Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
15
Já, en Davíð, þú ert
enginn Jón Sigurðsson
Eftir að hafa hlustað á ræðu
Davíðs Oddssonar við setningu
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
sem sjónvarpað var á Sýn voru min
fyrstu viðbrögð að hugsa til fleygra
ummæla í kosningabaráttunni fyr-
ir síðustu forsetakosningar í
Bandaríkjunum. Þá gerðist það í
kappræðum í sjónvarpi að Dan
Quayle, þáverandi varaforseta,
varö það á að líkja sér við Kennedy,
fyrrverandi forseta. Andstæðingur
hans var fljótur að grípa þetta á
lofti og svaraði um hæl. „En Qua-
yle, þú ert enginn Kennedy."
Kröfur til stjórnmálaleiðtoga
Það sem vakti helst athygli við
ræðu Davíðs var að hann notaði
stóran hluta ræðutíma síns til þess
að ræða um pólitíska andstæðinga
sína. Ekki var iátið nægja að tala
KjaUaiínn
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
alþingismaður
„Við þurfum vissulega á röggsamri for-
ystu í landsmálunum að halda. Þá for-
ystu var ekki að finna 1 ræðu formanns
Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni.“
um mun á póhtískum stefnumiðum
enda kom mjög htið fram um stefnu
Sjálfstæðisflokksins í ræðunni.
Þarna voru einstakir forustumenn
nafngreindir og oft farið um þá
orðum semekki sæma forsætisráð-
herra á landsfundi flokks síns.
Þarna erum við einmitt komin að
kjarna málsins. Menn sem gera
kröfu til þess að vera kahaðir
stjórnmálaleiðtogar flytja ekki
ræður í þeim stíl sem þessi var.
Af þessum sökum voru samhking-
ar við Jón Sigurðsson og fleiri
stjórnmálskörunga fyrri tíma í
seinni hluta ræðunnar hjáróma.
„En Davíð, þú ert enginn Jón Sig-
urðsson.“
Annað viðmót
Ritstjórar Morgunblaðsins, sem
að vanda breyta blaði sínu í mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins á lands-
fundi, hafa greinilega komist að
svipaðri niðurstöðu. Þeir gæta þess
vandlega að birta ekkert úr ræð-
unni þar sem lengst var farið út
af sporinu. Enda vita þeir af langri
reynslu hvað hæfir leiðtogum.
Sá sem þetta skrifar verður að
gera þá, ef til vih eilítið bamalegu
játningu, að hann haföi gert sér
meiri vonir varðandi málflutning
forsætisráðherra á þessari stundu.
Ráðherrann hefur sýnt af sér nokk-
uð annað viðmót að undanfömu.
Meira að segja gengið svo langt í
þinginu að viðurkenna mistök rík-
isstjórnarinnar í einstaka máli.
Framtíðarsýn forustumanna
Máhð snýst um það að við verð-
um að gera þá kröfu th forustu-
manna í stjómmálaflokkum að
þeir hafi framtíðarsýn. Þeir sem
aldrei komast út úr naggi út í póh-
tíska andstæðinga eða uppgjöri við
fortíðina ná ekki að halda uppi
merkjum framfara og hagsældar.
Það eru sannarlega verulegir erf-
iðleikar í íslensku þjóðfélagi í dag.
Við þurfum vissulega á röggsamri
Davíð Oddsson forsætisráðherra. - „Ráðherrann hefur sýnt af sér nokk
uð annað viðmót að undanförnu," segir greinarhöf. m.a.
forustu í landsmálunum að halda.
Þá fomstu var ekki aö finna í ræðu
formanns Sjálfstæðisflokksins að
þessu sinni.
