Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Fréttir_______________________________________________________________________________dv
Framlög til lögreglu á KeflavíkurflugveHi enn skorin við nögl:
Byssur og sprengjur
komust inn í f lugstöðina
- þrátt fyrir vopnaleit. - „Kaldur raunveruleiki flárlaganna,“ segir vamarmálaskrifstofan
í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994
er gert ráð fyrir aö skerða enn fram-
lög til lögreglunnar á Keflavíkurflug-
velli. Ætlunin er að færa vörslu í
flugstöð Leifs Eiríkssonar yfir á
starfsmenn flugstöðvarinnar. Með
þessu næst um 13,3 milljóna króna
sparnaður. Hins vegar er ljóst að
þetta hefur í fór með sér útgjalda-
auka fyrir þá stofnun sem tekur við
starfinu.
Samkvæmt heimildum DV var lát-
ið reyna á öryggiseftirlitið á Kefla-
víkurflugvelli í sumar. Fengnir voru
menn frá Landhelgisgæslunni til að
reyna að komast með byssu og
sprengjur í gegnum vopnaleit sem
gerð er í flugstöðinni af starfsmönn-
um Tollgæslunnar. Starfsmenn
Landhelgisgæslunnar komu á anna-
tíma og fóru í gegnum vopnaleit án
athugasemda. Síðan settu þeir byss-
urnar saman á salernunum.
Inn á „transitsvæði“
Eftir að mennirnir voru koinnir
inn á „transitsvæðið" voru þeim all-
ar leiðir færar um alþjóðlega flug-
velli víða um heim án þess að þeir
þyrftu aö hafa áhyggjur af vopnaleit.
Óskar Þórmundsson, yfirlögreglu-
þjónn á Keflavíkurflugvelli, vildi
ekki ræða um niðurstöður æfmgar-
innar við DV en sagði að ljóst væri
að þessi mál væru ekki í nægilega
góðum farvegi. Nauðsynlegt væri að
senda mannskapinn á námskeið
öðru hverju til að þjálfa hann í að
fást við hluti sem þessa. Peningar
væru hins vegar af skomum
skammti og þeir hefðu yfir takmörk-
uðum mannskap að ráða. Hingað til
hefði ýmislegt komið upp á sem rétt-
lætti veru lögreglu í stöðinni. Hann
segir að skýrsla um æfinguna hafi
verið send utanríkisráðuneytinu og
það sé starfsmanna þess að svara
fyrir hana.
Auk þess að kanna vopnaleit í ör-
yggiskerfi flugstöðvarinnar voru
könnuð viðbrögð manna við bruna.
Samkvæmt heimiidum DV voru nið-
urstöður þeirrar æfingar slæmar.
Lögreglumenn þekktu ekki nægilega
inn á þau eldvarnarkerfi sem eru í
byggingunni.
Engin löggæsla
„Viö prófum þetta kerfi reglulega
og árangurinn er misgóður en alltaf
er eitthvað sem þarf að færa til betri
vegar og sérstaklega á þetta við þegar
um afleysingarmenn er að ræða eins
og á sumrin. Menn hafa verið teknir
á námskeið til að læra á þessi tæki.
Þannig að sú fullyrðing að ekki séu
til nægir peningar til þjálfunar er
ekki rétt,“ segir Amór Sigurjónsson,
starfsmaöur varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins.
Ljóst er að engin löggæsla verður
í flugstöðinni eftir niðurskurðinn.
Arnór segir að einn lögreglumaður
hafi verið á vakt í stjórnstöð frá því
að vopnuð varsla var aflögð í fyrra.
„Menn telja það gerlegt öryggisins
vegna því lögreglan er ekki langt
undan. Reglur Alþjóðlegu flugmála-
stofnunarinnar kveða á um að örygg-
is- og löggæsla skuli vera fullnægj-
andi en það er látið þjóðunum eftir
að meta með hvaða hætti þær fram-
kvæma þetta. Þetta er hinn harði,
kaldi raunveruleiki fjárlaga. Það eru
ekki til peningar til að hafa fasta fyr-
irbyggjandi vopnalöggæslu eins og
hún var en hitt er bara hagræðingar-
atriöi," segir Arnór.
Ekki kynntar niðurstöður
Hann segir að nýverið hafi verið
gerð úttekt á öryggi flugstöðvarinnar
af hálfu bandarísku flugmálastofn-
unarinnar og hún hlotið ágætisein-
kunn. Þeim hafi að vísu ekki verið
kynntar í smáatriðum niðurstöður í
þeim prófunum sem fram fóru af
hálfu íslenskra yfirvalda i sumar
enda um innra öryggismál íslend-
ingaaðræða,segir Amór. -pp
Utandagskrárumræður um lokun Gunnarsholts:
Stjórnarþingmenn mættu
gegn ákvörðun Guðmundar
- Pálmi Jónsson segir spamaðartölur ráðherra ekki réttar
Tveir stjórnarþingmenn, þeir
Pálmi Jónsson og Eggert Haukdal,
Sjálfstæðisflokki, mæltu mjög gegn
þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra
að leggja niður vistheimihð að Gunn-
arsholti við utandagskrámmræðu á
Alþingi í gær. Pálmi vefengdi reynd-
ar mjög þann 40 milljóna króna
spamað sem ráðherra hefur haldið
fram að lokun heimilisins mundi
þýða fyrir ríkissjóð. Pálmi kvaðst
hafa fengið það uppgefið hjá Ríkis-
endurskoðun að kostnaður á hvern
vistmann á dag næmi 3.800 krónum
en ekki 4.800 eins og ráðherra upp-
lýsti. Auk þess upplýsti Pálmi að
rekstarkostnaður á ári næmi um 50
milljónum króna, að frádregnum 15
miUjóna króna tekjum heimilisins,
og nettókostnaður næmi 31 milljón
króna.
