Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Fréttir 160 milljóna byggingaframkvæmdir á Bessastöðum þetta og næsta ár: Sérstakt þjónustuhús gert fokhelt í vetur bygging íbúðarhúss fyrir forsetann hefst á næsta ári Bygging þjónustuhúss og svo- kallaðs Norðurhúss á Bessastöðum er langt komin. Framkvæmdimar eru samkvæmt lögum frá 1989 um endurbyggingu Bessastaða en á þessu ári eru 82 milljónir króna áætlaðar til framkvæmdanna á fjárlögum. Báðar byggingarnar rísa á grunni þjónustuhúsa sem hafa verið rifin. I þjónustuhúsinu verður aðstaða til matargerðar, framreiðslu og hreingerninga auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Norðurhúsið mun hins vegar hýsa tæknibúnað staðarins, aðstöðu fyrir öryggisverði, bíl- stjóra og íbúð fyrir staðarvörð. Bygging húsanna er tilboðsverk. Sér ístak um að koma húsunum í fokhelt ástand. Ef veöur leyfa standa vonir til að það geti orðiö um áramót en í framkvæmdaáætl- un er gert ráð fyrir að byggingu húsanna ljúki á fyrri hluta næsta árs. Hjá ístaki fengust þær upplýs- ingar að fomleifauppgröftur í sum- ar hefði tafið upphaf framkvæmda en menn stefndu á að gera húsin fokheld um áramót. Þjónustuhús og Norðurhús em í öörum áfanga uppbyggingar Bessastaða. Auk húsbygginganna er unnið að endumýjun á öllum skolplögnum staðarins ásamt regn- þró og regnvatnslögnum. Um mitt næsta ár verða fram- kvæmdir við þriðja áfanga upp- byggingarinnar hafnar, það er bygging íbúðarhúss fyrir forseta íslands. Á næsta ári er áætlað í fjár- lögum að 82 milljónir verði veittar til framkvæmdanna á Bessastöð- um. -hlh Vatn streymir undir nýju Kúðafljóts- brúna Páll Pétuisscm, DV, Vík; Hleypt var vatni undir nýja brú yfir Kúðafljót-í Vestur-Skaftafells- sýslu í gær og vom viðstaddir marg- ir af starfsmönnum og verktökum sem unnið hafa við framkvæmdirn- ar. Brúin, sem er 300 metra löng, er mikil samgöngubót, þar sem hring- vegurinn styttist um 7,6 km þegar hún verður tekin í notkun. Búið er að byggia upp veginn að brúnni vestan megin og verður nú hægt að ljúka framkvæmdum austan megin eftir að fljótinu var veit undir brúna. Líklega verður hægt að opna veginn fyrir umferð í byrjun desemb- er og síðan verður lagt bundið shtlag á veginn báðum megin brúarinnar næsta sumar. Verktaki við brúarsmíðina var Öm Úlfar Andrésson en brúarvinnu- flokkur Jóns Valmundssonar í Vík annaðist gerð sökkla brúarinnar og niðurrekstur. Smíði stálbitanna var boðin út í desember sl. og síöan var samið við Hreiðar Hermannsspn. Undirverktaki við smíðina var KÁ á Selfossi. „Það eru 200 tonn af stáli í brúnni sem hvíhr á 9 stöplum, alls 300 metra Starfsmenn og gestir á nýju brunni í gær. DV-mynd Páll haf,“ sagði Örn Úlfar Andrésson verktaki í samtali við DV. „í brúar- gólfið voru notaðar forsteyptar ein- ingar sem raðað var ofan á stálbitana og þar ofan á var steypt. Við hófum framkvæmdir 5. maí í vor og vorum búnir að ljúka verkinu og flytja allt okkar hafurtask, vélar og tæki burt fyrir mánaðamótin september-okt- óber,“ sagði Örn Úlfar. Karl Steinar vill að yfirtryggingalæknir Tryggingastofnunar víki: Annar tryggingalæknir ákærður af saksóknara - mál tveggja velkist um hjá skattayfirvöldum Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jónasi Hallgríms- syni, prófessor og trúnaðarlækni hjá Sjóvá-Almennum. Mál Jónasar, auk þriggja annarra tryggingalækna, hefur verið til með- ferðar hjá skattayfirvöldum og RLR frá því í október 1991. í febrúar síö- asthðnum sendi svo RLR máUð til ríkissaksóknara sem beðið hefur nið- urstöðu skattayfirvalda í málunum. Tryggingalæknunum er öllum gef- iö að sök að hafa ekki gefið upp tekj- ur sem þeir hafa ýmist fengið frá tryggingafélögum eða Trygginga- stofnun fyrir gerð örorkumata og aðra þjónustu. Búið er aö dæma í máU eins læknanna, Stefáns