Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 15 wmmmim ■ laiisiiiiinfiiii I 'i, Hs " 'í'.'l, ':xí'.';ví',a ’ 1 p.-; -ss . >li;,,1 Ci'ivl 1 | 1 i ft I m Stuðningsmenn auðlindaskatts létu á sér kræla á landsfundi sjálfstæðismanna en urðu undir. Ekkert miðaði í landbúnaðarmálum. Davíð tók ekki af skarið. DV-mynd ÞÖK Nú vantar viðreisn Núverandi ríkisstjóm er ekki viö- reisnarstjórn. Þó er mynstrið auö- vitaö hiö sama. Menn spáðu í „viö- reisnarmynstrið", áður en sljórmn var mynduð, ásamt öðrum „mynstruni, annars konar sam- bræðslum. Útkoman varð þessi. Ötulustu stuðningsmenn núver- andi ríkisstjómar mundu kannski vilja kalla stjórnina viðreisn, en hennar „viðreisn" er ákaflega tak- mörkuð. Þessar hugleiðingar koma upp við lestur nýútkominnar bókar Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra, sem nefnist „Viðreisnar- árin“. Gylfa er annt um, að fólki sé hlýtt til þeirrar stjórnar. Þó sýnist sitt hverjum. Örugglega skildi viðreisnarstjómin 1959-71 eftir sig mjög breyttar aðstæður hér á landi. Lyfseðil fyrir ávexti „Viðreisnarstjómarinnar er oft- ast minnzt sem þeirrar ríkisstjórn- ar, sem gerbreytti efnahags- og við- skiptaiífi íslendinga, afnam ára- tuga gömul höft og jók í þeirra stað frelsi og frjálsræði, bæði framleið- enda, þjónustufyrirtækja og neyt- enda,“ segir Gylfl. Sú hafði verið tíðin, að lyfseðil frá lækni þurfti til þess að geta keypt nýja ávexti. Og allt til ársins 1960 þurfti innflutn- ingsleyfi frá yfirvöldum til þess að eignast bíl. Slíkt leyfi var auðvitað mikils virði. Og það var hægt að selja. Allir vissu, að ýmsir hag- nýttu sér góð sambönd á æðri stöð- um, fengu innflutningsleyfi fyrir bíl og seldu það síöan fyrir gott verö. Og það voru ekki aðeins nýir ávextir og bílar, sem vora sjaldgæf- ar munaðarvörur, er stjómvöld skömmtuðu fólki og hægt var að hagnast á að fá úthlutað. Það átti sér stað um mikinn hluta þeirra vörutegunda, sem öllum þykir nú sjálfsagt að séu á boðstólum í hverri verzlun og seldar eru þar í samkeppni milh kaupmanna. Svo segir Gylfi. Kaupgetan „lokuð inni" Heimskreppan mikla hófst á ár- unum eftir 1930 og skerti útflutning íslendinga og þjóðartekjur. Við erf- iðleikunum var brugðizt með haftabúskap. Innflutningur var takmarkaður með opinberum ráð- stöfunum og farið að skammta gjaldeyri. Reynt var með verðlags- eftirliti aö hafa hemil á verðhækk- unum, sem hlutust af minnkandi framboði erlendrar vöru. Hug- myndin var að „loka kaupgetuna inni“, það er beina kaupgetu fólks- ins að innlendum vörum. Ekki að- eins innflutningur og ráðstöfun á gjaldeyri var háð opinberum leyf- um heldur hvers kyns fram- kvæmdir. Lánsfé banka og fjárfest- ingarsjóða var skammtað, við lág- um vöxtum. Lífskjör í landinu urðu fyrir vikið verri en ella hefði verið. Spilling varð landlæg í viðskiptum. Við- skiptasiðgæði hlýtur að sljóvgast, þegar efnahagsábati er ekki aðeins kominn undir dugnaði og hug- kvæmni heldur einnig undir leyfis- veitingum valdhafa og „sambönd- um“. „Þjóðlífið ailt mengast og verður óhollara," segir Gylfi. Þegarsíldinhvarf Viðreisnarstjómin sat lengst af í góðæri, en áfóll skuilu á undir lok- in. Stjómin sat lengur en nokkur önnur ríkisstjóm hér á iandi. Góðærinu lauk. Síðustu mánuði ársins 1966 tók verð á íslenzkum útflutningsvöram að falla. Síldar- aflinn minnkaði um 40 prósent á árinu 1967. Árið eftir hrapaði síld- araflinn niður í minna en einn fimmta hluta þess, sem hann hafði Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri verið 1966. Góðærið hafði að miklu byggst á síldinni. Nú gerðist það, að þjóðartekjur minnkuðu um rúm 8 prósent á ári, bæði árin 1967 og 1968. Fimm ára góðæri lauk. Nú dundu yfir mestu efnahagsörðug- leikar, sem þjóðin hafði orðið fyrir á öldinni. Viðreisnarstjómin missti meiri- hluta sinn í kosningunum 1971. Stjórnarfiokkarnir hlutu aðeins 46,7 prósent atkvæða og misstu fjögur þingsæti, Sjálfstæðisflokk- urinn eitt og Alþýðuflokkurinn þrjú. Nýr flokkur, Samtök fijáls- lyndra og vinstri manna, vann kosningasigur, hlaut 8,9 prósent atkvæða og fimm þingmenn kjörna. í tólf .