Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Page 4
4 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Fréttir Frumvörp til breytinga á stjóm fiskveiða valda miklrnn ágreiningi: Sjónarmiðin fleiri en alþingismennirnir - útilokað talið að ná sáttum um frumvörp Þorsteins Pálssonar P j y a: Uj jjjxj i r. .u u upptaining á frumvörpum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra og viðbrögðin við þeim Krókaveiðibátar Frumvarp sjávarútvegs: ráöherra gerir ráö fyrir mikilli kvótaskeröingu. • Arthur Bogason, form Landssamb. smátlátaeigenda, telur það gera út áf vi smábátaútgerðina. er á móti og leggur ráðherrastólinn að veði. • Kristján Ragnarsson, er líka á móti frumvarpir en af þveröfugum ástæðum; hann vill skera enn meira niður. kvóta Þorsteinn vill ekki aö hreyft sé viö framsalsmöguleikum, nema þrengja kvótakaup fiskmarkaöanna. • LÍÚ er sammála ráðherra. • Sjómannasamband íslands, Vélstjórafélagið, Farmanna- og fiskimannasambandið ^ - og margir alþingismenn eru á móti kvótasölu. Kvötl i v— fiskvinnslustöövar Frumvarp gerir ráð fyrir því aö fiskvinnslustöövar geti keypt aflakvóta upp aö vissu marki. • Líklegt þykir að hugmyndin nái ekki meirihluta á Alþingi. • LÍÚ hefur einnig lagst gegn hugmyndinní. • Jóhann Ársaelsson og Matthfas Bjarnason alþingismenn eru báðír andvígir hugmyndinni. Ili Þróunarsjóöurinn Frumvarp til stofnunar þróunarsjóös sem m.a. ^ á aö taka yfir skuldir hins gjaldþrota Atvínnutryggingasjóðs Byggöastofnunar. • Matthías Bjarnason, þingmenn úr öllum flokkum og LÍÚ leggjast af öllu afli gegn þessum sjóði. Enda þótt Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra sé ekki búinn að leggja fram frumvörpin til breytinga á lögum um stjóm fiskveiða hafa þau verið látin þingflokkum sfjórnar- flokkanna í té til umræðu og allir vita orðið hvað þau innihalda. Þá um leið kemur í ljós að skoðanir alþingis- manna á innihaldi frumvarpanna eru jafnmargar eða fleiri en þingmennimir eru. Nær vonlaust er því fyrir Þorstein Pálsson að leggja þau fram sem ríkis- stjómarfmmvarp óbreytt. Krókaveiðibátarnir Afli hinna svokölluðu krókaveiði- báta, þaö eru bátar undir 10 lestum, var á síðasta fiskveiðiári um 22 þús- und lestir. í frumvarpi Þorsteins Pálssonar er gert ráð fyrir að heildar- afli þeirra verði ekki yfir 12.500 lestir Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson á ári. Krókabátunum verði boðnir tveir kostir. Annar er aflamark, það er kvóti, en hinn er banndagakerfi. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að ef frumvarpið verði að lögum gangi það að smábátaútgerðinni dauðri. Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráöherra barðist hart gegn þessu frumvarpi á þingi síðastliðið vor. Hann náði þá að stöðva frumvarpið. Nú leggur Þorsteinn Pálsson það fram dálítið breytt. Össur er áfram á móti og hefur lagt ráðherrastólinn að veði. „Össur veit að stóllinn er ekki að veði einfaldlega vegna þess að það er enginn meirihluti fyrir þessu frumvarpi á Alþingi," sagði Jóhann Ársælsson alþingismaður. Hann seg- ir mikinn meirihluta þingmanna á móti meðferðinni á krókabátunum. Ef frumvarpið yrði að lögum myndu hundruð ef ekki á annað þúsund manns missa atvinnu víðs vegar um landið. