Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1993, Qupperneq 2
.1 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 Fréttir Sighvatur Björgvinsson iönaðarráðherra og Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra hafa að undanförnu deilt hart um ýmsa þætti í landbúnaðarmálum. Ráðherrarnir hafa þó endrum og sinnum haft uppi gamanyrði, þótt málið sé auðvitað grafalvarlegt. Athygli vakti til dæmis þegar Halldór sagði á þá leið, að hann hefði ekki flugþol á við kratana í landbúnaðarmálum. Sighvatur svaraði þvi þannig að sér sýndist nú samt sem landbúnaðarráðherra hefði sett á afturbrennarann og væri kominn upp að hliðinni á sér. Af þessum ummælum má ráða að flugþol ráðherranna fari sivaxandi, sem þýðir að maðurinn í miðjunni hljóti aö vera með býsna öflugan afturbrennara. .jgs Nefhd um nýsköpun í atvinnulífmu: Vill aukið áhættufé og samstarf milli ráðuneyta - samræming milli atvinnuvegaráðuneytanna áríðandi, segir viðskiptaráðherra „Eg tel sérlega áríðandi að ná samræmingu milli atvinnuvega- ráðuneytanna um verkefni sem þeim eru sameiginleg. Ég tel einnig mjög áríðandi að sameina eða reyna að ná samstarfi með þeim aðilum sem stunda kynningu á ís- landi erlendis og öflun markaðar fyrir íslenskar útflutningsvörur. Þetta tvennt held ég að sé einna þýðingarmest í framhaldi af þess- ari skýrslu,“ sagði Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráöherra í gær þegar hann kynnti skýrslu nefndar um stuðningsaðgerðir ný- sköpunar. í skýrslunni kemst nefndin að þeirri niðurstööu að íslendingar þurfi aö takast á við nýsköpun í efnahagslífinu til að brjótast út úr efnahagslegri stöðnun og vaxandi atvinnuleysi. Meðal annars þurfi að efla nýsköpunarstarf fyrirtækja og stofnana og breyta áherslum í opinberum stuðningi. Nefndin leggur fram fjölmargar tillögur mn breytingar í stjómsýslu og sam- ræmingu verksviða, auk sérstakra aðgerða til eflingar nýsköpun í at- vinnulífinu. Nefndin leggur til að „Milliráðu- neytanefnd um nýsköpun" verði skipuð til fjögurra ára til að fram- fylgja stefnu ríkisstjómarinnar í þessum málum. Milliráðuneyta- nefndinni verði gert að samræma opinberar aðgerðir um nýsköpun í atvinnulífinu, fylgjast með áhrifum þeirra á atvinnulífið og gera reglu- lega grein fyrir starfi sinu. Þá leggur nefndin til að framboð á áhættufé verði aukið, sérstakir styrkir verði teknir upp til til- raunaframleiðslu og markaðssetn- ingar hjá Iðnlánasjóði, Framleiðni- sjóði landbúnaðarins og Fiskveiða- sjóði, lög um tekju- og eignaskatt verði endurskoðuð þannig að þau hvetji til nýsköpunar í atvinnulíf- inu og auðveldi öflun áhættufjár, verkefnaútflutningur verði efldur með fjárhagslegri aðstoð, erlendir fjárfestar verði laðaðir til landsins og þannig mætti lengi telja. Fjallað var um tillögumar á rík- isstjómarfundi í gærmorgun en ríkisstjómin hefur skýrsluna nú til skoðunar áöur en framhaldið ræðst. -GHS Rannsakað verður hvort hringjamyndanirnar í túninu austan við Nesstofu á Seltjarnarnesi séu mannvirki eða náttúrulegar myndanir. DV-mynd GVA Seltjamames: Rannsókn á hringjun- um að hefjast Stuttar fréttir Meðferðarheimiilfyrir vegalausbömopnað Meðferðarheimili fyrir vega- laus böm, sem rúma mun 6 böm, verður opnað S dag aö Geldinga- læk á Rangárvöllum. Heimiliö er ávöxtur landssöfnunar Bama- heilla í mars 1992. Mun