Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Stuttarfréttir Áluefðilágmarkí Álverö féll um þrjú prósent í gær og hefur það ekki veriö lægra i átta ár. Horfur á álmörkuðum eru mjög dökkar. Stjórnarherinn sækir Hersveitir Shevardnadzes Georgiuleið- toga sækja hart aö uppreisnar- mönnum og segjast hafa knúiö fram mikilvægan sigur með því að endurheimta borgina Senaki. Ferðamenn skotnir Vopnaöur maður skaut þrjá erlenda feröamenn til bana á glæsihóteli í Kaíró og særði fjóra. Þingmenn mættu ekki Þingmenn á Haíti ýmist þorðu ekki eða komust ekki í þingið og þar með fór áætlun SÞ um endur- reisn lýðræöis út um þúfur. Aigjör einangrun Búist er við að Öryggisráö SÞ verði beðið um að taka fyrir alla verslun við Haíti. Ræðafriðinn Samningamenn ísraels og Pal- estínumanna ræða smáatriði friðarsamnings síns. Refsivöndurálofti Sylvie Kinigi, forsætisráöherra Búrúndí, hefur tekið aftur við völdum og hótar að refsa her- mönnum sem bera ábyrgð á valdaránstilraunínni. Akbar Has- hemi Rafsanj- ani, forseti ír- ans, er í Az- erbajdzhan þar sem hann ræð- ir um hvemig eigi aö koma tuttuguþúsund azerskum flóttamönnum aftur til síns heima. Kosiðumverkfall Verkfallsmenn hjá Air France greiða atkvæði um hvort halda eigi aðgerðum áfram. Flugum- ferð í Frakklandi hefur veriö löm- uð í rúma viku. Svikari gefst upp Sfjórnarher Bosníu neyddi iið- hlaupa úr hernum og stjómanda glæpagengis í Sarajevo til upp- gjafar eftir harða bardaga í gær. Grafiðáírlandi Kaþólikkar bera skæruliöa IRA til grafar í dag en mótmælendur ieggja fómarlömb hans tíi hinstu hvUu. Hjálparsamtök f vanda Alþjóðleg hjálparsamtök standa frammi fyrir sívaxandi vanda borgarastyrjalda og ann- arrar óáranar. írí fékk Bookerinn írski rithöf- undurinn Roddy Doyle fékk hin virðu- legu Booker bókmennta- verðlaun fyrir skáldsöguna Paddy Clarke Ha Ha Ha. Fyrsta bók höfundar- ins var The Commitments sem kvikmynd var gerö eftir. NýstjómíPóllandi Sfjóm Waldemars Pawlaks tók við vöidum í Póilandi í gær. Reuter Útlönd_______________________________________________________ Vigdís Finnbogadóttir fær konunglegar móttökur í Noregsheimsókninni: Glæsimennskan og f ötin vöktu athygli - prinsessumar Marta Lovísa og Ástríður verða með forsetanum næstu daga Guimar Blandal, DV, Ósló: Norðmenn höfðu orð á hvað frú Visdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, væri glæsileg þegar hún steig út úr flugvéhnni á Fornebu-flugvelli við upphaf opinberrar heimsóknar tíl Noregs í gær. Rauð og blá draktin þótti fara vel og sjáanlegt að nokkur keppni yrði um glæsilegustu fotín í heimsókninni. Haraldur konungur var klæddur í hátíðarbúning konungs en Sonja í bláu og svörtu, einnig viöeigandi fot- um. Vigdís fékk blómvönd í íslensku Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið konunglegar móttökur i Noregi. fánalitunum þegar hún var komin á norska grand og við tók hópferð und- ir herverði heim til konugshaUarinn- ar. Þar var snæddur hátíðarkvöld- verður. Meðfram Karl Jóhann stræti voru íslenskir fánar á stöngum og móttakan öll hin viröulegasta. Ákveðið er að Marta Uovísa prins- essa, dóttir konungshjónanna og Ástríður prinsessa, systur konungs, veröi með Vigdísi í heimsókninni þegar konungshjónanna nýtur ekki við. í gær skoðaði Vigdís Munch-hsta- safnið en þar eru geymdar margar af mestu þjóðargersemum Norð- manna. Áætlað var að klukkutíma tæki að skoða safnið en dvölin þar dróst á langinn enda Sonja drottning fróð um verkin þar og voru þær Vig- dís á eintali við sum þeirra. í dag er ætlunin að fara og skoða rannsóknarstöð norsku skógræktar- innar við