Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Blaðsíða 32
F R ÉTT AS KOXI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993.
Hótelránið:
Maður
handtekinn
- grunaður
um ránið
Lögreglan í Reykjavík handtók í
nótt mann sem grunaður er um
vopnað rán í Hótel Reykjavík á
mánudag. Maðurinn var handtekinn
á vínveitingahúsinu Keisaranum
snemma í nótt og fluttur til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins í morgun þar
sem hann verður yfirheyrður.
Lögreglan lét til skarar skríða eftir
að henni bárust vísbendingar um að
maðurinn héldi sig á vínveitingahús-
inu og handtók hann. Maðurinn sem
~var handtekinn var búinn að raka
af sér allt nema yfirvararskeggið en
hann hefur einu sinn áöur komið við
sögulögreglu. -pp
Slippstöðin Oddi
greiðslustöðvun
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Slippstöðin Oddi hf. á Akureyri
lagði í gær fram beiðni um greiðslu-
stöðvun. Ástæðurnar eru greiðslu-
erfiðleikar, slæm afkoma og mikill
íjármagnskostnaður. Einnig hefur
versnandi greiðslugeta útgerðarinn-
ar og gengisfellingar haft slæm áhrif
á rekstur fyrirtækisins.
Þegar starfsmenn SUppstöðvarinn-
ar á Akureyri voru flestir voru þeir
um 400 talsins en eru í dag um 180.
Einn hluti
Steina hf. til
-gjaldþrotaskipta
„Það hefur verið þrískiptur rekstur
í langan tíma. Gjaldþrotaskiptin eiga
ekki við um Steinar músík og mynd-
ir verslanirnar, og ekki um hljóm-
plötuútgáfuna Steinar sem er eignar-
haldsfélag og hefur farið með útgáfu-
réttindi á íslensku útgáfunni. Gjald-
þrotaskiptin eiga eingöngu við um
heildsölu- og dreifingarfyrirtækið,“
sagði Steinar Berg ísleifsson, um
kröfu um gjaldþrotaskipti á hluta af
fyrirtækjarekstri hans.
Steinar vildi ekki gefa upp neinar
tölur um skuldir heildsölufyrirtækis
umfram eignir. Steinar sagði að
rekstur hinna tveggja fyrirtækjanna
héldi áfram en undir merkjum Spors.
-Ótt
Tekist á um 400 mill
jóna króna árstekjur
Aðilamir fjórir, sem standa að
rekstri spilakassa í landinu, með
Rauða kross íslands, RKÍ, í broddi
fylkingar, hafa óskað eftir því við
dómsmálaráöuneytið að það aftur-
kalli leyfi til Happdrættis Háskóla
íslands um rekstur nýrra spila-
kassa sem áformað var að hefja í
haust. Aðilamir styöjast við álit
lögfræðings þess efnis að míðaö viö
lögin um Háskólahappdrættið sé
þvi óheimilt að reka spilakassa.
Fyrsti formlegi fundur með máls-
aðilum er fyrirhugaður i dag, mið-
vikudag. Þá munu fulltrúar RKÍ,
Landsbjargar, Slysavamafélags ís-
lands og SÁÁ hitta happdrættisráð
Háskólans að frumkvæði dóms-
málaráðherra. Hér er um hitamál
að ræða því miklir peningar eru í
húfi. Áætlað er að spilakassar RKÍ
gefi um 400 milljónir króna af sér
í ár, þar af renna um 70% ágóðans
til RKÍ og afgangurinn skiptist á
milli ofangreindra þriggja aðila.
Guðjón Magnússon, formaður
RKÍ, sagðist 1 samtali við DV ekki
sjá ástæðu fyrir því að Háskólinn
væn að ryðjast inn á markað sem
RKÍ hefði haft í 21 ár. „Dómsmála-
ráöherra á mismunandi tímum
gáfu tveimur aðílum leyfi til rekst-
urs spilakassa, annars vegar SÁÁ
og hins vegar Lukkutríói, sem að
stóðu Slysavarnafélagið, Hjálpar-
sveit skáta og Flugbjörgunarsveit-
irnar, nú Landsbjörg. í báðum til-
vikum töldum viö rétt að einn aðili
væri með þennan rekstur og því
sömdum við við þessa aöila. Ef
annar aðili kemur inn á þennan
markað þá teljum við það mikla
ógnun við tekjustofha þessara fé-
lagasamtaka. Þau eru öll meö 70 til
80% af sínum tekjum af spilaköss-
unum. Menn þurfa að hugsa það í
botn ef ríkið ætlar að kippa fótun-
um undan rekstri félaganna vegna
þess að Háskólinn þurfi á fé að
haida til endurbóta og viðhalds á
byggingum,“ sagði Guðjón.
