Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 33 Afmæli > Lára Böðvarsdóttir húsmóðir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, er áttræð ídag. Starfsferill Lára er fædd að Laugarvatni í Laug- ardal og ólst þar upp. Hún stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugar- vatni og Kvennaskólanum á Blönduósi. Hefur átt heima í Reykjavík frá 1937 og vann þar lengst af hjá Mjólkursamsölunni til ársins 1940. Lára hefur tekið þátt í starfi Kvenfélags Háteigssóknar um margra ára skeið og var í stjórn þess í 15 ár, þar af formaður í 4 ár. Á 30 ára afmæh félagsins var hún kosin heiðursfélagi þess. Fjölskylda Lára giftist 19.10.1940 Hauki Egg- ertssyni, f. 8.11.1913, útvarpsvirkja- meistara og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Plastprents hf., en hann var annar af stofnendum þess fyrirtækis. Foreldrar hans voru Eggert K. Konráðsson, bóndi og hreppstjóri að Haukagih í Vatnsdal, og kona hans, Ágústína G. Gríms- dóttir frá Syðri-Reykjum í Bisk- upsstungum. Lára og Haukur eiga 3 börn: Egg- ert, f. 19.4.1942, viðskiptafræðingur, kvæntur Sigríði Teitsdóttur, kenn- ara frá Brún í Reykjadal, og eiga þau 3 börn; Ágústa, f. 29.6.1945, tónhst- arkennari, gift Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara og þau eiga 3 böm og eitt barnabarn; Böðvar Láms, f. 11.10.1946, d. 19.4.1987, viðskipta- fræðingur, var kvæntur Ásu Guð- mundsdóttur skrifstofumanni. Þau eiga eitt barn. Barnabörn Láru eru 7 og eitt barnabarnabarn. Af systkinum Láru komust til fuh- orðinsára tíu systur og einn bróðir en ein systir dó í frumbernsku. Af þeim sem upp komust eru 6 systkini hennar látin en fimm systur hennar eruálífi. Foreldrar Lám voru Böðvar Magnússon, bóndi og hreppstjóri að Laugarvatni, og kona hans, Ingunn Ólafsdóttir húsfreyja. Ætt Föðursystir Lám var Guðrún, móð- ir Ragnheiðar Jónsdóttur rithöf- undar, móður Sigrúnar Guðjóns- dóttur myndhstarmanns. Böðvar var sonur Magnúsar, b. í Holtsmúla á Landi, Magnússonar, Lára Böðvarsdóttir. b. á Stokkalæk, bróður Guðrúnar, langömmu Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis. Móðir Böðvars var Arnheiður Böðvarsdóttir, b. á Reyðarvatni, Tómassonar og konu hans, Guörún- ar Hahdórsdóttur, b. í Þorlákshöfn, Jónssonar. Móðurbróðir Láru var Brynjólfur, langafi Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrek- enda. Ingólfur Kristjánsson, Sólvöhum 4, Akureyri. Klinborg Sigurðardóttir, Háengi 3, Selfossi. Elínborg verður utanlands á af- mæhsdaginn. Júliana Guðrún Ragnarsdóttir, Keilufelli 14, Reykjavík. Hún og maöur hennar, Guðni Þor- steinsson, taka á raóti gestum á Naustinu laugard. 28.8. á mhli kl. 14 Og 17. Minna Christensen, Hvanneyrarbraut 19, Siglufirði. Geir Sævar Guðgeirsson, Tungubakka 14, Reykjavík. Lúðvík Magnússon, Holtsgötu 29, Njarðvík. Jóhann Hlíðar, Bakkaseli 14, Roykjavík. Sigrún Sigurpálsdóttir, Hjaltabakka 32, Reykjavík. Guðmundur I. Ágústsson, Heiðargerði 17, Vogum. Kjartan T. Ingimundarson, Flúðaseh 88, Reykjavik. Sveinbjörn Eiríksson, Garðavegi 6, Keflavík. Ingólfur Arnarson, Fífuhvammi 39, Kópavogi. Hann og kona hans taka á móti gestum á heimili sínu fóstud. 27.8. ámillikl. 