Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 28
40 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 I>V Bosníumennirnlr á Landspítalanum segja fólk deyja úr hungri 1 Sarajevo: Gæsluliðar SÞ selja mat á svörtum markaði „Það er sorglegt að sjá landið sitt deyja. Eins og ástandið er núna sé ég ekki fram á annað og heimurinn horfir bara á,“ segir Bosníumaður- inn Davor Purusic sem nú liggur á bæklunardeild Landspítalans ásamt landa sínum Zlatan Mravinac. í fréttaskeytum sem blaðamaður DV færði þeim félögum um stríðið á Balkanskaga segir frá því hvemig Serbar halda áfram að stöðva mat- vælaflutninga Sameinuðu þjóðanna. Davor þýðir fréttaskeytin fyrir Zlat- an og konu hans, Nasiha, sem er í heimsókn á sjúkrahúsinu. „Við hverja máltíð hér verður okkur hugsað heim til þeirra í Sarajevo," segja þau. „Það er markmið Hjálpar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna að hver og einn fái um 600 grömm af matvælum á dag. Núna fær hver íbúi um 50 grömm. Það er úthlutað 1 kílói af hveiti á viku og niðursuðudós á að duga í tíu til fimmtán daga. Suma daga fá sjúklingar á sjúkrahúsunum engan mat. Það eru dæmi um hung- urdauða í Sarajevo." Davor segir til- veruna snúast um að útvega sér mat. í lífshættu við matarleit „Það versta við ástandið er að mað- ur verður að ganga langar leiðir til að leita að vatni og brauði. Þegar nauðsynlegt er að fara yflr gatnamót veit maður að þrennt getur gerst, að maður komist yfir heill á húfi, að maður verði fyrir skoti eða sprengju og særist eða að maður bíði bana. En maðm- verður að fara yfir því annars deyr maður úr hungri,“ held- ur Davor áfram. Hann teiknar víglínur við og í Sarajevo á blað og útskýrir hversu nálægt þær eru íbúðahverfum. Hann fullyrðir að Serbar skjóti miklu fremur á óbreytta borgara en þá sem standa vörð við víglínumar. Davor gengur að glugganum á sjúkrastof- unni. „Komdu héma og sjáðu bílinn þarna á götunni. Hugsaðu þér að þú þyrftir að aka þama og værir ef til vfil með einhvem særðan í bílnum á leið til sjúkrahúss. Hér við gluggann stæði svo leyniskytta. Þetta er það sem við búum við.“ Gæsluliðar SÞ selja mat á svörtum markaði Þeir sem enn hafa eitthvað á milli handanna geta keypt mat á svörtum markaði í Sarajevo. Seljendur em gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna, að því er Davor fullyrðir. „Þeir selja til dæmis kílóið af kaffi á 150 þýsk mörk. Þeir em auðvitað að reyna að græða peninga. Þeir fá einnig undirheima- lýð í Sarajevo til að selja fyrir sig fíkniefni og áfengi." Aðspurðir hvort Sarajevobúar eigi Jahorína 1. Aðalstöövar Bosníu-Serba. 2. Gamall borgarhluti múslíma. 3. Ólympíuleikvangurinn. 4. Holiday Inn. 5. Borgarhl. undir yfirráöum Serba. 6. Aðalst. Sam. þjóðanna. 7. Borgarhl. undir yfirráöum Serba. 8. Borgarhl. undir yfirráöum múslíma. 9. Flugvöllurinn. Heimili Davors Heimili Zlatans og Nasiha SARAJfVO Þeim finnst sem þau séu endurfædd og eru enn ekki búin að átta sig á því að vera ekki lokuð inni i Sarajevo, matarlaus og i stöðugri lífshættu. Davor Purusic, Zlatan Mravinac og Nasiha Mravinac eru full þakklætis yfir móttökunum á íslandi. Ferð Zlatans og Nasiha til íslands var nokkurs konar brúðkaupsferð því þau giftu sig i september. DV-mynd GVA eitthvert fé til að kaupa fyrir segja þeir að það fari nú minnkandi. Nú sejji fólk gull og skart til að geta keypt mat á svörtum markaði. Þaö skipti einnig á bifreiöum og matvæl- um. Frá þvi í apríl 1992 hafa um 350 þúsund íbúar Sarajevo verið innilok- aðir vegna umsáturs Serba. „Á þess- um tíma hafa um tólf þúsund manns fallið. Af þeim voru tíu þúsund óbreyttir borgarar. Þetta eru réttar tölur,“ fullyrðir Davor. Hann talar um huglausa Serba sem ráðast á óbreytta borgara og um umheiminn sem ekki hafi hugrekki til að stöðva þá. Þeir Zlatan telja samt að það geti verið betra að vopnasölubanni á Bosníu verði aflétt en að Vesturlönd geri árásir á Serba. Serbar með fleiri vopn en Saddam Hussein „Við höfum reynsluna. Okkur vantar bara vopn. Serbar eru betur vopnum búnir en Saddam Hussein var fyrir Persaflóastríðið. Þeir eru reiðubúnir að drepa alla til að ná því sem þeir vilja," segja Bosníumenn- imir. Þau Zlatan, Nasiha og Davor, sem öll eru fædd í Sarajevo, hafa misst marga vini í stríðinu en enga ná- komna ættingja. Nasiha, sem er hjúkrunarfræðingur, greinir frá því að læknar og hjúkrunarfræðingar hafi látið lífið þar sem þeir voru að störfum á skurðstofum. „Sprengjum er varpað inn um gluggana. Menn ganga þó að störfum sínum næsta dag. Það er ekkert annað hægt að gera.