Nýjar leikreglur
Það er mikið verk að vinna í okk-
ar þjóðfélagi á næstunni. Alþingi
sýndi vilja sinn í verki til þess að
takast á við þaö með samþykkt
sinni á nýjum leikreglum nú ný-
verið. Þar náðist samstaða um að
styrkja sjálfstæði þingsins með því
að stjórnarandstaða á hverjum
tíma tæki á sig meiri ábyrgð á störf-
um þess. Það er almennur ásetn-
ingur þingmanna að láta þessa til-
raun heppnast. Ræða formanns
Sjálfstæðisflokksins lofar hins veg-
ar ekki góðu um framhaldið. Þar
kveður við nákvæmlega sama tón
og við höfum heyrt frá honum á
fyrri hluta kjörtímabhsins.
Jóhanns Geir Sigurgeirsson
Hagsmunir f asteignaeigenda
í ár á Húseigendafélagið stóraf-
mæli en það var stofnað árið 1923.
Félaginu hefur frá öndverðu verið
ætlað að standa vörð um hagsmuni
fasteignaeigenda en í leiðara fyrsta
tölublaðs Húseigandans, málgagns
félagsins, segir:
„Þótt vér búum í þjóðfélagi, sem
viðurkennir í orði eignarrétt ein-
staklinganna, er sá réttur þvi miður
ekki betur tryggður en það að því
fólki, sem leggur fé sitt og vinnu í
sköpun jafn þjóðnýtra verðmæta og
húseignir eru, er fuh þörf á því að
hafa með sér traust samtök til þess
að vemda þessar eignir sínar fyrir
óréttmætri ágengni valdhafanna."
Ýmis teikn á lofti
Ekki verður annað séð en að þessi
70 ára gömlu orð séu í fullu ghdi
enn í dag. Hér á landi þykir sjálf-
sagt að fólk eignist eigiö húsnæði
og em um 80% fasteigna í einka-
eign. Það er því mikill meirihluti
íslendinga sem á hér hagsmuna að
gæta. Húseigendafélagið er samtök
þeirra.
í Evrópu em ýmis teikn á lofti
um að fasteignir séu ótryggari íjár-
festingar en áður var talið og frá
Svíþjóð berast þær fréttir að fast-
eignamarkaðurinn sé hruninn og
KjaUarinn
Steingerður Steinars
kynningarfulltrúi
Húseigendafélagsins
íbúðarhúsnæði í Stokkhólmi hafi
lækkað í verði um aht að 70%.
Húseigendafélagið vhl gera sitt th
að koma í veg fyrir að slík rýmun
á verðmætum eigi sér stað hér á
landi og telur að fræðsla um þessi
mál geti aðeins orðið til góðs.
Félagið gengst því fyrir borgara-
fundi um stöðu íslenska fasteigna-
markaðarins á Hótel Sögu þann 30.
október næstkomandi kl. 13.30.
Áskorun á Alþingi
Félagið hefur lengi veitt félags-
mönnum sínum lögfræðiþjónustu
gegn vægu gjaldi og býr yfir mik-
hli og sérhæfðri þekkingu á löggjöf
um fasteignir. Sérfræðiþekkingu
félagsins notaði félagsmálaráð-
herra við samningu frumvarpa th
laga um fjöleignahús og húsaleigu
er hggja nú fyrir Alþingi. Húseig-
endafélagið telur ótvírætt aö í þeim
fehst meiri sanngimi og raunsæi en
í núghdandi lögum og skorar á Al-
þingi að lögfesta þau á þessu þingi.
Vegna borgarafundarins hefur
félagið safnað miklu magni upplýs-
inga um þróun fasteignaverðs og
verðhrun erlendis og má segja að
félagið sé gagna- og upplýsinga-
banki fyrir aha þá er áhuga hafa á
þessum málum.
Á afmæhsárinu er ætlunin að
auka ráðgjöf og þjónustu á vegum
félagsins. Innanhússarkitekt og
rafmagnstæknifræðingur verða th
viðtals einu sinni í viku á skrifstofu
félagsins. Einnig er í bígerð að fá í
vor verkfræðing og landslagsarki-
tekt th að veita svipaða þjónustu á
sínum sviðum. Seinna í vetur
hyggst félagið svo gangast fyrir
námskeiðum og fræðslufundum
um margvísleg efni er snerta hús-
eigendur. Glæsileg afmæhsveisla
sem allir fasteignaeigendur eiga
möguleika á að taka þátt í.
