Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 14
51 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Öfugsnúinn niðurskurður íslendingar búa við þá sérkennilegu stöðu, að ráð- herra landbúnaðarmála er í fararbroddi í þrýstihópi þeirrar greinar. Sem slíkur rís hann öndverður gegn niðurskurði á framlögum til landbúnaðar, jafnvel þeim, sem væri sjálfsagður samkvæmt búvörusamningnum. Ríkisstjómin segist stefna að því að minnka fjárlaga- hallann verulega. Það er í sjálfu sér rétt stefna. Marga fýsir að láta ríkið eyða umfram tekjur til að örva atvinnu- lífið á tíma atvinnuleysis. Það dæmi gengur því miður ekki upp vegna skuldsetningar þjóðarinnar. Fjárlög ættu að vera hallalaus, en þvert á móti fer eyðsla ríkisins jafn- an langt fram úr áætlunum. Ríkisendurskoðun skilaði nýverið skýrslu, þar sem fram kemur, að lánsijárþörf ríkissjóðs stefnir í um 23 milljarða í ár, sem er um 8 milijörðum hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í fjárlög- um fyrir yfirstandandi ár. Jafnframt gerir Ríkisendur- skoðun ráð fyrir 14 milljarða króna rekstrarhalla á ríkis- sjóði á þessu ári. Þetta eru ömurlegar staðreyndir í tíð ríkisstjómar, sem ætlaði að útrýma hallarekstrinum. Nú er reynt að ná fram niðurskurði á fjárlögum fyrir næsta ár. Þar stefndi að sögn ráðherra í 18 milljarða króna halla, ef miðað er við kröfugerð hinna ýmsu ráðu- neyta. Næsta ár yrði samkvæmt því enn verra en yfir- standandi ár að þessu leyti. Undirstrikað skal, að hér er talað um halla miðaðan við ýtrustu kröfur ráðuneyta. En ríkisstjómin hefur sett sér það verkefni að koma þeirri tölu niður í tæpa 10 milljarða króna. Samkvæmt því yrðu ríkisútgjöld á næsta ári um eitt hundrað og ellefu milljarðar, sem er svipað og áætlað hefur verið í ár. Ríkissjóður missir um þrjá milljarða í tekjur á næsta ári vegna lækkunar á virðis- aukaskatti á matvælum. Á móti því er ætlunin að skera niður. Heilbrigðisráðuneytið á þannig að skera niður útgjöld um tvo milljarða króna og menntamálaráðuneyt- ið um sex hundmð milljónir króna. í þessum áætlunum er rætt um sjö hundmð milljóna króna niðurskurð í land- búnarráðuneytinu. Samkvæmt fjárlögum mun ríkissjóð- ur verja hátt á áttunda milljarð króna til landbúnaðar- mála nú í ár. Bændur í landinu em um fjögur þúsund, þannig að fjárhæðin er yfir eina milljón króna á hvem þeirra. Miklar umræður hafa staðið um framlög til landbún- aðarins. Flestir landsmenn munu vafalaust telja, að þar mætti skera niður fremur en í framlögum til ýmissa velferðarmála. Stuðningur hins opinbera við landbúnað- inn nemur um tuttugu milljörðum króna, þegar allt er talið, þar á meðal innflutningsbann á búvörum. Ágreiningur hefur komið upp í tengslum við fjárlaga- gerðina nú. Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir, að ríkissjóður verji í ár 1,7 milljörðum króna í beinar greiðsl- ur til sauðfjárbænda og rúmum milljarði í aðrar aðgerð- ir til stuðnings sauðfjárframleiðslunni. Fyrirsjáanlegur samdráttur í sölu upp á fimm hundruð tonn ætti að minnka beinu greiðslumar um nokkur hundruð milljón- ir þegar á næsta ári. Landbúnaðarráðherra rís öndverð- ur gegn því, að skattgreiðendur njóti góðs af. Þetta er dæmigert fyrir yfirgang þrýstihópsins. En engri ríkisstjóm hér á landi mun takast að koma fjármál- um ríkisins í sæmilegt lag, fyrr en stöðvaður verður fjár- austurinn til landbúnaðarins. Þótt viðskiptaráðherra beiti einhveiju andófi gegn landbúnaðarráðherra um þessar mundir, em kratar til þess líklegastir að heykjast á málinu eins og jafnan fyrr. Haukur Helgason „Miðað við þessar aðstæður eru litlar líkur á því að fleira ungt fólk hér á landi eignist eigið húsnæði en vestanhafs, það er 65% Qölskyldna. Það verður ekki kallað sjálfseignarstefna.“ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 ,-i. )j i; i ,r ,;; I ;| — „Margt bendir til að húsnæðismarkaðurinn sé að taka varanlegum breytingum til hins verra,“ segir m.a. i grein Stefáns. Sjálfseignar- stefnan kvödd Húsnæðismarkaðurinn breytist sífellt til hins verra. Kaupendum fækkar, greiðsluerfiðleikar, alvar- legri en áður, aukast og verðtryggð langtímalán hlaðast upp. Skulda- byrði heimilanna hefur ekki áður verið meiri. Húsnæðisvextir eru svo háir að kaup eru fjölda fólks ofviða. Húsbréfakerflð sjálft veldur greiðsluerfiöleikum og opinber aö- stoð við unga kaupendur minnkar. Sjálfseignarstefnan heyrir brátt sögunni til. Sjálfseignarstefnan að hrynja Sjálfseignarstefnan í húsnæðis- málum heyrir brátt sögunni til vegna stöðugt