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir sambandið á móti frumvarpinu um krókabátana en á öðrum forsendum. Landssambandið vill minnka enn frekar afla þeirra. Ef núverandi lög um stjómun fisk- veiða verða óbreytt gera þau ráð fyr- ir að allir krókabátamir fari á kvóta 1. september 1994. Þá yrði heildarafli þeirra ekki nema 6 þúsund lestir. Það villLÍÚ. Framsal kvóta Mjög skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um framsal aflakvóta. Þorsteinn Pálsson vill ekki að hreyft sé við framsalsmöguleikunum nema hvað hann gerir ráð fyrir að þrengja að kvótakaupum fiskmarkaðanna. Þeir hafa keypt kvóta og látið báta veiða fyrir sig, tonn á móti tonni sem kallað er. Landssamband íslenskra útvegs- manna vill ekki að hreyft sé við fram- salsmöguleikunum. Menn þar á bæ segja að framsalsmöguleikinn sé grundvöllur þess að kvótakerfið gangi upp. Sjómannasamband íslands, Vél- stjórafélagið og Farmanna- og fiski- mannasambandið vilja öll að kvóta- sala verði bönnuð. Þau vilja líka láta banna með lögum að sjómenn séu neyddir til að taka þátt í kvótakaup- um útgerðarmanna og skerða með því kjör sín. Bent er á að svo geti fariö að útgerðarmaður leigi allan sinn kvóta en láti svo sjómenn sína taka þátt í að leigja til baka jafnmik- inn kvóta og skerða þannig skipta- kjörin. Margir alþingismenn eru á móti framsali kvóta. Ein hugmynd, sem nú er'uppi meðal alþingismanna, er að þrengja þannig framsal kvóta að skip verði að hafa veitt 80 prósent af úthlutuðum kvóta áður en útgerð- armaðurinn megi selja af honum. Nokkrir vilja banna alveg kvóta- framsal og þeir eru margir sem ekki vilja hrófla við núverandi framsals- möguleikum. Veiðileyfagjald Alþýðuflokksmenn vilja að tekinn verði upp auðlindaskattur en þing- flokkar annarra stjórnmálaflokka eru að mestu á móti því. Þó eru und- antekningar þar á. Markús Möller, Gylfi Þ. Gíslason og fleiri háskóla- menn hafa haldið á lofti hugmynd- inni um auðlindaskatt eða veiðileyfa- gjald. Tillaga um þetta var svæfð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á dögumun með því að vísa henni til miðstjórnar. Sldptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um málið en kratar munu velflestir vera hlynntir veiðileyfagjaldi en munu þó ekki hreyfa því máli á Alþingi nú. Kvóti á fiskvinnslustöðvar í frumvarpi Þorsteins Pálssonar er gert ráð fyrir því að fiskvinnslu- stöðvar geti keypt aflakvóta upp að vissu marki. Talið er víst að fyrir þessari hugmynd sé ekki meirihluti á Alþingi. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur líka lagst gegn hug- myndinni og hún á ekki hljómgrunn hjá sjómannasamtökunum. Mjög ótrúlegt er að hugmyndin nái fram að ganga eins og hún er í frumvarp- inu. Jóhann Ársælsson og Matthías Bjarnason alþingismenn segjast báð- ir vera andvígir þessari hugmynd. Þróunarsjóðurinn Alþýðuílokksmenn hafa lagt ofur- kapp á stofnun þróunarsjóðs sem sjái um úreldingu fiskiskipa og fisk- vinnslustöðva. Sjálfstæðismenn eru lítt hrifnir af hugmyndinni en þó hefur náðst samkomulag um að sjáv- arútvegsráðherra leggi nú fram frumvarp um stofnun hans. Þar er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki yfir skuldir Mns gjaldþrota atvinnu- tryggingasjóðs Byggðastofnunar. Til sjóösins á að renna ákveðið gjald frá sjávarútveginum. Matthías Bjamason segist vera al- irrrai farið á móti þessu. Það sé út í hött að ætla að láta sjávarútveginn greiða upp skuldbindingar ríkisins langt aftur í tímann. Þingmenn