Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Vöruveisla
15. nóvember
30-40% afsláttur
af sloppum og handklæðum.
ojRgj hí.
Bað- og saui
l Faxafeni 12, R. - s.:
saunavorur
673830
Staða deildarstjóra
í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu
Staða deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsækjandi skal
hafa lokið prótl í hjúkrunarfræði. Umsóknir með upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,
Reykjavík, eigi síðar en 30. nóvember 1993.
Reykjavík 25. október 1993.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Bæjarstjórnir á Suðurlandi,
frá Borgarnesi til Suðurnesja
og austan fjalls, athugið.
Mjög gott iðnfyrirtæki, sem gengur mjög
vel og skaffar 12 manns fulla atvinnu, óskar
eftir tilboðum frá viðkomandi sveitarfélagi,
þess efnis hvað það getur boðið þessu iðn-
fyrirtæki mikla fyrirgreiðslu. T.d. gott og
ódýrt húsnæði.
Tilboð sendist DV,
merkt Beggja hagur 3975.
Algjörum trúnaði heitið.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39 -108 Reykjavík ■ Sími 678500
Unglingadeild Félagsmálastofn-
unar mun á næstunni hefja rekst-
ur á litlu sambýli fyrir unglinga.
Óskað er eftir aö ráöa áhugasaman starfsmann
til aö búa á heimilinu. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi menntun eða stundi nám á sviói félags-
ráðgjafar, uppeldis eða sálarfræði og/eða hafi
reynslu af starfi með unglingum. Nánari upplýs-
ingar veitir Anna Jóhannsdóttir í síma 625500.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember nk.
Umsóknum skal skila til skrifstofu Félags-
málastofnunar, Síðumúla 39, á umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást.
Fundarboð
Borgarafundur Húseigendafélagsins á Hótel Sögu
þann 30. október klukkan 13.30 spyr: Eru fasteignir
á íslandi trygg eign?
Tólf framsögumenn leitast við að svara þessari spurn-
ingu. Þeir eru:
Magnús Axelsson, formaður Húseigendafélagsins;
Jóhanna Sigurðardöttir félagsmálaráðherra;
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður;
Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar;
Magnús Ólafsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins;
Björn Líndal aðstoðarbankastjóri;
Þórhallur Jósefsson, form. húsnæðisnefndar Sjálfstfl.;
Þórður Friðjónsson, forstj. Þjóðhagsstofnunar;
Ingi R. Helgason, stjórnarform. VÍS;
Jón Guðmundsson, form. Félags fasteignasala;
dr. Pétur Blöndal tryggingastærðfræðingur;
Jónas Kristjánsson ritstjóri.
Fundarstjóri er: Sigurður G. Tómasson dagskrárstjóri.
Húseigendafélagið hvetur félagsmenn sína til að fjöl-
menna á fundinn og býður jafnframt alla velkomna.
Skák__________________p\
Fimm menn á borði
og tölvan veit svarið
Forritasmiðir hafa í mörg ár lýst
því yfir að á næsta leiti sé skákforrit
setn verði heimsmeisturum sterkara.
Enn hefur sú ekki orðið raunin, þótt
tölur um aukinn reiknihraða tölv-
anna séu vissulega ógnvekjandi.
Allt frá því fyrsta skáktölvan,
Tyrkinn teflandi, kom til sögunnar
1969 og fram á okkar dag hefur þró-
unin verið gífurleg. Sjáið t.d. þessa
skák hér milli tveggja tölvuforrita,
Marsland og BIIT, sem teíld var 1970:
1. c4 Rf6 2. d4 e6 3. Dd3 Rc6 4. Rf3 d5
5. Re5 dxc4 6. Dxc4 Bb4+ 7. Bd2
Bxd2+ 8. Kxd2?? Rxe5 9. Dc5?? Re4 +
og hvítur gafst upp - dæmigerð
tölvuskák þessa tíma en forrit hvíts
,mun hafa verið þeim annmarka háð
að nokkurn veginn jafnmiklar líkur
voru á því að það veldi versta leikinn
eins og þann besta.
Skákunnendum barst sú vitneskja
eigi alls fyrir löngu að Lewis nokkur
Stiller við John Hopkins háskóla í
Baltimore hefði sýnt fram á með að-
stoð tölvu að hrókur og biskup vinni
gegn tveimur riddurum í 223 leikjum
frá bestu hugsanlegu varnarstöðu.
Skákunnendur hristu höfuðið yfir
þessum fréttum með orðunum „ekki
er öll vitleysan eins“. En svo virðist
sem þarna hafi verið uppgötvuð ný
sannindi á skákborðinu.
Enski stórmeistarinn og stærð-
fræðingurinn dr. John Nunn nýtti
sér þennan hæfileika tölvanna með
bók sinni Leyndarmál hróksenda-
tafla (Secrets of Rook Endings) sem
út kom sl. vetur. Nunn segir réttilega
í formála að bók þessi sé einstök.
„Burtséð frá nokkrum hugsanlegum
prentvillum er öruggt að allir leikir
hennar eru nákvæmir," segir Nunn.
Með fimm menn á borði hefur tölv-
unni tekist að reikna út alla mögu-
leika.
Nú mætti ætla að 320 blaðsíðna
bók, sem eingöngu íjallar um hróks-
endatöfl með einu peði, sé ekki sér-
lega skemmtileg lesning og þar við
bætist að óþarfi er að skemmta sér
við að reyna að finna mistök. En
margt í henni er afar athyglisvert.
Sumar aðferðir tölvunnar eru ótrú-
legar og margar gamlar, sígildar,
leiðir hefur henni tekist að hrekja.
