Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Erlendbóksjá DV Metsölukiljur Bretíand Skáldsögur: 1. Sue Townsend: The Queen and 1. 2. John Grisham: The Firm. 3. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 4. Terry Pratchett: Only You Can Save the World. 5. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 6. Donna Tartt: The Secret History. 7. John Grlsham: The Pelican Brief. 8. Len Deighton: Cíty of Gold. ' 9. Danielié Steel: Jewels. 10. Míchael Crichton: Jurassic Park. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. James Herriot: ■ Every Living Thing. 3. Nick Hornby: Fever Pitch. 4. Brian Keenan: An Evil Cradling. 5. Antonia Fraser: The Stx Wives of Henry VIII. 6. Peter de la Billiére; Storm Command. 7. P.J. O'Rourke: Give War a Chance. 8. BBn Pimlott: Harold Witson. 9. Michael Caine: What's ít All about? 10. Liz Dawn: My Story. (Byggt á Tha Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. Daphne du Mauríer: Rebecca. 3. Peter Hoeg: Fortaellinger om natten. 4. Jan Guillou: Den agtværdige morder. 5. Per Hoeg: Forestillinger om det 20. ðrhundrede. 6. Beatrice Saubin: Provelsen - dedsdomt í Malaysia. 7. Ib Michael- Vanillepigen. (Byggt á Polltlken Sendag) Nóbelsskáldið Toni Monison Sænska akademían kom enn einu sinni á óvart með vali sínu á nóbels- verðlaunahafa í bókmenntum fyrir árið 1993. Þótt nöfn annarra höfunda hafi vissulega verið ofar á óskalista margra, viröast flestir sæmilega sátt- ir við að bandaríska blökkukonan Toni Morrison, sem hefur sent frá sér sex skáldsögur, skuli hijóta þenn Umsjón Elías Snæland Jónsson an mikla heiður. Hún hefur líka þann kost fram yfir suma fyrri verðlauna- hafa að sögur hennar eru ekki bara góðar bókmenntir heldur einnig vin- sælar hjá almenningi. í skóla til Faulkners Toni Morrison fæddist 18. febrúar árið 1931 í Lorrain í Ohio og er því 62 ára. Hún var önnur í röð fjögurra systkina og heitir reyndar Chloe Anthony Wofford. Hún ólst upp í fátækt en komst þó til mennta, fyrst í Howard-háskólan- um í höfuðborginni, Washington, en síðar við Comell í New York, en þar lauk hún prófi í enskum bókmennt- um með skáldsögur bandaríska nób- elsverðlaunahafans Williams Faulkner sem sérgrein. Hún virðist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þessu höfuðskáldi suðurríkjanna bandarísku. í það minnsta hcifa margir orðið til aö bera verk hennar saman við skáldskap Faulkners. Bandaríski rithöfundurinn Toni Morrison. „Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá nóbelsverðiaunin," sagði hún þegar niðurstaða sænsku akademíunnar lá fyrir. Símamynd Reuter Morrison hefur m.a. starfað sem ritstjóri hjá Random House-útgáfu- risanum en kennir nú bókmenntir við Princeton-háskólann. Fyrsta skáld- sagan 1970 Morrison fór aö skrifa skáldverk þegar hún var um þrítugt en fyrsta skáldsagan kom út árið 1970. Sú heit- ir The Bluest Eye og segir frá ungri svertingjastúlku í Ohio, heimafylki Morrison, sem heldur að hún hafi blá augu. Þar var strax tekið á ömur- legum atburðum af því harkalega raunsæi sem einkennir skáldskap Morrison. Söguhetjan verður fyrir kynferöislegri misnotkun af hálfu foður síns sem gerir hana barnshaf- andi. Af öllu þessu leiðir geðveiki stúlkunnar. Næsta skáldsagan, Sula, kom út árið 1973 og segir frá vináttu tveggja svertingjakvenna á árum kreppunn- ar miklu. En 1977 birtist það verk sem fyrst vakti verulega athygli á skáldkonunni: Song of Salomon. Þar er blandað saman raunveruleika og þjóðsögum bandarískra svertingja fyrr og síðar. Sama má segja um Tar Baby frá 1981. Morrison styrkti svo rækilega stöðu sína í bandarískum bókmennt- um með skáldsögunni Beloved árið 1987, en fyrir þá sögu - sem reyndar hefur komið út á íslensku - fékk hún hin eftirsóttu bandarísku Puhtzer- verðlaun. í þessari sögu fjallar hún um þrælahaldið í Bandaríkjunum og dregur þar ekkert undan af harka- legum veruleika þrælsins. Nýjasta verk hennar, Jazz, er til- brigði við sama stef en sækir stíl sinn til tjáningarforms jassins. Refsinorn? Morrison fiallar fyrst og síðast um viðhorf, stöðu og þjáningar banda- rískra svertingja í skáldsögum sín- um. Af þeim sökum hafa sumir gagn- rýnendur sagt hana eins konar hefndarengil eða refsinom svarta kynstofnsins sem hefur mátt þola ófrelsi, kúgun og aðskilnað í banda- rísku samfélagi. Sjálf segist hún vilja hreinsa tungu- málið af kynþáttamismunun og fylla upp í tómarúmið með röddum svert- ingjakvenna. Metsölukiljur Bandarikin Skáldsögur: 1. Edith Wharton: The Age of Innocence. 2. Dean Koontz: Dragon Tears. 3. Anne Rice: TheTaleof the BodyThíef. 4. John Grisham: The Pelican Brief. 5. John Grisham: The Firm. 6. John Grisham: A Time to Kill. 7. Michael Crichton: Congo. 8. E. Loweil: Forbidden. 9. Sidney Sheldon: The Stars Shine down. 10. Nancy T. Rosenberg: Mitigating Circumstances. 11. Michael Crichton: Sphere. 12. Michael Crichton: Rising Sun. 13. Donna Tartt: The Secret History. 14. Jayne Ann Krentz: Hidden Talents. 15. Amy Tan: The Joy Luck Club. Rit almenns eðlis: 1. Rush Limbaugh: The WayThings Ought to Be. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelléd. 3. Ross Perot & Pat Choate: Save Your Job, Save Our 4. Maya Angelou: I Know whythe Caged Bird . Sings. 5. Schwarzkopf & Petre: It Doesn't Take a Hero. 6. Robert Fulghum: Uh-oh. 7. Gail Sheehy: The Silent Passage. 8. Jean P. Sasson; Princess. 9. Peter Mayle: A Year in Provence. 10. K. Le Gifford & J- Jerome: I Can't Believe I Said That! 11. The President’s Health Security Plan. 12. James Herriot: Every Living Thing. 13. Deborah Tannen: You just Don'tUnderstand. 14. David McCullough: Truman. 15. M.L. Gross: The Government Racket. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Karlsson kveður Búkollu Búkollurnar taka ekki síður ástfóstri við nýja (jósavélmenn'ð en fjósakonur og karlssyni. DV-mynd EJ Krókódíla- 1 ji ^ i I r eldi í bloma Krókódílabændur í suðurríkj- um Bandaríkjanna hafa á síðustu árum náð svo góðum árangri við ræktun dýranna að ekki Þarf að veiða villta krókódíla til að anna eftirspurn eftir skinnum og kjöti. Með réttum aðferðum viö rækt- unina hefur tekist að fiórfalda viðkomu krókódílanna og þeir þyngjast tvöfalt hraöar á búun- um en úti í náttúrunni. Krókódil- ar eru ekki lengur aifriðaöir í suðurrikiunum vegna þess aö stofninn vex ört með minni veiði. Hættuleg vindorka Raíorka frá vindmyllum átti að vera umhverfisvæn og algóð en annaö hefur nú komið á daginn. í Altmont-skarði í Kaliforniu eru um sjö þúsund vindrafstöðvar sem um árabii hafe framleitt orku án mengunar en um leið orðið fiölda skallaama að fiör- tjóni. Emimir varast ekki spað- ana á myllunum. Valtir í hnakki Rannsókn á reiömennsku Róm- vetja hefur leitt i ijós að hún var stórhættuleg. í ferð frá Róm yfir Alpana til Dónár slasaðist leið- angursstjórinn tvisvar og liggur nú