Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 3 Fréttir Formaður Alþýðuflokksfélags Hafnarflarðar um ályktun um stjómarslit: Viðbrögð fólks um allt land eru með ólíkindum Matreiðslubók 35 ára afmæli smjörsölunnar sf, I þessa bók höfum við valið úrvai uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi OSTA- OG SMJÖRSALAN SF „Viðbrögð fólks, ekki bara krata í Hafnarfirði, heldur af öllu landinu eru með ólíkindum. Síminn hjá mér hefur verið rauðglóandi og alhr lýsa yfir stuðningi við ályktun okkar. Það er greinilegt að þær skoðanir, sem koma fram í ályktun okkar, hafa meðbyr hjá grasrótinni í flokknum," sagði Erhngur Kristensson, formað- m- Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarð- ar, í samtali við DV. Sem kunnugt er ályktaði stjóm fé- lagsins í síðustu viku á þá leið að Alþýðuflokkurinn ætti að ganga úr núverandi stjórnarsamstarfi og snúa sér að því að framfylgja markmiðum jafnaðarstefnunnar. Erlingur sagði að í næstu viku yrði haldinn félagsfundur hjá Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar. Þar yrði þetta mál rætt ásamt öðrum málum. Árásarmáliö: Réttaðfyrir luktum dyrum Mál Heiðu Bjarkar Hjaltadóttur, 16 ára stúlku sem sparkaði í höfuð jafn- öldru sinnar í miðbæ Reykjavíkur 2. október síðasthðinn, var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Þingfestingin fór fram fyrir luktum dyrum, sökum aldurs sakbomings, og fór verjandi Heiðu Bjarkar fram á að réttarhaldið yfir henni yrði einnig lokað. Búast má við að dómur í máh stúlk- unnar gangi innan þriggja vikna. Stúlkan sem ráðist var á hggur enn meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Borgarspítala. Að sögn lækna er þó hægtaðgreinabatamerki. -pp Akureyringar fá Bónusverslun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, hefur ákveðið að opna versl- un á Akureyri. „Við ætlum að opna þar með pompi og prakt 6. nóvember næst komandi," sagði Jóhannes við DV. Bónusverslunin á Akureyri verður í húsnæði Rúmfatalagersins á Norð- urtanga, örskammt frá þeim tveimur verslunum sem boðið hafa lægst vöruverð í bænum að undanfomu, KEA-NETTÓ og Hagkaup. Sam- keppnin á markaðnum nyrðra eykst því enn en Bónus hyggst bjóða sínar vörur á Akureyri á svipuðu verði og í Reykjavík. Hafnarflörður: Höfuðborgar- svæðiðeinn vinnumarkaður Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt tillögu forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu um að höfuðborgarsvæðið sé allt sameiginlegur vinnumarkað- ur. Með samþykktinni er sú megin- stefna áréttuð að jafnan verði leitað hagkvæmustu niðurstöðu við útboð og verksamninga en skráð heimilis- festi fyrirtækis ráði ekki vah á verk- taka. í tillögunni segir að þannig verði hagsmunir allra best tryggöir enda sé eðlilegast að líta á landiö allt semeinnmarkað. -GHS „Eg á nú ekki sæti í flokksstjóm Alþýðuflokksins. En ég ætla rétt að vona að ályktun okkar komi til um- ræðu á flokksstjómarfundi flokksins næstkomandi laugardag," sagði Erl- ingur. Hann sagði að allir stjórnarmenn, bæði í aðal- og varastjórn félagsins í Hafnarfirði, hefðu staðið að og sam- þykkt ályktunina, enda þótt ráðherr- ar hafi látið eins og svo væri ekki. Og að stjómin stæði og félh með þess- ari ályktun. „Við sem sitjum í stjóm félagsins emm öll venjulegt launafólk úr gras- rótinni, sem vitum hvað heitast brennur á fólki sem verður að kom- ast af með um 60 þúsund krónur á mánuði. Það sem ríkisstjómin er að gera um þessar mundir er ekki fyrir þetta fólk. Þess vegna var ályktunin samþykkt," sagði Erhngur. -S.dór N Y HANDBOK FYRIR SÆLKERA \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.