Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Fréttir Það voru hressir krakkar og kennarar sem hlupu í árlegu Norrænu skóla- hlaupi i Bolungarvík á dögunum. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir; 2,5 km, 5 km og 10 km. 240 krakkar og á annan tug kennara hlupu þrátt fyrir níst- ingskulda. Yfir bænum grúfði peningalyktin frá loðnubræðslunni sem allir önduðu að sér með bros á vör. DV-mynd GVA Bragi Guöbrandsson: Sveitarstjórn- armenn róa lífróður gegn sameiningu Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segir at- hyglisvert að sveitarstjórnarmenn, bæjarstjórar og öddvitar hafi risið einarðlega gegn sameiningu sveitar- félaga og beitt sér gegn henni á al- mennum borgarafundum víða um land að undanfórnu þó að svo virðist sem víðtæk og almenn samstaða sé meðal íbúa og forystumanna ýmissa hagsmunasamtaka um nauðsyn sameiningar sveitarfélaga. „Vissulega átti maður kannski von á því að skiptar skoðanir væru í þess- um hópi en mér hefur komið á óvart hve þessi andstaða er mögnuð, hve sumir róa í reynd lífróður gegn sam- einingunni. Auðvitað er eðlilegt að sveitarstjórnarmenn taki virkan þátt í umræðunni en viðbrögð þeirra tengjast sjálfsagt því að verið er að bylta kerfi sem sveitarstjómarmenn- irnir era hluti af. Það er eðlilegt og mannlegt að þeir bregðist til varnar kerfi sem þeir hafa sjálfir þjónað og byggt upp og sem þeim þykir vænt um,“ segir Bragi. Borgarafundir hafa verið haldnir víða um land að undanfómu, síðast í Sandgerði á mánudagskvöld. Fund- irnir hafa yfirleitt verið vel sóttir og fjörugir. Bragi segir að vel á þriðja hundrað manns hafi sótt fundinn í Sandgerði og hafi þar mest borið á gagnrýnisröddum. Þeir sem eru and- vígir sameiningu sveitarfélaga séu háværastir. -GHS Gylfi Kris^ánsson, DV, Akureyri: Tveir 16 ára drengir, sem játað hafa innbrot á Akureyri, hafa viðurkennt að hafa eytt pening- um sem þeir stálu i spilakassa. Drengirnir brutust inn í knatt-' borðsstofu og stálu þar sælgæti óg um 10 þúsund krónum í pen- ingum. Þegar þeir voru hand- teknir og játuðu innbrotið höíðu þeir að sjálfsögðu étið sælgætiö og peningunum sögðust þeir hafa eytt í spilakassa. Talsmaður lögreglu: eins og er í dag, bannaðir fyrir yngri en 16 ára, er ekki spurning að þeir eiga að vera á sérstökum stööura. Aldurinn má alls ekki fara niður fyrir 16 ár. Við vitum að krakkar hafa tilhneigingu til að gleypa svona hluti og er hætt- ara heldur en fullorðnum að fara út í algjöra ofneyslu,“ sagði Jón Arnar Guðmundsson hjá for- varnadeild lögreglunnar í Reykjavík í samtali við DV. Jón Arnar og fiehi lögreglu- menn, sem DV ræddi við, telja að spilakassar eigi að vera á sér- stökum stöðum - a.m.k. eigi að breyta núverandi fyrirkomulagi og fækka spilakassastöðunum. Með þessu móti telja lögreglu- menn að eftirlit verði skilvirkara. Eins og fram kom í DV i fyrra- dag sagði Helgi Danielsson, yfir- lögregluþjónn hjá RLR, að eftirlit með spilakössum væri nær ekk- ert með hliðsjón af því að þeir eru bannaðir yngri en 16 ára. -Ótt Lokun leikskóla sjúkrahúsanna: Borgarspítalinn vill óbreyttan rekstur Ámi Sigfússon, stjóraarformaöur Borgarspítalans, segir að Borgarspít- alinn leggi til að spítalamir greiði áfram með rekstri leikskólanna, heil- brigðisráöuneytið leggi til 20 mfiljón- ir í reksturinn og borgin veiti jafn- mikinn styrk á hvert leikskólapláss eins og um einkarekna leikskóla sé að ræða. Þannig verði rekstri leik- skólanna haldið svo til óbreyttum. Samkvæmt tillögu Borgarspítalans verður leitað allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri leikskólanna. Þannig verður skoðað hvernig betur megi nýta leikskólaplássin og verður grunnopnunartími skólanna hugs- anlega styttur. Þá verður matartími á leikskólunum skoðaður og einnig skipulag matarþjónustunnar en hingaö til hefur allur matur barna á leikskólum Borgarspítalans komið frá eldhúsi spítalans. Valgerður Hildibrandsdóttir, full- trúi foreldra, segir að viðræður milh fulltrúa heilbrigðisráöuneytisins, Reykjavíkurborgar, foreldra barna á leikskólum Ríkisspítala og fulltrúa Borgarspítala, Landakots og Land- spítala hafi verið árangurslausar. Foreldrar haldi fast við fyrri kröfur sínar um óbreyttan rekstur. