Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Vísnaþáttur Marga hefur stund mér stytt „Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu hagmælskan og leik- urinn við mál og rím átti ríkan og veigamikinn þátt í því að varðveita málið hreint og tært. Alþýða manna kunni full skil á hinum flóknustu reglum ríms og brag- fræði án þess að hafa átt þess nokk- urn kost að afla sér vitneskju um shkt af lestri fræðibóka. Áhugi ís- lendinga á rimuðu máli hefur frá öndverðu verið vökull svo það mun furðu sjaldan hafa hent að snjöll staka, sem tveir menn eða fleiri kunnu, hafi glatast." Þannig komst Sigurður Jónsson frá Haukagili að orði í formála fyrsta bindis Vísnasafns síns en Vísnaþáttur Torfi Jónsson þau voru þrjú og komu út í Reykja- vík á árunum 1973-75. Hann var samstarfsmaður minn um hríð, vinur um áratugaskeið og einn hinna ágætustu manna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Og engum hef ég kynnst sem kunni slík ógrynni af vísum sem hann og frá honum er obbinn af þeim vísum kominn sem birst hafa í þessum þáttum. Og enn sér varla högg á vatni. Fyrsta stakan að þessu sinni er eftir Steingrím Baldvinsson, skáld og veiðivörð í Nesi í Aðaldal, sem Sigurður mat mjög mikils: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut alþýðustakan geymir. Jón S. Bergmann lögreglumaður, sjómaður og kennari: Stuðlafoll og fagurt lag friða öllum stundir. Séu trölla tök í brag taka fjöllin undir. Marga hefur stund mér stytt stakan dável gerða. Eftirlætis yndi mitt er og mun hún verða. Halldór Helgason frá Ásbjamar- stöðum í Borgarfirði nefnir þessa vísu sína Tónrof: Gegnum íslenskt aldafar er sú reynsla fengin: Þar sem engin vísa var vantaði tón í strenginn. Guðrún Ámadóttir frá Oddsstöö- um í Lundarreykjadal orti til Ein- ars Þórðarsonar frá Skeijabrekku í Borgarfirði þegar hann varð sjö- tugur í mars 1947: Óðsnilld fengin anda kær endist lengur dagsins prjáh. Maður enginn unnað fær óforgengilegra máli. Jón Friðriksson Hjartar íþrótta- kennari (f. 1916): Mér er kátt við unað óms, ör og sátt er lundin, þegar máttur máls og hljóms myndar háttinn bundinn. Steindór Sigurðsson rithöfundur: Þegar bítur brjóstið stál breyskra hugrenninga, vaka eins og vor i sál vísur íslendinga. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi: Stökur minar hlaupa hratt um harðar grandir. Menn kveða þær og stytta stundir og stundum tek ég sjálfur undir. Bragi Jónsson, bóndi í Hofgörð- um á Snæfellsnesi (Refur bóndi í Hoftúnum): Dvalins glóð ei dvínar góð, drótt sá óður kætir. Eru ljóðin íslands þjóð andans fóðurbætir. Þá kemur vísa sem talin er ort 1949 og aö höfundur hennar sé ung- skáld þess tíma: Þegar við hugsjónir leita ég lags, og langar að punkta þær hjá mér, þá byrjar helvítis hringhendan strax að hrönglast í kjaftinum á mér. Þormóður Pálsson frá Njálsstöð- um í A.-Hún. orti í kunningjahópi: Andann hefur ítök skort ef að þrýtur gaman þá sem hafa áður ort ævintýri saman. Þórarinn Bjarnason, járnsmiður í Reykjavík (1877-1966), bráðsnjall hagyrðingur, gerir ekki mikið úr afrekum sínum á þvi sviði: Vart er feit mín vísnaskrá, veldur þreyta og leti. Gróðurreit ég engan á í sem leitað geti. Hagyrðingurinn og vísnasafnar- inn Sigurður J. Gíslason frá Skarðsá í Skagafirði, kennari og síöast skrifstofumaður á Akureyri, kveður svo um afrek sín í ljóða- gerð: Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni, því ég ekki sinni að sinni, sinni bara vinnu minni. Laugardaginn 11. maí 1911 var Magnús Hjaltason (skáldið frá Þröm) leiddur út úr klefanum Ná- strönd á Skólavörðustíg 9. Hið fyrsta sem hann síðan gerði var að fara suður í kirkjugarð að leiði Sig- urðar Breiöfjörðs. Þar kvað hann vísuna: Hingað sný ég fæti fyrst, forlagarúnum vafinn. Meistarinn í ljóðahst hggur héma grafinn. Torfi Jónsson Matgæðingur vikuimar Svissneskt buff - að hætti Sissýjar frænku „Mamma var dugleg við að gera alls konar tilraunir með matargerð, okkur systkinunum til mikillar hrell- ingar. Við vorum hálfhrædd við þessar tilraunir henn- ar en það kom þó fyrir að ein og ein hitti í mark. Þetta er ein af þeim,“ sagði Guðný María Siguröardóttir, húsmóðir í Kópavogi, sem er matgæðingur helgar- blaðsins þessa vikuna. Hún býður upp á rétt sem kall- ast einfaldlega svissneskt