landbúnaðarháskólann í Ási. Þar mun Vigdís hitta íslendinga, sem eru íjölmennir við skólann. Norsk blöð hafa sagt frá áhuga Vig- dísar á skógrækt og vanda íslendinga vegna þess að sauðkindin er að éta upplandið. NTB Mathias Rust aftur í steininn Fluggarpurinn Mathias Rust er enn á ný kominn í steininn eftir að hafa fengið nokkurra daga frelsi. Hann varð heimsfrægur fyrir að lenda flugvél á Rauða torginu i Moskvu árið 1987 en var siðan dæmdur árið 1991 í 30 mánaða fangelsi fyrir morðtilraun. Hann fékk reynslulausn á dögunum en þeirri ákvörðun var áfrýjaö og Rust stungið inn aftur. Simamynd Reuter Fellinierað tapa orrustunni um lífið Heilsu ítalska kvikmynda- leikstjórans Federicos Fell- inis sem hefur veriö meövit- undarlaus í rúma viku hrakaði enn í gær og sögðu læknar að hann væri að tapa orrustunni um lífið. „Við erum enn vondaufari núna. Þar til i gær gátum við sagt að hann væri að berjast fyrir líf- inu en núna er erfitt að halda slíku fram,“ sagði Maurizio Bufi, yfirlæknir gjörgæsludeildar Um- berto I sjúkrahússins í Róm. Forráðamenn Cinecitta kvik- myndaversins í Róm þar sem Fellini tók m.a. hluta af hinni klassísku mynd sinni La Dolce Vita buðust í gær til aö halda lík- vöku fyrir leikstjórann. „Við vonum að Fellini muni lifa en ef hann deyr myndum við með ánægju lána sal undir líkvök- una,“ sagði Franco Marioti, tals- maður Cinecitta. Skakkiturninn í Pisa hef ur rétt aðeins úrsér Skakki tuminn í Pisa á Ítalíu hefur rétt aðeins úr sér, að því er vísindamenn sögðu í gær. Allt frá því turninn var byggður fyrir átta hundruö árum hefur hann veriö að hallast til annarrar hlið- arinnar. Hallinn hefur minnkað um fimm millímetra og dregur það úr líkum á að hann faUi. Reuter Enginn ber ábyrgð á Færeyja-hneykslinu segir Marianne Jelved, efnahagsráðherra Danmerkur, og hlifir Schluter við kæru „Það vissu allir hvað var að gerast en það þjónar engum tilgangi aö horfa í bakspegilinn í leit að ein- hverjum til að skella allri skuldinni á,“ segir Marianne Jelved, efnahags- ráöherra Danmerkur, um hran efna- hagslífs í Færeyjum. Ríkisstjóm Pouls Nyrap Rasmus- sen hefur undanfarnar vikur sætt ámæh í Danmörku fyrir að sólunda fé í að rétta við fjárhag Færeyinga. Ráðherrar í stjórninni lýsa því jafn- an yfir að ekki sé verið að eyða pen- ingum danskra skattborgara í gjald- þrota Færey- inga því þeir muni greiða aUt til baka. Um leið vísar stjórnin ábyrgðinni frá sér og segir að Færeyingar hafl gengið af göflunum í hagstjóminni undir eftirUti ráðherra í stjórn Pouls Schlúter. Menn hafa þá vUjað vita hvort ekki sé rétt að kalla Schlúter til ábyrgðar. Hann hafl haft haug af skýrslum um þróun mála í Færeyjum á skrifborðinu aUa stjórnartíð sína en ekkert gert. Jens Peter Christiansen, sérfræð- ingur í stjórnlagarétti við háskólann í Árósum, segir að lagalega væri hægt að gera Schlúter ábyrgan en Jelved hefur nú tekið af öll tvímæU um að það verði ekki gert. Danir hafa ábyrgst lán að jafnvirði 27 milljarða íslenskra króna fyrir Færeyinga. Þar á ofan Uggur lyrir að Danir verða að bjarga sveitarfé- lögunum færeysku, sem sum eru komin í þrot en önnur á barmi gjald- þrots. Taliö er að sveitarfélögin þurfi 17 milljarða íslenkra króna. Því stefnir í að Danir veröi að ábyrgjast 44 miUjarða fyrir Færey- inga áður en árið er úti. Við þetta bætist að Færeyingar skulda hátt í 100 miUjarða í útlöndum. Þeir era sjálfir ábyrgir fyrir þeim lánum en Utlar líkur eru taldar á að þeir geti staðið í skUum. Ábyrgðirnar og lánin faUa því fyrr eða síðar á ríkissjóð Dana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.