Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 20
20 Kvikmyndir_ Sönn Ein þeirra mynda sem hafa gengið vel í kvikmyndahúsum vestanhafs að undanförnu er Sönn ást eða True Romance. Hún býður áhorfendum upp á hið hefðbundna sambland af ást, ofbeldi, spennu, eiturlj'fjum og kynlífi sem virðist eiga upp á pall- borðið hjá svo mörgum kvikmynda- gerðarmönnum nú til dags. Jafnvel söguþráðurinn er sóttur, eins og svo mörg atriði í myndinni, til eldri kvik- mynda og fjallar um hvað gerist þeg- ar ferðatöskur skipta um eigendur vegna mistaka. Utkoman er hin ágætasta skemmt- un þótt það vanti meira frumkvæði í myndina til að láta hana skera sig betur úr fjöldanum. True Romance er mynd sem virðist endurspegla þann nýja stíl sem ungir kvikmynda- gerðarmenn eru að innleiða í Holly- wood. Leikstjórinn er samt sem áður eng- inn unglingur en myndin virðist meira endurspegla stíl handritahöf- undarins Quentin Tarantino en hann sló í gegn í fyrra með myndinni Res- ervoir Dogs, sem sýnd var í Regnbog- anum. Þegar myndimar eru bornar sam- an sést handbragð Tarantino greini- lega í True Romance og virðist hann hafa haft mikil áhrif á leikstjórann, Tony Scott. Ástviðfyrstu sýn True Romance fjallar um þau Clar- ence og Alabama sem eru leikin af þeim Christian Slater og Patricia Arquette. Hann vinnur í verslun sem selur teiknimyndablöð meðan hún vinnur sem vændiskona. Þau hittast, verða ástfangin af hvort öðru og gift- ast, allt eftir bókinni. En síðan kárnar gamanið. Dag einn gengur Clarence í gildru Drexl Spiv- ey (Gary Oldman), fyrrverandi melludólgs Alabama, þegar hann er að ná í ferðatösku fyrir hana. Hann lendir í átökum við Drexl sem enda með því að hann verður honum að bana. í æsingnum grípur hann svo vitlausa ferðatösku, sem reynist troðfull af eiturlyfjum. Clar- ence veit að þessi fundur boðar illt, en trúir því að hann geti selt fenginn og flúið síðan til Hollywood. En það er ekki eins auðvelt og þau halda eins og þau komast að þegar lengra líður á myndina. Góður leikstjóri Við fáum að sjá í myndinni nokkra þekkta leikara í minni hlutverkum. Þar má nefna Dennis Hopper í hlut- verki föður Clarence, sem fyrrver- andi lögregluþjónn. Einnig kemur Christopher Walken fram og auðvit- aö þá í hlutverki mafíuforingjans, enda er hann ekki orðinn óvanur að leika hlutverk vonda gæjans. Leikstjórinn Tony Scott, sem er bróðir Ridley Scott, leikstýrir mynd- inni af miklu öryggi. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður, líkt og svo margir aðrir, með gerð auglýsingamynda, en haföi starfað áður sem listmálari. Alhr bjuggust við því að hann yrði að standa í skugga bróður síns en raunin varð önnur. Hann byrjaöi að.vísu ekki vel því að fyrsta mynd hans The Hunger (1983), sem fjallaði um blóösugur, með David Bowie og Catherine Dene- uve í aðalhlutverkum, hlaut lista- stimpil og litla aðsókn. En aht þetta breyttist þegar Scott leikstýrði Top Gun þremur árum síð- ar með Tom Cruise í aðalhlutverki. Hér eru söguhetjurnar í myndinni. Umsjón Baldur Hjaltason Sagan segir að Tony Scott hafi verið í svaðilfór niður Grand Canyon á bát ásamt kvikmyndaframleiðandanum Simpson. Þegar þeir komu að hörð- um streng í ánni fóru þeir að veðja hvort Tony gæti synt yfir hann. Hann tók veðmáhnu, sem var að fá að leikstýra TOP GUN, stakk sér til sunds og komst yfir á bakkann hin- um megin. En þessi saga er ekki seld dýrar en hún var keypt. Góð skemmtun Tony Scott hefur síðan gert myndir eins og Beverly Hihs Cop II (1987), Revenge (1990), Days of Thunder (1990) og svo The Last Boy Scout (1991). Ahar þessar myndir gengu þokkalega nema Revenge sem aldrei náði sér á