Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 Afmæli Hans Andes Þorsteinsson Hans Andes Þorsteinsson, Aspar- felli 4, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Starfsferill Hans fæddist aö Geithálsi í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Að loknu skólanámi í Eyjum flutti hann til Reykjavíkur 1934 og var þar til sjós fyrstu árin. Hann var síðan vagnstjóri hjá SVR og bifreiðastjóri hjá Áætlunarbifreiðum Mosfells- sveitar, hjá Gunnari Guðmundssyni og Vörubifreiðastöðinni Þrótti. Þá starfaði hann hjá Reykjavíkurborg 1976-92 er hann hætti störfum. Hans bjó í sex ár í Hlíðartúni í Mosfellsbæ en síðan í Reykjavík. Hann starfaði um árabil og sinnti trúnaðarstörfum fyrir Málfundafé- lagið Óðin. Fjölskylda Hans kvæntist 6.7.1942 Elínu Sig- urbergsdóttur, f. 17.1.1921, d. 1.3. 1992, húsmóður. Hún var dóttir Sig- urbergs Elíssonar, bifreiðastjóra og síðar verkstjóra hjá Reykjavíkur- borg, og Valdísar Bjamadóttur hús- móður. Böm Hans með fyrri konu, Dorotheu Fahning, era Lára Mar- grét, f. 16.7.1938, húsmóðir í Bris- bane í Ástralíu, gift Jóni Kristjáns- syni og eiga þau sjö böm; Lúðvík Friörik, f. 17.5.1940, bifreiðastjóri í Reykjavík og eiga þau þrjú böm. Böm Hans og Elínar em Sigur- bergur, f. 8.4.1942, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Kjartansdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn; Valdís, f. 14.1.1945, starfsstúlka á Hrafnistu, ekkja eftir Sveinjón I. Ragnarsson og eru böm þeirrafjögur; Þorsteinn,f. 14.1.1948, bifreiðastjóri í Reykjavik, kvæntur Höllu Hjálmarsdóttur dagmóður og eiga þau fjögur börn; Óskar, f. 20.1. 1949, bifreiðastjóri í Reykjavík og á hannflögur börn; Elís, f. 18.3.1950, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Fanneyju Pálsdóttur húsmóður og eigaþauþijúböm. Systir Hans var Guðrún Halla Þorsteinsdóttir, f. 9.9.1911, d. 29.6. 1987, húsmóðir í Reykjavík, var gift Ólafi Þorkelssyni bifreiðastjóra sem einnig er látinn. Foreldrar Hans vom Þorsteinn Brynjólfsson, f. 7.11.1883, d. 18.2. 1963, b. á Nýjabæ í Flóa, og Lára Hans Andes Þorsteinsson. Jónsdóttir, f. 13.12.1885, d. 23.7.1933, búsett að Ásum í Vestmannaeyjum. Hans er að heiman á afmælisdag- inn. Til hamingju með afmæliö 6. september Kristín Sveinbjörnsdóttir, Þverhamri, Breiðdaisvík. Gréta Jónsdóttir, Mjallargötu l, ísafirði. Ingibjörg Fríða Hafsteinsdóttir, Strandgötu 10, Skagaströnd. Helga E.A. Sigurðardóttir, Hamratúni 6, MosfeRsbæ. _____ Magnea Guðfínna Sigurðardótt- Esjubraut 41, Akranesi. Ragnheiður Ásmundsdóttir, Sigmundarstöðum, Þverárhliðar- Eýsteinn Árnason, Suðurbyggð 11, Akureyri. ; Árni Arason, HelIuvaði3,Hellu. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Hólmgarði 66, Reykjavík. SigrúnVil- hjálmsdóttir, starfsm. Eim- skipafélags ís- lands, Breiðvangi40, Hafnarfirði. 60 ára Kristján Stefán Sigurjónsson, Engihjalla 11, Kópavogi. Magnús Jónsson, Garöavegi 8, Hvammstanga. Sigrún Helgadóttir, Norðurvöllum 6, Keflavík. Sóirún Ólina Siguroddsdóttir, Hvassaleiti 64, Reykjavik. Katrin Rögnvaldsdóttir, Barmahlið 45, Reykjavík. Sigrún Gísladóttir, Reyðarkvísl 25, Reykjavík. Anna Guðbergsdóttir, Forsæti 4, Villingaholtshreppi. Bjarni Guðmundsson, Vesturbergi 78, Reykjavík. Hugrún Ásta Elíasdóttir, Laufhaga4,Selfossi. Helgi Sigurðsson, Súluholti, Villingaholtshreppi. Valgerður Jakobsdóttir, Kirkjuvegi 8, Hvammstanga. Dagrún Gröndal, Neshömrum 3, Reykjavík. HrafnhildurM. Guðmundsdóttir, Akurbakka, Grenivík. Amia Björg Sigurbj örnsdóttir, Bröttukinn9, Hafnarfirði. Magnús Kristmannsson, Fannafold 