Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Fréttir DV Fyrrum framkvæmdastjóri skiptinemasamtaka á Islandi: Akærður fyrir að draga sér milljónir f rá AFS reyndi einnig að ná á þriðju milljón króna frá Dansk AFS í Kaupmannahöfn Kona, sem er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá skiptinemasam- tökunum AFS á íslandi, hefur verið ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,6 milljónir króna af innstæðum á tékkareikningi samtakanna á árun- um 1990-91. Henni er jafnframt gefin að sök tilraun til íjárdráttar með því að hafa ætlað að nota 2,1 milljón króna af reikningum Dansk AFS í Kaupmannahöfn til eigin nota. Konan hefur verið búsett í Kaup- mannahöfn frá því að hún hætti störfum hjá AFS á íslandi. í febrúar 1991 tók nýr framkvæmdastjóri við og fóru þá grunsemdir að vakna um að ekki væri allt með felldu. Mikil óreiða kom fram í bókhaldi og ýmis fylgiskjöl fundust ekki. Máhð var tekið fyrir hjá stjórn fé- lagsins og ákveðið að löggiltur end- urskoðandi færi yfir máhð. Eftir það var ákveðið að kæra til RLR. Á því tveggja ára timabih, sem kon- an starfaði hjá AFS, var hún ein pró- kúruhafi fyrir bankareikninga fé- lagsins. Henni er nú gefið að sök að hafa gefið út 14 tékka með nöfnum nafngreindra viðtakenda og 7 hand- hafatékka af reikningi AFS sem hún framseldi síðan sjálf til að greiða eig- in útgjöld. Andvirði þessa 21 tékka nam 3,6 milljónum króna. Sá lægsti var á rúmar 8 þúsund krónur en sá hæsti, sem stílaður var á Bílaskipti hf., nam 730 þúsund krónum. Konan er einnig ákærð fyrir til- raun til fjárdráttar. Henni er gefiö að sök að hafa óskað eftir að Lands- bankinn og SPRON millifærðu sam- tals 2,1 mihjón króna til Den Danske Bank í Kaupmannahöfn. Bankinn átti síðan að greiða féð th Dansk AFS í Kaupmannahöfn - þaðan hugðist konan fá fjármuni samtakanna út- borgaða og nota til eigin þarfa. Þess- ar útborganir voru stöðvaðar í Kaup- mannahöfn áður en konan fékk þær greiddar. Skiptinemasamtökin American Fi- eld Service (AFS) hafa krafist þess að konan greiði th baka þær 3,6 mUlj- ónir króna sem hún er ákærð fyrir að hafa náð að draga sér. -Ótt Stuttarfréttir Umferðarsamtök aJmennings Samtök um bættar almennings- samgöngur hafa verið stofnuö i Reykjavík. Markmið samtak- anna er aö efla vistvænar sam- göngur og bæta aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur og hjól- reiðafólk. < Skuldbreytingalán Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að verja 350 mUljónum króna til aö aðstoða húseigendur í greiðsluerfiðleik- um vegna atvinnuleysis og veik- inda. Taiið er að á annað þúsund fjölskyldur eigi nú á hættu aö missa húsnæði sitt vegna greiösluerfiöleika. Dráttavextir hækka Seðlabankinn hefur ákveðið að dráttavextir hækki um mánaða- mótin um 4,5 prósentustig, eöa úr 17% í 21,5%. Hækkunin kemur í kjölfar vaxtahækkunar banka- og sparisjóða fyrr i mánuðin- um. Deilt um gjaidtöku Innan ríkisstjómarinnar er deUt um það hvort fyrirhugað sjúkratryggingagjald eigi að vera valfijálst. Samkvæmt Mbl. er rætt um aö gjaldiö veröi 0,25% eöa 0,5% af launum yfir skatt- leysismörkum. -kaa Aðalsumarstarf barna og unglinga um allt land er og hefur verið barnagæsla siðustu áratugi og er algengt enn þann dag í dag að stelpukrakkar séu fengnir til að gæta yngri systkina sinna, frændsystkina eða nágranna. Ljós- myndari DV rakst á þennan fríða hóp á verslunargötunni á ísafirði nýlega en þarna eru Hugrún löunn með Kjartan í