Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Órói í samstarfi Ókyrrðar gætir í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Ágreiningur er í ríkisstjóminni um hvert stórmálið áf öðm og fer ekki leynt. Þá berast fréttir um óróa meðal óbreyttra alþýðuflokksmanna. Samkvæmt fréttum í dag er í uppsiglingu ágreiningur stjómarliða um innflutning á grænmeti. Fólk kannast við hina kúnstugu umræðu stjórnarliða um svonefnd heilsukort. Eftir talsverðan umsnúning segir Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra, að „það verði engin heilsukort“. Þingflokkur Alþýðu- flokksins styður Guðmund Árna. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra hefur þó sagt, að þetta sé á misskilningi byggt og heilsukortin komi. .. Mikill ágreiningur er um fyrirhuguð frumvörp sjávar- útvegsráðherra um stjórn fiskveiða, einkum „króka- báta“. Ætiunin hafði verið að minnka mjög kvóta smá- báta, en Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra leggst gegn því og hótar afsögn, verði skoðun hans ekki ofan á. Ætlunin hefur verið að leggja fram fmmvarp um þró- unarsjóð, sem kratar em mjög fylgjandi. Fram hefur komið, að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins em al- gerlega andvígir þessum ráðagerðum. Allir þekkja deilur stjórnarflokkanna um landbúnað- armáhn. Þar er grundvaflarágreiningur á ferð, til dæmis milfl landbúnaðarráðherra og utanríkis- og viðskiptaráð- herra. Að lokum má nefna fjárlagafrumvarpið í heild sinni, þar sem deilur em milfl stjómarflða um mikilvæg at- riði, svo sem húsbréfakerfið. Ágreiningur hefur oft risið milfl stjómarflða á kjör- tímabiflnu. Oftast hefur það verið þannig, að alþýðu- flokksmenn hafa gasprað í nokkra daga, en síðan gefið eftir, „bakkað“. Þetta hefur greinilega farið í taugamar á mörgu alþýðuflokksfólki. Sijóm Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar ályktaði í síðustu viku á þá leið, að Alþýðu- flokkurinn ætti að ganga úr núverandi stjómarsamstarfi og „snúa sér að því að framfylgja markmiðum jafnaðar- stefnunnar“. Þetta em stór orð frá stjórn flokksfélags í þessu höfuðvígi krata. Formaður félagsins ber sig vel yfir viðbrögðum almennings við þessari ályktun. Síminn hjá sér hafi verið „rauðglóandi“ á eftir. Fólk hafi verið að lýsa stuðningi við ályktunina. DV kannaði í framhaldi af þessu afstöðu ýmissa al- þýðuflokksmanna í helztu „vígjum“ Alþýðuflokksins, svo sem á ísafirði og Akranesi. Ýmsir alþýðuflokksmenn kvarta um, að sjálfstæðismenn hafi „komið í bakið“ á krötum í hinum ýmsu málum eða „valtrað yfir“ kratana. Menn nefna heilsukortamáflð, boðuð fmmvörp um stjóm fiskveiða og hvemig ráðherrar Alþýðuflokksins standi í óvinsælum niðurskurði, meðan sumir sjálfstæðisráð- herramir sleppi vel. Óánægja alþýðuflokksfólks hefur farið vaxandi. Toppamir í flokknum era vel haldnir af bitflngum, eins og þjóðin hefur fylgzt með, en hinn al- menni flokksmaður hefur skömm á bitflngastefnu foryst- unnar. Óánægja með stjómarsamstarfið gæti blossað upp á flokksstjómarfundi krata á næstunni. Stjómarflokkamir eiga erfitt val. Þeir sitja við fltið fylgi landsmanna, og þeir hafa tapað um þriðjungi fylgis síns frá síðustu