Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
I>V
Þorgeir&Ellert:
Seldu dóttur-
fyrirtæki
Nestle
flæðilínu
Fréttir
Sektarinnhennta hjá lögreglustjóra í Reykjavlk:
Fullri hörku beitt
við innheimtu sekta
- segir Sigríður Stefánsdóttir, deildarlögfræðingur hjá lögreglunni í Reykjavík
Aðlli semur ekki „ð.
eöa borgar ekki
skuid sína i
Fjárnám
tekið
eignum
skuldara
Skuldari nýtur ekki
lánafyrirgreiðsiu
í bönkum
sökum eignaleysis
..........ITiOTfe
Fjámámsleið verður beitt af fullri
hörku við innheimtu sekta hjá emb-
ætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Embætti lögreglustjóra sér um inn-
heimtu á lögreglustjórasáttum og
sektum auk þess að sjá um inn-
heimtu á dómum Hæstaréttar og
héraösdóms fyrir Fangelsismála-
stofnun ríkisins. Innheimtan er orð-
in skilvirkari en áður.
Lögreglustjóraembættið þarf eins
og aðrar innheimtustofnanir ríkisins
að beita þeim ráöum sem tiltæk og
heimil eru lögum samkvæmt, segir
Sigríður Stefánsdóttir, deildarlög-
fræðingur hjá lögreglunni í Reykja-
vík.
„Það má kannski segja að þeir sem
ékki hafa staðið skil á dómum og
sáttum í einhveijum mæli hafi getaö
komist upp með það í lengri tíma en
góðu hófi gegnir að borga þetta. Það
er auðvitað ekki nægilegur vamaður
í því. Við erum ekki aðeins að herða
sektarinnheimtuna til að ná inn pen-
ingunum. Með þessu sýnum við
mönnum fram á að máli þeirra er
ekki lokið um leið og þeir skrifa und-
ir sátt eða þegar dómur fellur," segir
Sigríður.
Erfiðlega hefur gengið að inn-
heimta sektir, bæði vegna þess aö
gjaldendur hafa ekki sinnt sektar-
boði og einnig er um að kenna bágri
fjárhagsstöðu. í ljósi þessa sér emb-
ætti sig knúið til að taka fast á þess-
um málum. Aðför verður gerð hjá
þessum einstaklingum. Lögreglu-
stjórasáttin eða dómurinn verður
sendur sýslumanni og þess freistað
að taka eignir þessara einstaklinga
fjárnámi, til dæmis bifreiða- eða fast-
eignir. Reynist einstakiingurinn hins
vegar eignalaus er fjárnámið árang-
urslaust. Fyrir þá getur það þýtt að
bankar og lánastofnanir láni þeim
ekki.
„Ég vil hvetja alla þá sem eiga
ógreiddar sektir hjá embætti lög-
reglustjórans til að koma og gera
hreint fyrir sínum dyrum - að greiða
eða semja um greiðslu á sekt sinni.
Öllu máli skiptir að aöilar sinni bréf-
um okkar og komi til viðtals um
skiptingu á sektargreiðslunni. Að
öðrum kosti munum við senda málin
lengra og eru þau málalok verst fyrir
aðilann sjálfan," segir Sigríður.
-PP
Siguxður Sverxisson, DV, Akranesi:
Norskt sjávarútvegsfyrirtæki,
dötturfyrirtæki svissneska iðn-
aðarrisans Nestle, hefur fyrir
milligöngu Marels hf. samið við
skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell-
erts á Akranesi um kaup á flæði-
linu. Vilyrði eru um kaup fyrir-
tækisins á 4 sambærilegum lín-
um til viðbótar næstu 2 árin.
Haraldur Líndal Haraldsson,
framkvæmdastjóri Þ&E, sagöi í
samtali við DV að ffæðilínan ætti
að afhendast í næsta mánuði. Að
sögn Haraldar er þetta önnur
flæðilinan í nýrri kynslóð sem
seld er úr landi. Fyrr á árinu var
sambærileg lína seld til Arkansas
í Bandaríkjunum.