Lesandanum kemur eflaust á óvart
að í svo einfóldu tafli skuli leynast
209 stöður með gagnkvæmri leik-
þröng, þ.e.a.s. sá sem á leikinn neyð-
ist til þess að veikja stöðu sína. í
stöðu þár sem hvítur hefur hrók og
peð gegn hróki svarts má skilgreina
gagnkvæma leikþröng þannig að
svartur tapar ef hann á leik en hvítur
verður að sætta sig við jafntefli ef
hann á leik.
Nunn kemst að þeirri niðurstöðu
að þessar 209 stöður séu afar mikil-
vægar fyrir mat á hinum ýmsu af-
brigðum; oftar en ekki virðist tafl-
mennskan óskiljanleg ef þessi þekk-
ing er ekki fyrir hendi.
Sjáið t.d. þessa stöðu hér;
Hvítur þyrfti eflaust að búa yfir
skyggnigáfu til þess að átta sig á því
að 1. Kf2 Kh6 er jafntefli en 1. Kfl!!
Kh6 2. Kf2 er unnið á hvítt! Ef við
höldum áfram með: 2. - Kh5 3. Kf3
er komin fram staöa, þar sem - þótt
ótrúlegt sé - hvítur getur ekki unnið
ef hann á leik en svartur hefur stillt
upp bestu vamarstöðu og tapar ef
hann á leik - gagnkvæm leikþröng.
Það þarf oft að hugsa mikið þegar
teflt er við tölvu.
Umsjón
Jón L. Árnason
Skoðum aðra stööu. Nunn kvaðst
hafa spurt átta stórmeistara áhts á
eftirfarandi tafli og beðið þá um að
benda á besta leikinn fyrir hvítan:
Fimm stórmeistarar töldu stöðuna
jafntefli en þrír mátu hana unna á
hvítt eftir 1. Hh4. Enginn fann eina
leik hvíts til þess að vinna taflið, sem
er 1. Hh2!
Aðrir leikir:
1) 1. Hh3 Hd8 +! 2. Kc4 Hc8 + og stað-
an er jafntefli.
2) 1. Hh4 Kf6! (1. - Hd8+? 2. Hd4! Hc8
3. Hf4! Hd8+ 4. Ke3 He8+ 5. Kd4
Hd8+ 5. Ke5 He8+ 7. Kd6 og peðið
kemst á c4; heldur ekki 1. - Kg6? 2.
c4! og hvítur vinnur) 2. Hf4+ (ef 2.
c4 Ke6, eða 2. c3 Hd8 + , eða 2. He4
Hd8 + ! og jafntefli í öllum tilvikum)
Kg5! og nú er 3. Hf2 Hd8 + ! jafntefli
sem og 3. - Hfl Hd8+ og aðrir hróks-
leikir hvíts breyta engu, því að kóng-
ur svarts er vel staðsettur á g5.
1. -Hd8+
Hvítur hótaði 2. c4 og 1. - Kf6 gekk
ekki vegna 2. Hf2+ og kóngurinn
verður að hrökklast til baka til aö
forðast hrókakaup.
2. Kc4 KfB 3. Kc5 Hc8+ 4. Kd5!
Ef 4. Kd6? Kg5! (eini leikurinn til
þess að halda jöfnu) 5. Hf2 Kg4 nægir
gagnsókn svarts að hvíta hróknum
til jafnteflis.
4. Hd8+ 5. Kc6! Hc8+ 6. Kd7! Hc3
7. Kd6!
Ekki 7. He2? KÍ5 8. Kd6 Kf4 9. Kd5
Kí3! 10. Kd4 Hc8 með jafnteíli.
7. - Hc8 8. He2! Kf5 9. He5+! KfB 10.
Hc5 Hd8+ 11. Kc7!
- Og næst kemur 12. c4 og hvítur
þokar peðinu áfram, án þess svartur
fái rönd við reist.
Þessi staða hér er einnig athyglis-
verð:
Ef hvítur á leik verður hann að
sætta sig við jafntefli. En ef svartur
á leik getur hann ekki bjargað tafl-
inu!
Ég ætla ekki að þreyta lesendur á
löngum afbrigðum frá þessari stöðu.
Þessi einkennilega gagnkvæma leik-
þröng byggist á því að hrókur svarts
er best settur á hl til þess að sporna
gegn vinningstilraunum hvíts, ann-
ars vegar að leika Hd3 og síðan Ke3-
d4; hins vegar að leika Hg6-c6 og
skera svarta kónginn frá eftir sjöttu
reitaröð. Hvítur fær engu áorkað í
stöðunni. Ef 1. Hd3 Kg5 2. Ke3 Hh4,
eða 1. Hg6 Kh5! 2. Hc6 Hh3 3. Ke2
Kg5 4. Kd2 Kf5 og heldur jöfnu.
Mat eftirfarandi stöðu kemur einn-
ig verulega á óvart:
Hver hefði trúað því, fyrir daga
tölvanna, aö staðan sé jaifntefli, ef
hvítur á leik en unnin á hvítt ef svart-
ur á leik! Þetta virðist hreinlega með
ólíkindum. En svartur hefur stillt
upp bestu vamarstöðunni og hvítur
græðir ekki á því að eiga leikinn.
Endum á skondinni þraut eftir Po-
gosjants frá 1975/76. Hvíti kóngurinn
stendur í skák og peðið á e7 er í upp-
námi. Verður hvítur að sætta sig við
jafntefli eða getur hann unnið?
Hvítur vinnur með 1. Kh3 Hótar
máti. 1. - Hh7+ 2. Kg3 Hg7+ 3. Kf2
Hf7+ 4. Hf4! Hxf4+ 5. Ke3! Hfl 6. Ke2
og eftir t.d. 6. - Kg2 7. e8 = D vinnur hvít-
ur svarta hrókinn í 22 leikjum gegn bestu
vöm, skv. Nunn og tölvunni.