Boga- sonar, og var hann dæmdur til greiðslu 1,3 mUljóna króna sektar. Áður hafði hann greitt 3,4 miUjónir í viðbótarálagningu vegna áranna 1988 til 1991. Undanskot Jónasar og Stefáns Bogasonar eru taUn smá í sniðum í samanburði við mál hinna tveggja tryggingalæknanna, Bjöms Önund- arsonar, tryggingayfirlæknis Trygg- ingastofnunar, og Atla Þórs Ólason- ar, trúnaðarlaeknis VÍS. Mál Björns Önundarsonar er enn tíl meðferðar hjá yfirskattanefnd og eru margir innan kerfisins orðnir langeygir eftir úrskurði. Mál Atla Þórs er hins vegar á seinna kæru- stigi hjá ríkisskattstjóra og því hefur hann enn möguleika á að kæra nið- urstöðuna til yfirskattanefndar. Meint undanskot Bjöms nemur á 3ja tug miUjóna á þremur árum enda fékk hann viðbótarálagningu í apríl síðastUðnum upp á 9 mUljónir. Vilji fyrir brottvikningu HeUbrigðis- og tryggingaráöherra sagði fyrir skömmu í samtah við DV að hann hygðist fara fram á áht ríkis- lögmanns um hvort hægt væri að víkja þremur tryggingalæknum, sem gegna opinberum embættum, úr embætti meðal annars á grunni fyrr- greindra ásakana. Þetta hefur ráð- herra nú gert og er þessa dagana verið að safna gögnum um máUð hjá skattayfirvöldum og ríkissaksókn- ara. Nýr forstjóri Tryggingastofnunar, Karl Steinar Guðnason, mun ekki hafa farið dult með skoðun sína í máUnu innan stofnunarinnar. Sam- kvæmt heimUdum DV hefur hann gengið hart eftir því að fyrrgreindum mönnum verði gert að víkja úr starfi. Þetta gerir forstjórinn til að bæta ímynd stofnunarinnar sem margir segja að hafa liðið fyrir neikvæða umræðu að undanförnu. Einnig hefur mál tryggingalækn- anna verið rætt á fundum trygginga- ráös. Þar hefur sá vUji komið fram aö yfirtryggingalæknir verði látinn víkja. Hefur ráðið meðal annars sam- þykkt á fundi sínum að Björn sitji ekki fundi þess framvegis. -PP Stuttar fréttir Eftirlit í Rússiandi Ríkisstjórnin ákvaö í gær að verða við beiðni frá Rússum um að senda mann til aö fylgjast með þingkosningunum i desember. Rætt er um að Alþingj sendi einn- ig mann tU Rússlands. ki-óna á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tima í fyrra vár tapið 79 milljónir. Rekstrarkostn- aður hefur hins vegar lækkað um 6%, eða 142 milljónir. Morgun- blaðið skýrði frá þessu, Listaverk í Seðlabanka Seðlabankinn á alls 193 Usta- verk sem metin eru á samtals 55 miUjónir króna. Á undanförnum 6 árum hefur bankinn árlega keypt listaverk fyrir að meðaltah 3,6 milljónir króna. Foreldrar í miðbæinn Samtök foreldra ætla að fylgjast með afkvæmum sínum i miðbæ Reykjavíkur um helgar og halda uppi eftirhti. Tíminn hefur eftir formanni samtakanna HeimUi og skóh að það sé hugur í fólki. Spáðígarnir Gott veöur mun verða vetur. Þó má gera ráð fyrir tveimur smáskotum fyrir áramótin. Snjó- léttara verður en 1 fyrra og kuld- inn nær ekki eins langt fram á vorið. Þetta les Sigurlaug Jónas- dóttir á Kárastöðum í Hegranesi út úr görnum. Feykir á Sauðár- króki segir spádóma hennar hafa gengiö nokkuö vel eftir. Fiksvinnslan vill fóik Atvinnukönnun Þjóðhagsstofn- unar leiðir í ljós að nú vantar um 150 manns í fiskvinnsluna. í öðr- um atvinnugreinum vUja at- vinnurekendur fækka starfsfólki um 500. Á sama tíma í fyrra vUdu þeir fækka um 1.200 manns. Al- þýðublaðið skýrði frá þessu. HjálparliðtilBosniu Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveöið að senda sveit hjúkrunarfólks tU hjáparstarfa í Bosníu á .næsta ári. Samþykkt var að verja 7,5 milljónum fil þessa verkefhis. íslendingarnir munu starfa í sérstakri norrænni friöargæslusveit. Toilararftmduvodka Tveir skipvetjar á HofsjökU hafa viðurkennt að hafa flutt 45 litra af vodka til landsins. Áfeng- ið fannst við leit ToUgæsIunnar í Hafnarfirði er skipið kom frá Bandaríkjunum. -kaa/pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.