kosningum. Efnahagsmáfln em illviðráð- anleg og enn eftir eitt ár samdráttar. Marga stjómarflða langar að slíta samstarfinu. En þeir mundu fara illa út úr kosningum. Þótt stjómin sé slæm, er óvíst, að neitt skárra sé að hafa. Haukur Helgason íhald Kanada drap sig á hugmynd afræði Níu ára valdaferli Framsækna íhaldsflokksins í Kanada er lokið með ósköpum. í kosningum á mánudaginn hrapaði flokkurinn úr 170 þingsæta meirihluta á 295 manna sambandsþingi niður í tvö sæti. Fyrirfram var vitað að flokk- urinn ætti undir högg að sækja og var ung og orðhvöt kona, Kim Campbell, gerð að flokksforingja og forsætisráðherra þegar að kosn- ingum dró, í stað Brians Mulroney sem gengið hafði sér til húðar. En í staö þess að bæta ímynd flokksms kemur í ljós að skiptin gerðu aðeins illt verra. Campbell lagði upp með óljósa og innihaldslitla kosningastefnu. í kosningabaráttunni talaði hún hvað eftir annað af sér og beit svo höfuðið af skömminni með því að láta beina ko.sningaáróðri íhalds- manna að meðfæddri málhelti höf- uðkeppinautarins, Jeans Chrétien, foringja Frjálslynda flokksins. Höfuðástæðan fyrir einstökum hrakförum íhaldsmanna er þó sú að Kanadamenn kenna stefnu stjórnar Mulroney um hversu þungt ríkjandi þrengingar í efna- hag Vesturlanda hafa lagst á Kanada. Mulroney og stjórn hans drógu með kanadískum formerkj- um dám af hugmyndafræðilegri mótun íhaldsstefnu sem skýrast birtist hjá Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum á síðasta áratug. Afleiðingin af því að gera laus- beislaða gróðavon að markmiði í sjálfu sér hefur alið af sér spákaup- mennsku á líðandi stund sem bitn- að hefur á raunverulegri verð- mætasköpun og langtímahag sam- félagsins. Viðbrögðin viö fjöldaat- vinnuleysi og erfiðleikum undir- stöðuatvinnugreina eru sérstak- lega hörð í Kanada, sem í skipan félagsmála svipar langtum frekar til Vestur-Evrópulanda en Banda- ríkjanna. Fyrsti boöskapur Jeans Chrétien að unnum sigri, með 177 sæta meirihluta á þingi, var líka að boða mótun atvinnustefnu af opinberri hálfu með sex milljarða dollara framlagi af ríkisfé. Verður þess að verulegu leyti aflað með niður- skurði fyrirhugaðra útgjalda til vopnakaupa. Rothöggið á vonir Mulroneys um að efla kanadískt atvinnulíf meö breyttum markaðsskilyrðum var niðurstaðan af fríverslunarsamn- ingi við Bandaríkin. Þrátt fyrir þann samning hefur nágranninn í suðri ekki látið af að neyta afls- munar í samkeppni við kanadíska framleiðslu. í ljósi þeirrar reynslu ætlar stjórn fijálslyndra að draga staðfestingu nýs fríverslunar- samnings, sem nú á einnig að taka til Mexíkó, nema Bandaríkjastjóm Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson fallist á breytingar á fimm ákvæð- um hans. Eitt af áfóllunum sem Mulroney mátti þola var að Kanadamenn felldu í fyrra nýja stjórnarskrá sem hann hafði komið saman með mikl- um erfiðismunum í langdregnum samningum við fulltrúa fylkjanna. Erfiðasta verkefnið sem nú blasir við Chrétien er að forða frá upp- lausn kanadíska sambandsríkisins með nýjum ráðum. Opinber stjórnarandstaða á Kanadaþingi verður nú Bloc Québécois, kosningasamsteypa þeirri frönskumælandi íbúa Quebec sem vilja að fylkið, þar sem fjórðungur