
vinnulaunum að bæta bara við
okkur aukavinnu og ná þannig inn
þeim peningum sem á vantar tfl að
komast af.
Sú staðreynd, sem fólk er nú að
uppgötva, að erfitt er að lifa á dag-
vinnulaununum, er fyrst og fremst
alvarlegur áfellisdómur yfir verka-
•lýðshreyfingunni. Hún hefur sofið
á verðinum meðan næg atvinna
var fyrir hendi. Fólk þrýsti ekki á
um lífvænleg laun fyrir 40 stunda
vinnuviku en þess í staö bætti það
á sig aukavinnu til að afla peninga.
Ef tfl vill verður samdrátturinn nú
til þess að menn vakna af svefnin-
um um leið og samdrættinum lýk-
ur.
Hér verða engir tón-
leikar
Ég var eitt sinn staddur í borg-
inni SevUla á Spáni með stórri
hjómsveit og kór frá íslandi. Við
komum tU borgarinnar um miöjan
dag. Sólin skein beint á hvirfilinn
á okkur og hitinn var óbærUegur,
rúmar 40 gráður. í slíkum hita er
hreint út sagt ægUegt að þurfa að
hreyfa sig. Við urðum samt að
koma hljóðfæranum úr sendibU og
inn í kirkju þar sem tónleikar áttu
að fara fram um kvöldið. Það var
þó nokkur spölur frá bflnum að
kirkjunni og hljóðfæraburðurinn
erfiðari en orð fá lýst. Einn ís-
lensku burðarmannanna var alveg
að gefast upp. Hann settist niður,
strauk af sér svitann og stundi. Síð-
an sagði hann upp úr eins manns
hljóði.
„Þetta gengur aldrei. Hér verða
engir tónleikar í kvöld.“
Svartsýnin var aUsráðandi. Samt
lukum við hljóðfæraburðinum og
tónleikamir fóra fram. Það var
enginn kátari né ánægðari um
kvöldið, eftir vel heppnaða tón-
leika, en sá sem svartsýnastur var
um daginn.
Mér dettur þessi saga oft í hug
þegar ég ræði við fólk um þessar
mundir. Mér þykir svartsýni þess
yfirgengUeg. Hún er þeim mun yf-
irgengUegri þar sem engin ástæða
er tU hennar. Samdrættinum lýkur
fyrr en varir og þá verða allir aftur
jafn glaðir og hljóðfæraburöarmað-
urinn í SevUla.