félags- málaráöuneytiö sjá um rekstur þess. SódómatilBerlínar Sódóma Reykjavík, eftir Óskar Jónsson, ogTré og list, eftir Bald- ur Hrafnkel Jónsson, munu keppa um Felbdnn, verðlaun evr- ópsku kvikmyndaakademfunn- ar, sem besta byijendaverk og besta heimildarmynd. Verðlaun- in verða veitt í Beriín í desember. Bókun vegna Hraf ns á útvarpsráðsfundi Minnihiutafufltrúar í útvarps- ráði sendu frá sér hai-öorða bók- un í gær vegna skýrslu Ríkisend- urskoðunar um Hrafn Gunn- laugsson, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Segja rainnihluta- fulltrúamir íleiri hliðar en laga- legar á saraskiptum Hrafns víð Sjónvarpiö og sé siðferðisvitund fyrrum dagskrárstjóra Sjón- varpsins dregin í efa í skýrslunni. Aj-t-i--m ■». itm uaynmeonerjom Fetjan Herjólfúr er á lelð í slipp í Noregi og verður ytra í þijár víkur. Býöst fóiki ferö fram og tíl baka með skipinu fyrir litlar 15 þúsund krónur, miöað við upp- búið rúm og morgunmat. Aðeins 5 þúsund krónur kostar fyrir bfl- inn. Fijótt var upppantað I ferö- ina. ÞettakomframáBylgjunni. I lok september hefst rannsókn á vegum Þjóðminjasafnsins og Sel- tjamamesbæjar sem ætlað er að skera úr um hvort hringjamyndan- imar í túninu austan viö Nesstofu á Seltjamamesi séu mannvirki eða náttúrulegar myndanir. Kristinn Magnússon, forstöðumaöur Nes- stofusafns, mun sfjóma rannsókn- inni og segir hann að meginniður- stöður ættu aö liggja fyrir um leið og rannsókninni er lokið. „Grafmn verður prufuskuröur gegnum einn hringinn til að kanna hvort upphækkanimar í landinu séu hlaðnar upp og hvort mannvistarlög finnist í þeim. Ef hringimir em hlaðnir ætti að flnnast torf eða gijót,“ segir Kristinn. Búist er við að rannsóknin við Nesstofu taki nokkra daga og tveir til þrír menn vinni að henni. Ekki er búið að ákveða hvenær rannsókn- in hefst en búist er við að þaö verði einhvem tímann eftir miöjan sept- ember. Rannsóknin er gerð á vegum Þjóðminjasafns að beiðni bæjar- sijómar Seltjamamess og mun Sel- fjamamesbær standa straum af henni. -GHS Yfirmaður í skólakerfinu: Lyfjapréfreynd- istjákvætt - málið sent ríkissaksóknara Mál yfirmanns í skólakerfinu, sem grunaöur er um aö hafa ekið bíl undir áhrifiim iyfja á Kefla- víkurflugvelli fyrr í mánuðinum, verður sent til ríkissaksóknara. Þvagsýni, sem tekiö var úr manninum og sent til rannsókn- ar„leiddi í Ijós að hann var undir áhrifum róandi lyfla við handtök- una. í fóram mannsins og annars manns, sem var í fór með honum, fundust ýmiss konar lyf. Einnig fundust stunguför á likama beggja mannanna sem lögreglan telur vera eftir sprautunálar. Fræðslustjóri í því umdæmi sem umræddur maöur er starf- andi i kvaðst í samtali viö DV iíta á þetta mál sem cinkamál við- komandi manns þangað til hann fengi formlega tilkynningu frá lögregluyfirvöldum um niður- stöðu iyflaprófanna og rannsókn málsins. .pp Fjárlagafrumvarpið: Erfið helgi framundan „Þaö er tyrirsjáanleg erfiö helgi því að viö emm aö falla á tima Víö þurfum að kiára útgjaldahlið- ina og helst tekjuhUðina líka um þessa helgi svo hægt sé aö setja tjárlagafrumvarpið í prentun," segir Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra. „Mjög fá ágreiningsatriði eru eftir útgjaldamegin en þaö eru nokkur eftir tekjumegin. Ég held aö þetta hijóti nú að klárast um helgina,“segirhann. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.