Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 16
111 Leikskólar ^ Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240 Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727 Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023 Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leikskóla: Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 Einnig vantar deildarfóstru í 50% starf e.h. á leikskól- ann Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Tónmenntaskóli Reykjavíkur mun taka til starfa skv. venju í septembermánuði. Enn er hægt að innrita nemendur í eftirfarandi deild- ir fyrir skólaárið 1993-94: 1. Börn fædd 1986 í forskóladeild (Forskóli II) 2. Fáein börnfædd 1985 í forskóladeild (Forskóli III) 3. Tréblástursdeild: Nokkra 8-9 ára nemendur á alt- flautu og tvo 11-12 ára nemendur á fagott. 4. Málmblástursnemendur: einn til tvo 9-10 ára nem- endur á horn og einn 10-11 ára nemanda á túbu. 5. Slagverksdeild: Fáeina 8-10 ára nemendur. Hafið samband sem fyrst í síma 628477 ef óskað er eftir skólavist fyrir nemendur skv. ofanskráðu. Tónmenntaskólinn býður einnig upp á píanókennslu fyrir fötluð börn í samvinnu við Tónstofu Valgerðar. Einnig býður skólinn upp á músíkþerapíu. Upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins veitir Valgerður Jónsdóttir í síma 612288 frá og með þriðjudeginum 7. september á tímabilinu kl. 13.30- 16.00. Nemendur sem þegar hafa sótt um skólavist fyrir skólaárið 1993-94 komi í skólann að Lindargötu 51 dagana 6., 7. og 8. september á tímabilinu kl. 2-6 e.h. og hafi með sér afrit af stundaskrá sinni úr grunn- skólanum. Einnig á að greiða inn á skólagjaldið, sbr. heimsent bréf. Dragið ekki fram á síðasta dag að koma. Forðist þrengsli og óþarfa biðtíma. Skólastjóri MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 " Merming Nú er það Ijótt! - Jón Reykdal sýnir í Stöðlakoti Lýsingaroröiö faUegur hefur ekki átt upp á pallborð- iö hjá þeim sem hafa íjallað um myndlist undanfarin ár. Það hefur þótt haUærislegt og taUn vond latína að gera faUega hluti. Þeir sem ekki hafa stöðugt verið að flaUa um ljótleikann með verkum sínum hafa hiotið niðrandi ummæU í vitsmunageira menningarUfsins og óforbetranlegir fagurkerar verið settir út í hom og Myndlist Úlfar Þormóösson niðurlægðir, einkum í hvíslingum sem er aigengasta tjáningarform þessa hóps. FaUeg sýning hefur þótt vond sýning hversu góð sem hún hefur verið. Einn þeirra manna sem stöðugt hefur verið að færa mönnum ljúfa fegurð náttúrunnar með Ust sinni er Jón Reykdal. Og hann lætur ekki af því enn, maður- inn. Sem betur fer. Á laugardaginn var opnaði Jón sýningu á 34 gvass- myndum í Utlu (og faUegu!) húsi við Bókhlöðustíg, Stöðlakoti. EðU málsins samkvæmt em flestar mynd- imar smáar en stærri þó í bland. Gvass er vatnsUtur, þykkari og áferðarmeiri Utur en hinn venjulegi vatnshtur ef hægt er að taka þannig til orða. Hann þekur myndflötiim meira en hinn venju- legi vatnshtur og sýgur sig ekki eins hratt og mikið inn í pappírinn. Gvass hefur ekki verið mikið notað af íslenskmn Ustmálurum síðan á dögum þeirra Þor- valdar Skúlasonar og Karls Kvaran sem unnu með því mörg ágætisverk. Jóni Reykdai, sem er meðal okkar aUra fremstu vatnshtamálara, tekst ágætavel upp með gvassið og tekur á móti gestum sínum með hugljúfri og einkar vel unninni uppstíllingu í forstofu kotsins, mynd núm- er 1, sem ber nafnið Kyrra. Af myndunum í neðri