Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Side 23
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 23 Merming Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir síöu. Hér er litlu komiö á framfæri í allt of mörgum oröum. ívari veröur tíörætt um sjálfsleit mannsins og er svo sem ekkert að skafa utan af því í ljóðum sínum að flestir beri skaröan hlut frá borði í þeirri leit. í einu slíku, Leit- iö og þér munuð finna, (7) segir frá ungum manni sem fer út í heim í slíka leit og kemur tómhentur til baka. Það finnst ljóömælanda ofur eðlilegt og varla tiltökumál. Þaö er til annað og verra eins og segir í síðasta erindi ljóösins: Og margur þekkir þessa göngu sjálf- ur. En þeirra örlög tíöar hryggja mig, sem fóru í leit um allar heimsins álfiar og ekkert gátu fundiö - nema sig. Þessi meinlegi tónn læöir sér víða inn og gefur ljóðunum skemmtilegt og hressandi yfirbragð, dálítiö krydd í alvöru lífsins. Og galsinn hefur yfirhöndina í þrælskemmti- legu ljóði þar sem spældur kokkáll fær útrás í lýsingum sínum á keppinautnum sem ber þaö virðu- lega nafn Oliver Salomon: Svo var hann svo voða sætur. Á vöxt hann af öllum bar, meö ýstruna ofan á fætur og undirhökumar. Áður fyrr þótt hefði ætur í Ástralíu og þar. (22) Áfram er haldið á þessum nótum en ljóðmælandi kemur upp um sig að lokum því ekkert þráir hann heitar en vera þessi umræddi Oli- ver! Svipaða skemmtun hafði ég af ljóðinu Kóróna sköpunarverksins þar sem m.a. er lýst efasemdum Guðs’þegar hann augum leit Adam og „fór að velta því fyrir sér, hvort hann gæti virkilega ekki gert bet- ur“ (40). Og það gat hann! Þessi ljóð sitja eftir vegna þess hve kostuleg þau eru en af mörgum ágætum ljóðum eru það sérstak- lega tvö sem skara fram úr að mínu mati. Annað heitir Ástin - Uppgjör S-1000 Steypustyrkur á h e i m s m æ I i k v a r ð a Rekstrarfélagið Hraun hf. í samstarfi við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur fyrst íslenskra steypustöðva framleitt hástyrkleikasteypu sem opnar nýja möguleika í notkun steinsteypu hérlendis og veldur þáttaskilum í gerð mannvirkja sem verða að standast mikið álag. S-1000 hástyrkleikasteypan var þróuð og notuð í fyrsta skipti við gerð á nýjum hafnarkanti í Hafnarfirði í ágúst sl. Við óskum samstarfsmönnum okkar í þessu verkefni, starfsfólki Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins, Vita- og hafnamálastofnunar ríkisins, Böðvars Sigurðssonar og hafnarstjórnar Hafnarfjarðar, til hamingju með árangurinn og þökkum þeim fýrir samstarfið og öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Við erum stoltir af að hafa tekið forystuna í þróun og framleiðslu á hástyrkleikasteypu hér á landi. Rekstrarfélagið Hraun hf Suðurhrauni 2, 210 Garðabæ. Sími: 65 14 44. Fax: 65 24 73. Liljublóm kallar ívar Bjömsson frá Steðja ljóðabók sína sem saman- stendur af hátt í 60 ljóðum sem flest eru í bundnu máli. Heiti bókarinn- ar vísar til kveðskaparins sem skáldið hefur fram að færa og í fyrsta ljóði bókarinnar, sem ber sama heiti og bókin sjálf, lýsir hann því á tregablandinn hátt hve lítinn tíma hann hefur haft til að sinna þessu viðkvæma blómi. Löngunin til að yrkja verður að láta undan brauðstritinu en þótt blómið skorti bæði birtu og yl, lifir það af í forsæl- unni við bakdyr skáldsins. En það blóm sem brestur sólskin getur aldrei orðið lífvænlegt, segir höf- undur og finnur sig knúinn til aö vara lesandann viö: En vafalaust frnnst ykkur fátt um þaö sem fáiö hér litið þess stofn og blað. Þótt mér sé nú auðvitað máliö skylt, það mína sjón ekki getur villt. (5) Það fer ekki hjá því að manni finnist afsökunarbeiðnin hrein og klár ónauðsyn þótt vissulega sé mis- vel ort. Ljóðin eru sum hver dálítið þung og upphafin eins og t.d. ljóðið Svölun (56) sem er langdreginn óður til vatnsins og byrjar svona: Vatn, þú ert guðaveig á vörum hins þyrsta manns. Áfram líður ljóðið með upphróp- unum eins og: „Ó, vatn!“ eða „Æ, þessi vatnslausa, veglausa, enda- lausa eyðimörk“ og því er ekki að neita að maður er orðinn nokkuð þreyttur á langlokunni á þriðju (10-11) þar sem fjallað er í sjö erind- um um hinar ýmsu hliðar ástar- innar og í hinu, Skelfur Yggdrasill (45), blása viðsjálir vindar og tor- tímingin blasir við. Sundurtætt ósonlag, stríð og eitur. En eitthvað efast skáldið um að upp úr rústun- um rísi betri og fegurri heimur og endar á hugleiðingu sem er um margt dæmigerð fyrir önnur ljóð bókarinnar: Trén eru aö tærast og sölna. Sjá: feyskjur og flagnaöan börk. Hvar fmnur nú hann Nói nothæfan við í örk? ívar Björnsson, Liljublóm, ívar Björnsson 1992. lifaðaf í forsælunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.