79, Reykjavík. Svanhvít Kjartansdóttir, Strandgötu 2, Hvammstanga. Knstinn H. Bergsson Kristinn H. Bergsson, skóhönnuður og framleiðslustjóri, Núpasíðu 5, Akureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Kristinn fæddist í Sæborg í Gler- árþorpi við Akureyri og ólst þar upp. Hann hóf störf við Skinnadeild Sambandsins, Skógerð Iðunnar, er hann varfjórtán ára, lauk námi í skóhönnun í Örebro í Svíþjóð 1959 og hefur síðan starfað við skóhönn- un og verkstjórn í Skógerð Iðunnar og seinna hjá Strikinu hf. Kristinn er nú skóhönnuður og framleiðslustjóri við Skóverksmiðj- una Skrefið hf. á Skagaströnd. Á unglingsárunum var Kristinn virkur í félagsstarfi íþróttafélagsins Þórs á Akureyri en hann varð Is- landsmeistari í 3000 metra hlaupi tuttugu og eins árs og yngri 1952. Fjölskylda Eiginkona Kristins er Konny K. Kristjánsdóttir, f. 1.7.1937, hjúkrun- arforstjóri. Börn Kristins og Konnýjar eru Hanna Elisabet, f. 1.9.1960, útstill- Kristinn H. Bergsson. ingarhönnuður og húsmóðir í Ósló, og Jens Kristján, f. 12.11.1964, stýri- maður og útgerðarmaður í Reykja- vík. Kristinn er sjöundi í hópi ellefu systkina. Þar af komust níu til full- orðinsára. Eru sjö systkinanna bú- sett á Akureyri en eitt á Vopnaflrði. Foreldrar Kristins voru Bergur Björnsson, verkamaður í Sæborg í Glerárhverfi, og Guðrún Andrés- dóttirhúsmóöur. Kristinn er að heiman á afmælis- daginn. Halldór Þorgnmsson Halldór Þorgrímsson, rafvirki og umsjónarmaður í Perlunni, til heimilis að Grettisgötu 96, Reykja- vík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík. Hann lauk námi í rafvirkjun 1953 hjá Sogsvirkjun og Gísla Ingibergssyni rafvirkjameistara. Aö námi loknu starfaði Halldór á Keflavíkurflug- vefli, var síðan um átta ára skeið rafvirkjameistari á Blönduósi og síðan rafverktaki í Reykjavík. Hann réðst til Eimskipafélags íslands 1971, var þar fyrst til sjós en síðan á rafmagnsverkstæði félagsins í tuttugu ár en hefur verið umsjónar- maður í Perlunni frá 1991. Fjölskylda Halldór kvæntist 24.1.1958 Hönnu Pálsdóttur, f. 25.4.1933, d. 2.9.1989, húsmóður. Hún var dóttir Páls Stef- ánssonar og Einöru Ingimundar- dóttur. Persónuleg þjónusta ERFILJÓÐ ÞAKKARKORT Halldór Þorgrímsson. Börn Halldórs og Hönnu eru Gyða S. Halldórsdóttir, f. 4.11.1957, hús- móðir í Reykjavík, gift Sigurjóni Bjamasyni, verkstjóra hjá Bifreiða- skoðun Islands, og eiga þau þrjú börn, auk þess sem hann á tvö börn frá því áöur; Hanna E. Halldórsdótt- ir, f. 15.9.1958, tækniteiknari hjá Landmælingum íslands, búsett í Reykjavík og á hún eitt bam; Páll E. Halldórsson, f. 2.9.1959, gæða- stjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Bám Melberg Sigurgísladóttur verslunarmanni og eiga þau þrjú börn; Gunnar S. Halldórsson, f. 3.6. 1969, kokkur í Reykjavík, í sambúð með Svenny Hallbjömsdóttur og á hún eina dóttur. Fósturdóttir Hall- dórs er Margrét A. Pálmadóttir, f. 4.6.1952, húsmóðir í Reykjavík, gift Hreini Bjömssyni verkstjóra og eiga þautvöböm. Foreldrar Halldórs voru Þorgrím- ur Sigurðsson og Gyða S. Hjörleifs- dóttir. ■▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼II Það borgar sig að vera áskrifandi! Áskriftarsíminn er < < 5' ◄ ◄ 63 27 00 EHSð L----í—!