Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 39 Fréttir Sauðárkrókur: Bæjarfulltrúum verður fækkað Bæjarmálapólitíkin á Sauðárkróki virðist hafa borið þess nokkur merki upp á síðkastið að kosningar eru í nánd. Innan bæjarstjórnarinnar, sem yfirleitt hefur starfað „hávaöa- laust“, hafa komið upp deilumál, s.s. varðandi „Skjaldarmáhð“ svokall- aða þegar meirihlutinn í Skildi hf. var seldur Þormóði ramma á Siglu- firði. FuUtrúar minnihlutans ásök; uðu þá meirihlutann um að hafa sof- ið á verðinum og hefðu menn haldið vöku sinni hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir söluna. Það er aðallega Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalags, sem hefur verið í sviðsljósinu en hún hefur verið óspör á gagnrýni á meirihlutann. Það leiddi m.a. til þess að henni var vikið úr bæjarráði þar sem hún sat sem áheyrnarfuhtrúi en það var af meiri- hlutanum m.a. varið með því að um trúnaðarbrest miUi Önnu Kristínar og bæjarráðsmanna heíði verið að ræða. Meirihlutinn í bæjarstjórn á Sauð- Fréttaljós Gylfi Kristjánsson árkróki samanstendur af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, sem eru þrír, ein- um krata og einum af Usta óháðra, en sami meirihluti var einnig á Króknum á síðasta kjörtímabiU. í minnihluta eru því þrír fuUtrúar Framsóknar og einn frá Alþýðu- bandalagi Það mun án efa setja svip á kosn- ingabaráttuna á Króknum að tillaga um fækkun bæjarfuUtrúa, sem lögð var fram af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, var samþykkt og fækkar bæjarfulltrúum því úr 9 í 7. Það gæti þýtt meiri hörku í kosninga- baráttunni en hvað sem því Uður virðast menn vera rólegir í tíöinni og Utið vera farnir að huga að fram- boðsmálunum. Enginn bæjarfulltrúanna hefur gefið yfirlýsingu um að verða ekki í framboði áfram en svörin sem DV fékk er þau mál voru könnuð voru yfirleitt þannig að nægur tími væri til að skoða þau mál. Einn viðmæ- landi DV sagði þó að menn væru víða farnir að ræða framboðsmáUn í sín- um hópi og nokkuð öruggt mætti telja að um einhveijar breytingar yrði að ræða á efstu sætum listanna. En þótt menn fari sér hægt út á við má telja nokkuð víst að kosningabar- áttan á Króknum verði hörð þegar hún hefst. Mikið af gæs víða um land: Rjúpnaveiðimenn hafa farið víða til rjúpna og árangurinn sést á svölunum um allt land. DV-mynd Agúst Gæsaveiði aldrei gengið betur „Gæsaveiðin hefur aldrei gengið betur en núna þetta árið, það hefur verið mikið af gæs víða um landið og er ennþá,“ sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson skotveiðimaður í samtaU við DV í vikunni. „Skotveiðimaður hefur verið með þetta 60 fugla eftir daginn og tveir, þrír hafa verið með 200 fugla eftir helgina," sagði Sverrir. Líklega er búið að skjóta á milU 12 og 15 þúsund gæsir núna og það á eftir að bætast verulega við þá upp- hæð áður en yfir lýkur. „Rjúpaveiðin byrjaði vel fyrstu dagana en það hefur dregið úr henni eftir að hlýna tók en ég held að þetta eigi eftir að verða gott tímabil þó það sé stutt,“ sagði Sverrir. Það er erfitt aö segja til um hve margar rjúpur hafa verið skotnar en 4-5 þúsund fuglar eru nærri lagi. -G.Bender Landssamband stangaveiðifélaga: Jón G. Baldvinsson næsti formaður „Það er rétt að ég gef ekki kost á mér áfram sem formaöur Landssam- bands stangaveiðifélaga, ég hef verið formaður í 4 ár og þetta er orðið gott,“ sagði Grettir Gunnlaugsson formaður í vikunni. Aðalfundur Landsambands stangaveiðifélaga verður haldinn í Munaðamesi í Borgarfirði um næstu helgi. En þar mæta um 100 stanga- veiðimenn af öllu landinu á fundinn. „Verðlagsmálin verða aöalmál fundíuins og svo ýmis fleiri mál sem hafa verið ofarlega í okkar málum þetta árið. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra mun ávarpa fundinn á laugardaginn og talar um umhverfis- og stangaveiðimál," sagði Grettir. „Þetta hefur verið orðað við mig að taka að mér formannsstarfiö og ég er að hugsa máhð þessa dagana. Það kemur í ljós á fundinum hvort ég verð næsti formaður," sagði Jón G. Baldvinsson, fyrrverandi formað- ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í vikunni, en hann hefur verið sterk- lega orðaður sem næsti formaður Landssambands stangaveiðifélaga og ætti að eiga örugga kosningu visa. -G.Bender Kjörskrá tii kosninga um sameiningu sveitarfélaga, er fram eiga aö fara 20. nóvember nk., liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Hlégarði, á afgreiðslutíma skrif- stofanna, virka daga kl. 8.00-15.30, til 20. nóv- ember nk. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. nóvember nk. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Stór búsáhaldamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Opið virka daga kl. 10-19 laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 Úrval búsáhalda og gjafavöru. Ódýrar jólagjafir Búsáhaldamarkaðurinn sá ódýri Photoshop keppni Apple-umboðsins, Hans Petersen og DV. í samvinnu við Apple-umboðið og Hans Petersen efnir DV til svokallaðrar Photoshop keppni, sem er samkeppni um myndir sem unnar hafa verið í Photoshop forritið frá Adobe. Frestur til að skila inn myndefni rennur út miðvikudaginn 4. nóvember nk. og verða úrslit kynnt í aukablaði um TÆKNI 10. nóvember. Reglur keppninnar: Reglur keppninnar eru þannig að myndirnar verða að vera á Macint- osh-sniði. Aðeins 1 mynd er á hvern þátttakanda en ef unnið hefur verið með einhverja frummynd ber að skila henni líka til að hægt verði að sýna muninn á myndunum. Ef Ijósmynd er notuð verður hún að vera tekin af þátttakanda. Sé um mynd eftir annan aðila að ræða ber að útvega leyfi frá viðkomandi. Ef fiátttakendur senda inn mynd eftir aðra án leyfis og hún verður birt í DV þá er ábyrgðin þeirra en ekki blaðsins. Myndefninu ber að skila eða senda í pósti til Verslunar Hans Petersen, Laugavegi 178, 105 Reykjavík. Upplýsingar þurfa að fylgja um tölvu- búnað og myndefnið ásamt dulnefni sendanda. Rétt nafn sendanda skai fylgja í lokuðu umsiagi. Vegleg verðlaun eru í boði. Fyrstu verðlaun eru Power CD mynd- og hljómgeislaspilari frá Apple-umboðinu sem hægt er að tengja við tölvuna, sjónvarpið og hljómflutnings- tæki. önnur verðlaun eru Kodak Photo CD geislaspilari frá Hans Petersen sem bæði getur sýnt litmyndir á sjónvarps- skjá og leikið tónlist af venjulegum geisladiskum. jfk fHANS PETERSEN HF “ Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.