Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 22
LAUGARDAGjL’R 16. OKTÓBER 1993
Sérstæð sakamál
Sannsögull morðingi
Klukkan var tíu að kvöldi þess 15.
júlí í fyrra þegar Gilbert Collard,
fjörutíu og fimm ára gamall sölu-
stjóri, fór út úr íbúð sinni við Rue
Grande í Fontainebleau, bænum
kunna sem er um sextíu kílómetra
suðaustan við París. Hann er fræg-
ur fyrir Fontainebieau-höllina, sem
Napólenssafnið er til húsa í, og
skóginn sem ber sama nafn og
bærinn.
Collard hafði þann vana, hvernig
sem viðraði, að fara í kvöldgöngu
í skóginum og gekk þá oft niður að
Signu og eftir sandbakka árinnar.
Collard var sölustjóri útflutn-
ingsdeildar þekkts fyrirtækis í Par-
ís. Hann var hæglátur og þægilegur
í umgengni, stundvís og þekktur
fyrir orðheldni.
Kvöldgangan stóð sjaldan lengur
en í rúman hálftíma. Þetta kvöld
haíði kona hans farið snemma í
rúmið og hún varð þess fyrst vör
morguninn eftir að maður hennar
hafði ekki komið heim aftur kvöld-
ið áður.
Líkfundur
Eiginkonan gerði lögreglunni að-
vart og þegar sólarhringur var lið-
inn án þess að Collard hefði komið
heim eða á skrifstofuna hófst
venjubundin eftírgrennslan. En
hún bar engan árangur. Collard
var horfinn, sporlaust.
Að morgni 21. júlí, sex dögum
eftir hvarfið, fann umferðarlög-
reglan lík í skurði við þjóðveg A5,
skammt frá Versölum, bæ sem er
sömuleiðis þekktur fyrir fræga
höll. Líkið var af ungum manni.
Hann hafði verið skotinn í hnakk-
ann. Hann var klæddur íþróttafót-
um og með bakpoka. í bakpokanum
var aðeins fatnaður til skiptanna
og snyrtídót. í vösum fundust kvitt-
un fyrir greiðslu með MasterCard-
greiðslukorti og kvittun fyrir
greiðsluá gistíngu á unglingaheim-
ilinu d’Artagnan í París.
Líkskoðun leiddi í ljós að ungi
maðurinn hafði verið skotínn til
bana með .22 hlaupvíddar skamm-
byssu. Á gistiheimilinu tókst svo
aö ganga úr skugga um hver hinn
látni hafði verið. Hann hét Michael
Jenkins og var frá Ástralíu. Hann
hafði aðeins orðið tuttugu og
tveggja ára.
Ferðaávísanir
í ljós kom að Jenkins var frá
Sidney. Faðir hans var verkamað-
ur og móðirin saumakona. Ungi
maðurinn hafði aldrei komist. í kast
við lögregluna, en foreldrar hans
sögðu að eftir að hafa tekið stúd-
entspróf heföi sonurinn lagt fyrir
fé vegna fyrirhugaðrar ferðar til
Evrópu. Hann hefði svo farið fyrir
ári. Nokkrum mánuðum áður hefði
hann unnið á gistíhúsi í Brighton
á Englandi. Ætlun hans hefði verið
sú að starfa þar um hríð til þess
aö geta safnað fyrir ferð um megin-
landið. Þann 20. júli hefði hann svo
hringt frá París og sagt að hann
væri nú á leið til Barcelona.
Jenkins hafði þá skýrt foreldrum
sínum frá því að fyrir þá peninga
sem hann hefði lagt fyrir í Brighton
hefði hann keypt ferðaávísanir hjá
American Express fyrir 1.300 dali.
Nathalie Lerminier rannsóknar-
dómari sneri sér tíl American Ex-
press í París og fékk upplýst að
Jenkins hefði keypt ferðaávísan-
irnar 20. júlí, daginn sem hann
hringdi heim, en þann dag hefur
hann verið myrtur.
J. Garcia
Ljóst þóttí að Jenkins hefði ekki
skrifað nafn sitt öðrum megin á
hveria ávísun, eins og rétt er að
gera strax við kaup þeirra, þannig
að gera megi undirskriftasaman-
burð þegar þeim er skipt. En þar
eð númer ávísananna voru kunn
var hægt að fylgjast með þvi hvort
þær kæmu fram og það fóru þær
nú að gera. Um það bárust upplýs-
ingar frá banka í borginni Seia í
Portúgal, sem og nokkrum öðrum
bönkum í nágrenninu.
Undirskriftin á öllum ávísunun-
um var J. Garcia. Þar eð krafist er
persónuskilríkja við útlausn
ferðaávísana þótti ljóst að J. Garcia
var til eða hafði verið til, þótt ekki
væri hins vegar hægt að fullyrða
að skilríkjunum hefði ekki verið
stohð.
Annarlíkíundur
Þann 7. september voru verka-
menn að störfum við þjóðveg A6,
utan Parísar, ekki langt frá þeim
stað þar sem hkið af Jenkins hafði
fundist. í runna fundu þeir lík af
karlmanni og ljóst var að það hafði
legið þar í ahmarga daga. Maður-
inn hafði verið skotinn í hnakkann,
og rannsókn leiddi í ljós að morð-
vopnið var .22 hlaupvíddar skamm-
byssa. Ahir vasar höfðu verið
tæmdir og ekki tókst að upplýsa
hver hinn látni hafði verið.
