Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER 1993 Sérstæð sakamál Síðasta hring- leikahúsferðin Byggingarlóðin. Eileen Hientzch átti heima 1 litla bænum Jerichow, rétt fyrir utan Madgeburg í Þýskalandi. Hún var ellefu ára og þótti sérstök fyrir þær sakir aö hún var svo mikill dýra- vinur. Henni þótti ekki bara gaman aö hestum og hundum, eins og flestum öðrum bömum, heldur öll- um dýrum. Heima hjá sér hafði hún köttinn Pinky sem henni hafði verið gefinn. Hann var besti leikfé- laginn hennar. En hvar sem Eileen fór gældi hún við dýr yrðu þau á vegi hennar. íbúar Jerchow eru tvö þúsund og flmm hundruð og næstum allir þar þekktu Eileen. Og hún sagði hverium sem heyra vildi að stóri draumurinn hennar væri að gerast dýrahirðir í hringleikahúsi þegar hún yrði fullorðin. Þar kom að Eileen fékk tækifæri til að kynnast líflnu, og dýrunum, í hringleikahúsi. Föstudag einn kom Martini-hringleikahúsið til Jerichow. Eins og ljóst má vera þarf að flytja margt og mikið þegar hringleikahús fer milli staða. Og nú mátti sjá hvem vörubílinn á fætur öðram koma en síðan fylgdu húsvagnar og loks vagnar sem í voru ýmiss konar dýr. Dýrahirðir Augu Eileen stóðu á stilkum og hún brosti út undir eym þegar hún sá vagnana með dýrin. Hún fór til foreldra sinna, Diethards Hientzch og Brigittu, og sagði þeim að hana langaði afar mikið til að sjá sýningu í hringleikahúsinu. Þau vissu allt um áhuga hennar og gáfu henni flmm mörk en það var andvirði miða. Eileen gat hins vegar ekki beðið eftir að sýningin færi fram svo hún fór á staðinn þar sem ver- ið var að slá upp sýningartjöldun- um og hringleikahúsfólkið var að koma sér fyrir. Auðvitað vom það þó dýrin sem hún hafði mestan áhuga á. Mörg þeirra hafði hún aldrei séð nema í sjónvarpi og kvik- myndum. Þetta fostudagssíðdegi bað Eileen hringleikahúsfólkiö um að mega hjálpa því. Það skildi áhuga hennar og gaf henni tækifæri til að reyna sig. Hún reyndi að standa sig og brátt kom í ljós að hún hræddist ekki dýrin. Dýrin tóku líka eftir því og sýndu henni tillitssemi. Hún færði þeim æti, burstaði þau og brátt fannst henni hún vera orðin alvörudýrahirðir. Svo horfði hún á sýninguna í hringleikahúsinu af áhorfenda- bekkjunum. Vildi sjá báðar sýningamar Aðfaranótt laugardagsins dreymdi Eileen að hún væri farin að starfa í hringleikahúsi þar sem hún sinnti úlfóldum, lamadýrum og öpum. Og vart var hún komin á fætur fyrr en hún hélt aftur út á svæðið þar sem tjöldin vora. Hún kom heim um hádegsbilið og lykt- aöi þá af taði en foreldrar hennar og systkini sáu að hún brosti út undir eym og virtist aldrei hafa verið hamingjusamari. Hún talaði um sýninguna sem hún hafði séð kvöldið áður og hafði orð á því við fóður sinn að sýningamar yrðu bara tvær í þessum litla bæ og yrði Eileen. sú síðari seinna um daginn. Bað hún um fimm mörk til viðbótar svo hún gæti séð hana líka. Þau fékk hún. „Þið vitið ekki hve gott dýrin hafa það í hringleikahúsi," sagði Eileen. „Þau hafa það miklu betra en í dýragarðinum." Svo gekk hún að litla græna hjólinu sínu sem stóð úti í garðinum. „Já, það er vafalaust rétt,“ sagði móðir henar, „en gættu þess nú að gleyma þér ekki alveg. Þú verður aö vera komin heim klukkan sex.“ Hientzch-hjónin höfðu ætíð lagt á það mikla áherslu við dætur sínar þrjár, en Eileen var þeirra yngst, að þær kæmu heim á tilskildum tíma. „Maður getur ekki farið nógu varlega," sagöi Brigitta alltaf þegar dætur hennar kvörtuðu undan því aö hún væri ströng í þessum efn- um. „Það er svo mikið um ofbeldi á okkar tímum." Týnd Full af gleði og eförvæntingu hjólaði Eileen að hringleikahúsinu. Hún hélt beint inn í hestatjaldið. Pfaffl með lögfræðingi sínum. Brátt var hún önnum kafin þar og síðar á svæðinu fyrir aftan tjaldið. Að sýninguni lokinni hélt hún aftur til vina sinna, dýranna, til að kveðja þau því nú skyldi allt tekið saman og hringleikahúsið flutt um set. Klukkan varð sex á laugardags- kvöldinu án þess aö Eileen kæmi heim. Hún var vön að vera stimd- vis en í þetta sinn htu foreldrar hennar svo á að hún hefði gleymt sér hjá dýrunum enda var hring- leikahúsið ekki farið frá