Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
37
x>V Sími 632700
Fréttir
■ Verslun
20-50 % afsláftur af hreinlætistœkjum.
baðinnréttingum og sturtuklefum.
A&B, Skeifunni llb, sími 681570.
Gotf tilboð. Útvíðar barnabuxur 950.
Mikið úrval af göllum frá 1.250, jogg-
ingbuxur á börn og fullorðna, vesti á
fullorðna 1.680, úrval afbolum. Send-
um í póstk., fríar sendingar miðað við
5.000. Ceres, Nýbýlavegi 12, s. 44433.
Stærðir 44-58. Tískufatnaður.
Stóri listinn, Baldursgötu 32, s. 622335.
Alvöru þjófavarnabúnaður. Slagbrand-
ar, öryggislæsingar, öryggiskeðjur,
öryggishespur, öryggisgrindur o.fl.
Uppsetning ef óskað er. Varist inn-
brotin, kynningarverð. Víkurvagnar,
Síðumúla 19, sími 91-684911.
■ Hjólabarðar
JEPPADEKK
30" - 15", fínmunstrað, kr. 10.807 stgr.
30" -15", grófmunstrað, kr. 10.807 stgr.
31" -15", fínmunstrað, kr. 11.432 stgr.
31" -15", grófmunstrað, kr. 11.858 stgr.
33" - 15" fínmunstrað, kr. 13.226 stgr.
33" -15", grófmunstrað, kr. 13.226 stgr.
Umfelgun, ballansering, skiptingar á
staðnum, raðgreiðslur.
VDO hjólbarðaverkstæði,
Suðurlandsbraut 16, s. 679747.
■ Ýmislegt
íslensk tréleikföng! Kassabílar, vöru-
bílar, sendibílar, vöggur og dúkku-
rúm. Úrval gjafavara. ES Sumarhús,
Bíldshöfða 16, bakhús, s. 91-683993.
Góó ráö eru til aó
iara eftirlieim!
Eftir einn
-ei aki neinn
Hin umdeildu fhunvörp um breytta stjóm fiskveiða:
Þarf ef laust lagni til
að fá þau samþykkt
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
Það er ekki ofsögum sagt að mikill
ágreiningur sé og mörg sjónarmið á
lofti varðandi frumvörp um breytta
stjórn fiskveiða sem Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra hefur lagt
fram til umfjöllunar í þingflokkum
stjórnarflokkanna. Reyndir alþingis-
menn sögðu í samtali við DV að sjáv-
arútvegsráðherra þyrfti á allri sinni
lagni að halda til að koma þeim í
gegnum þingiö og afar hæpið væri
að hann kæmi þeim í gegn óbreytt-
um. Þetta var borið undir Þorstein
Pálsson í gær.
„Það er ugglaust alveg rétt að það
þarf að beita ítrustu lagni til að koma
frumvörpunum í gegnum þingið
enda þótt ég hafi gert ýmsar breyt-
ingar á þeim frá upphaflegum tillög-
um tvíhöfðanefndarinnar til að koma
til móts við sjónarmið manna. En það
er nú svo að sjónannið um einstök
atriði í þessum efnum eru fleiri en
svo að allir geti fengið allt sitt. Þann-
ig verður það á meðan fiskiskipa-
stóllinn er stærri en svo að afrakstur
fiskistofnanna leyfi að honum sé
beitt af fullum þunga," sagði Þor-
steinn.
Andstaöan í stjórnarflokkunum
við afgreiðsluna á krókaveiðibátun-
um er mikil. Það var ekki meirihluti
fyrir henni í vor er leið og talið er
víst að enn sé ekki meirihluti fyrir
útfærslunni á þeirra málum í núver-
andi frumvarpi. Þorsteinn segist
hafa gert breytingar á frumvarpinu
hvað þessu atriði viðkemur. Þar er
um að ræða val manna á milli
banndagakerfis annars vegar og afla-
marks hins vegar.
„Ég tel mig hafa með þessu komið
verulega til móts við þá menn sem
höföu uppi andstöðu viö frumvarpið
í vor. Ég hef að sjálfsögðu gert það
til að ná um það sáttum," sagði Þor-
steinn Pálsson.
Samkvæmt öruggum heimildum
DV og eftir að hafa rætt við stjórnar-
þingmenn nægir breyting Þorsteins
á frumvarpinu ekki til. Menn vilja
ekki una þeirri miklu skerðingu sem
verður á afla smábátanna. Þingmenn
segja líka að ekki komi til mála að
láta þátt krókabáta í lögunum
ósnertan því samkvæmt núgildandi
lögum myndi aflaheimild þeirra
næsta haust verða sama og engin.
