Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 18
18 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Dagur í lífi Ladda: Með larfana af Eiríki Fjalar í hreinsun „Þriðjudaginn hóf ég með því að bregða mér í sund. Það er hress- andi að hafa það sem fyrsta verk á morgnana að stinga sér í sundlaug- ina. Maður vaknar þá almennilega og er tilbúinn að takast á við verk- efni dagsins, hver sem þau kunna að vera. Að góðum sundspretti loknum hélt ég aftur heim og fékk mér morgunverð. Að þessu sinni sam- anstóð hann af tei og ristuðu brauði. Ég fletti Mogganum meðan ég boröaði, aðallega í þeim tilgangi' að athuga hvort ég fyndi eitthvað skondið fyrir Imbakassann, þátt- inn okkar íjórmenninganna, sem er að hefja vetrargöngu sína á Stöð 2 í kvöld. Um ellefuleytið kom pósturinn. Ég dreif í að fara yfir bréfin sem mér höfðu borist, sem að þessu sinni reyndust rukkanir og fleira. Sennilega svipaður póstur og berst inn á flest heimili í landinu rétt fyrir mánaðamót. Að því búnu var kominn tími til að svara ýmsum skilaboðum sem verið höfðu inni á símsvaranum frá kvöldinu áöur. Þar var einkum um að ræða skila- boð vegna atvinnutilboða, svo sem skemmtana og annars í þeim dúr. Klukkan tólf átti ég svo hádegis- fund með Halla bróður .vegna aug- lýsingar fyrir sýninguna á Hótel Sögu sem einnig hefst í kvöld. Þetta er sýningin „Er það satt sem þeir segja um landann?" sem er söngur og grín í kabarettstíl.Við bræðurn- ir erum með fleira á pijónunum því að við erum að ræða hugmynd- ir að nýrri sýningu sem hleypt yrði Þórhallur Sigurðsson. af stokkunum eftir áramótin, einn- ig á Sögu. Klukkan tvö átti ég smátíma af- lögu. Hann notaði ég til að stússast svolítið fyrir sjálfan mig, fara með larfana af Eiríki Fjalar í hreinsun og fleira, sem setið hafði á hakan- um. DV-mynd Brynjar Gauti Tíminn frá fjögur til sjö var tileink- aður Imbakassanum. Þá komum við fjórmenningarir saman til að semja fyrir þáttinn. Við höfðum skráð hjá okkur ýmsar hugmyndir um efni sem við lögðum í púkk. Máhð er að finna eitthvert grín, sem áhorfendur hafa gaman af. Þetta eru líflegir fundir, menn leika ahs konar atriði, sem þeim dettur í hug. Þannig er mælt á félögunum hvað eru mörg fynd í hverju gríni. Hugmyndirnar eru teknar jafnóð- um á diktafón og síðan skráðar niður. Það leggst rosalega vel í okk- ur að vera að byrja með Imbakass- ann aftur. Það er svo gaman að þessu. Við erum þarna fjórir að fífl- ast. Siggi Sigurjóns kemur inn nýr og það er ekki annað að sjá en hon- um hki vel. Hann fer að minnsta kosti ljómandi heim eftir hvern fund. Þegar Imbakassasamkomunni lauk var komið að kvöldmat. Eftir hann tók við skylduhorfun á 19:19, auðvitað vegna Imbakassans. Klukkan níu var svo æflng á „land- anum“ á Hótel Sögu. Þar hef ég skemmt sl. tíu ár með litlum hléum og ætla mér að vera þar að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Svo veit ég ekkert hvað tekur við. Maður er alltaf að spekúlera í hvenær maður fari að hægja á sér, en maður gerir það aldrei. Án alls þessa er maður ómögulegur maður. Þetta er svo gaman. En allt um það. Söguæfingunni lauk ekki fyrr en um miðnætti. Þá settist ég aðeins fyrir framan imba- kassann og horfði á hann þar til ég lognaðist út af. -JSS Finnur þú fimm breytingar? 225 Í-N ' Það er allt í lagi með blóðþrýstinginn í yður en þér verðið að borða meira til að þyngjast! Nafn: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 225 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð tuttugustu og þriðju get- raun reyndust vera: 1. Brandur Fróði Einarsson, Vesturgötu 148,300 Akranesi. 2. Jónas Freyr Guðbrandsson, Hrísalundi 6a, 600 Akureyri. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.