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. -GHS í dag mælir Dagfari Enn um heilsukortin „Sæli, Guðmundur, þetta er Frið- rik.“ „Blessaður, Friðrik, Guömundur Ámi talar.“ „Heyrðu Guðmundur, það er út af heilsukortunum sem ég hringi. Hvað meinarðu eiginlega með því aö ætla að hætta við heilsukortin? Við erum búnir að bakka þig upp í þessu máh, svo ætlarðu allt í einu að hlaupa út undan þér.“ „Var ekki landsfundurinn að álykta á móti heilsukortunum? Ég sldldi það ekki betur en svo aö þið væruð að tala um að tekjutengja iðgjöld til heilbrigðismála. Er það ekki það sem landsfundurinn vildi?“ „Nei, nei, Guðmundur minn. Þú mátt ekki taka of mikið mark á landsfundarályktunum. Það er hvergi minnst á heilsukort í álykt- múnni. Ég var búinn að útlista það í fjölmiðlum að þaö væri ekkert að marka þessa ályktun. Aö minnsta kosti gildir hún ekki fyrir heilsu- kortin þín. Hún gildir fyrir framtíð- ina, þessi ályktun landsfundarins." „En þetta með tekjutengdu ið- gjöldin var nákvæmlega það sem ég setti fram í upphafi. Þá voruð þið á móti tekjutengdum iðgjöld- um, sjálfstæðismeim, og- vilduð heilsukort og það var þess vegna sem ég lagði fram tillöguna um heilsukortin. Þetta er ekki mín hugmynd. Þetta er ykkar hugmynd og æthð þiö þá að vera á móti ykk- ar eigin tihögum?" Friðrik dæsti og sagði: „Guð- mundur minn. Þú verður aö skhja samhengið í þessu. Við erum auð- vitað sammála þessu með tekju- tengdu iðgjöldin, en það bara hent- ar ekki í dag. Heilsukortin eru miklu betra fyrirkomulag. Þess vegna máttu ekki bakka út úr heilsukortunum af því að þú haldir að sjálfstæðismenn séu á móti heilsukortum. Það er þá vegna þess að þú sjálfur ert á móti heilsukort- um og ég veit ekki betur en að þú hafir sjálfur stungið upp á heilsu- kortunum og þetta sé þín tillaga. Þá ert þú á móti þinni eigin tihögu.“ „Það voruð þið, sjálfstæðismenn- imir í ríkisstjóminni, sem vilduð heilsukortir*. Ég var að reyna að þóknast ykkur með því að koma th móts við ykkar viðhorf með hehsu- kortunum og nú ætlaði ég að koma th móts viö landsfundinn." „Guðmundur, landsfundurinn var kannske á móti heilsukortun- um, en ég var búinn að útskýra það fyrir þjóðinni og flokknum að landsfundurinn væri ekki á móti heilsukortunum núna, heldur seinna, og ég get auðvitað ekki bakkað út úr því að vera með því sem ég er á móti, ef ég er á móti því sem ég er með.“ „Ertu þá með hehsukortunúm?“ „Ég er með því að vera með þeim, þótt ég sé á móti þeim.“ „Heyrðu mig nú, Friðrik. Hvem- ig á ég að veija hehsukort þegar ég var ahan tímann með tekju- tengdum iðgjöldum, sem þið vhjið núna að verði tekin upp? Á ég þá að vera á móti því sem ég vh en meö því sem ég vh ekki? „ Já, en Guðmundur, þú ert búinn að segjast vera irieð hehsukortun- um og við erum búnir í Sjálfstæðis- flokknum að segja að við séum með heilsukortunum, þótt við séum á móti þeim og þá getur þú ekki knú- ið okkur til að vera með því sem við erum með, þegar ég hef lagt á mig mikið erfiði viö að sannfæra menn um að við séum með því sem viö erum á móti. Maður getur ekki verið meö því sem maður er á móti, ef maður er á móti því sem maður er með. Þetta hlýtur þú að skhja, Guðmundur Árni, einmitt af þvi að þú hefur einmitt verið maður th að mæla með því sem þú ert á móti.“ „Já, en hvað með landsfundinn?" spyr Guðmundur. „Hvað með landsfundinn?" spyr Friðrik. „Landsfundurinn vhdi tekju- tengd iðgjöld en ekki hehsukort," segir Guðmundur. „Landsfundurinn var á móti hehsukortum af því hann hélt að við værum á móti þeim. En viö erum með þeim og við verðum að standa saman, Guðmundur Árni, til að fólk haldi ekki að við höfum verið að mæla meö hehsukortum sem við séum á móti.“ „Já, en við erum á móti þeim.“ „Ekki lengur, Guðmundur. Við verðum að vera með því sem við erum á móti, ef það er betra en að vera á móti því sem maður er með. Þettaverður maður að læra þegar maður er orðinn ráðherra, Guð- mundur minn.“ Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.