Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Undanúrslit
bikarkeppni
í bridge
Leikjumfjórðu uœferðar bikar-
keppni BSÍ lauk laugardaginn 25.
september. Tveír leikir voru spil-
aðir þann dag; sveit H.P. Köku-
gerðar frá Selfossi vann nauman
sigur, 101-98, gegn sveit Antons
Haraldssonar frá Akureyri. Sveit
VÍB og TVB16, báðar frá Reykja-
vík, áttust við í Sigtúni 9 og TVB
kom á óvart meö þvi að ná að
leggja VÍB í þeim leik, lokatölur
100-75. Sveit Metró, Reykjavík,
spilaði við sveit Samvinnuferöa-
Landsýnar fimmtudagskvöldiö
23. september. Sveit Samvinnu-
ferða vann þann leik með 96-63.
Dregið var í undanúrslitin
mánudaginn 27. september en
undanúrslitin og úrslitin verða
spiluö í Sigtúni 9, helgina 2.-3.
október. Sveit Bjöms Theódórs-
sonar spOar gegn sveit H.P.
Kökugerðar i öðrum leiknum, en
í hinum eigast viö sveitir Sam-
vinnuferða-Landsýnar og TVB16.
Undanúrslitaleikurinn hefst
klukkan 11 laugardaginn 2. okt.
en úrslitaleikurinn kl. 10 sunnu-
daginn 3. okt Öllum er velkomið
að koma og fylgjast með.
f slandsmót í
einmenningi
, Skráning í íslandsmótið í ein-
menningi er nú komin vel af stað
og síöasti skráningardagur er
mánudaginn 4. október. Skrán-
ingu þarf að fylgja þátttökugjald
sem er 2.500 krónur á mann en
einnig er hægt að láta skrá sig á
skrifstofu BSÍ í síma 91-619360 og
greiða þátttökugjaldið í næsta
banka. Spilað verður sama kerfi
og síðasta ár og veröur þátttak-
endum sent kerfið heim. Keppn-
isstjóri verður Kristján Hauks-
son, spilað verður í Sigtúni 9 og
keppnin byrjar klukkan 11, laug-
ardaginn 9. október.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Síðasta mánudag hófst þriggja
kvölda Mitchell-tvímenningur
sem er minningarmót um fyrrum
félaga, þá Þórarin Andrewsson
og Kristmund Þorsteinsson. Alls
taka þátt 22 pör í mótinu og úr-
slit fyrsta kvöldsins urðu eftirfar-
andi í NS:
1. Kristófer Magnússon-
Guðbranduf Sigurbergsson 350
2. Erla Sigurjónsdóttir-
Hulda Hjálmarsdóttir 303
3. Sigurjón Harðarson-
Haukur Ámason 286
- hæsta skori í AV náðu:
1. Ársæll Vignisson-
Trausti Haröarson 318
2. Trausti Finnbogason-,
Haraldur Ámason 302
3. Gunnlaug Einarsdóttir-
Hrólfur Hjaltason 299
Meðalskor var 270 stig. Spilað er
í iþróttahúsinu við Strandgötu.
J öklamotið
1993
Bræðurnir Pálmi og Guttormur
Kristmannssynir frá Egilsstöð-
um sigruðu með yfirburðum í
þriðja jöklamóti Bridgefélags
Hornafjarðar. Þeir tóku snemma
góða forystu og héldu henni tii
loka. Mikil barátta var um annaö
sætið sem réöst ekki fyrr en í síð-
ustu umferðum. Veitt voru vegleg
peningaverðlaun fyrír efstu sæt-
in, jöklaferð fyrir fjóra með
Jöklaferöum hf„ auk humarverð-
launa. Keppninni var stjómað af
röggsemi af Sveini R. Eiríkssyni.
Lokastaöan á mótinu varð þann-
ig:
1. Pálmi Kristmannsson-
. Guttormur Kristmannsson 269
2. Agúst Sígurösson-
Ólafur Magnússon 183
3. Björn Theódórsson-
Sverrir Ármannsson 150
-ÍS
Kristján Hauksson tæknifræðingur hefur í mörg ár unnið að gerð forrits til sýningar á bridge.
Fullkomið bridgeforrittil sýningar í keppni:
íslensk tækni
í fararbroddi
- segir Kristján Hauksson, gjaldkeri Bridgesambands íslands
„Það er alrangt hjá höfundi grein-
arinnar í Economist að ekki sé hægt
að gera bridgeíþróttina áhugaverða
fyrir áhorfendur. Það er hins vegar
rétt hjá honum að grafísk uppsetning
er mun ílóknari á bridge en skák.