salnum hreifst ég mest af mynd nr. 24, Vetrarblómum. Þetta er svo undarleg mynd að mér fannst hún bæði hrá og soðin og hlý í kaldrana Utanna. Þetta er eiginlega glæsimynd en það er Ukiega ljótt að segja svona. Uppi undir risi, held ég, en það skiptir ekki meginmáU, var svo að finna smá- myndina Glóaldin, gullfaUegt Ustaverk. En vandinn er þessi. Þetta er faUeg sýning. GullfaUeg. Gleðigjafi með Ijúf- um náttúrustemmningum. Nú er það Ijótt! Sýning Jóns stendur tíl 19. september og er sölusýn- ing, opin daglega frá klukkan tvö til sex. Stærðarstykki - Stefán Geir hjá Sævari Karli Það er eftirspurn eftir stæröarstykkjum hjá forsvars- mönnum menningarinnar. Frægur er og verður áhugi þeirra á náttúruflikkjum hins heimsfræga Serra en þá reiddu þeir fram milljónir tU þess að hann fengi tækifæri tíl að flikka upp á landslagið hér heima sem til þess tíma hafði veriö óttalegt klambur og landi og þjóð til skammar í heimssamanburðinum. Þegar Serra þessum hafði verið borgað fyrir að flylja tU landslagið og setja niður stuðlaberg úti í Viðey breyttist ásýnd landsins og varð tíl muna Ustfeng- ari og að sjálfsögðu stórbrotnari og hefur nú hlotið alþjóð- lega viðurkenningu fyrir UstUegt náttúrufar. Og verður seint fuUþakkað framsýnum menningarforkólfum. Þessi formáU á ekki heima hér nema vegna þess að það var nákvæmlega þetta sem ég var að hugsa þegar ég kom á sýningu Stefáns Geirs Karlssonar; fyrstu hughrifin. Sýn- ing Stefáns heitir æskuminningar en í þeim hét og heitir Stefán reyndar Geiri Karls. Sýningin er í betri stofu Sæv- ars Karls, inn af búðinni að Bankastræti 9 og á stéttinni framan við hana. Það er einmitt á stéttinni sem Geiri Karls hefur komið fyrir einu verka sinna; öðru heimsmeti sínu í Ustrænum stæröarstykkjum; blokkflautu sem hefur vaxið tröUslega síðan hann handfjatlaði hinar fingeröari flautur undir handleiðslu Guðmundar Norðdahl í æsku sinni suður í Keflavík. Flautan er tveggja mannhæða há og fer ágætlega þama á hominu, skáhaUt á móti íslensku óperunni. Og þetta er engin þykjustuflauta; unnin í 70 ára steinafuru sem vaxin var upp í Portúgal, hol innan með loftgötum fyrir tröUafing- ur og eirhring þar sem munnstykkið mætir pípu. Flautan er gróflega unnin viö hæfi og augnayndi. Engan hef ég heyrt leika á hana enn svo að ég veit ekkert um tóngæðin nema í huga mínum. Þaö er sko ekkert tíst. í betristofunni skraddarans em 19 verk. Best fannst mér innstUlingin hjá Henning, hjólaviðgerðarmanni keflvískrar æsku. Þetta er aö sjálfsögðu tengt minningunni og því fannst mér líka teygjubyssumar forvitnUegar en kannski ofunnar. Samt sá ég gott leikfang úr viði annarrar og teygj- um hinnar svo að ekki sé nú talaö um þá dásemdartUfinn- ingu sem það vakti þjá manni að skjóta eplum af slíku vopni. Stálblómin þóttu mér köld og Ijót og ólystarleg puls- an í álbrauöinu og duggadugg helst tU tilgerðarleg. Annars var gaman Og vegna eftirspumar eftir stæröarstykkjum væri rök- rétt að álykta sem svo að þaö yrði örtröð af menningarfor- kólum á sýningunni hans Geira Karls sem stendur tíl 22. sept. Það er því tUvahö fyrir ómenntaðan lýðinn að slá tvær flugur í einu höggi eða stærðarflugu; skoða forkólfana um Teygjubyssa II. Myndlist Ulfar Þormóðsson leið og þeir rifia upp æskuna. Reyna kannski að koma þeim fyrir við einhveijar þeirra æsku- minninga sem sýndar em. Það gæti veriö dulítið skondiö. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.