fanginu, Hrafnhildur, sem heldur á Kolfinnu, Kristrún, Dóra og Judith. Tvíburarnir litlu, Kjartan og Kolfinna, eru systkini Kristrúnar. DV-mynd GHS Stuttarfréttir Forma nnsslagur 1 L"IR Hörð barátt formannsemb. bandalaginu á a gæri orðið um nttið í Alþýðu- iandsfundi þess í Sigfússon og 1 arrson íhuga Ólafi Ragnar ■íristinn H. Gunn- mótframboð gegn i Grímssyni. Al- pyöuDiaoio ne núverandi f lut eiur ivrisxni ao orysta flokksins KappKOSu ao um frösum. Vígaleg Lirlandnemi Töluvert hei og vígalegum landiogertaii byrjaðar bús Samkvæmt W ur borið á stórum trjávespum hér á ölíklegtaðþærséu kap hér á landi. orgunbiaðinu geta flugurnarbitic kvenflugan s langan og stei fast. Að auki getur tungið enda méð •kan brodd. Aukinkennsla Bæjarstjóm Garðabæjar hefur ákveið að greiða 5 milljónir fyrir eina viðbótarkennslustund á dag fyrir sjö til átta ára nemendur í vetur. Tíminn greindi frá þessu. Aukafundur um starætó Aukafundur verður haldinn í borgarstjóra í desember um aö breyta SVR í hlutafélag. Hlutafé nýja félagsins verður 200 milljón- ir, þar af 198 milljónir í eigu Reykjavíkurborgar og 2 milljónir i eigu Aíivak; i Reylyavikur hf. -kaa Hagfræðistofnun Háskólans um framkomna gagnrýni: Utúrsnúningar landbúnaðarf oryst- unnar hagga ekki niðurstöðunni - Sighvatur segir Halldór Blöndal vera í stríði við Guðmund Magnússon Hagfræðistofnun HÍ og Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, boðuðu í gær tíl fundar vegna gagnrýni sem komið hefur fram á skýrslu um landúnaöarstefnu Noröurlandanna og hag heimUanna. Skýrslan hefur veriö gagnrýnd af ýmsum forystumönnum íslensks landbúnaðar og Halldóri Blöndai landbúnaðarráðherra. Gagnrýnin hefur meðal annars fal- ist í því að ýmsar talnalegar upplýs- ingar væru úreltar. Véfengt hefur verið að heUdarstuðningur íslenskra stjómvalda við landbúnaðinn sé jafn hár og Hagfræöistofnun hefur reikn- að út. Samkvæmt skýrslunni er stuðningurinn hæstur á íslandi mið- að við hin Norðurlöndin. Að mati Hagfræðistofnunar breytir litlu þó stuðst sé við nýjustu tölur. Þannig hafi stuðningurinn sem hlut- fall af framleiðsluverömæti verið 111% árið 1988, 107% 1990 og 115% 1992. Sambærilegt hlutfaU í Dan- mörku í fyrra var 47%, Finnlandi 68%, Noregi 77% og Svíþjóö 57%. AUs hafi verið varið um 17,8 mUljörð- um í stuðning við islenskan landbún- að. Á fóstu verðlagi var stuöningur- inn um 16,5 milljarðar árið 1990 og 16,7 miUjarðar 1988. Á fundinum í gær kom fram hjá talsmönnum Hagfræðistofnunar að framkomin gagnrýni hafi ekki verið efnisleg heldur einkennst af útúr- snúningum. Staðreyndin sé að meg- inatriöi skýrslunnar standi óhögguð - kostnaöur neytenda af stuðningi við landbúnað sé hæstur á Islandi af Norðurlöndunum. Eftir fundinn sagði Sighvatur Björgvinsson það ljóst að landbúnað- arráðherra og hann væra ósammála um stefnuna í landbúnaðarmálum. Þó væri ekki hægt að tala um slíkan grundvaUarágreining að stjórnar- samstarfið væri í hættu. Umræðan um vanda landbúnaðarins og þar með neytenda væri af hinu góða og hlyti að leiða til breytinga. „Ég er ekki að skUa af mér neinni vinnu. Hagfræðistofnun Háskóla Is- lands er aö skUa af sér vinnu. Hún lýtur forystu prófessors Guðmundar Magnússonar. Ég veit ekki betur en hann hafi verið formaður efnahags- nefndar Sjálfstæöisflokksins um margra ára skeið og er einn helsti trúnaðarmaöur flokksins í efnahags- málum. Landbúnaðarráðherra er í deilum við hann en ekki mig.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.