Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 11 PV_____________________________________________________________ Katherine Ann Power dæmd fyrir aðild að morði á lögregluþjóni fyrir 23 árum: Utlönd HaraldurNor- Flóttakonan ánægð með 12 ára f angelsi - var búin að vera á flótta undan bandarísku lögreglunni frá því haustið 1970 „Fólk lítur á hana sem hetju hérna. Það er eins og að strá salti í sárin,“ sagði Poul Schroeder, sonur lög- reglumannsins sem Katherine Ann Power myrti ásamt félögum sínum fyrir 23 árum. Hún hefur nú verið dæmd í allt að 12 ára fangelsi fyrir morðið. Katherine Ann fagnaði fangelsis- dómnum yfir sjálfri sér í gær. Hún virtist alsæl í réttarsalnum enda ját- aði hún sekt sína í málinu og sagðist reiðubúin að taka út réttláta refs- ingu. Undirfölsku flaggi Saga Katherine Ann hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum sem og víðar. Hún var eftirlýst af lögregl- unni fyrir morðið á Walter Schröed- er 23. september árið 1970. Henni tókst þá að komast undan réttvísinni og í 23 ár var hún á flótta undan lög- reglunni, sem flokkaði hana með hættulegustu glæpamönnum Banda- ríkjanna. í haust ákvað Katherine Ann að gefa sig fram og taka út refsingu fyr- ir glæp sinn. Hún sagðist hafa liðið fyrir gerðir sínar alla ævi og yrði ekki frjáls fyrr en dómur væri fall- inn, jafnvel þótt það kostaði hana fangavist. Katherine Ann var á sínum tíma virkur andstæðingur Víetnamstríðs- ins. Lögregluþjónninn féll þegar and- ófshópur, sem hún starfaði með í Boston, rændi banka. Katherine Ann var í felum í Boston í fimm ár eftir morðið en flúði þá til vesturstrandar Bandaríkjanna, skipti um nafn, giftist og eignaðist son. Hún naut virðingar þar sem matreiðslukennari og mann hennar grunaði ekki fremur en aðra að þessi virðulega húsmóðir væri eftirlýstur glæpamaður. Þungurdómur Dómurinn nú var þyngri en menn áttu von á. Það virtist þó ekki draga úr hamingju Katherine Ann í réttar- salnum. Svo kann að fara að hún verði náðuð eftir fáa mánuði bak við lás og slá á þeirri forsendu að hún sé ekki lengur hættuleg kona. Þá er enn ódæmt í kærumálum vegna bankarána og rána úr vopnabúri þjóðvarðliðsins. Fyrir þau verk kann Katherine Ann einnig að fá nokkurra árafangavist. Reuter ÍV: ■;' ; Katherine Ann Power virtist alsæl þegar búið var að dæma hana til allt að 12 ára fangavistar í gær. Hún var í 23 ára á flótta undan lögreglunni vegna aðildar að morði á lögregluþjóni og fjölda rána en ákvað i haust að hætta leikn- um og gefa sig fram. Á innfelldu myndinni eru eiginmaðurinn Ronald Duncan og sonurinn Jaime. Simamynd Reuter Herbúðum Kremlverja lýst sem geðveikrahæli í uppreisninni: Forsetinn fór á taugum og vinirnir tóku við stjórninni Khasbúlatovfær sama lögfræð- ingogJanajev „Þetta er brot á viðurkennd- um lögum hjá öllum siðuðum þjóðum,“ segir lögfræðingur Rúslans Khasbúlatov þingforseta, sem ekki hefur fengið að tala við skjólstæöing sinn frá því hann var hnepptur í varðhald á mánu- daginn. Lögfræðingur þessi ver einnig Gennadíj Janajev, einn forsprakka valdaránsins í ágúst 1991. Lögfræðingurinn segir að ekk- ert sé vitað um hðan Khasbúla- tovs og annarra uppreisnar- manna sem nú eru í haldi í fang- elsi KGB. Hann segir að lög séu brotináKhasbúlatov. Reuter „Það voru vinir forsetans sem björguðu máiunum. Þeir tóku við hlutverki Jeltsíns og gáfu allar skip- anir,“ sagði rússneski blaðamaður- innn Sergei Parkhomenko í viðtali við ítalska útvarpið í gær. Hann var í Kreml þegar mest gekk á vegna uppreisnar kommúnista í þinghús- inu og sagði að ástandið hefði verið