Kanadamanna býr, verði gert „fullvalda", án þess aö skilgreint hafi verið hvaö í slíku fullveldi eigi að felast. Hinn stjóm- arandstöðuflokkurinn sem eitt- hvað kveður að, Umbótaflokkur- inn, er íhaldssöm sérhagsmuna- hreyfmg í vesturfylkjunum, Al- berta og British Columbia. Um- bótaflokkurinn berst annars vegar fyrir að íbúar þessara fylkja fái að fleyta rjómann ofan af náttúruauð- lindum eins og olíu og gasi, hins vegar að viðurkenning á sérstöðu og sérstökum réttindum frönsku- mælandi Kanadamanna verði helst skert og alls ekki aukin. Chrétien er sjálfur af frönskum ættum og náði kjöri í Quebec. Hann hefur langa ráðherrareynslu úr stjómum Pierres Trudeau á sjö- unda tug aldarinnar þegar Frjáls- lyndi flokkurinn fór lengi með völd. Það sem Chrétien hefur helst með sér í því erfiða verkefni að halda Kanada saman er að hörðustu and- stæöurnar á þingi em milli stjórn- arandstöðuflokkanna sem ein- hvers eru megnugir. Þar að auki er kanadískum forsætisráðherrum styrkur í þeim stranga flokksaga sem tíðkast á þingi í Ottawa-: Stjórnarfrumvörp eiga þar vísan framgang, hafi stjórnarflokkurinn meirihluta. Þegar leið á kosningabaráttuna og ljóst varð að íhaldsmenn myndu gjalda afhroð komu víða upp áhyggjur af því að frjálslyndir næðu ekki meirihluta, yrðu að mynda minnihlutastjóm og semja um framgang mála við Bloc Québécois eða Umbótaflokkinn. Þótti þaö uppskrift að sundurlimun Kanada. Svo fór þó ekki og nú er að sjá hvað Chrétien og lið hans megnar. Jean Chrétien gantast við fréttamenn á kosninganóttina á flugi úr kjör- dæmi sínu til Ottawa. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Kjamorkuvopn á útsölu „Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur verið í Úkraínu og náð samningi við ríkisstjórn landsins um eyðileggingu kjarnavopna. Eins og staðan er orðin í lýðveldum fyrrum Sovét- ríkjanna hefur stjóm Úkraínu orðið að fallast á kröf- ur Bandaríkjamanna gegn 330 milljóna dala greiðslu. Upphæðin er ekki há því Úkraínumenn vildu minnst 35 milljarða dala fyrir vopnin. En ríkið er á barmi gjaldþrots og verður að sætta sig við hvaöa smáþókn- un sem er.“ Úr forystugrein norska Dagblaðsins, 27. okt. Hjálparliðar eru gíslar „Enn hefur danskur hjálparliöi fallið í Bosníu. Ekki er nú fremur en áður hægt að tala um slys. Þetta var skipulögð árás á bílalest með neyðargögn. Hve lengi á að láta þetta viðgangast? Ungir hugsjónamenn frá Danmörku og fleiri lönd- um skrá sig í sjálfboöavinnu fyrir Sameinuðu þjóð- imar í lýðveldum fyrmm Júgóslavíu. Þegar þeir koma á vettvang er lífi þeirra stefnt í voða. Þessir menn eiga virðingu okkar alla og okkur bera að verja þá af öllum mætti.“ Úr forystugrein Politiken 27. okt. Atvinnan réð úrslitum „Miklar og örlagaríkar breytingar hafa orðið á kanadískum stjórnmálum. Meirihluti kjósenda sagði að þeir hefðu mestar áhyggjur af hagvexti og at- vinnuleysi. En ríkisstjórn frjálslyndra mun á næsta þingi einkum takast á við tvo hreppaflokka. Getur þetta gengið? Ef til vill hafa nýju flokkamir eins mikinn áhuga á að hæta atvinnuástandið og Frjáls- lyndi flokkurinn." Úr forystugrein Washington Post, 28. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.