En það er vandamál sem hægt er að
yfirstíga og er reyndar búið að yfir-
stíga að mestu leyti. Það er miklu
skemmtilegra að horfa á bridge held-
ur en skák að mínu viti, vegna þess
að það er mun meira að gerast," sagði
Kristján Hauksson, tæknifræðingur
og gjaldkeri Bridgesambands ís-
lands, í samtali við DV.
Kristján ólst upp á miklu bridge-
heimili og var farinn að spila 17 ára
gamall. Hann fór út í mótaundirbún-
ing og skipulag fyrir hálfgerða tiivilj-
un þegar keppnisstjóra vantaði hjá
Bridgefélagi Hafnaríjarðar.
Áhugi á skipu-
lagningu
„Hjá BH fékk ég áhuga á að kynna
mér skipulagningu bridgemóta enda
er ekki sama hvernig þau eru haldin.
Síðan hefur þetta smám saman hlað-
ið utan á sig, ég fór að vinna fyrir
Bridgesambandið og hef mikið unniö
í tæknimálum fyrir það. Ég hef sótt
námskeið erlendis og í vor var ég
tekinn í hóp alþjóðlegra keppnis-
stjóra og vann reyndar sem slíkur á
síðasta Evrópumóti í sumar.
Við erum komnir meö svo fullkom-
ið forrit til að sýna bridge að það er
enginn vafi að áhorfendafjöldi á eftir
að aukast umfram það sem nú er.
Tæknin er orðin þannig að hægt er
að gera hvað sem er, sýna gang spils-
ins, sagnir, úrspil, stöðu í öllum leikj-
um sem eru í gangi og ýmislegt fleira.
Hrifust af
íslensku tækninni
„Ég var beðinn um að koma með
íslenska forritið til notkunar á HM
yngri spilara sem fram fór í Árhus í
Danmörku í sumar. Framkvæmda-
stjóri Danska bridgesambandsins, Ib
Lundby, sem komið hefur á bridge-
hátíðir hingað til lands, hreifst mjög
af tæknimálum okkar íslendinga og
fór þess á leit við Bridgesamband
íslands að fá afnot af mér og forritinu
á HM yngri spilara. Allir stjórnar-
menn Aiþjóðabridgesambandasins
(IBPA) með tölu, sem mættu á þetta
mót, voru á einu máli um það að for-
rit okkar væri það besta sem nokk-
urn tímann hefði sést.
Áhorfendur voru svo hrifnir að
þegar úrslitin voru spiluð, tróðust
5-600 manns inn í sýningarsal sem
ætlaður var fyrir 300 manns. Áhorf-
endur vildu miklu fremur fylgjast
með á sýningartöflunni en að vera
áhorfendur við sjálf spilaborðin. Það
er því ekki hægt að segja að ekki sé
hægt að setja bridgespil og keppni
upp á skemmtilegan máta fyrir
áhorfendur.
Danir keyptu þetta forrit, Norð-
menn hyggjast kaupa það einnig og
fleiri þjóðir hafa áhuga. Ég bind tölu-
verðar vonir um að að forritið verði
notað á næsta Evrópumóti í bridge
sem fram fer í Portúgal eftir tvö ár.“
Afrakstur
mikillarvinnu
„Þetta forrit er afrakstur vinnu
minnar fyrir hönd Bridgesambands-
ins, Valgarðs Guðjónssonar og Þor-
steins Sverrissonar hjá Verk- og kerf-
isfræðistofunni. Við höfum, frá árinu
1988, unnið við þetta forrit, breytt því
og betrumbætt með þeim árangri að
engin þjóð státar af neinu betra í
dag. Það hefur þann kost að einnig
er hægt að nýta það sem kennslu-
tæki í bridge.
Fyrsta grafíska forritið var reynt á
bridgehátíð 1989 og það hafði ýmsa
galla. Fram að því hafði spilum og
gangi mála verið lýst með hjálp
myndvarpa og glærur notaðar til að
lýsa gangi spilsins. Það var óhemju-
vinna en með tækninni í dag getur
einn maður stjórnað allri framsetn-
ingu.“
HM á íslandi?
„Við bindum miklar vonir við að
fá að halda HM árið 1997 í bridge.
Andstaða er samt töluverð meðal
nokkurra þjóða á grundvelli þess að
stefna IBPA er að halda mótið utan
Evrópu eða Ameríku.
