Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Lánsfjárlög sýna hættuna Landsmenn ættu aö beina athygli aö hættumerkjunum í greiðslubyrði og skuldastööu þjóðarinnar gagnvart út- löndum. Nýframkomið frumvarp ríkisstj ómarinnar til lánsfjárlaga sýnir þetta, þegar grannt er skoðað. Að vísu munu stjómmálamenn velílestir fyrst og fremst hugsa um að fegra sinn hlut, þegar þetta verður rætt. En niður- stöðurnar ættu ekki að vefjast fyrir mönnum. Eftirspum ríkisins eftir lánsfé hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. Hrein lánsfjárþörf hins opinbera á samkvæmt frumvarpinu að verða minni á næsta ári en hún er í ár. Lántökur aukast þó, en afborganir af lánum aukast meira. Þetta dugir skammt, eins og ráða má af athuga- semdum, sem fylgja frumvarpinu, en þar segir: „Mikill og langvarandi halli á ríkissjóði hefur átt drjúgan þátt í aukningu heildarlánsíj áreftirspumar á undanfórnum árum. Þrátt fyrir að 'ríldssjóður hafi náð verulegum ár- angri í því að lækka ríkisútgjöld hefur eftirspum ríkis- sjóðs eftir nýju lánsfé ekki dregizt saman að sama skapi vegna minnkandi skatttekna í kjölfar efnahagssamdrátt- arins í þjóðfélaginu. Þegar efnahagslífið réttir við eiga að vera forsendur til minni lánsfj áreftirspumar ríkis- ins...“ Hverjar em síðan afleiðingarnar? Meðal annars þær, að samkvæmt frumvarpinu verða opinberar lántökur alls um 64 milljarðar króna á næsta ári en afborganir af eldri lánum 41 miUjarður. Því er spáð eftir þetta, að skuldastaða þjóðarinnar við útlönd verði 264,8 milljarðar króna í árslok 1994. Erlend lán til langs tíma stefna í að verða 67,6 prósent af landsframleiðslu, og greiðslubyrði vaxta og afborgana verður 36,6 prósent af öllum útflutn- ingstekjum þjóðarinnar í lok ársins 1994. í umræðum að undanfómu hefur réttilega veriö varað við því, að sá dagur nálgist, að erlendar skuldir verði 70 af hundraði af landsframleiðslu okkar, og greiðslubyrðin fari hátt í 40 prósent af útflutningstekjum. Hvort tveggja er háska- legt. Traust okkar erlendis og jafnvel sjálft sjálfstæðið kann að vera í veði, verði haldið áfram á sömu braut. Samkvæmt frumvarpinu skal Friðriki Sophussyni Ú ármálaráðherra heimilt að taka að láni um 28 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs á árinu 1994. Nýjar lántökur verði þá 12 milljörðum króna umfram afborganir af eldri lánum. Þannig á enn að taka að láni sem svarar tveimur hundmðum þúsunda króna á hverja fjögurra mannaQöl- skyldu í landinu. Með frumvarpinu er nú horfið frá því að skipta lán- tökuheimildum í innlendar og erlendar sérstaklega. Leit- að er lántökuheimildar fyrir ríkið til að nota innanlands eða utan „eftir því sem aðstæður á markaði leyfa hverju sinni“, eins og þar segir. Rökin eiga að vera, að um næstu áramót verði nær allar hömlur á íj ármagnsflutningum milli landa afnumdar og skilin milli lántöku innanlands og utan verði óskýr. Þessi breyting er sízt til bóta, þar sem full þörf verður á að fylgjast grannt með öllum lán- tökum ríkisins. Aðhald almennings að þessum íjárreið- um verður að auka. í umræðunni síðustu daga hefur borið meira en áður á því, að varað væri við skuldastöðunni. Það er