Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 26
38 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Menning Ólafur Jens Daðason og Eyjólfur Lárusson voru bestu félagar í Ing- ólfscafé á föstudagskvöld en þeir sögðu að það væri ekki svona kært með þeim á virkum dögum þar sem annar vinni hjá Kók en hinn hjá Pepsi. Fjóla Björg Jónsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Arna Arnardóttir voru í Ingólfscafé og voru sam- mála um að þetta væri besta 2ja ára afmæli sem þær hefðu farið í. Karl Pétur Jónsson, Jóhanna Mar- ía Eyjólfsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson stóðu í ströngu um helgina sem umsjónarmenn landsfundarsjónvarps Sjálfstæðis- flokksins en þau luku þeim útsend- ingum fyrir lokahóf fundarins sem haldið var í gærkvöldi. Skjöldur Sigurjónsson, Björn Leifsson og Sigurður J. Leifsson reka i sameiningu Ingólfscafé sem hélt upp á tveggja ára afmæli sitt á föstudaginn með „poppi & dragt", eins og einhver orðaði það! Hlynur Hallgrimsson syndi það og sannaði á laugardag að maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að spila keilu. En Hlynur var að prófa þá íþrótt í fyrsta sinn í afmæli frænda síns, Helga Bachmann. Rodin á Kjarvalsstöðum í hlutverki framúrstefnulista- manns - þess sem hugar fyrst og síðast að því sem máli skiptir og sleppir því sem er óþarft eða mótar það einungis gróflega. Pílagrímsför til Ítalíu Rodin hefur verið líkt við helsta meistara höggmyndalistarinnar, Michelangelo. Það er engin tilvilj- un því Rodin leit mjög upp til Mic- helangelos og fór í pílagrímsfór til Ítalíu árið 1875. Segja má að nafn Rodins hafi fyrst verið á allra vör- um skömmu eftir Ítalíuferðina er hann hafði lokið við verkið Ógnar- öldina. Það var reyndar ekki vegna aðdáunar á verkinu sem nafn Rod- ins varð þekkt heldur vegna þess að hann var vændur um mynd- stuld. Honum tókst að hreinsa sig Myndlist Ólafur J. Engilbertsson af þeim áburði en því verður ekki neitað að sú innri tilfinning og kraftur sem verkið býr yfir er nán- ast hvergi að finna nema í hst Mic- helangelos. Hliðið að víti Það verk sem telja má lykilinn að hst Rodins var hugsað sem skreyting á sex metra háa hurð í Skreytihstasafnið í Parísarborg. Þetta var Hhðið að víti - myndræn útfærsla á Hinum guðdómlega gleðileik Dantes. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum er þriðja hkan Rodins að þessu afar flókna verki sem felur í sér frummyndir margra af hans þekktustu verkiun, s.s. Hugsuðarins. Sú mynd hét upphaf- lega Skáldið og átti að tákna Dante að horfa hugsandi á hinn guðdóm- lega gleðileik. Verkið einfaldaðist í meðförum, hkt og flest verka Rod ins, og eftir miklar bohaleggingar listamannsins varð niðurstaðan aht önnur en upphaflega hug- myndin; sjálfstætt og fágaö verk þnmgið krafti. Frumkvöðull nútímamynd- listar og fulltrúi klassíkur Minnismerki um borgarana frá Calais er annað viðamikið verk sem Rodin tók myndhluta úr og útfærði sjálfstæð verk. Hér er um að ræða eitt tjáningarríkasta verk Rodins. Þama er viðfangsefnið mannleg niðurlæging og uppreisn æru í senn. í dansmyndum frá 1911 fékk hin expressjóníska taug hsta- mannsins þó fyrst að tjá sköpunar- kraftinn af öhum þeim þrótti og innlifun sem Rodin bjó yfir. Þessi verk ásamt samsetningum mynd- hluta, s.s. Bolur kentárhryssunnar og angistarfuhur unglingur frá 1910, gera Rodin að frumkvöðh nútímamyndhstar um leið og hann vísaði aftur til klassískra gilda end- urreisnarinnar. Svo víðfeðmur myndheimur er ekki ahra hsta- manna. Uppsetning sýningarinnar á Kjarvalsstöðum og lýsing verk- anna eru vel úr garði gerðar. Er vonandi að Kjarvalsstaðir vandi jafnvel til annarra sýninga í fram- tíðinni þó að viðaminni séu. Sviðsljós ■ b°öi Kjarvalsstaðir eru nú í heild sinni lagðir undir sýningu á verkum eins af þekktustu myndlistarmönnum ahra tíma; Auguste Rodin. Hér er tvímælalaust um að ræða hstvið- burð á heimsmælikvarða og í raun kraftaverk að hægt sé að setja upp sýningu af þessari stærðargráðu hér á landi sé það jafnframt haft í huga að tryggingarverðmæti verk- anna er talið í milljörðum en ekki milljónum eða þúsundum. Auguste Rodin fæddist í Frakk- landi árið 1840 og lést árið 1917. Listferih hans var langt í frá dans á rósum frá upphafi. Árið 1864 var verki hans, Nefbrotna manninum, hafnað á hinni árlegu Salon-sýn- ingu í París, ugglaust vegna þess að brotið nef samræmdist ekki aka- demískri fagurfræði. Þar við bætt- ist 'að þegar Rodin hafði mótað verkið í leir brotnaði aftan af því. Hann ákvað þó að bæta ekki skað- ann og sýna verkið þannig brotið. Síðar átti Rodin eftir að vinna verk Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða stendur hér vlð eitt verka Rodins. DV-mynd þök sem höfðu ófuhgert yfirbragð og vantaði t.a.m. útlimi. Einna lengst gekk hann í styttunni Maöur á göngu frá 1877 en þar vantar bæði hendur og höfuö á mannsmyndina en fætumir eru útfærðir af mikihi natni, enda eru það þeir sem eru meginviðfangsefnið. Hér er Rodin markt TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birturí DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisverða flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staða laganna 40 svo 9 kynnt á ný og þau endurflutt. ^v, GflTT UTVARPI ISLENSKI LISTINN er unninn I samvlnnu DV, Bylgjunnar og CocaCola á íslandi. Mikill fjðldi fólks tekur þátt I að velja (SLENSKA LISTANNI hverri viku. Yfirumsjðn og handrit eru I höndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd I hðndum starfsfðlks DV en tæknivinnsla fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ásgelrssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.