Ragnar Ingimarsson, forstjóri
Háskólahappdrættisins, sagði við
DV að undirbúningur að rekstri
spilakassanna væri langt á veg
kominn. Kössunum svipar til nýj-
ustu tegundar RKÍ-kassanna, þ.e.
m^ð sjónvarpsskjám, nema hvað
þeir verða samtengdir móðurtölvu.
Ragnar sagöi aö málin yröu rædd
við fulltrúa Rauða krossins og
hinna aðilanna og sagði afstöðu
happdrættisráðs ekki vera fullmót-
aöa.
„Það er ljóst að þessir aðilar hafa
faríð óbeint inn á happdrættis-
markaðinn 1 trássi við lög og reglu-
gerðir. Við höfum látið þetta átölu-
laust en í dag taka þeir orðið meiri
peninga af happdrættismarkaðn-
um en við. Þetta er spuming um
hvort Happdrætti Háskólans eigi
að deyja eða fylgjast með þróuninni
eins og önnur happdrætti. Um þetta
er hægt að þræta fram og til baka
en við verðum að fylgjast með
tækninni," sagði Ragnar. Þess má
geta að Háskólí íslands hefur feng-
ið um 200 mifijónir króna á ári af
happdrættinu. Spilakassarnír
verða hrein viðbót við þær tekjur
því miðahappdrætti Háskólans
mun halda áfram.
-bjb
eftir líkams-
árás
Maður á fertugsaldri hggur slasað-
ur á Borgarspítala eftir fólskulega
líkamsárás á sunnudag. Maðurinn
var ásamt hópi fólks staddur í ná-
grenni Hólmavíkur þegar ráðist var
á hann. Að sögn lögreglu var maður-
inn í því ástandi að hann gat enga
björg sér veitt og lét árásarmaðurinn
höggin dynja á andliti hans löngu
eftir að hann féll í jörðina.
Maðurinn var fluttur með hraði á
Borgarspítalann þar sem hann
gekkst undir aðgerð en hann kinn-
beins- og kjálkabrotnaði. Tahn er
hætta á aö maðurinn beri varanleg
lýti eftir árásina, en hann er á bata-
vegi. Árásarmaðurinn, sem einnig
er á fertugsaldri, var tekinn á staðn-
um og viðurkenndi að hafa veitt
manninum áverkana og verður lík-
lega kærður
Onnur líkamsárás átti sér stað á
dansleik við Hólmavik á laugardags-
kvöld. Maður um tvítugt réðst á jafn-
aldra sinn og nefbraut hann og slas-
aði í andliti. Árasarmaðurinn hefur
verið kærður. -pp
Þeir Benjamin og Davíð gefa Sylvester Stallone ekkert eftir í klifrinu. Þeir hafa líka besta útsýnið í bænum uppi á
kúpli Perlunnar á Öskjuhlið. Þetta er þó engin skemmtiferð hjá þeim félögum heldur er það vinna þeirra að þrifa
glerið á kúplinum en rúðurnar skipta hundruðum. Þrifin eru ekkert áhlaupaverk þvi áætlað er að það taki eina
vinnuviku að fara allan hringinn. DV-mynd GVA
LOKI
Ég ætla að sækja um einka-
leyfi á pókerspili.
Veðriö á morgun:
Rigning
vestan-
lands
Sunnan- og suðvestankaldi -
rigning og súld verður um vest-
anvert landið en bjart veður aust-
an til fram eftir degi en þykknar
svo einnig upp þar. Hiti á bilinu
9-18 stig.
Veðrið í dag er á bls. 28