Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Utlönd Rodney King skipaðaðfaraí afvötnun Dómari í Los Angeles hefur skipað blökku- manninum Rodney King að fara í af- vötnun. King hefur viö iðinn við pyttluna á undanfómum mánuðum og var um síðustu helgi tekinn fullur á bíl sínum eftir að hafa ekið á steinvegg. Mikil og fræg málaferli hófust þegar King var tekinn fullur á bíl sínum vorið 1991 og barinn til óbóta af fjórum hvítum lögreglu- þjónum. Geðsjúkur morðingislapp öðrusinni Norska lögreglan hefur nú í sinni vörslu geðsjúkan morðingja sem slapp af geösjúkrahúsi á Þelamörk um helgina og komst úr landi. Lýst var eftir honum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Morðinginn komst til Dan- merkur og þar handtók lögreglan í Friðrikshöfh hann. Maðurinn afplánar sjö ára dóm fyrir morð. Hann hefur áöur sloppið úr gæslu og er ætlunin aö hafa betri gát á honum í framtíðinni. Danirfáofnæmi fyrirrafmagni Læknar í Danraörku eru að rannsaka um fimmtíu menn sem allir eiga það sameiginlegt að þola ekki við í nágrenni við rafmagns- tæki. Mennimir hafa sýnilega ofnæmi fyrir rafmagni og koma einkennin fram í svima, örum hjartslætti og útbrotum á húð. Ofnæmi af þessari gerð er taliö mjög sjaldgæft en þó kvarta si- feUt fleiri undan því. Sumir eru svo langt leiddir að þeir þola ekki að horfa á sjónvarp. Fyrirmyndar- drengurinn John Denverísvaðið Gamli popp- söngvarinn John Denver hefurveriðtek- inn fyrir ölv- unarakstur og sviptur öku- leyfinu i heimabæ sín- um í Colorado. ffljótt hefur verið um hann á síðari árum en áður var hann með dáðari ungmenn- um og almennt talinn fyrir- myndadrengur á tímum eitur- lyíjaneyslu og hippamennsku. Ellidauðiverður úr sögunni eftir aldamótin Gizur Helgason, DV, Kauprnarttiahöfn: „Eg held að eftir 5 til 10 ár munum við geta sagt með vissu hvenær hægt veröi að hefta elli- hrörnunsegír Richard G. Cutl- er, ellikönnuður frá Ameríku, sem er hér 1 Danmörku að kynna bók um aðferðir tdl að ráða erfða- eiginleikum manna. Bókin nefn- ist Endurbætti Daninn og hefur vakið mikla athygli. Cutler segir aö sárafá gen, eða um 200, ráði því að fólki fer aftur með aldrinum. Fljótleg verði hægt að föndra svo viö nokkur þessara gena aö líf manna lengist um 10 tíl 20 ár. Nýjar vendingar í rannsókn á málum Michaels Jackson: Ungur drengur var misnotaður - poppgoðiö Jackson neitar ásökunum um kynferðisafbrot „Eg er viss um aö lögreglan mun rannsaka málið ítarlega og að niður- staðan veröur sú að ég hafl ekkert rangt gert,“ segir í yfirlýsingu frá poppgoðinu Michael Jackson þar sem hann er á tónleikaferðalagi í Taílandi á meðan lögreglan í Los Angeles rannsakar hvort sögur um að hann hann hafi brotið kynferðis- lega gegn 13 ára dreng séu réttar. I Bandaríkjunum fylgjast menn grannt með öllum vendingum í mál- um Jacksons og nú er upplýst aö reynt var að hafa af honum fé vegna þessa máls. Allt er þó á reiki um hvað er verið aö rannsaka og því er jafnvel haldið fram að á undanforn- um árum hafi Jackson orðið að sjá á bak háum fjárhæðum vegna svika starfsmanna sinna. Nú hafa menn hins vegar mestan áhuga á að vita hvort Jackson hafi haft samræði við drenginn sem síð- ustu misseri hefur verið í föruneyti popparans á tónleikaferðum. Drengurinn á að hafa sagt sálfræð- ingi sínum frá öllu sem þeim hafi farið í milli og í framhaldi af því ákvað sálfræðingurinn að kæra mál- ið til lögreglunnar. Lögreglan hefur leitað á heimili Jacksons aö sönnun- argögnum en ekkert gefið upp um árangurinn. Reuter Kínverjar hafa ákveðið að ráðast í framleiðslu á úrum sem væntanlega munu tifa yfir heimsbyggðina á næstu mánuðum. Hér eru fyrirsætur í Pek- ing að kynna nýju framleiðsluna. Simamynd Reuter Munnur við rana Iff i f ílsins Þjóðgarðsverðir í Suður-Afríku björguðu lífi sjúks fílsunga með því að nota blástursaðferðina á hann, eða munn við rana. Fimm garðverðir skiptust á að halda lífi í unganum, sem heitir Pie, með því að blása til skiptis upp í rana hans. Aö sögn var Pie allur að hressast í gær en hann þjáðist af niðurgangs- pest. Reuter Norðmennfara til Danmerkur Dananna vegna Norðmenn og Svíar fara í frí til Danmerkur vegna þess að þeim finnst Danir svo indælir og þykir mikið til lífsstíls þeirra koma, ekki síst góðs matar og