Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1993, Page 26
26 LAUGARDA'GUR 16. OKTÓBER 1993 Búin að prófa að vera á toppnum „Ég hef oft fengið að heyra að ég sé ekki há í loftinu en í minni fjölskyldu leggjum við áherslu á magn en ekki gæði,“ segir Auður Haralds rithöf- undur hressilega þegar blaðamaður heilsar henni með þeim orðum að líklega haldi flestir sem ekki þekkja til að þessi umræddi höfundur Hvunndagshetjunnar frægu og fleiri góðra bóka sé miklu hærri í loftinu en raun beri vitni. Þetta er þessi sama Auður og setti aUt á annan endann með einni sak- leysislegri bók árið 1979. Hún var elskuð og hötuð, hvort tveggja af svo miklu offorsi að hún flúði land og fór til Ítalíu. Þar dvaldi hún um nokk- urra ára skeið við skriftir og ýmiss konar aðra upplyftingu andans. Nú er hún komin heim aftur og hefur frá ýmsu að segja. Hún er flutt í íbúðina sína á Bergþórugötunni sem „um- hyggjusamir" leigjendur lögðu í rúst á meðan hún var erlendis. Hún er ekki rík af veraldlegum auðæfum þessa dagana en kannski þeim mun efnaðri á andlegan mælikvarða. Það koma þeir dagar að hún á ekki fyrir mat. En hún setur það ekki fyrir sig. Það er svo margt að brjótast í henni: nýjar bækur, útvarpsþættir, greinar og aðrar andans afurðir. Og svo er hún önnum kafin viö að vera til. Þegar hér er komið sögu er hún búin að laga bleksvart kaffi, ítalskrar ættar, sem virðist fremur kalla á hníf og gaffal en teskeið. Hún hellir í bollana, kveikir sér í sígarettu og er tilbúin í spjall Tilviljun Eðlilega berst talið fyrst að bókinni sem bylti lífi hennar fyrir einum fjórtán árum, Hvunndagshetjunni. „Þessi bók var tilviljun. Þetta var rétt bók á réttum tíma. Ég var ekk- ert lesin í íslenskum bókmenntum, öðrum en þeim sem hafði verið þröngvað upp á mig í skóla. Það var mjög htið, ég hef ekki nema grunn- skólamenntun. íslenskar bækur, sem voru nýrri en fornsögurnar, áttu ekki greiðan aðgang að heimilinu því þar var álitið að það væru eintónúr vitleysingar sem þær skrifuðu. Ég vissi því ekkert hvað hafði verið skrifað á íslandi. Ég var ekki að reyna að brjóta blað né gera eitthvað nýtt. Ég vissi ekki nema markaðurinn væri fullur af svona bókum. Kannski skrifaði ég Hvunndagshetjuna í óþarflega sterk- um tón til þess að vekja athygli því ég áleit að ef ég skrifaði venjulega hljóðláta skáldsögu þá tæki enginn eftir henni innan um allar hinar. Ég vildi ná athygh til þess að geta síðan haldið áfram í einhverjum öðrum geira. Svo fór nú eins og mig grunaði að neytandinn vill helst aUtaf lesa sömu bókina, bara í nýrri kápu og gjaman með nýjum titli. En hann viU sömu efnistök. Þvi var það að þegar ég færði mig út úr þessu formi og fór að skrifa skáldsögu hvarf stór hluti aðdáendahópsins. Þetta var ekki það sem þeir áttu von á og þá vUdu þeir það ekki. Þetta finnst mér mjög eðUlegt og skiljanlegt. Ég held þó að seinna meir hafl þessi bók mín með breyttum stíl unnið meira á. Svo fór ég út í að skrifa bamaefni og af ástæðum, sem ég hef ekki geð í mér til að greina frá, festist ég þar. Ég var orðin talsvert leið á áreitni, átroðningi og leiðindum svo ég ákvað - og ætla nú að reyna eitthvað nýtt „Ég lifi auðvitað ekki á því sem ég fæ ekki borgað,-taki