Lögreglan í Reykjavík varð
vitni að því er ölvaður karhnaður
á þrítugsaldri rak höndina í gegn-
um rúðu á verslun við Banka-
stræti 8 aðfaranótt laugardagsins
og skarst illa. Glerbrot fór í háls
mannsíns og skar í sundur slag-
æð svo mannínum blæddi mikíð.
Fyrir tilviljun var lögreglan á
næstu grösum og kom hún hon-
um undir læknishendur. Ekki
mátti miklu muna að manninum
blæddi út.
-ingo
Siglufl arðarvegur:
Framkvæmdir
fyrir 70-75
milljónir
öxn Þóraxinsson, DV, Fljótuiru
Nú er um það bil að ljúka miklum
framkvæmdum á Siglufjarðarvegi
um Óslandshlíð. Vinna hófst þar í
júní og 8,2 km langur vegarkafli hef-
ur verið byggður upp.
Það er að nokkru leyti á nýju veg-
arstæði þar sem blindhæðir hafa ver-
ið teknar af og beygjur mildaðar frá
því sem var. Áætlað er að leggja
bundið slitlag á vegarkaflann næsta
sumar og á því að vera lokið fyrir
1. júlí 1994.
Að sögn Jónasar Snæbjömssonar
hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki er
kostnaður við framkvæmdina alla
áætlaður 70-75 millj. króna. Jónas
sagði að verkið hefði gengiö vel og
samskipti við landeigendur á svæð-
inu verið mjög góö.
Fjörður sf., sem er félagsskapur
vörubílstjóra í Skagaflrði, var verk-
taki. Fjörður átti næstlægsta tilboð í
verkið, 60% af kostnaðaráætlun, þeg-
ar það var boðið út í vor.
Jón Sigurðsson, verkstjóri hjá
Firði, sagði að þeir gerðu sér vonir
um að vera ekki langt frá tímakaupi
við verkið. Það teldu menn viðun-
andi - mest væri um vert að halda
verkinu innan héraös þannig að
heimamenn fengju vinnuna. Annars
hefði sumarið orðið dapurt hjá vöru-
bílstjórum í héraði.
DV-mynd örn
Jón Sigurðsson og Rúnar Sveinsson við vinnu á Sigiufjarðarvegi fyrir skömmu.
Sigrún Magnúsdóttir gagnrýnir vinnubrögð vegna framkvæmda við Barónsborg:
Misnotkun sjálfstæðismanna
- enginn klíkuskapur, segir forstöðumaður byggingadeildai'
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull-
trúi framsóknarmanna, segir að
forráðamenn Trésmiðju Reykja-
víkurborgar hafi gengið á svig við
vilja borgarráðs þegar ákveðið var
að fela Magnúsi Jenssyni, bygg-
ingaverktaka og fufftrúa sjálfstæð-
ismanna í skipulagsnefnd, lagfær-
ingar við leikskólann Barónsborg
við Njálsgötu fyrir 12 milljónir
króna. Hún segir aö þessi vinnu-
brögð séu ámælisverð. Þetta sé enn
eitt dæmiö um það hvernig sjálf-
stæðismenn misnoti aðstöðu sína
hjá borginni.
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um nýlega að þjóða ekki út lagfær-
ingar á húsnæði leikskóla við
Njálsgötu heldur fela Trésmiöjunni
að annast þær, eins og forráða-
menn Trésmiðjunnar lögðu til.
Sigrún segir að ætlast hafi verið til
þess að starfsmenn Trésmiðjunnar
ynnu lagfæringamar að miklu leyti
sjáffir. í ljós hafi svo komið að
starfsmennirnir ynnu „aðeins
brotabrot af verkinu og afhenda
Magnúsi Jenssyni nánast aflt verk-
ið,“ segir Sigrún.
„Þetta er ekki klíkuskapur. Við
fagmennirnir tökum þessar
ákvarðanir alveg sjálfir. Þegar við
ráðum byggingameistara könnum
við ekki hvort hann er sjálfstæðis-
maður og hvort hann situr í ein-
hverri nefnd. Við könnum hvað er
mikið að gera hjá manninum og í
hvaða verkefnum hann er og hvort
hann hefur mannafla og getu tif að
vinna verkið fyrir okkur,“ segir
Guðmundur Pálmi Kristinsson,
forstöðumaður byggingadeildar
Reykj avíkurborgar.
-GHS