drykkjar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem dönsk ferðamálayfirvöld hafa látið gera um hvað það sé sem dragi ferðamenn til landsins. Samkvæmt könnuninni koma Þjóðverjar til Danmerkur af því að þar eru baðstrendur með góðu vatni og því gott að baða sig. Þá eygja þeir einnig möguleika á að stunda þar íþróttir. Japanir koma helst í hópum og þeir eyða meira fé en aðrir ferða- menn. ítalir eru veikir fyrir hinni friðsælu ímynd. Auk þess hefur sá orðrómur veriö á kreiki meðal ítalskra karl- manna að danskar stúlkur væru frjálslyndar. Ritzau Hálft lík fundið af manni sem lifði tvöföldu ffi: Ljúf ur heimilisf aðir sem framleiddi klámmyndir Fjölskylda Eriks Hojer Christian- sen vissi ekki betur en hann væri vammlaus fjölskyldufaðir. Hann hafði auðgast á að framleiða verk- færi í Danmörku og fært út kvíarnar til Englands þar sem honum vegnaöi vel eftir því sem best var vitað. í sumar ákvað hann að taka sér frí frá verksmiðjurekstri og setjast um stundarsakir að í Portúgal. Þar ætl- aði hann aö skrifa bók um sérgrein sína, verkfærasmíði. Það næsta sem fréttist af iðjuhöld- inum var að lögreglan í Portó í Port- úgal fann á dögunum hálft lík af manni og hjá því skjalatösku merkta Erik Hojer Christiansen. Líkiö haföi verið sagað í sundur og neðri hlutan- Erik Hejer Christiansen lifði tvöföldu lífi. Nú er hálft lík hans fundið. um hent út í skóg. Efri hlutinn er ófundinn. Nú var farið að grennslast fyrir um feril Eriks í Englandi og þá kom í ljós að hann var ekki eins sómakær og allir heima í Danmörku héldu. Hann var löngu hættur að framleiða verkfæri og hafði þess í stað snúið sér að klámmyndum. Þá var hann kunnur saurlífisseggur hvarvetna sem hann kom. Hann átti þrjá dýra bíla, bjó jafnan í vönduðum villum en flutti með reglulegu millibili. Danska lögreglan telur víst að hálfa líkið í Portúgal sé af Erik en illa geng- ur að finna ástæöu fyrir morðinu og sömuleiðis hugsanlega morðingja. Vísindamenn hissaáþrifleg- um mörgæsum Vísindamenn ætla að koma há- þróuðum vogum fyrir á Suður- skautslandinu til að rannsaka mörgæsir sem bæði fjölgar mikið og verða bústnari með hverju árinu. Talið er hugsanlegt að gróðurhúsaálirifin eigi þar ein- hverja sök. Peter Wilson sjávarlíffræðíng- ur sagði að vísindamenn ffá Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum væru að leita fiármagns til að koma vogunum fyrir. Grunur leikur á að tengsl séu milli ástands mörgæsanna og vatnsmagns og þar með fiölda fiska í Vönduvatni á suðurskaut- inu. Vatn þetta frýs á vetrum en þiðnar á sumrin. Sfjórn Kohlsvill þýska hermenn ísveitirSÞ Kristilegir demókratar, flokkur Helm- uts Kohls Þýskalands- kanslara, ítrek- aði þá skoðun sína í gær að ekkert í stjómarskrá. landsins bannaði þýskum hersveitum að taka þátt í bardagasveitum SÞ utan land- svæðis NATO. Jafnaðarmannaflokkurinn dró sig hins vegar út úr málamiðlun- arsamkomulagi við stjórnina um hernaðarhlutverk Þýskalands. Leiðtogar jafnaöarmanna sögðu í Bonn að þeir heföu samþykkt aö þýskar hersveitir mættu aldrei taka þátt í alþjóðlegum bardaga- ferðum. Sú samþykkt er tahn mikill sigur fyrir fiiðarsinna inn- an flokksins. Frakkargefa langa brauðinu smu uppruna- vottorð Frönsk yfirvöld munu næsta daga gef út tilskipun þar sem seg- ir að þau brauð ein megi kallast „baguette" sem bökuð era á staðnum samkvæmt ákveðinni forskrift. En baguettan er langa brauöið sem er jafn ótvírætt tákn frönsku þjóðarinnar og það sem hér er kallað alpahúfa. „Nýju lögin munu gefa baguett- unni uppranavottorð,“ sagði tals- kona bakaraiðnarinnar í samtali viö Reuters-fréttastofuna. Hún sagöi að með þeim væri ætlunin að vernda litlu bakaríin sem selja hina einu sönnu vöru gegn brauðhleifum sem bakaðir væru úr frosnu deigi sem í væru ýmis víðbótarefni. Samkvæmt lögum frá 1912 má aðeins hveiti, vatn, salt og ger fara í baguettuna. Frakkarsýnafrá réttarhöldum yfirBarbie Franska ríkissjónvarpið ætlar að sýna í næsta mánuöi hluta af réttarhöldun- um yfir Klaus sáluga Barbie, stríðsglæpa- manni nasista, sem fram fóru árið 1987. Barbie var kallaður „slátr- arinn frá Lyon“ og var dæmdur til lífstíðarfangavistar. Frakkar hafa ekki áöur fengið að sjá hvernig svona réttarhöld fóru fram. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.