Geir H. Haarde, þingflokksformað-
ur Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir
breytingum á lögum um þingsköp
sem miðast að takmörkunum á
ræðutíma þingmanna. AlUr þing-
flokksformenn flokkanna komust að
samkomulagi um að leggja frum-
varpið fram en þegar það var rætt
var einnig samþykkt að þingmenn
stjórnarandstöðunnar mundu fá for-
mennsku í 3 af 12 fastanefndum Al-
þingis. Samkvæmt því munu þeir
gegna formennsku í efnahags- og við-
skiptanefnd, iðnaðarnefnd og um-
hverflsnefnd en gegna varafor-
mennsku í utanríkismálanefnd, sjáv-
arútvegsnefnd, félagsmálanefnd og
heUbrigðis- og trygginganefnd.
Þegar Geir gerði grein fyrir frum-
varpinu sagði hann að hér væri um
að ræða samkomulagsatriði sem gert
hefði verið í því skyni að bæta starfs-
andannáþinginu. -Ótt
Skoðanakönnun Gallups:
Meirihluti landsmanna
er hlynntur sameiningu
MikiU meirihluti landsmanna,
eða um 76 prósent, er hlynntur
sameiningu sveitarfélaga en tæp-
lega 68 prósent eru hlynnt samein-
ingartiUögum í sinni heimabyggð
ef marka má niðurstöður síma-
könnunar sem gerö var á vegum
ÍM GaUup um síðustu mánaðamót.
Aðeins 16 prósent svarenda voru
andvíg sameiningu almennt en ríf-
lega 26 prósent andvíg sameiningu
í sinni heimabyggð.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar er yfirgnæfandi meiri-
hluti íbúa á Vesturlandi hlynntur
sameiningu almennt, eða 94 pró-
sent, meðan aðeins 52 prósent Vest-
firðinga eru hlynnt henni. Þá virð-
ist sameining hafa tUtölulega Utið
fylgi á Suðurlandi.
Þegar spurt var um sameiningu
í heimabyggð svarenda kom fram
mjög lítUl stuðningur við samein-
ingartUlögurnar á Seltjarnarnesi,
Vestfjörðum og á Suðurlandi, eða á
bilinu 47 til 52 prósent. Þá virtust
sameiningartillögur á Norðurlandi
eystra, Austurlandi og í Mos-
feUsbæ einnig hafa tiltölulega lítið
fyigi.
Bragi Guðbrandsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, telur
niðurstöður könnunarinnar sýna
að meirihluti þjóðarinnar sé
hlynntur sameiningu sveitarfélaga
og að stór meirihluti óski þess að
sameiningarátakið beri góðan ár-
angur. -GHS
Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra stóð í ströngu við að verja
ákvarðanir sínar varðandi lokun vistheimilisins i Gunnarsholti og vegna
mála sem snúa að dagvistun barna á sjúkrahúsum. Ráðherra sagði það
skrýtið aö fjórir þingmenn Suðurlandskjördæmis hefðu svo miklar áhyggjur
af lokun Gunnarsholts - i raun ættu það aö vera þingmenn Reykjavíkur
sem létu sig málið varöa því vistmenn væru flestir úr höfuðborginni.
DV-mynd GVA
Stuttar fréttir
Minni þorskur
fyrirvestan
Samkvæmt könnun Aflamiðl-
unar á afla tveggja togara mæld-
ist þorskur sem veiddur var í
Smugunni stærrT'en þorskur af
Vestíjarðamiðum. RUV greíndi
frá þessu.
Fernarkosningar
Tæknilegur möguleiki er á
femum kosningum í sumum
sveitarfélögum vegna sameining-
arinnar ef sveitarstjómarkosn-
ingar á næsta ári eru taldar með.
Lyfjagiaðir læknar
Tíminn greinir frá því að ís-
lenskir læknar ávísa nærri þrisv-
ar sinnum meira af magasárslyfj-
um en norrænir starfsbræður
þeirra.
Allt aö 4 þúsund fslendingar 65
ára og eldri þjást af minnistapi
og hjá helmingi hópsins er um
alvarlegt vandamál að ræða.
Þetta kemur fram í Tímanum.
Úttektálæknum
Heilbrigðisráðherra hefur beð-
ið Ríkisendurskoðun aö gera út-
tekt á störfum lækna sem þiggja
greiðslur úr ríkissjóði, bæði
vegna fastra starfa á sjúkrahús-
um og framvísaðra reikninga til
Tryggingastofnunar. Morgun-
blaöiö greinir frá þessu.
20tonnafskóm
Um 20 tonn af skóm hafa safn-
ast til þróunarlandanna hjá Skó-
verslmt Steinars Waage á einum
mánuði.
Landsvirkjun græðir
Með þvi að lækka forgangsraf-
magn og veita heimingsafslátt af
ótryggðu rafmagni hefur mark-
aðsátak Landsvirkjunar skilað
henni 30 milljónum króna auka-
lega í tekjur á ársgrundvelli.
Lax, lax, lax
Útflutningur á reyktum laxi til
Bandaríkjanna hefur aukist
verulega á þessu ári miðað viö
"síðasta ár. -bjfa