Við tilheyrum Evrópu og því ætt-
um við ekki að koma til greina en
góð rök eru þó okkur í hag. Við erum
mitt á milli heimsálfanna tveggja,
hér verða önnur stórmót vart haldin
og tæknimálin eru okkur í hag. Ég
hef orðið var við það að margir ráða-
menn innan IBPA eru okkur mjög
hliðhollir. Viö njótum álits sem sér-
staklega góðir skipuleggjendur móta
og getum haldið HM með miklum
glæsibrag.
-ÍS
Grein í The Economist:
íslend-
ingar eru
brjálaðir í
bridge
Nýverið hirtist grein í vikublað-
inu Economist um bridgeíþrótt-
ina. Höfundur veltir fyrir sér
iþróttimú, ber hana saman við
skákíþróttina og kveður upp úr
um það að skákíþróttin sé mun
vinsælli meðal áhorfenda, aðal-
lega af tveimur orsökum. Þaö sé
staðreynd þrátt fyrir það að talið
sé að iðkendur bridge séu á milli
75 og 100 milljónir og fari stöðugf
ijölgandi. Enda reyni íþróttin
mjög á greind og hæfni manna til
mikillar einbeitingar. Jafnframt
er íslands að nokkru getið i grein-
inni enda voru íslendingar hand-
hafar Bermúdaskálarinnar í
bridge þegar greinin var skrifuð.
Vafasöm rök-
semdafærsla
Greinarhöfundur segir að skák-
íþróttin njóti mun meiri athygli
heldur en bridgeíþróttin. Fyrir
því séutvær meginástæður. Önn-
ur er sú aö verðlaun eru mun
hærri til sigurvegara í mótum
fyrir þá bestu í greininni enda
skipta þau milljónum í stærstu
mótum.
Hin ástæðan er sú aö enginn
hafi fundið leið til þess að gera
bridge áhugavert í sjónvarpi,
öfugt viö skákíþróttina. Það er
rétt ályktað hjá greinarhöfundí
að mun auðveldara sé að sýna
skák heldur en brídge í sjónvarpí
eða á sjónvarpsskermi. Fyrir
hverja skák sem tefld er þarf að-
eins eina stöðumynd og grafísk
uppsetning er tiltölulega einföld.
Hins vegar er mun flóknara að
sýna gang bridgespils á grafiskan
hátt og kemur þar margt til.
Spil skiptist í saguir og úrspil
og sýna þarf hvoru tveggja. Hvert
spil tekur 5-15 mínútur í úr-
vinnslu og síðan tekur nýtt við
og svo koll af kolli. Af því leiðir
að mun flóknara er að sýna þetta
ferli á grafískan máta. Að því
leytinu hefur liöfundur rétt fyrir
sér en á hinn bóginn er ekkert
sem segir að það sé ekki hægt að
leysa þessi tæknilegu vandamál.
Þróun grafískrar framsetning-
ar á bridgespilum hefur orðið
geysimikil á síðustu árum og það
sem færri vita er að ísland er þar
í fararbroddi. Hér hefur verið
unnið mikið í þeim málum enda
hafa íslendingar sótt um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina
um Bermúdaskálina á árinu 1997.
Þvi er ekki ráð nema í tíma sé
tekið.
Fjölbreyti-
leikinnfælirfrá
Höfúndur leiðir einnig getum
að því að framþróun spiisins sé
svo mikil að hún sé farin að fæla
tómstundaspilarann frá. Sagn-
kerfi séu orðin svo fullkomin,
meö ýmiss konar gervisögnum,
að menn leggi þaö hreinlega ekki
á sig að læra spilið, heldur gefist
frekar upp. Auk þess virki ráð-
stafanir i stærri mótum, tfi þess
að koma í veg fyrir svindl, mjög
fráhrindandi fyrir þá sem áhuga
hafa á íþróttinni. Staðreyndin er
sú að svindl í bridge er afar sjald-
gæft og það heyrir nánast til und-
antekninga að svindlákærur séu
lagðar fram í mótum.
I lok greinarinnar spáir höf-
undur í það hvaða þjóðir séu lík-
legar til að vinna Bermúdaskál-
ina á HM í Chile (sem lauk nú í
þessum mánuði). Þar er talaö um
að núverandi titilhafar séu ís-
lendingar, smáþjóð sera sé brjál-
uð í bridge (bridge-mad country),
Hvergi í heiminum eru jafn
margir skráðir keppnisspilarar
sé miðað við liöföatölu. -ÍS
Fjölmargir áhorfendur fylgdust með því í beinni útsendingu frá Yokohama
í Japan þegar íslendingar urðu heimsmeistarar í bridge
DV-myndir Brynjar Gauti