á sjúkraliúsi. Hann féll af baki og fékk spjót í hálsinn. Umsjón Gísli Kristjánsson Búkolla stendur upp, baular værð- arlega og vélmennið veit strax hvað klukkan slær; það er kominn mjalta- tími. Blessuð kýrin hefur vanist á að fara K mjaltabásinn þegar skyldan kallar og þar setur nýi vinnumaöur- inn á hana mjaltatækin, strýkur henni, athugar heilbrigði mjólkur- innar og klappar svo henni Búkollu sinni að lokum. Þetta er ekki valið atriði úr draumi landbúnaðarráðherra heldur blá- kaldur veruleikinn í hollenskum fiósum. Þar hefur fyrirtækið Prohon BV í Vijfhuizen hannað vélmenni sem tekur við öllum störfum fiósa- kvenna eða fiósamanna ef menn vilja það heldur. Mannlegt og mjúkhent Þegar er búið að selja tíu fiósavél- menni og að sögn sinna þau verkum sínum óaðfinnanlega. Hvert vél- menni getur annað tveimur kúm samtímiS. Það tekur sér aldrei frí og hleypur til verka hvenær sem kýrin óskar. Fyrir vikiö eru kýmar mjólkaðar oftar á sólarhring en nú tíðkast og framleiðandinn heldur því fram að nytin aukist um 15 tii 20%. Framleið- andinn segir að hinn mannlegi þátt- ur í fari fiósavélmennisins geri það samkeppnisfært við mjúkhentar fiósakonur. Þaö eina sem viröist vanta upp á er að vélmennið fer ekki í fótspor karlssonar ef Búkolla týn- ist. Það er víst bundið á bás. Vélmennið veit hvenær von er á kú í mjaltabásinn því skynjari er um háls hverrar kýr í fiósinu. Hann er næmur fyrir líkamsástandinu hjá kúnum og veit hvenær þær vilja láta mjólka sig. Kýrnar læra á vélmennið á tveimur til þremur dögum og ganga einfaldlega á fund fiósavélmennisins hvenær sem þeim er mál. Vélmennið fylgist og með heilsu- fari kúnna. Það veit hvort hún er meö hita eöa júgurbólgu og leggur á ráðin um lyfiagjöf. Auövitaö verður mennskur maður að hafa eftirht með vélmenninu en þarf ekki að fara í fiósið á mjaltatímum. Fjósavélmenn- ið lætur vita ef eitthvað er að. Ekki er þó talið líklegt að bændur og búalið leggist í leti eftir að nýi vinnumaðurinn kemur i fiósið. Öll herlegheitin kosta um 12 milljónir íslenskra króna. Það ætti að duga til að halda vöku fyrir hverjum meðal- bónda. í fríið með myndavél Hvað á að gera ef mann langar að taka myndir í sumarfríinu en eina tiltæka myndavélin er svo þung að undir hana þarf burðar- dýr? Ráðið er auðvitað að fara ekki í frí. Og í stað þess að sitja heima í leiöindum er ágætt að dunda sér við að finna upp minni og þægi- legri myndavél. Til þess þarf að leggja undir sig eldhús móður sinnar um nokkurra ára skeið og breyta því í rannsóknarstofu. Að því loknu er hægt að fara í friið með nýju ferðamyndavélina og ekkert burðardýr. Bankamaðurmn George East- man fór svona að þegar hann bjó til fyrstu handhægu myndavél- ina. Uppfmningu sína kynnti hann sumarið 1888. Þetta var ekki aðeins minni vél heldur en áður hafði þekkst heldur var í henni ný filma sem leysti glerplötumar af hólrni. Myndavélar þessar fóru sigur- fór um heiminn, sérstakiega eftir að enn ný filma kom á markaðinn áriö 1889. Vélar og filmur voru ódýrar og frá árinu 1895 svo litlar aö þær komust þægilega fyrir í vasa. George Eastman var ekki að- eins snjail uppfinningamaður heldur og góður sölumaður eins og fleiri Bandaríkjamenn. Hann fékk þá flugu í kollinn aö fólk ætti auövelt að rnuna heiti sem byrjuðu á K-ái. Kodak er stutt orð sem uppfyllir þetta skilyrði en kemur Ijósmyndun ekkert við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.