“ Slæm á taugum Það fer skyndilega hrollur um Nasiha. Hún segir að mótorhjóla- hljóð sem hún heyrir frá Hringbraut- inni minni hana á loftvamaflautur. Davor segir að þau séu öll fremur slæm á taugum. „Hurðarskellur minnir okkur á - sprengjuhvell." Heimili þeirra í Sarajevo em meira og minna eyðilögð og þau segjast hugsa um það hvemig umhorfs sé þar nú. Ekki sé víst að þau eigi heim- ili þar lengur. Sárin á sálinni gróa seint Zlatan, sem er grafískur hönnuður, og Davor, sem er lögreglumaður, höfðu báðir verið heima í nokkra mánuði áður en þeir voru sendir til íslands. Nú er um það bil eitt ár síð- an Zlatan missti annan fótinn við víglínuna og skaddaðist samtímis mikið á hinum. Davor kveðst tvisvar hafa hlotið áverka í bardögum og tvisvar á götinn Sarajevo fyrir tæpu ári. Hann er skaddaður á handlegg og hálsi. „Sárin á líkamanum gróa með tíð og tínia. Það verður erfiðara að lækna sárin á sálinni. Það hefur skelfileg áhrif á mann að sjá höfuð- lausa og útlimalausa líkama á götum úti og heyra fregnir af fjöldanauðg- unum á konum. Vonandi verða þeir sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi einhvem tíma leiddir fyrir rétt.“ -IBS Viðbrögð HáUdórs Blöndal, landbúnaðarráðherra, við skinkudómnum: I samræmi við það sem ég hef sagt „Þessi dómur er í samræmi við það sem ég hef sagt að væru lög í land- inu. Ég átti á sínum tíma þátt í því að afgreiða búvörulögin í gegnum Alþingi 1985 og hef síðan með einum eða öðmm hætti komið aö breyting- um á þeirri löggjöf. Þessi dómur er í samræmi við það sem verið hefur yfirlýstur vilji Alþingis og bókstafur laganna. Ég get ekki ímyndað mér að niðurstaða dómsins hafi nokkum eftirmála í samstarfi ríkisstjómar- flokkanna enda þótt hart hafi verið tekist á um þetta mál í sumar. Ég tel að það hafi verið gagnkvæmur skiln- ingur á því þegar innflutningslögun- um var breytt í fyrra að þau væra aðlögun að evrópsku efnahagssvæði en fælu ekki í sér efnisbreytingar á búvörulögunum," sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í sam- tali við DV, um dóminn í svokölluðu skinkumáii Hagkaups sem sagt var frá í DV í gær. Kemur á óvart „Rétta leiðin var auðvitað að dóm- stólar tækju að sér að skera úr þess- um ágreiningi. Ég lýsti því strax yfir að ég vildi fara þá leið. Nú hefur héraðsdómur fellt sinn úrskurð og ég deili ekki við dómarann. Þá má hins vegar segja að niðurstaðan komi mér á óvart en það breytir ekki því að þetta er niðurstaðan. Hún verður svona þangaö til ef henni verður breytt af Hæstarétti. Ég get ekki sagt að niðurstaða dómsins valdi mér vonbrigðum vegna þess að sú stefna okkar að opna fyrir frjálsan innflutn- ing á landbúnaðarafurðum mun ná fram aö ganga. Það er sem kunnugt er kjaminn 1 GATT-viðræðunum. Það er því aðeins tímaspursmál hve- nær stefna okkar um fijálsan inn- flutning landbúnaðarafurða kemur til framkvæmda. Niðurstaða héraðs- dóms seinkar því eitthvað en seinkar því þó ekki rnikið," sagði Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra. Mjög ánægður „Ég er auðvitað mjög ánægður. Með þessu er staðfest að engin efnis- leg breyting átti sér stað þegar inn- flutningslöggjöfinni var breytt á Al- þingi. Niðurstaða dómsins er því sú að úrskurður minn frá 10. september stendm- og þar með er ríkissjóður ekki skaðabótaskyldur. Þannig eru aðgerðir fjármálaráðherra og land- búnaðarráöherra taldar lögmætar," sagði Friðrik Sophusson við DV um skinkudóminn. Aðspm-ður hvort álit ríkislög- manns, sem hann hafi fengið í hend- ur þegar máhö stóð sem hæst, yrði gert opinbert nú sagði Friðrik: „Ég vil ekkert um það segja á þessu stigi málsins. Hér er um að ræða undir- réttardóm og áður en slík ákvörðun verður tekin verð ég fyrst að fá að vita hvort þessum dómi verður áfrýj- að, en ég vil taka það skýrt fram að álit ríkislögmanns er einungis álit en dómur er dómur,“ sagði Friðrik. -pp/-S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.