ár, sem viðreisnarstjómin sat, tókust á tvær nokkum veginn jafnstórar fylkingar og gerólík sjónarmiö í efnahagsmálum og stjórnmálum. Gylfi segir: „Stefna ríkisstjórnarinnar var, að efna- hagslífið grundvallaðist á heil- brigðum markaðsbúskap, sem lyti almennum, samræmdun reglum, kerfi almannatrygginga væri víð- tækt og menntir, vísindi ög listir nytu mikils stuðnings. Barátta stjórnarandstöðuflokkanna gegn ríkisstjórninni mótaðist af trú á kosti miðstýringar og ríkisafskipta, vantrú á, að einkaframtak og fijáls viðskipti séu vísastur vegur til framfara, og jafnvel af ótta við, að slíkt hafi glundroða í fór með sér. Þessi ólíku sjónarmið lágu fyrst og fremst til grundvallar deilunum um sjálfar meginbreytingamar, sem viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir í efnahagsstefnunni...“ Eftirmæli viðreisnar Hvaða eftirmæli fékk viðreisnar- stjórnin? Sitt sýnist hverjum, en Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans, er aö mínu mati nokkuð á réttri braut í rit- gerð, sem hann skrifaði 1987. Hann nefnir, að því hafi verið haldið fram, að á tímabili viðreisnar- stjórnarinnar hafi ríkt óstjórn, sem endað hafi í hruni, atvinnubresti og óáran í byggðum landsins. Fátt sé flær sanni. Þegar frá upp- hafi þessa stjórnarsamstarfs hafi það byggzt á því að ná traustum almennum stjómartökum eftir glundroða haftastjómar og halla- reksturs. Stjómarhættimir hafi orðið almennir og fijálsir en um leið áhrifaríkir. Brátt hafi náðst gott samband við almannasamtök. Niðurstaðan hafi orðið mesta hag- vaxtar- og uppbyggingarskeið, sem þjóðin hafi upplifað, við meiri innri stöðugleika og ytri styrk en dæmi era um fyrr eða síðar. Þó reyndi til hins ýtrasta á þolrifin, þegar gíf- urleg áfóll dundu yfir 1967-68. „Ekkert sýndi betur styrk stjóm- arfarsins en það, hvernig við var brugðizt með endurreisnarstarfi um land allt,“ segir Bjarni Bragi. „Viðreisnin kvaddi því ekki með hrani heldur með mesta tveggja ára hagvexti, sem þjóðin hefur upp- lifað, árin 1970-71. Með því var lagður traustur grunnur að áfram- haldandi góðæri, enda leiddi al- menn úttekt efnahagsmála við stjórnarskiptin 1971 í ljós, að við- reisnarstjórnin skilaði blómlegu búi í hendur viðtakandi stjórna," segir hann. Þetta eru litskrúðug orð, en ekki fer milli mála, að þessi ríkisstjóm var betri en þær, sem á eftir hafa komið. Rís ekki undir merki Margir mundu kjósa, að núver- andi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gæti borið viðreisnarnafn með réttu. Þessi ríkisstjóm sömu flokka og mynduðu viðreisnarstjómina fór af stað með fögur orð um endur- reisn. Hún tók við af ríkisstjórn sjóöasukks. Hún hugðist víkja af þeirri leið og gerði það, en aðeins að hluta. Hins vegar hefur frelsi aukizt í viðskiptum, til dæmis út- flutningsverzlun, og er það vel. Gjaldeyrismál eru betur komin en áður var. En ríkisstjórnin hefur ekki komið á þeirri „viðreisn", sem hefði átt að vera næsta skrefið. Við búum enn við haftabúskap í land- búnaði þrátt fyrir nokkrar umbæt- ur. í grundvallaratriðum hefur lítið miðað þar. Við búum enn við slæmt kerfi í sjávarútvegi, þótt stuðnings- menn auðlindaskatts hafi nokkurt fylgi í báðum stjómarflokkunum. Núverandi ríkisstjórn heldur áfram hallarekstri ríkisins og skuldasöfnun. Ríkisumsvifin hafa vaxið og skattar aukizt. Hætt er við, að núverandi ríkisstjóm fái ekki jafnsæmileg eftirmæli og við- reisnarsíjómin fékk. Dómur sög- unnar verður óvægnari. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.