vel. Við verðum öll að huga að því, hvert við stefnum í þessum efnum. í raun hefur engin grundvallarbreyting orðið til batnaðar þrátt fyrir mörg fógur orð og umræður um niðurskurð hins opinbera í einstökum málaflokkum. í heildina er allt við hið sama. Frumvarpið til lánsfjárlaga ber þetta með sér. Haukur Helgason Herstjóm á Haítí ögrar nú líka SÞ Annar stríðsveturinn blasir við langhrjáðum Bosníumönnum. Hjálparstofnanir vara við fyrirsjá- anlegum mannfelli meðal van- nærðs fólks í borgum og bæjum í herkví við stopula eða enga upphit- un híbýla. Og jafnvel þótt friöargerð takist er allt óvíst um framkvæmdina. Gert hefur verið ráð fyrir að Bandaríkin leggi fram allt aö helm- ing gæsluliðs til að fylgja eftir frið- arsamkomulagi, um 25.000 her- menn. Nú heyrast vaxandi efa- semdaraddir á Bandaríkjaþingi um þau áform. Ástæðan er reynslan í Sómalíu. Þar hefur bandarískt gæslulið und- ir merkjum Sameinuðu þjóðanna hvað eftir annað lent í bardögum við einkaheri ættbálkaforingja, nú síðast féllu 15 Bandaríkjahermenn í einni viðureigninni. Háværar raddir eru uppi, bæði á þingi og í opinberri umræöu, um aö kveöja bandaríska hðið heim áður en mannfall verður meira. Bill Clinton forseti hefur brugðist við með því að tvöfalda liðsaflann bandaríska upp í rúm 10.000 manns en lýsa jafnframt yfir að hann yfir- gefi Sómalíu í marslok hvemig sem mál standa þá. Yfirlýst stefna Bandaríkjastjóm- ar að efla Sameinuðu þjóðimar til friðargæslu um heimsbyggðina með beinni þátttöku í aðgerðum undir merkjum samtakanna lendir í ógöngum ef bandarískt almenn- ingsálit snýst á móti um leið og slíku fylgir mannskaði. Áhrif atburðanna í Sómalíu og bandarískra viðbragða við þeim, bæði á aðgerðir af hálfu SÞ og framferði ofbeldismanna, mátti sjá í höfninni í Port-au-Prince, höfuð- borg Haíti, nú í vikunni. Þar var bandaríska herskipið Harlan Co- unty látið snúa frá landtöku til að landsetja friöargerðarflokk á veg- um SÞ þegar byssubófar herfor- ingjastjórnarinnar, sem þverskall- ast við að halda samning um að víkja fyrir rétt kjömum forseta, komu sér fyrir á hafnarbakkanum með hríðskotariffla. í fyrstu lýðræðislegu kosningum í sögu Haítí árið 1990 var faðir Je- an-Bertrand Aristide, kaþólskur prestur og talsmaður langkúgaðs almennings í eyríkinu í Karíbahaf- inu, kjörinn forseti með yfirburð- um. Hann var hrakinn frá völdum og í útlegð með valdaráni hersins í september 1991. Eftir viðskiptabann cif hálfu SÞ undirritaði Raoul Cedras, for- sprakki herforingjastjórnarinnar, samkomulag um að hún skyldi víkja fyrir Aristide forseta 30. okt- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson óber. Áfangar í aðdraganda valda- skiptanna vora einnig dagsettir. En jafnskjótt og viðskiptabann- inu, sem lamað hafði frumstætt atvinnulíf Haítí, var aflétt varð ljóst að heryfirvöldin hugðust hafa gert samkomulag að engu. Morð- sveitum undir stjórn Michel Francois, lögreglustjóra í Port-au- Prince, var att á stuðningsmenn Aristide forseta af enn meiri grimmd en fyrr. Sveitir þessar eru beint framhald Tonton-macoute morðingjanna sem einvaldsstjórn Duvaher-feðganna beitti upp úr miðri öldinni. Hámarki náði