-S.dór
Bjarni Kristjánsson stendur við ofninn þar sem loðnan er brædd. Inni í ofninum er nokkur hundruð gráða hiti.
Bjarni hefur unnið i verksmiðjunni í 25 ár og segist kunna vel við starfann. DV-mynd GVA
Bolungarvík:
Hefurverið
25árí
bræðslunni
„Hér er næga vinnu að fá núna.
Þetta er búið að vera mjög gott und-
anfarið síðan Þuríður og Osvör hófu
rekstur. Svo hefur hka borist næg
loðna á land eftir að þeir fóru aö
veiða hér fyrir utan,“ segir Bjarni
Kristjánsson, verkstjóri í loðnu-
bræöslunni í Bolungarvík.
Næg vinna hefur verið í loðnu-
bræðslunni í Bolungarvík í haust.
Loðnubátar hafa undanfarna daga
verið að fá góðan afla um 70 mílur
út af Vestfjörðum og er Bolungarvík
næsta höfn með bræðslu. Þróarrými
er fyrir um 3200 tonn og eru 350 til
400 tonn brædd í verksmiðjunni á
sólarhring þannig að sjá má að um
litla bræðslu er að ræða. Verksmiðj-
an hefur nýverið skipt um eigendur
og tækjabúnaður er kominn til ára
sinna. Bræðslan var byggð á sjöunda
áratugnum og segir Bjarni að líða
fari að því að yngja þurfi tækjabún-
aðinn upp.
Bjarni hefur starfað í verksmiöj-
unni í um 25 ár. Nú er unnið á tví-
skiptum vöktum í loðnubræðslunni
og starfa þar 13 manns. Á meðan
verksmiðjan var ný var hins vegar
þrædd síld í verksmiðjunni og þá var
unnið á átta tíma vöktum. „Það var
viðbjóður," segir Bjarni. Nú er hins
vegar mest um loðnu en einnig eru
bræddþarbein. -pp
Meiming
Blásarakvintett Reykjavíkur
Tónleikar voru í gærkvöldi í húsi Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna. Blásarakvintett
Reykjavíkur lék ásamt Beth Levin píanóleikara
frá Bandaríkjunum. Félagar Blásarakvintetts-
ins eru Bernharður Wilkinsson, flauta, Daði
Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarínett,
Jósef Ognibene, horn, og Hafsteinn Guðmunds-
son, fagott. Á efnisskránni voru Trois pieces
breves eftir Jaques Ibert, Noctume í cís moll
og Valse í e moll eftir Fréderic Chopin, Chac-
onne fyrir blásarakvintett eftir Finn Torfa Stef-
ánsson og Sextett fyrir píanó og blásarakvintett
eftir Francis Poulenc.
Lögin eftir Ibert eru létt og skemmtileg tónlist
‘ og skrifuð á litríkan hátt. Sextett Poulencs er
meira verk að efni og umfangi en á samt ýmis-
legt sameiginlegt með verkum Iberts. Má þar
nefna glaðværð og hressileika og nokkuð sem
kalla má franskan anda sem lýsir sér í glæsi-
mennsku og tilfinningu fyrir stíl. Hendingar og
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
stef minna stundum nánast á leikræna tilburöi
og gefur þaö tónlistinni yfirbragð leikhústónlist-
ar. Chopin bjó eins og kunnugt er lengst af í
Frakklandi og hin þokkafullu píanóverk hans
hafa að sönnu glæsilegt yfirbragð og hreinan
stíl sem vera má að sé franskur þáttur í verkum
hans. Þar er þó annar þáttur sterkari sem sjald-
an bregður fyrir í tónlist franskra tónskálda en
það er þjáningin.
Undirritaður gæti sagt ýmislegt um verk Finns
Torfa Stefánssonar, sem flutt var þarna, en neit-
ar sér um þá freistingu í nafni hlutlausrar blaða-
mennsku utan að láta þess getið að.verkið var
mjög vel flutt af kvintettinum. Svo var einnig
um önnur verk efnisskrárinnar. Flutningurinn
á sextettinum var þrunginn ferskleika og blæ-
brigði og litir nutu sín mjög vel í verkum Iberts.
Píanóleikur Levins var áheyrilegur. Það er hins
vegar ekki með öllu þakklátt að leika þau verk
Chopins sem hún valdi. Þessi verk eru öllum
gjörkunnug í fínpússuöum flutningi allra helstu
höfuðsnillinga sem skapa þá viðmiðun sem alit
skoðast úr frá.