Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 3 Fréttir Samráð um byggingu húsnæðis fyrir aldraða: Eðlilegt miðað viðástand markaðsins - segir framkvæmdastjóri Verktakasambandsins „Þaö er ósköp eðlilegt aö bygging- arfélög hafi samráö viö ákveöna verktaka um húsbyggingar af þessu tagi til að tryggja hagsmuni félags- manna sinna. Á undanfornum árum hefur verið tilhneiging í þá átt að byggingarfélög semji beint viö verk- taka sem þeir treysta og þekkja, í stað þess að haldin séu opin útboð. Þetta kemur til vegna slæms ástands sem ríkir á þessum markaði, sem meðal annars má rekja til þess að lagaramminn á þessu réttarsviði er óljós og komið hefur fyrir að verk- takar hafi ekki getað lokið verki vegna fjárhagslegra erfiðleika. Á móti kemur hins vegar að byggingar- féfögin missa möguleikann á ákveðnu hagræði sem hlýst af opnu útboði," segir Þórður Þórðarson, framkvæmdastjóri Verktakasam- bandsins. Nokkrar umræöur hafa spunnist undanfariö í fjölmiðlum um bygging- ar íbúða fyrir aldraða. Því hefur ver- ið haldið fram að Reykjavíkurborg hafi sett byggingarfélögum þau skil- yrði að þau væru í samstarfi við ákveðna verktaka og hafa nöfn Ár- mannsfells og GG-verktaka verið nefnd í þessu sambandi. Nýverið kom út skýrsla á vegum starfshóps félagsmálaráðuneytisins, þar sem fram kom að byggingarkostnaður við íbúðir aldraða væri hærri en skýra mætti með eðlilegum hætti og ein af ástæðum þess væri sú að opið útboð færi ekki fram. í skýrslunni er því einnig haldið fram að Reykjavíkur- borg setji byggingarfélögum framan- greind skifyrði fyrir lóöaúthlutun. Markús Örn Antonsson borgarstjóri neitar því að þessi skilyrði hafi verið sett. „Það eru byggingarfélögin sem hafa vahö sér þessa verktaka og sótt um með þeim,“ sagði Markús í sam- tafi við DV í gær. Magnús Magnússon, fyrrverandi formaður Samtaka aldraðra, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki sett sam- tökunum nein skilyrði hvað verktök- um viðkemur. „Fyrsta samvinnu- verkefni samtakanna og Ármanns- fefls tókst mjög vel og eftir þaö höfum við sótt saman um lóðir, því okkur hefur líkað vel að vinna með þessu fyrirtæki," segir Magnús. Hann segir að vissufega sé byggingarkostnaður þessara íbúða hár. „Það kemur aðal- lega tif af tvennu, nefnilega því að íbúðirnar eru vandaðri en íbúðir í félagslega kerfmu og því að vaxta- kostnaður á byggingartíma er hár,“ sagðiMagnús. -bm Kvótabátur keyptur til Hellissands Apple kynnti nýja fartölvu, PowerBook 145B, þann 7. júní síðastliðinn. Og nú bjóðum við þessa tölvu á hreint frábæru verði eða 139.900,- ef staðgreitt, en 147.263,- kr. sé greiðslunni clreift. Tækniýsing: • 25 MHz 68030 örgjörvi • SuperTwist 640 x 400 • 4 Mb vinnsluminni • 40 Mb harðdiskur • 3,5”, FDHD drif • Les og skrifaf Macintosh-, MS-DOS- og OS/2-diska • AppleTalk-nettengi Stækkunarmögulelkar: • Auka má vinnsluminni í 8 Mb • Innbyggt módern • Hefur sex tengi fyrir jaðarbúnað Umboösmenn: Haftækni, Akureyri og Póllinn, ísafirói Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (9D 624800 1 Ægir Þórðaison, DV, Hellissandi: Nýr bátur bættist í flota Neshrepps utan Ennis þegar Vestri BA 63 kom til Rifshafnar á dögunum. Báturinn, 200 brúttólestir að stærð, var keyptur frá Patreksfirði af Hraðfrystihúsi Hellissands og fleirum. Vestri var smíðaður 1964 og er í góðu ásigkomulagi. Honum fylgir 400 tonna kvóti í þorskígildum talið. Bát- urinn verður gerður út aflt árið og er stefnt að því að hann byrji á línu í næsta mánuði. í vetur fer hann á net og síðan á rækju. Hraðfrystihúsið á einn bát fyrir, Rifsnes sem um ára- bil hefur verið aflahæsti bátur á Rifi. Kaupin á Vestra efla atvinnufíf á Ragnar Konráösson skipstjóri viö Vestra BA sem keyptur var nýlega til Hellissands. DV-mynd Ægir SVR-málifrestað Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að fresta tilfögu meirihluta sjálfstæöismanna um að breyta rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíkur í hlutafélag. Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Kvennalist- ans í borgarráði, segir að ákveðið hafi verið að boða til aukafundar í borgarstjóm á fimmtudag og verði þá tekin ákvörðun um einkavæðing- una. -GHS Hellissandi og Rifi og veröur lyfti- stöng fyrir byggðina í Neshreppi. Vegna mikillar eftir- spurnar veröur þraut- reyndur íslenskur fararstjóri, Anna Þorgrímsdóttir, farþegum Flugleióa , . , a manmnn i tvibyLi tii aöstoðar og /3 nœtur og 4 daga d Marriott Hotel. * leiðsagnar í Glasgow , G|asgow bjóðum 16 gistiaga á strax frá og meö eftirtöldum gæöahótelum: Hospitality Inn, 18. sept. til 4. des. Marriott, Stakis Grosvenor og Copthome. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskartar. Á tímabilinu 18. sept. til 4. des. er innifalið í verði akstur til og frá flugvelli í Glasgow og íslensk fararstjórn. Akstur þarf að bóka sérstaklega. Börn, 2ja - 11 ára, fí 9.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eða fieiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir 20 manna hóp. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) hvetja farþega til aö greiða það til að fírra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. OATXASi* EUROCARD. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.