Steingerður Steinars
„Vegna borgarafundarins hefur félagið
safnað miklu magni upplýsinga um
þróun fasteingaverðs og verðhrun er-
lendis og má segja að félagið sé gagna-
og upplýsingabanki..."
Vísiraðbarna-
„Mér finnst
skynsamleg-
ast og liggja
beinast við í
ræðu um
sparsemi og
hagkvæmni í
rekstrí aö .... . ,
rekstur Víkmgur Amórsson,
barnadeilda y,irlæknir á barna'
Landakols- deild LandsPitalans
spítala og Landspítala verði sam-
einaður og fluttur á einn stað,
Landspítaiann. Þannig yrði
stofnaður fyrsti vísirinn að nýju
barnasjúkrahúsi en veik börn
hafa miklar sérþarfir og þurfa
allt aðra þjónustu og aðstöðu en
fullorðnir. Við sameininguna
yrði ein stór og öflug barnadeild
í landinu og þá væri bara eftir
aö reisa spítalabyggingu yfir nýj-
an bamaspítala en eins og al-
kunna er hefur þaö lengi veriö í
bígerð að stofna sérstakan spítala
fyrir börn.
Til að geta tekið við bömunum
af landakoti þyrfti að gera ýmsar
skipulagsbreytingar innanhúss
og hagræða starfsemi barna-
dehdar Landspítalans. Barna-
dehdin þyrfti aukið húsrými og
mannafla en það er nokkuð síðan
við fórum af stað með slikar
breytingar án þess þó að hafa vit-
að af þessum möguleíka til sam-
einmgar.
Á þessum hagræðingar- Og
sparoaðartímmn fmnst mér gjör-
samlega út í hött að stofna sér-
staka baraadeiid á Borgarspít-
alanum th þess að taka við starf-
semi bamadeildar Landakots.
Starfsmenn á cinni stórri barna-
dehd á Landspítalanum geta veitt
þeim böroum sem þar liggja þá
þjónuslu sem þau þurfa.“
Örvuntildáða
„Þegar hús-
næði Borgar-
spitalans var
hannað fyrir
nokkrum
áram var gert
ráð fyrir að
barnadeild ■ . .„„.
yrði Muti af Johannes Pálma'
Borgarspít- "•
aJanum. Ekki sl|6rl Bsr9amp'tal-
varð af stoín- ans
un barnadehdar þá enda barna-
deildir á Landakotsspítala og
Landspitala. Forsénduraar eru
nú breyttar og við teljum afar
eðlhegt að baraadeild Landa-
kotsspítala, sem rekin hefur verið
um 30 ára skeið, verði tryggð
áframhaldandi tilvist með því að
flytja hana á Borgarspítalann.
Við höfum nægilegt húsnæði
undir deildina og Ijóst er að þörf-
in er veruleg, Um 600 th 800 börn
eru lögð inn á Borgarspítalann á
hverju ári auk þess sem 15 til 20
þúsund böm koma á göngudehd-
ir spítalans. Um 1500 böm hafa
verið lögð inn á Landakoti og um
2000 á Landspítalann á ári. Við
teljum því eðlilegt að stofnuð
verði 23 til 24 rúma baraadeild á
Borgarspítalanum auk þess sem
barnadeild Landakots flyttist í
húsakynni Borgarspítalans.
Umhyggja, samtök um hag
sjúkra bama, hefiir gagnrýnt
lengi að ekki skuh vera barna-
deild á Borgarspítala. Einnig hef-
ur verið gagnrýnt á norrænum
vettvangi aö barnadehd sé ekki á
spítalanum þrátt fyrir fjölda inn-
lagna. Við teljum að barnadeild á
Borgarspítala veiti samkeppni í
hófi og örvi memi th dáða.“ -GHS