Jerichow. Eileen hlyti að skila sér fljótlega. Klukkan varð sjö án þess að hún kæmi og þá fór Birgita Hientzch að ókyrrast. Nokkru síðar fór hún ásamt manni sínum og hinum dætrunum tveimur að leita að Eile- en. Þau spurðust fyrir um hana og skömmu síðar gátu nágrannar greint frá því að hún hefði sést við hringleikahúsið bæði fyrir og eftir sýninguna. En enginn virtist hins vegar geta sagt til um það hvenær hún fór þaðan og þá hvert. Hring- leikahúsfólkið hafði verið, og var enn, önnum kafið og hafði ekki veitt ferðum hennar athygh. Lögreglan hefur leit Aht laugardagskvöldið leiö án þess að nokkuð spyrðist til Eileen. Og á sunnudeginum spurðist ekki heldur til hennar. Ótti Hientzch- ijölskyldunnar var nú orðinn mjög mikih og ekki dró úr honum þegar lögreglan tilkynnti að leit hennar hefði engan árangur borið. Það var svo síðdegis á mánudeg- inum að iha leikiö hk Eheen fannst á byggingarsvæði í úthverfi bæjar- ins, skammt frá þar sem hring- leikahúsið hafði verið. Rannsóknarlögreglan í Magde- burg var kölluð á vettvang. Hún byriaði á því aö reyna að afla upp- lýsinga um ferðir Eheen eftir sýn- inguna á laugardeginum. Jafn- framt var beðið um hsta yfir starfs- fólk hringleikahússins. Og nokkm síðar barst hann. í ljós kom aö gamah „kunningi" lögreglunnar hafði verið ráðinn th hringleikahússins nokkmm mán- uðum áður. Það var Horst Dieter Pfaffl en árið 1984 hafði hann verið dæmdur í ehefu ára fangelsi fyrir ofbeldi sem leitt hafði th dauða. Hann hafði þá gerst nærgönguh við konu og kraflst þess að fá að hafa samræði við hana. Hún hafði neit- að að hafa nokkuð með hann að gera en þá reiddist hann svo að hann tók hana og kastaði henni út um glugga. Varð það hennar bani. Þetta vor hafði Pfaffl verið látinn laus th reynslu. Oftraust í einlægni Eheen htla hafði kynnst Pfaffl þegar hún kom í hringleikahúsið í fyrsta sinn en þá hafði hún lagt leið sína til dýranna. Og Pfaffl var einmitt maðurinn sem gætti þeirra. Hann var í því starfi sem hana langaði svo th að fá þegar hún yrði eldri. Pfaffl hafði gefið henni leyfi til að gefa dýrunum, stijúka þeim og bursta. Eheen hafði sýnt honum fuht traust og saman höfðu þau hlegið að ýmsu skringilegu sem kom fyrir hjá dýmnum þennan dag og Pfaffl sagði henni að gerst hefði áður. Það var traustið sem Eileen sýndi dýragæslumanninum sem varð th þess að hún týndi lífinu. Rannsóknarlögreglan í Magde- burg lét þegar í stað handtaka Horst Dieter Pfaffl þar sem hann var nú staddur. Var hann í skyndi færður th yfirheyrslu þar sem hon- um var gefið að sök að hafa myrt Eheen. Frásögn Pfaffls „Ég var einn inni í hestatjaldinu þegar Eheen kom þangað aftur,“ sagði Pfaffl. „Og skyndilega setti að mér ómótstæðhega löngun til að láta vel að henni. En þegar ég tók utan um hana og ætlaði að kyssa hana fór hún að hrópa á hjálp. Þá greip ég um hálsinn á henni með báðum höndum. Augna- bhki síðar leið yfir hana en ég sá að hún dró enn þá andann svo ég greip járnstöng og sló hana með henni.“ Ljóst er að Pfaffl hefur slegið fast og oftar en einu sinni. Játningu sína gerði hann skrif- lega og undirritaði hana í vitna við- urvist. En þegar hann kom fyrir rétt th að svara th saka dró Pfaffl játningu sína th baka og sagði frá atburðum á allt annað hátt. „Ég kom að Eileen látinni," sagði hann. „En vegna þess sem kom fyrir mig fyrr á árum óttaðist ég að sækja lögregluna því ég hélt að það myndi kalla yfir mig grun og ég yrði ákærður fyrir morðið. Þess vegna greip mig skelfing. Ég tók líkið, bar það yfir á byggingarsvæð- ið fyrir aftan hringleikahúsið og skhdi það eftir þar.“ Sakfelling Dómsforsetinn, Manfred Bre- hmer, hlustaði á yfirlýsingu Pfaffls en sagði síðan: „Þú gerðir af fijálsum vhja játn- ingu. Ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar. Mihi þeirra liðu margir dagar og undirskrift þín er staðfest- ing sem verður ekki véfengd." Pfaffl virtist mjög óstyrkur eftir aö hafa heyrt dómsforsetann segja þetta. Svo sagði hann: „Ég var hræddur!" Rétturinn fann Horst Dieter Pfaffl sekan um morð og dæmdi hann í lífstíðarfangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.