Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 5 - Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ: Samþykkjum hvorki heilsu- kort né tryggingagjaldið - við verðum að segja þessum kjarasamningum upp, segir Guðmundur J. „Ég tel að forsendur séu fyrir því að opna kjarasamninga ef þær tillög- ur, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram, verða látnar ná fram að ganga,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASI, í samtali við DV. Hann sagði að ekki kæmi til greina að samþykkja heilsukortin og 0,5 prósent tryggingagjaldið. í forsend- um kjarasamninganna frá í vor sé skýrt tekið fram að ekki verði um neinar skattahækkanir að ræöa sem komi niður á láglaunafólki. „Við sögðumst gera okkur grein fyrir því að afla þyrfti tekna til að mæta kostnaöi af lækkun virðis- aukaskattsins. Það mætti þó ekki bitna jafn þúngt á því fólki sem verið væri að flytja bætur til með lækkun virðisaukaskattsins og þeim sem hærri hefðu tekjurnar. Og það er hægt að afla þessara tekna án þess að snerta við fólki undir skattleysis- mörkum. Eins er það með fjármagns- tekjuskattinn. Hann á að koma um áramótin samkvæmt samningum. Ef menn ætla að fresta því verður ríkis- stjórnin að sýna okkur fram á að hún geti aflað tekna án þess að það komi viö okkar fólk,“ sagði Benedikt Dav- iðsson. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, á sæti með Benedikt og Ingibjörgu R. Guð- mundsdóttir, varaforseta ASÍ, í launanefndinni sem endurskoða á kjarasamningana fyrir 10. nóvember næstkomandi. Hann sagði að í sínum huga væri enginn vafi um að segja ætti upp kjarasamningum. „Þetta eru það slæmir samningar að ég er algerlega andvígur því að láta þá gilda áfram. Forsætisráð- herra getur engu þar um breytt þótt hann kalli okkur til einhvers fundar um eitthvert atriði. Þetta eru ægileg- ir kjarasamningar, alveg hræðilegir. Ég vil bara nýja kjarasamninga" ■ Starismenn Hitaveitu Selfoss í vinnu við borholuna sem bilaða dælan er i. DV-mynd Kristján Hitaveita Selfoss: Fullur þrýstingur kominnákerfið Kristján Emaisson, DV, Selfossi: Þegar djúpvátnsdæla í annarri að- alholu hitaveitu Selfoss bilaði nýlega vildi svo óheppilega til að hin holan var í venjubundnu viðhaldi og því óvirk. Grípa varð til þess ráðs að taka vatn úr holu sem gefur minna vatn en heitara og aðgerðimar dugðu til þess að ekki varð alveg vatnslaust. Endurvirkjun er nú lokið og er kominn fullur þrýstingur á kerfið. Að sögn Ásbjöms Blöndals veitu- stjóra stendur til að hefja boranir eftir heitu vatni í og við Selfoss. „Það er verið að vinna að ýmsum þáttum málsins og semja við landeig- endur því að það er full þörf á að ná í meira vatn og heitara," sagði veitu- stjóri. Heita vatnið hjá Selfossveitum kemur um 75 stiga heitt úr holunum og er sent frá veitustöð rúmlega 70 stiga heitt. Eyrarbakki, Stokkseyri og byggðin á milli Selfoss og þessara staða fá vatn frá Hitaveitu Selfoss. sagði Guðmundur J. Samkvæmt heimildum DV eru skoðanir skiptar innan verkalýðs- hreyfingarinnar um hvort segja eigi kjarasamningunum upp. Margir ef- ast um að hreyfingin hafi stöðu til að knýja á um nýja kjarasamninga. Þær raddir heyrast meira aö segja meðal þingmanna stjómarflokkanna að ekki eigi að semja neitt við verka- lýðshreyfinguna, hún hafi ekki neina stöðu tÚ að fara út í átök. Ljóst er aö forsætisráðherra metur ekki stöð- una þannig og mun hann boða launa- nefndina á sinn fund innan tíðar enda verður máhnu að vera lokið fyrir 10. nóvember næstkomandi. -S.dór Blefu hreppar verða þvingaðir til sameiningar - hvað sem gerist í atkvæðagreiðslunni Félagsmálaráðuneytið hyggst þvinga ellefu lítil sveitarfélög til aö sameinast öðru sveitarfélagi sam- þykki íbúarnir ekki sameiningu í atkvæðagreiðslunni 20. nóvember eða í atkvæðagreiðslunni næsta vor. Sennilegt þykir að gengið verði aftur til atkvæðagreiöslu í mars á næsta ári og fá íbúar í Utlu hrepp- unum tækifæri til að samþykkja sameiningu í þeim kosningum. Fá- ist ekki sameining þá verða hrepp- amir þvingaðir til sameiningar. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segir að samkvæmt sveitarstjórnarlög- um eigi félagsmálaráðuneytið aö sameina sveitarfélög með 49 íbúa eða færri öðrum sveitarfélögum. Það hafi hins vegar ekki verið gert þar sem þótt hafi sanngjarnt að gefa íbúunum kost á að greiða um það atkvæði hverjum þeir samein- ist. Eftirtaldir hreppar geta att von á að verða þvingaðir til að sameinast öðru sveitarfélagi: Skógarstrand- arhreppur, Haukadalshreppur, Ög- urhreppur, Reykjaíjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Snæfjalla- hreppur, Öxnadalshreppur, Mjóa- fiarðarhreppur, Fjallahreppur, Þingvallahreppur og Grafnings- hreppur. -GHS NýjaPosturepedic®dýnukerfiðfrá ^ Dýnurnar, sem laga sig að líkamanum Fjaðrakeríið PostureTech, Stálgrind SteelSpan á Styrktir kantar EdgeGuard, sem gefur líkamanum neðri dýnu, sem tryggir sem gefur 10% meira mátulegan stuðning. langvarandi endingu. svefnrými. Aðeins frá Sealy. Aöeins frá Sealy. Aðeins frá Sealy. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-16. HÚSGAGNAVERSLUN vir*d udyd irc; Marco Langholtsvegi 111. sími 6S0 690. Frí heimkeyrsla og uppsetning á stór-Reykjavíkursvæöinu M 9310

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.