— « 1 ■AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAÁAAAAAAAAa Andlát Elinborg Pálsdóttir Elínborg Pálsdóttir verslunarkona, til heimilis að íbúðum aldraðra í Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést að Droplaugarstöðum í Reykjavík 29.8. sl. Jarðarför hennar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, mánudaginn 6.9., kl. 13.30. Starfsferill Elinborg fæddist að Draflastöðum í Eyjafirði 31.10.1894. Faðir hennar lést er hún var komung og ólst hún upp með móður sinni. Elínborg flutti til Reykjavíkur þar sem hún starfaöi m.a. við Laugavegsapótek en var síðan verslunarkona og verslunarstjóri um árabil á Akur- eyri og á Siglufirði. Hún kom aftur til Reykjavíkur 1940 og stundaði þar verslunarstörf þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Elínborg giftist 9.4.1918 Áma Birni Knudsen, f. 22.10.1895, d. 8.4. 1975, skrifstofumanni í Reykjavík, en þau skildu eftir stutt hjónaband. Árni var sonur Diðriks Knuds Lud- vigs Knudsen, prests á Þóroddsstöð- um, og Sigurlaugar Bjargar Áma- dótturhúsmóður. Dóttir Elínborgar og Árna: Sigur- laug Ámadóttir Knudsen, f. 15.7. 1918, húsmóðir, var gift Sigurði Kristjáni Lárussyni Hjaltested, b. á Vatnsenda, sem nú er látinn, og em börn þeirra þrjú, Magnús Hjalte- sted, f. 28.3.1940, b. og pípulagning- armaður á Vatnsenda; Markús ívar Hjaltested, f. 2.7.1944, bílasmiður í Reykjavík, og Sigríður Hjaltested, f. 4.4.1951, verslunarkona í Kópa- vogi, auk þess sem sonur Sigurlaug- ar frá því áður er Einar Bjamason aðalvarðstjóri og fyrrv. formaður Lögreglufélagsins. Elínborg var yngst sjö systkina. Meðal systkina hennar má nefna Guðrúnu Pálsdóttur, konu Michel- sens, úrsmiðs á Sauðárkróki, og móður Ottós, fyrrv. forstjóra IBM; Jón Pálsson íþróttamann og ferðafé- laga Jóhannesar Jósefssonar glímu- kappa á glímuferðum um heiminn; Jóhannes Pálsson, málara í Reykja- vík, og Rósu Pálsdóttur, húsfreyju á Gmnd og í Reykjavík, móður Magn- úsar Aðalsteinssonar lögregluþjóns. Elínborg var dóttir Páls Ólafsson- ar, b. á Draflastöðum, og seinni konu hans, Kristínar Gunnlaugs- dóttur húsfreyju. Ætt Páll var sonur Ólafs á Gilsbakka, Benjamínssonar, b. í Víðigerði, Pálssonar, b. í Víðigerði og á Þverá, Ásbjarnarsonar. Móðir Benjamíns var María Guðmundsdóttir. Móðir Ólafs var var Steinunn Ólafsdóttir, b. í Tungu, Halldórssonar og Guð- rúnar Rafnsdóttur frá Framnesi í Öxnadal. Móðir Páls var María Jónasdóttir, b. í Meðalheimi, Jónssonar, b. á Efri-Dálksstöðum, Jónssonar. Móð- ir Maríu var Guðrún Sveinsdóttir, b. í Garðsvík, Brandssonar, og Guð- rúnar Jónsdóttur. Kristín var dóttir Gunnlaugs, b. á Draflastöðum, Sigurðssonar, b. á Þormóðsstöðum, Jónassonar, b. í Syðri-Gerðum í Stóradal, Jónsson- ar, b. í Gerðum, Einarssonar. Móðir Jónasar var Helga Tómasdóttir, b. að Hvassafelli, Tómassonar, ættfóð- ur Hvassafellsættarinnar. Bróðir Helgu var Jósef, langafi Kristjáns, Elínborg Pálsdóttir. afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóhannesar, afa Jó- hanns Sigurjónssonar skálds og Jó- hannesar, afa Benedikts Árnasonar leikara. Systir Jóhanns var Snjó- laug, móðir Sigm-jóns, fyrrv. lög- reglustjóra. Annar bróðir Helgu var Jónas, móðurafi Jónasar Hallgríms- sonar. Jónas var einnig langafi Kristínar, ömmu Kristjáns og Birgjs Thorlacius. Þá var Jónas langafi Friðbjöms, afa Ólafs Jóhannesson- ar forsætisráðherra. Þriðji bróðir Helgu var Davíð, langafi Páls Árdal skálds, afa Páls Árdal heimspekings og Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors. Davíð var einnig langafi Jóns Magnússon- ar forsætisráðherra. Þá var Davíð langafi Sigríðar, langömmu þeirra Ingva Hrafns og Hannesar Péturs- sonarskálds. Móðir Kristínar Gunnlaugsdóttur var María Sigurðardóttir, b. á Brekku', Jónssonar, b. á Víðivöllum, Indriðasonar. Móðir Maríu var Guðrún Helgadóttir. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.