buff. „Mamma fékk þessa uppskrift hjá Sissý frænku sem er ömmusystir mín,“ segir Guðný María. „Hún hefur notiö talsverðrar hylh á mínu heimili." Hráefni í uppskriftina þarf eftirfarandi: 6 sneiðar innanlærisvöðvi af nauti, skorinn í sneiðar á þykkt við lærissneiðar - eða 6 lambalærissneiðar salt nýmulinn svartur pipar milt simiep tómatsósa hveiti. Aðferð Sneiðarnar era kryddaðar með salti og pipar. Þær eru síðan barðar létt með buffhamri báðum megin. Þá eru þær smurðar vel beggja vegna með Slotts- sinnepi eða öðra mildu sinnepi. Sneiðunum er nú velt upp úr hveiti, settar á pönnu og brúnaðar vel báðum megin til að loka þeim. Þær eru nú settar í eldfast mót eða ofnskúffu og kjöt- krafti stráð yfir, ca einni matskeið. Einnig er pipar bætt út á. 1-2 bollum af tómatsósu er hellt yfir kjötið og hálfum desihtra af sinnepi bætt út í. Þá er hveiti stráð yfir réttinn, um það bil hálfum bolla. Loks er vatni hellt yfir svo að það fljóti næstum yfir kjötið, þó ekki alveg. Rétturinn er nú látinn mcdla í ofni við 175 gráður í 1-1 'A tíma. Með þessu er borin fram kartöflustappa og steiktur laukur. „Það þarf kannski að hræra aðeins í sósunni með gaffli,“ sagði Guðný María. „Hún verður reyndar aldr- ei eins og sósa úr potti heldur fremur ójöfn. En hún er mjög bragðgóð. Þetta var ein af tilraunum móður minnar sem oft var beðið um.“ Guðný María Sigurðardóttir, matgæðingur vikunnar. Guðný María sagðist sjálf hafa gaman af að reyna eitthvað nýtt en það væri sama sagan á hennar heim- ili og hefði verið á bernskuheimih hennar - fólkið væri hálfhrætt við aha tilraunastarfsemi í eldhús- inu. Guðný María benti á Brynhildi Sigmarsdóttur hús- móður sem næsta matgæðing. „Hún er vjnkona mín og góður kokkur. Ég læt hana prófa ýmislegt fyrir mig því fjölskyldan hennar er tilbúnari til þess en mín. Ég veit að hún lumar á ýmsu sem kitlar bragð- laukana," sagði Guðný María. Hinhliðin Stefni að því að verða betri - segir Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „í framtíðinni stefni ég að því að verða betri í því sem ég er að fást við,“ segir Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari. Hann er annar tveggja eigenda veitingastaðarins Þotunnar í Keflavík og sýiúr á sér hina hhðina í dag. Sverrir Þór er einnig menntaður hótelstjóri frá Danmörku þar sem hann dvaldi í nokkur ár. Hann hefur ferðast mik- ið um heiminn og fengið óteljandi hugmyndir á ferðum sínum sem komið hafa honum til góða í starfi. Fullt nafn: Sverrir Þór Hahdórs- son. Fæðingardagur og ár: 2. maí 1956. Maki: Á lausu. Börn Engin. Bifreið: BMW-glæsikerra, árgerð 1984. Starf: Veitingamaður. Laun: AUtof lág. Áhugamál: Starfið, ferðalög og mannleg samskipti. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Fjórar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinna og ná að gleðja aðra í gegnum vinnuna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða eftir óstundvísu fólki. Sverrir Þór Halldórsson. DV-mynd Ægir Már Uppáhaldsmatur: ViUibráð. Uppáhaldsdrykkur: Coca Cola. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Körfubolta- sniUingurinn Jordan. Uppáhaldstímarit: Samúel. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður á Sjónvarpinu. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hinn eina og sanna Don- ald Trump sem rekur hótel og spilavíti og að geta lært eitthvað af honum. Uppáhaldsleikari: CUnt Eastwood. Uppáhaldsleikkona: Michelle Peiff- er. Uppáhaldssöngvari: Rod Stewart. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Erfitt að gera upp á mUh góðra manna. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Fhntstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Brosið á Suðurnesjum. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hah- grímur Thorsteinsson á Bylgjunni. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Eirík- ur Jónsson á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður: Þotan í Keflavík og Amma Lú. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Kefla- vúc og Akranes. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að verða betri í því sem ég er að fást viö. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Slappaði af og náði að hlaða upp fyrir veturinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.