ógnaröldin 11. september þegar byssumenn drógu kaupsýslumanninn Antoine Iz- mery út úr kirkju í Port-au-Prince og skutu hann. Var þá að ljúka sálumessu sem hann hafði gengist fyrir til minningar um fórnarlömb blóðbaðs stjómarböðla á sóknar- bömum fööur Aristide fimm árum áður. George, bróður Aristide, myrtu sömu illræöismenn í fyrra. Þeir bræður einir af peningamönn- um á Haítí studdu föður Aristide í forsetakosningunum. Robert Malval og aðrir ráðherrar í ríkisstjórn sem Aristide skipaði, og átti að taka við völdum um miðj- an þennan mánuð héldu enn lífi þegar síðast fréttist. En þeim er svo gott sem haldið í stofufangelsi, byssubófasveitir hafa opinberar byggingar á valdi sínu. Um borð í Harlan County vom á þriðja hundrað bandarískir og kanadískir hðsforingjar sem áttu að hefja endurþjálfun og endur- skipulagningu hersins á Haítí í umboði SÞ svo hann gæti gegnt eðlilegu hlutverki slíkrar stofnun- ar í lýðræðisríki. Foringjar frá Frakklandi og víðar áttu að koma á eftir og gera lögregluhðinu sömu skil. Öryggisráð SÞ hefur nú sett her- foringjunum á Haítí þá kosti að sýna fyrir mánudag fram á að þeir ætli að standa við samkomulagið um að Aristide forseti taki við völd- um á ný, eha gangi viðskiptabann aftur í gildi. Trúverðugleiki SÞ og sér i lagi Bandaríkjastjómar er nú í veði í Port-au-Prince. Jean-Babtiste Aristide, forseti Haítí, kemur fram í Washington ásamt Joseph Kennedy fulltrúadeildarþingmanni og lýsir trausti á að samfélag þjóðanna lúti ekki í lægra haldi fyrir „bófaflokki fíkniefnasala" sem séu að reyna að hindra endurkomu hans til valda i Port-au-Prince. Símamynd Reuter Skoöanir aimarra Eiga flóttamenn aó vinna? „Flóttamenn í Danmörku eiga að sjálfsögðu ekki aö sitja auðum höndum. Það er því kominn tími th að Biret Weiss innanríkisráðherra láti málið til sín taka og úrskurði að nú skuh þeir elda mat, gera hreint, uppfræða böm sín, hlynna að sjúkum og fjöl- margt annað sjálfir. Það vantaði nú bara.“ Úr forystugrein Extra Bladet, 14. okt. Losaralegt en viðunandi „Svohtið grátt, svolítið losaralegt, svolítið fram- sýnt og sennilega viðundandi kostur fyrir meirihluta þingmanna. Þetta era fystu viðbrögð við frumvarpi ríkisstjórnarinnar að fjálögum næsta árs. Það er hinn mikh halli sem sýnir að norskt efnahagslíf er ekki í jafnvægi. Á næsta ári mun ríkið halda áfram að eyða meiru en það aflar. Það versta við hallarekst- ur húns opinbera er þó að hann mun ekki á nokkrun hátt draga úr atvinnuleysinu sem nú er meira en nokkur sinni áður.“ Úr forystugrein Verdens Gang, 14. okt. Alltaf einhverjir fátækir „Það verða ahtaf einhverjir fátækir. En þeir ættu ekki að þurfa að vera snauðir svo lengi og það þyrftu ekki að vera svo mörg fátæk börn. Börn eru aðeins um 25% af heildarmannfjöldanum en 40% hinna fá- tæku eru börn eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu frá manntalinu. Og þetta er á tíma þegar fleiri Bandaríkjamenn em fátækir en nokkur sinni áður frá árinu 1962 eða 36,9 milljónir. Og hvaða böm eru það sem búa við fátækt? Börn einstæðra foreldra sem einkum eru konur.“ Úr forystugrein USA Today, 13. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.