eins og á geðveikrahæli. Blaðamaðurinn, sem starfar við frjálslynt blað í Moskvu, sagði að Borís Jeltsín hefði farið á taugum og öskrað á alla sem á vegi hans urðu. Hann hefði verið ófær um að stjórna og það hefði komið í hlut nánustu vina hans og samstarfsmanna að vinna verkin og gefa skipanir um aðgerðir. Einkum er þar nefndur til sögunn- ar ráðgjafinn Gennadíj Burbuhs, sem verið hefur náninn vinur Jelts- íns undanfarin ár. Blaðamaðurinn segir að hann hafi í raun stjómað fyrir Jeltsín þá tvo daga sem upp- reisnin stóð yfir. „Fréttin um uppreisnina barst bara inn af götunni. Eftir það fór allt í háaloft. Um tíma var engin stjórn á hlutvmum," segir blaðamaðurinn. Hámarki hefði bijálæðið náð þegar hðsmenn kommúnista fylktu liði og tóku sjónvarpsstöðina á sunnudag- inn. Jeltsín var í sumarhúsi sínu þegar uppreisnin hófst. Aht var á suðu- punkti þegar hann kom til Kremlar en ástandið skánaði síst við nærvem forsetans. Þá var einn aðstoðar- mannanna farinn til samningavið- ræðna í Danilov-klaustrinu en var kahaður heim aftur. „Við getum ekki samið. Þeir ætla að taka Krernl," öskraði einhver og ekkert varð úr samningum. Blaðamaðurinn segist hafa skrifað lýsingu á ástandinu í Kreml en grein- in hafi ekki birst vegna ritskoðunar- innar sem enn er að nokkm í gildi í landinu. Reuter seturþingSama Haraldur Noregskon- ungur setti þing Sama I Karasjok í gær og lagöi viö það tækifæri áherslu á eigin ábyrgð Sama á þvi að þróa menningu sína. Við setningarathöfnina voru samísk málefhi sett i norrænt og alþjóð- legt sarohengi. Konungur sló því fóstu að þing Sama hefði fundið sér stað i hinu pólitiska landslagi. í ræðu sinni íjallaði hann m.a. um störf réttar- nefndar Sama sem lúta að réttin- um til Iands og vatns i byggðum Sama. „Tilgangurinn er að komast að samkomulagi um réttlátar lausn- ir sem mæta hefðbundnum tengslum Sama við landið," sagði konungur. Húseigendur hafaekkiráðá tryggingum Húseígendur í Færeyjum eru margir hverjir svo aðþrengdir fjáriiagslega að þeir telja sig knúna til að tryggja fasteignir sínar undir raunvirði þeirra til þess að hafa yfirleitt efni á að búa í þeirn. Fjölmargh- snúa sér á degi hverjum til fasteignatrygginga- fyrirtækisins Brunatryggingar og fara fram á að tryggingin veröi míðuð við söluverðmæti hússins en ekki raunverulegt verðmæti. Tryggingamenn telja þetta afar slæmt þar sem vetur gengur nú í garð og þá má oft vænta mikilla óveðra sem geta og hafa valdið miklu tjóni. Norskiherinn sendurtillanda- mæravörslu Norski herinn á að leggja lög- reglu landsins hð við að gæta landamæra ríkisins og aðstoða þegar stórir hópar flóttamanna koma til landsins, hvort sera það er á Fornebuflugvelli, í Finn- mörku eða við aðrar landamæra- stöðvar. Norska blaðið Klassekampen skýrir frá þessu og segir að her- menn eigi ekki að taka yfir venju- leg störf lögreglunnar, heldur eigi þeir að koma í veg fyrir ringul- reið og hindra að flóttamenn komist iim fyrir landamærin. Endanleg ákvörðun í málinu verður ekki tekin fyrr en land- vamaráöuneytið hefur fjallað um það. málvegnaTor- tímandans Ástralski rithöfundurinn Bill Green ætlar að fara í mál við framleiðendur kvikmyndmuta um Tortímand- ann, með vöðvabúntið Arnold Scliwarœnegg- er í aðalhlut- verki, fyrir hugmynda- stuld. Green telur að myndin Tortímandhm II - Dómsdagur hafi verið byggð á handriti hans, Mínótárinn, sem var skráö hjá bandariska rithöf- undasambandinu í apríl 1989. „liigfræðingurinn minn segir að við séum með pottþétt mál,“ sagði Green. NTB.Riteau, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.