þeir það til sín sem eiga, en hins vegar hef ég fengið launauppbót hjá félagsmálastofnuninni. Ég er ekkert einsdæmi, þvi fer fjarri,“ segir Auður m.a. í viðtalinu. DV-myndir GVA bara að taka mér ársfrí. - í hveiju lýsti þessi átroðningur og áreitni sér? „Það sem gerist er að maður vekur á sér óþarflega mikla athygU svo að þjóðarsáUn rís upp. Þetta hefur lengi verið viðloðandi íslendinga, óttinn við að einhver haldi að hann sé eitt- hvað. Jafnvel Jesús Kristur hefði verið laminn niður hér fyrir að halda að hann væri eitthvað þótt hann hefði haft pappíra upp á það. Hann hefði ekki þótt sýna nægilega hóg- værð. Ég hef sagt þá sögu áður að ég lenti til dæmis í því ef ég kom inn í versl- un að annaðhvort var ég afgreidd á eftir öllum þeim sem inn komu, ekki fyrr en eftir lokun eða að ég var af- greidd á undan öllum hinum. Það var nánast útilokað að fá afgreiðslu í réttri röð. Þetta fannst mér mjög óeðlilegt og óþægUegt. Síminn hringdi allan sólarhring- inn. Á endanum lét ég taka nafniö mitt úr símaskránni svo ég fengi frið tU að borða, pissa og sofa. Svo þurfti ég að stunda bamauppeldi í hjáverk- um en það gat verið erfitt við þessar aðstæður." Eins og almenningsgarður „Ef ég fór á veitingahús kom ég aldrei þurr út. Fólk sem ekki þekkti mig en vissi hver ég var lét gusurnar ganga yfir mig. Oft var þetta fólk sem ekki hafði lesið neitt eftir mig. Það vissi bara að ég skrifaði og svoleiðis framferði var frekja. Ég hlaut að halda að ég væri betri én aðrir menn og þá var um að gera að gefa mér eina lexíu fyrst það náði til mín. Ég var náttúrlega Uka lamin og í eitt skipti vom fótin líka rifm utan af mér. Þarna gerðist mjög svipað og gerist í bresku knattspyrnunni. Ef einhver fer að lemja einhvern kemur enginn tU hjálpar heldur myndast hringur af klappliði. Þetta er fólkið sem missti af rómversku leikunum. Þetta er óþolandi og það er ekki hægt að lifa við þetta. Ég neitaði þó aUtaf að gefast upp og fór út. En það endaöi alltaf á sama veg. Ég var því orðin þurfandi fyrir frí. Maður verð- ur eins konar almenningsgarður og það er gengið á grasinu. Ég tek und- ir það að með því að skrifa gerir maður sig á ákveðinn hátt að al- menningseign. En það er til rithöf- undur í starfi og svo er til mann- eskja í einkalífmu. Og manneskjan í einkalífínu á að fá sömu virðingu og sama frið og annað fólk sem stundar sitt einkalíf. Þama greinir fólk alls ekki á miUi. Það greinir heldur ekki á milli þess sem maður segir í bók og þess sem maður er sjálfur. Þú skapar andstyggUega manneskju og um leið hlýtur þú sjálf að vera and- styggUeg manneskja fyrst þú getur sett á blað þær hugsanir og tUfinn- ingar sem þessi illa manneskja hef- ur. Þetta hlýtur að koma frá þér per- sónulega. Þú færð bæði hatur og kærleik. Þú getur variö þig gegn manneskju sem ræðst á þig og lemur þig en þú getur ekki varið þig gegn manneskju sem kastar sér niður á almannafæri og kyssir skóna þína. Þú getur ekki sparkað í hana.“ - Voru öll viðbrögö sem þú fékkst svona slæm? „Nei, alls ekki. Sumt var yndislegt. Ég hitti gamla konu með staf á Laugaveginum. Hún gekk upp að mér og sagði: „Ég ætla bara að þakka þér fyrir, það var kominn tími til að einhver þyrði að segja þetta.