strik. Það er athyglisvert að handritið að myndinni var skrifað fyrir fimm árum af Quentin Tarantino. Hann gerði sína fyrstu mynd í fyrra en var búinn aö skrifa þijú kvikmynda- handrit áður en hann fékk að spreyta sig á leikstjórn. Það er verið að kvikmynda frá hon- um annað handrit en það er Natural Bom Kihers sem Oliver Storie'leik- stýrir. Franskir kvikmyndaframleið- endur keyptu handritið að True Ro- mance og gekk iha að fjármagna framleiðsluna, þannig að Tarantino neyddist til að skrifa handritið að Reservoir Dogs meðan hann beið eft- ir hvaö verða vildi en endaði síðan með að leikstýra myndinni. En hann var hins vegar mjög sáttur við Tony Scott sem leikstjóra. True Romance virðist höfða til unga fólksins. Mynd- in er pökkuð inn í fahega umgjörð með góðri tónhst í bakgrunni, en hins vegar virðist eitthvað vanta upp á, ekki síst miðað við væntingar. Myndin er samanbland af Something Wild, Thelma & Louise, Bonnie & Clyde og Wild at Heart ef nokkrar myndir era nefndar. Ef til hefði út- koman orðið öðra vísi ef Tarantino hefði leikstýrt myndinni. En það fáum við aldrei að vita. En Trae Ro- mance er samt sem áður vel þess virði að sjá. Atriði úr Gettysburg. Sögulegt stórvirki Á kvikmyndahátíðinni í Boston fyrr á árinu var frumsýnd 4 'A tíma kvikmynd um borgarastyijöld Bandaríkjanna sem var háð á milli norður- og suðurríkjanna 1861- 1865. Myndin, sem ber heitið Get- tysburg, tjahar um þriggja daga átök mihi heija suður- og norður- ríkjanna. Robert E. Lee (Martin Sheen) hefur þá trú að hann geti bundið enda á stríðið meö því að vinna sambandsherinn í bardaga um Get- tysburg og halda síðan áfram til Washington með friðarthboð til Lincoln forseta. Herforinginn og menn hans era orönir þreyttir á bardögum sem áttu aðeins að standa yfir í mánuð. Bardaginn sem áhorfendur fá að fylgjast með leiddi th þess að yfir 53.000 manns lágu í valnum, sem er hærri tala en mannfall banda- ríkjamanna í öllu Víetnam stríð- inu. Myndin er byggð á sögu Mic- hael Saara sem her heitið The Kih- er Angels og byggist á rannsóknum og heimildum frá þessum tíma. Handritahöfundurinn og leik- stjórinn lætur áhorfendur upplifa þessa viðburðaríku daga júhmán- aöar 1863 frá báðum hliðum. Fyrsta daginn fylgjumst við með atburðunum með augum John Bu- ford (Sam Elhot) hershöfðingja, sem er góður hermaöur en tekst ekki að undirbúa sunnanmenn nógu vel fyrir væntanlegri árás norðanmanna. Norðanmegin fylgj- umst við með Joshua Lawrence Chamberlain sveitarforingja, fyrr- verandi prófessor frá háskóla í Maine sem virðist ekki vandanum vaxinn. Einnig blandast inn í þetta innansveitardehur mhli þeirra Ro- bert Lee hershöfðingja og James Longstreet (Tom Berenger) flokks- foringja sem finnst of mikið lagt undir af mannslífum í væntanleg- um bardaga. Stórmynd En sjón er sögu ríkari. Þessi mynd er mikið afrek og mikill feng- ur fyrir þá sem hafa gaman af myndum byggðum á sögulegum atburðum. Myndin er einnig gerð fyrir sjónvarp og hafa verið gerðir 3 sjónvarpsþættir sem sýndir verða 1994 auk 5 Zi myndar sem verður gefm út á myndbandi. Ted Tumer er meðal þeirra sem standa að gerð .myndarinnar'og th gamans má geta þess aö hann kem- ur fram í myndinni sem hðþjálfi sem er drepinnh fyrstu mínútum bardagans. Gettysburg er stórmynd hvernig sem á það er htið. Hins vegar er líklegt að efni hennar höfði ekki til kvikmyndahúsagesta upp til hópa en hins vegar ætti hún að ná th eldra fólksins þegar kemur að sjón- varpsþáttunum. Th að lýsa hver margir komu við sögu má geta þess að það tekur 10 mínútur í lok myndarinnar að sýna hverjir koma við sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.