Um nær sama leytí og hkið af
óþekkta manninum fannst voru
tveir rannsóknarlögreglufuhtrúar,
Zerbi og Lehevres, komnir á spor
hins dulafulla J. Garcia. í aðal-
skjalasafni lögreglunnar í Paris
voru nöfn áttatíu manna með nafn-
ið Garcia sem komist höfðu í kast
við lögin. Einn þeirra var Jorge
Barbas Garcia. Hann var þrjátíu
og sjö ára, fæddur 23. mars 1956 í
Seia í Portúgal.
Leitin hefst
Margoft hafði Garcia skipt um
heimihsfang. Nú var hann skráður
í Moret-su-Loing, um hundrað khó-
metra fyrir sunnan París. Þar
reyndist hann hafa verið garð-
yrkjumaður, skógarhöggsmaður
og vöruhílstjóri. Margoft hafði
hann verið staðinn að smáþjófnuð-
um og ávísanafalsi.
í húsinu í Moret-sur-Loing hitti
lögreglan fyrrverandi konu Garcia.
Hún sagðist hafa farið fram á skhn-
að við hann og vera fegin að vera
laus við „þetta svín“, eins og hún
orðaði það, mann sem hefði ekki
nennt að gera neitt og hefði heimt-
að af henni að hún rændi stórversl-
anir. Hún sagði hann hafa farið
heim til Seia í júhlok.
Zerbi og Lehevres héldu nú til
Lissabon með handtökuheimhd og
ræddu þar við portúgalska starfs-
bræður sína. Sögðu þeir Garcia
grunaðan um tvö morð.
Fékkstekki
framseldur
Portúgölsku lögreglumennirnir
viðurkenndu fúslega að Garcia
væri ekki í hópi bestu barna guðs.
í heimalandinu hefði honum oft
verið refsað. Reglan í Portúgal
væri hins vegar sú að framselja
ekki þegna landsins th annarra
landa, ekki einu sinni þótt þeir
væru grunaðir um alvarlega glæpi
erlendis. Tækist frönsku rann-
sóknarlögreglunni hins vegar að
legga fram sannanir fyrir þvi að
Garcia væri sekur um að hafa stol-
ið ferðaávisununum frá Jenkins
væri sjálfsagt að láta hann svara
til saka fyrir ávísanafalsið.
Zerbi og Lehevres vhdu ekki fara
heim við svo búið. Þeir héldu því
til Seia th að „forvitnast dálítið".
Jose Barbas Garcia reyndist búa
í Seia, í húsi móður sinnar. Þrátt
fyrir það slæma orð sem af honum
fór hafði honum tekist að fá starf
sem vörubílstjóri. Tókst frönsku
rannsóknarlögreglumönnunum að
fá upplýst að Garcia færi th
Bretagne í Frakklandi með farm
þann 27. september og lægi leiðin
um Hendaye, franskan landa-
mærabæ við Biscaya-flóa.
Handtekinn
Umræddan dag biðu þeir Zerbi
og Lehevres í Hendaye. Klukkan
ellefu um kvöldið kom Garcia
þangað og var þegar handtekinn. í
vasa hans fannst MasterCard-
greiðslukort á nafni Michaels
Jenkins.
Við yfirheyrslur næsta dag játaði
Garcia á sig morðið á ungu mönn-
unum tveimur. Hann sagðist telja
að sá sem ekki hafði tekist að bera
kennsl á hefði verið PólverjL
Án þess að láta sér bregða lýsti
Garcia því að hann hefði leitað sér
fómardýra svo hann ætti fyrir út-
borgun í bílnum sem hann hafði
komið á yfir landamærin, gömlum
Citroen C 25-bíl.
„Ég er mannlegur," sagði Garcia,
„og þess vegna skaut ég báða
mennina í hnakkann."
Ótílneyddur skrifaði hann undir
játningu sína en þegar flytja áttí
hann úr lögreglustöðinni, þar sem
hann hafði verið yfirheyrður og í
varðhald, staðnæmdist hann við
dyrnar og sagði: „En ég framdi líka
þriðja morðið.“
í sandi við Signu
Rannsóknarlögreglumennirnir
höfðu undrandi á Garcia. Svo
leiddu þeir hann aftur inn í her-
bergið þar sem yfirheyrslurnar
höfðu farið fram og báðu hann að
segja frá þriðja morðinu.
„Já, ég drap einn enn,“ sagði
hann. „Hann var ekki ferðamaður
eins og hinir tveir. Ég kom aö hon-
um seint um kvöld á afviknum stað
þar sem ég var búinn að vera að
skemmta mér dáhtið með stúlku.
Og hkið af honum hefðuð þið aldr-
ei fundið. En ég skal sýna ykkur
hvar ég gróf hann. Ég er jú heiðar-
legur maður.“
Garcia lét rannsóknarlögreglu-
mennina aka með sig út í Fonta-
inebleau-skóg og gekk síðan með
þeim niður að sendnum Signu-
bakkanum. Um hríð gekk hann
fram og tíl baka, en svo benti han
á stað í sandinum og sagði: „Það
er hérna.“
Og það reyndist rétt. Undir nær
hálfs metra þykku sandlagi lá hk.
Rannsókn sýndi að það var af Gil-
hert Collard, horfna sölustjóran-
um.