minnkandi kaupgetu ungs fólks. Vextir af húsnæðislán- um eru svo háir að húsnæöiskaup eru fjölda fólks ofviða. Til saman- burðar má nefna að raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum eru nú helmingi lægri en hér. Fjár- magnskostnaður hefur afgerandi áhrif á kaupgetu. Sem dæmi um þaö má nefna að 1980 voru raun- vextir húsnæðislána vestanhafs 2,5% en árið eftir hækkuðu þeir í 4,5%. Milljón fjölskyldur misstu þá húsnæði sitt. Mjög lágir raunvextir hér á landi voru homsteinn sjálfseignarstefn- unnar. Árið 1980 bjuggu nálægt 85% íslendinga í eigin húsnæöi samanborið við 65% í Bandaríkjun- um. Húsnæðisvextir hér voru þá 10% undir veröbólgustigi og raun- vextir neikvæðir eftir því. Önnur veigamikil stoð undir sjálfseignar- stefnunni var veglegur skattaf- sláttur. Vextir af húsnæðislánum voru taldir til frádráttar á skatta- framtah, jafnvel þótt vaxtastig væri lægra en verðbólga. í dag veit fólk að órofasamband er á milli íjölskyldutekna, raun- vaxta og getu til húsnæðiskaupa. Hvert stefnir í húsnæðismálum okkar má ráða af því að bera ástandið saman við húsnæðismál Bandaríkjamanna 1980. Nú eru raunvextir hér þrefalt hærri en Bandaríkjamenn bjuggu þá við, byggingarkostnaður tvöfalt hærri og launatekjur lægri. Miðað við þessar aðstæður eru htlar líkur á því að fleira ungt fólk hér á landi eignist eigið húsnæði en vestan- hafs, það er 65% fjölskyldna. Það verður ekki kahað sjálfseignar- stefna. Grundvöhur stefnunnar brast endanlega með tilkomu hús- bréfakerfisins 1989 þegar raun- vextir húsnæðislána tvöfölduðust og opinber aðstoð við kaupendur minnkaði. um sem kaupendur urðu að taka. Nú viröist fólk aftur á móti kikna undan erfiðum langtímalánum. Greiðslubyrði húsbréfalána þyng- ist þegar líður á lánstímann svo fólk getur ekki unnið sig út úr vandanum á svipaðan hátt og ger- ist með óverðtryggð húsnæðislán í grannlöndum okkar. Strax og upphaflegar forsendur fyrir mati á kaupgetu raskast lenda kaupendur í greiðsluerfiðleikum. Engar breytingar eru í farvatninu. Vamaöarorð um húsbréfakerfið hafa ahtaf fallið í grýttan jarðveg og munu gera það enn um sinn. Stefán Ingólfsson Blikur á lofti Opinberlega hefur ekki verið vik- ið frá sjálfseignarstefnunni. Smám saman koma þó í ljós brestir í henni. í húsnæðismálum ríkir tví- * skinnungur, því menn láta eins og sjálfseignarstefnan sé enn við lýði en loka augunum fyrir blikum sem eru á lofti. Á samdráttarskeiðum eins og nú magnast erfiðleikar vegna minni kaupgetu og aukinna greiðsluerfið- leika. Margt bendir til að hús- næðismarkaðurinn sé að taka var- anlegum breytingum til hins verra. í hinum mikla samdrætti 1983 og 1984 fækkaði kaupendum mun minna en nú. Vaxandi greiðsluerf- iðleikar virðast einnig af öðrum og alvarlegri toga en áður þegar þeir stöfuðu einkum af skammtímalán- KjáUajiim Stefán Ingólfsson verkfræðingur Skoðaiúr aimarra Launþegahreyf ing til lækkunar útgjalda „Launþegahreyfingin er hagsmunahreyfing launþega og hún á að berjast sem slík. ... Hvers vegna hefur launþegahreyfingin aldrei hugað að lækkun útgjalda þegar kemur að grunnþörfum heim- hanna? Hvaða samninga gæti ekki tugþúsunda hreyfing gert til að bæta matarinnkaup, fatainnkaup og tækjainnkaup heimhanna? Guðmundur J. í Dags- brún hefur riðið á vaðið. ASÍ og BSRB hljóta að fylgja á eftir sambærhegum kjarabótum framhjá heföbundnum kjarasamningum, félagsmönnum sín- um til hagsbóta." Úr forystugrein Alþbl. 24. ágúst. Óheppilegur tími til heimboðs „Það voru mistök að bjóða Simon Peres, utanrík- isráðherra ísraels, th íslands og þau verður að skrifa á reikning forsætisráðherra. Tíminn th þessa heim- boðs var einkar óhepphega valinn, því ekkert bendir th að breyting hafi orðið á hinni hörðu og miskunn- arlausu stefnu ísraelsmanna í ísrael gagnvart ná- grönnum sínum og breytir þá engu um þótt Simon Peres sé talinn hófsamastur stjómmálamanna þar í landi.“ Úr forystugeia Timans 24. ágúst. Uppbygging sem olli vonbrigðum „Eftir inngöngu okkar í EFTA trúðu margir á uppbyggingu íslenzks verksmiðjuiðnaöar th útflutn- ings og um nokkurra ára skeið virtist íslenzkur ullar- iönaður hafa fest rætur sem myndarlegur útflutn- ingsiðnaður. Viö lögðum mikla peninga í uppbygg- ingu loðdýraræktar og fiskeldis. Það ghdir einu, hvort um er að ræða frekari stóriðju, verksmiðjuiðn- að th útflutnings, loðdýrarækt eða fiskeldi, aht hefiu- þetta valdið okkur vonbrigðum og sumt orðið okkur býsna dýrkeypt." Úr forystugrein Mbl. 24. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.