18og21. Jóhann Friðrik Kárason, Kleppsvegi 130, Reykjavík. Guðmundur Sveinsson, Bakka, Borgarfiarðarhreppi. Hrafnhiidur Þórarinsdóttir, Skólatúni, Vogum. Gestur Jónsson, Ljóshehnum 18, Reykjavík. Elín Magnfreðsdóttir, Sundstræti 27, ísafirði. Auður Trygggvadóttir, Hæðargarði 4, Reykjavík. Helgi Walter Ágústsson, Fífuseli 30, Reykjavík. Páh Rúnar Elísson, Maríubakkal2, Reykjavík. Sveinn Georg Davíðsson, Birkimel 10, Reykjavik. Sigfús Indriði Bragason, Iöufelli 10, Reykjavík. HilmarSæbergÁsgeirsson, Austurbergi 36, Reykjavík. Erla Guðjónsdóttir, Reykjanesvegi 42, Njarðvík. Sigurveig Gunnarsdóttir, Hafraholti 32, ísafirði. Svanhvít Jóhanna Jónsdóttir, Tjaldanesi I, Saurbæjarhreppi. Pétur Árnmarsson, Kirkj ubæj arbrau 111, Vestmanna- eyjum. Kristíu J. Siguij ónsdóttir, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Ingveldur Gestsdoi i ir. Brunnum 20, Patreksfirði. Guðsteinn Frosti Hermundsson, Egilsstöðum, Vfilingaholtshreppi. Svidsljós Þessir krakkar voru á námskeiði hjá Tónabæ en skemmtiatriði þeirra á karnivalhátíðinni voru Grease-dansar sem þeir lærðu á námskeiðinu. Kamivalhátíð Sumarnámskeið fyrir böm voru upp á það var slegið upp karnival- inga. Hver hópur hafði æft skemmti- haldin í öllum félagsmiðstöðvum í hátíð í Hljómskálagarðinum. atriði á námskeiðinu og var því Reykjavík í sumar. Þeim lauk um Þangað mættu allir hóparnir og margt skemmthegt að sjá í Hljóm- miðjan ágústmánuð og th að halda voru ahir klæddir í skrautlega bún- skálagarðinumþennandag. -HMR Útimarkaður í Hveragerði Það færist stöðugt i vöxt að útimarkaðir séu haldnir - ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur víðs vegar um land. Sunnudaginn 22. ágúst var útimarkaður í Hveragerði sem margir sóttu enda fjölbreytt vöruval. Sölutjaldið var við Breiðumörk og margir voru með vörur á borðum úti enda veður gott. DV-mynd Sigrún Lovísa, Hveragerði Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Selfossi skorar hér með á gjaldend- ur sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gjald- daga til og með 15. ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, sérstakur tekjuskatt- ur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilis- starfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. 1. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launa- skattur, bifreiðaskattur, slysatrygging ökumanna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og auka- álagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana- skattur og miðagjald, virðisaukaskatturaf skemmtun- um, skipaskoðunargjald, lestagjald og vitagjald, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, að- flutningsgjöld og útflutningsgjöld og útflutnings- ráðsgjald, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verð- bætur á ógreitt útsvar. Einnig virðisaukaskattur ásamt gjaldföllnum virðisaukaskattshækkunum, stað- greiðsla opinberra gjalda og staðgreiðsla trygginga- gjalds, ásamt vanskilafé, álagi og sektum. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá birtingu áskorunar þessarar, samkvæmt heim- ild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr„ sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og stimpiigjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvatt- ir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþæg- indi og kostnað. Jafnframt tilkynnist að gjaldendur virðisaukaskatts, staðgreiðslu og tryggingagjalds mega búast við því að atvinnurekstur þeirra verði stöðvaður af lögreglu án frekari fyrirvara. 24. ágúst 1993. Sýslumaðurinn á Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.