úr öllum sfjórnmálaflokkum taka undir þetta sjónarmið. Landssamband íslenskra útvegsmanna leggst af öllu afli gegn þessum sjóði. Kristján Ragnarsson, formaöur sambandsins, hefur notað sömu rök og Matthías Bjarnason og einnig hitt að útilokað sé að láta sjáv- arútveginn fjármagna úreldingu fiskvinnsluhúsa. Jóhann Árælsson bendir á að ef farið verður út í úreldingu fisk- vinnsluhúsa muni hlaðast upp í kringum það þvllíkt sukk að menn komist aldrei út úr því aftur. Hann bendir á sem dæmi að ef búið sé að úrelda einhver fiskvinnsluhús og svo blómgist sjávarútvegurinn aftur þá megi ekki taka þessi hús í notkun aftur, menn verði þá að byggja ný vinnsluhús. Því sé þetta della. Að lokum má svo benda á fjöl- marga alþingismenn sem eru alfarið á móti kvótakerfmu í heild sinni og vilja aðra stýringu á fiskveiöunum, svo sem sóknarstýringu og fleira. En. í þeim efnum eru sjónarmiðin svo mörg aö útilokað er aö ætla að rekja þau í einni blaðagrein. Slgurjón J. Sigurðsson, DV, Lafirði: Starfsmenn Vesturíss, sem sjá um gerð jarðganganna undir Breiðadals- og Botnsheiðar, eru þessa dagana að breikka göngin um tvo metra á kafla frá stóru vatnsæðinni - Stórafossi svokall- aða - og að vegamótunum. Framkvæmdirnar eru til að auka vinnuaðstöðu starfsmanna, sem og til að hleypa vatninu bet- ur út úr göngunum. Verkið er nú hálfnað en áætlað aö því ljúki eftir um 2 vikur. í Botnsdal er búið að bora 1630 nietra og 570 metrar eru eftir af þeim legg. Ruslahaugur; Ekki hægt aðgera margt - segir bæjarstjórinn „Yflrverkstjóri bæjarins er með þetta í athugun en það er ekki margt sera hægt er að gera, ann- aðhvort verður að auka vakt á svæðinu eða setja miklu öflugra hlið. Það er erfitt aö eiga við þetta þvi menn eru á jeppum og kom- ast inn á svæðið. Þetta er mjög slæmt mál,“ segir , Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. DV sagði frá því í fyrradag að gámafyrirtæki losuðu heilu hlössin af rafgeymum, ísskápum og öðru rusli á opnu svæði fyrir jarövegsúrgang nærrí hesthús- unum i Leirdal í Kópavogi. „Þaö eru staurar með keðju á milli fyrir svæðinu en það viröist vera keyrt á keðjuna annað slag- ið. Menn losa þarna rusl einstaka sinnum en yfirleitt fær svæðið að vera í friöi. Það eru gámar þarna rétt hjá þar sem hægt er að losa rusl og svo geta menn farið í Sorpu. Rusl hefur fundist víðs vegar suður með sjó og virð- ist erfitt að fmna kerfi til að koma í veg fyrir losun urgangs á víða- vangi,“ segirhann. -GHS LentuáDjúpa- vogivegnaþoku Már Karlsson, DV, Djúpavogi: Rétt fyrir hádegi í fyrradag lentu tvær flugvélar frá Akureyri á flugvelhnum á Djupavogi með 28 farþega innanborðs. Hér voru á ferð fulltrúar á leíð á hafnar- málafund sem haldinn er á Hótel Höfn þessa dagana. Vegna þoku þurftu vélarnar aö snúa frá Hornafirði og lenda á Djúpavogi. Farþegamir voru fluttir með rútu til Hafnar. Leikskóladeilan; Ráðheiramætir áopinnfund Foreldrar barna og starfsmenn leikskóla Rikisspítala hafa fengiö Guðmund Áma Stefánsson heil- brigðisráðherra og yfirstjórn Ríkisspítala til að ræða leikskóla- deiluna.á opnum fundi á mánu- dagskvöld. Ráðherra hefur full- yrt við fóstmr á leikslíólunum að uppsagnir þeirra verði dregnar til baka fyrir 10. nóvember. Ekki liggur fyrir nein lausn í deilunni og lítill gmndvöllur tfl samkomu- lags. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.