“ Þá átti hún við ofbeldi á heimUum. Þar meö fór þessi gamla kona. Ég varð mjög mikið vör við þetta hjá eldri kynslóð- inni. En ég varð líka fyrir því aö kona inni í Glæsibæ hrópaði eitthvaö þegar hún sá mig, henti sér niður, greip í fotin mín og kyssti faldana meðan hún hélt áfram að veina. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Þetta er verra en ofbeldi því ef manneskja slær tíl manns má ef tíl vUl reyna að sparka í eistun á við- komandi. En þú getur ekkert gert í svona tilvikum. Þú getur varið þig gegn hinu Ula en ekki gegn því góða.“ Til Ítalíu Það var svo í júlí 1984 sem Auður hélt ásamt bömunum sínum þrem tíl Ítalíu. Hún ætlaði bara að skreppa út og hvUa sig á öllu argaþvarginu hér heima. En ferðin varð annað og meira en skottúr. „Ég er svo lélegur karakter, ég hef ekki mjög miklar rætur. Ég er ekki haldin föðurlandsástarofsa. Mér finnst allur heimurinn vera okkar föðurland. Mér fannst ég því ekki vera að yfir- gefa föðurland. Þetta var flótti og ég held raunar að ég hafi verið á stöðug- um flótta frá fæðingu og sé enn. Eg er bijálaður bókaormur og er þeirrar skoðunar að mjög mikUl bóklestur sé ekkert skárri en mjög mikil brennivínsdrykkja. Það er nákvæm- lega sami svipur á alkanum sem ekki hefur borgað rafmagnsreUíninginn og hinum sem eyddi öUum peningun- um í bækur og borgaði ekki raf- magnsreikninginn þegar lokunar- maðurinn frá rafmagnsveitunum bankaði upp á. Ég hef oft eytt matarpeningunum í bækur en tekið þá af mínum diski, ekki diskum barnanna. Það sem mér hefur fundist ég eiga að fá frá drottni, væri hann til, eru nægir peningar til að kaupa bækur fyrir og nægur tími og friður til að lesa þær.“ - Þúnefndirdrottin.trúirþúáguð? „Nei, nei, nei, nei, aUs ekki. Ég er rökhyggjumanneskja. Ég held líka að ég sé geðklofi, ekki þó á alvarleg- asta stigi þar sem fólk skartar mörg- um persónuleikum, biðst fyrir á miUi þess sem það drepur og myrðir. Nei, helmingurinn af mér er ævintýra- manneskja, botnlaust lélegur kar- akter, vinguU, aumingi, landeyða og félagslegur aumingi sem nennir ekki að vinna. Ég játa það alveg, enda sé ég ekki ástæðu til þess að eyða lífi mínu í það. Hinn helmingurinn af mér er gefinn fyrir rökhyggju og ég trúi ekki nema því sem ég fæ að snerta." í Héraói heimskunnar Auður kom til Ítalíu með börnin þrjú og tvær hendur tómar. Hún sett- ist að í litlum bæ sem heitir Sira- cusa. „Þessi bær ér svo friðsæll að hann er kaUaður Hérað heimskunn- ar. Ekki einu sinni mafían hefur fest rætur þar, íbúarnir eru svo andlega dofnir. Ég var bara að leika mér þarna, skoða náttúruna, skoða fólkið, læra málið og skrifa. Þarna skrifaði ég flestar Elíasar-bækurnar. Við vorum með örfá heimilisdýr, fjórtán ketti og einn hund. Við vorum með magn- afslátt hjá dýralækninum. Það var enginn vandi að komast af þarna til að byrja með. Þá var krónan uppi og hran í botni. Við lifð- um eins og kóngar á minn mæli- kvarða. Ég samlagaðist aldrei þjóðfélaginu þarna. Ég lenti í því að leigja hjá sjö- tugum karlfauski sem var ekki kom- inn alveg inn í 20. öldina. Hann varð ástfanginn af mér og samkvæmt lénsherrahugmyndafræði þeirri sem hann lifði eftir fannst honum afar eðlilegt að hann fengi vUja sínum framgengt í einu og öllu. Þegar ég vUdi ekki sofa hjá honum fann hann það út að ég væri heiðvirð kona, bauðst til þess að drepa konuna sína og giftast mér. Þá fór ég til Rómar.“ í Róm dvaldi Auður í sex ár. Á þeim tíma breyttist ýmislegt til verri vegar. Jafnvægið mUli krónu og líru gerðist æ óhagstæðara, leigjendumir hennar hér heima voru búnir að rústa íbúðina þannig að hún taldist ekki lengur leiguhæf. Þeir peningar sem Auður hafði handa á mUli dugðu ekki lengur fyrir himinhárri húsa- leigu í Rómaborg. „Þetta var orðið vonlaust. Ég stóö frammi fyrir því að fá mér fíUla vinnu þama úti og fann strax hvem- ig örorka mín reis upp innra með mér. Ég nennti ekki að fara að vinna ábyrgðarfiUla vinnu þama úti svo ég pakkaði niöur og hélt heim.“ Bónorð í kaupfélaginu - Þú hefur ekki hitt þann útvalda á ítalskri grund? „Nei, en ég fékk mörg tilboð. Þeir biðja þín fyrir klukkan fjögur á göt- LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 um úti, í kaupfélaginu og hvar sem er. Þeir eru mjög galvaskir í garð norrænna kvenna og dást aö stjóm- semi þeirra. Ég taldi kjarkinn úr þeim öUum á mjög einfaldan hátt. Ég sagði þeim að sjálfstæði nor- rænna kvenna væri afskaplega sjarmerandi fyrsta kortérið. Eftir það myndu þeir uppgötva að öU karl- mennska þeirra hefði verið tekin frá þeim. Hún fæhst í því að taka allar ákvarðanir fyrir aðra en það gengi bara ekki gagnvart norrænum kon- um. Fyrir þessum rökum gáfust flestir upp. Sumir hörkuðu þó af sér í nokkur skipti en fannst greinUega að þetta væri ekki nógu gott þegar tíl kastanna kom. Ég hafði mikla ánægju af dvölinni á Ítalíu í það heUa tekið. Við áttum þama góða vini, kynntumst'ýmsum hlutum og skUdum hitt og þetta sem við hefðum ekki skihð ef við hefðum verið kyrr heima. Heimskt er heima- alið barn, eins og þar stendur." Það var í nóvember á síðasta ári sem Auður kom alkomin heim. Hún segir það hafa verið ákveðið áfall að koma aftur heim. „Mér fannst það að sumu leyti skitt því móralhnn var orðinn slæmur. Það var kreppa á Ítalíu allan þann tíma sem ég var þar. Og það var kreppa hér þegar ég kom heim. ítahr segja: Það er kreppa, bjargi nú hver sér. Og þeir gera það. Ef ítalinn á ekki fyrir mat fer hann út og sækir sér að borða . Hann fer á næsta akur og það gerði ég hka þegar ég þurfti þess. íslendingurinn er alltaf tUbúinn til að gefa í safnanir handa útlenskum, svörtum börnum með þaninn maga. En ef fólkið hinum megin í stigagang- inum á ekki til hnífs og skeiðar og er að horast niöur fyrir augunum á þér þykistu ekki sjá það. Þú gerir ekkert. Hér er til fólk sem fær ekki nóg að borða. En það betlar hvorki né biður. Hins vegar hafa búðar- þjófnaðir aukist til muna. íslending- urinn getur stolið sér til matar en hann getur ekki beðið um mat. Þetta stolt er á miklum misskilningi byggt. Ég segi: Ef þú átt tvö brauð gefðu þá náunga þínum annað.“ Ýmisverkefni Auður hefur tekið sér ýmislegt fyr- ir hendur eftir að hún kom heim. Hún hefur skrifað greinar í tímarit, „föndrað" útvarpsþætti fyrir Ríkis- útvarpið og m.a. gert þátt um boðorð- in tíu fyrir rás 1. „Það var undursamlega skemmti- legt verkefni þar sem maður gat látið siðferðilegri vandlætingu rigna yfir þjóðina. En svo fékk maður svohtið áfall þegar það tók að berast með blænum að prestar vítt um land væru komnir með þessa þætti á band upp í hihu hjá sér. Þá hugsaði mað- ur: „Ég hefði kannski ekki átt að gera þetta.“ “ Bókaskriftir eru aldrei langt undan þegar Auður er annars vegar. Nú er hún með tvær í takinu, sína af hvoru tagi. „Ég er að skrifa ævintýrabók um manneskju sem hverfur aftur í tím- ann. Hinn lúmski tilgangur er að gera samanburð á stöðu okkar í dag og stöðu okkar á miðöldum. Þegar ég byrjaði á þessu var ég voðalega hress. Nú finnst mér aftur á móti við vera að nálgast miðaldirnar aftur. Því meira sem skorið er niður og sparað í menningar- og hehbrigðis- geiranum því meira færumst við th fyrra horfs. Svo er ég að böðlast í að skrifa litla matreiðslubók með söguþræði. Hvort hún kemur einhvern tíma út veit ég ekki. Þessi bók fjallar um þrjár óskir sem ég á mér. Sú fyrsta væri að fá matarengil sem sæi um að útvega og búa th matinn. Ef ég fengi þá ósk uppfyhta yrði ég svo glöð að ég gleymdi hinum tveimur. Kverið fjallar um það hvernig maður Auður i ibúðinni sinni sem var rétt fokhetd eftir að leigjendur höfðu farið höndum um hana. Hún hafði verið leigð með öllum húsbúnaði en hann var á bak og burt þegar Auður kom heim. Meira að segja naglfastar innréttingar og innstungur í veggjum höfðu verið fjarlægðar. síma eða hita í þessari viku eða næstu þá sest ég niður og les í stað þess að byija á næsta verkefni og safna að mér meiri peningum. Ég er búin að prófa að vera á toppnum og vh nú prófa eitthvað nýtt, til dæmis hversu lengi maður þohr að Uggja í sófaoghorfaásjónvarp." ' -JSS fær svona engil, hvað maöur verður glaður og hvernig það er að búa með honum. Á milli þeirra uppákoma sem skapast við að búa með engli eru uppskriftir sem hann matreiðir. Þær eru ahar miðaðar við að maður sé latur að eðhsfari en vhji borða góðan mat. Ég er á þeirri línu að spara mannlega orku og finn alltaf betur og betur hvað ég hef mikinn ímugust á Ukamlegri vinnu.“ Unglingabók í farvatninu Auður er lika að hugsa um að skrifa unglingabók. Hugmyndin er orðin th en enn er ekkert komið á blað. Meðgangan tekur sinn tíma. „Þetta er nú það sem ég er að gera þessa dagana og ekkert annað. Jú, auð- vitað er ég að hvha mig því mér fmnst að ég ætti með réttu að vera komin á eftirlaun,“ segir hún skelmisleg á svip. Þegar hún er spurð á hveiju hún lhi segist hún hafa sitt lifibrauð af því sem hún hafi þegar unnið. „Ég lifi auðvitað ekki á því sem ég fæ ekki borgað, taki þeir það th sín sem eiga, en hins vegar hef ég fengið launauppbót hjá Félagsmálastofnun- inni. Ég er ekkert einsdæmi, því fer fjarri. Ég er fjöllistamaður í eðh mínu. Ég eiri htið og þaö er átak fyrir mig að sýna stöðugleika. Ég minni á gömlu munkabænina sem allir halda að sé frá AA-samtökunum komin: „Breyttu því sem þú getur breytt en sættu þig við það sem þú getur ekki breytt." Ef það er eitthvað sem ég vhdi miðla öðrum þá er það þetta. Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að vera gjörsneydd allri metnaðar- gimd. Það er vegna þess að um leið og ég á fyrirsjáanlega fyrir mat og það verður ekki lokað fyrir rafmagn,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.