Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Brot úr kafla bókarinnar Ég, Tina, ævisögu Tinu Tumer: í fjötrum hjá ofstopa- manni og sadista Tina Turner hefur verið kölluð amma rokksins. Hún hefur átt marga sigra á sviðinu en einkalífið hefur verið hrein martröð. Árið 1967 var ár skynörvandi tón- listar - sýrutónlistarinnar. The Beatles, Stones, the Strawberry Al- arm Clock - allar komust þær í efsta sæti popplistanna í Bandaríkjunum með lög sem höfðu á sér ofskynjun- arblæ. Meira að segja the Supremes komust á toppinn með lag sem nefnt var samkvæmt tíðarandanum: The Happening. En fyrir Ike og Tinu Turner var árið 1967 sami grautur í sömu skál: Ekkert lag komst inn á popplistana. The Revue hélt áfram að ferðast og peningarnir héldu áfram að streyma inn. Ekkert breyttist - nema staða Tinu í fjölmiölum. í kjölfar River Deep fóru þeir blaðamenn sem eitthvert vit höfðu á tónlist að líta á Tinu sem hinn ómissandi helming dúettsins Ikes og Tinu Turner. Ike gerði sér grein fyrir þessu og varð lítt kátur við. En hann hafði sjálfur valið að vera í bakgrunninum og ef Tina ætlaði að láta rugla sig í ríminu við þessa óvæntu athygli - ja, Ike leiddi henni skýrt fyrir sjónir að það borgaði sig aö hugsa sig um tvisvar áður en hún gerði eitthvað í fljót- fæmi. Ike hélt hins vegar uppteknum hætti með hjákonur sínar og partí- herbergi og gerði sér enga grein fyrir að þohnmæði Tinu gagnvart fram- ferði hans minnkaði stöðugt. Hjákonan bjó hjá þeim TINA: Ég margsagði Ike að það eina sem ég þyldi ekki væri ef hann kæmi heim til okkar með hjákonur sínar. Nú, hann braut þá reglu reyndar með Gloriu Garcia. Og eftir það gekk hann fulllangt þegar hann kom með Ann Cain og útbjó handa henni sérstakt herbergi í húsinu. Einn daginn sendi hann mig í stór- markaðinn af einhverri ástæðu - ein- hverri undarlegri ástæðu, virtist mér. Ég hef alltaf haft gott innsæi og ég vissi að eitthvað var í aðsigi. Ég fór og flýtti mér að kaupa það sem hann vantaði. Ég kom aftur heim og fór mjög hljóðlega. Ég læddist bak- dyramegin inn og gekk inn í svefn- herbergið - og þar voru þau, Ike og Ann. Aaah.'Þ au voru ekki einu sinni í rúminu. Það var svolítil klámstund hjá þeim! Ike dauðbrá. Ég held að enginn hafi komið að honum í þess- ari aðstöðu fyrr. Ég sagði ekki orð. Það hnussaði bara í mér. Síðan fór ég og faldi mig hinum megin í hús- inu. Ike hélt að ég hefði farið eitthvað út svo að hann snaraðist í fótin og fór að leita að mér. Eftir að hann kom aftur heim gekk ég inn í stofu og sagði honum að Ann gæti ekki búið í húsinu lengur. Ég býst við að hann hafl gert sér grein fyrir aö best væri að flytja hana í burtu því aö hann lét hana hafa sína eigin íbúð í nágrenn- inu. Þegar hér var komið sögu var ég búin að fá mig fullsadda á Ann. Dag nokkurn kom ég heim og þá var hún þar; lét eins og ekkert hefði ískorist. Sko, ég get verið skapheit ef því er að skipta og ég náði mér í hamar og ætlaði að drepa bannsetta tæfuna. Það eina sem kom í veg fyrir það var að ég var í inniskóm. Ég rann stöðugt á þeim á hálu gólfinu. Ég greip til stelpunnar og veifaði hamr- inum en rann stöðugt til. Þá kom Ike og gekk á milli okkar. Konur hrifust af Ike Eftir þetta reyndi hann enn minna að fara í launkofa með kvensemina. Hann kunni ekki að skammast sín. Og konur voru hrifnar af honum því að hann var örlátur. Hann færði þeim gjafir, borgaði jafnvel fyrir þær húsaleiguna. Og hann var sífellt að þreifa fyrir sér. Stundum þegar við vorum öll baksviðs leit ég kannski sem snöggvast i spegilinn og þá sá ég hann standa hjá eiginkonu ein- hvers hljóðfæraleikarans og segja sem svo: „Mig langar í bólið með þér.“ Smám saman komst ég að því að þegar eiginkonurnar komu til að hitta hljóðfæraleikarana á hljóm- leikaferðunum fóru þær ekki alltaf heim þótt þær segðu mönnum sín um það. Ike átti það til að koma þess- um konum einhvers staðar fyrir á hóteh og láta þær bíða þar eftir sér. Að hugsa sér - eiginkonur hans eigin hljóðfæraleikara! Síðan kom að því að ég fór að sjá hlutina með eigin augum; hætti að heyra bara um þá. Þetta líf mitt var ömurlegt. Fyrst hugsaði ég með mér: „Æ, Ike er eigin- maður minn og við eigum hóp af börnum. Ég ætla að skapa okkur gott og hamingjuríkt heimili." Og nú sat ég í sjálfheldu hjá þessum of- stopamanni og sadista, sneypt og með öllu vonlaus um að hagur minn batnaði. Loks gerðist það dag einn að ég kom að Ike og Ann Thomas í dagstofunni. Þá gaf ég endanlega upp alla von. Ég vissi að þessari niður- lægingu myndi aldrei linna. Mér leið orðið svo ömurlega, var svo dauð- um, ike Turner, á sviði skömmu fyr- ir 1970. Hann misþyrmdi hennar bæöi andlega og líkamlega. þreytt á öllu saman - og eins óham- ingjusöm og nokkur getur orðið. Fékk aldrei krónu Ég hafði raunar einu sinni reynt að fara frá Ike - nokkrum árum áð- ur. Það var allt út af hárkollu sem ég vildi eignast en Ike vildi ekki kaupa handa mér. En svo fór hann og keypti eitthvað fyrir eina af Ikett- unum. Ég móðgaðist svo að ég fór og keypti hárkolluna sjálf. Það var ekki eins einfalt mál og að segja það. Ike vildi nefnilega aldrei láta mig hafa neina peninga. Einu sinni hafði ég beðið hann um fimm dollara á viku í vasapeninga - htla fimm doll- ara - en hann neitaði mér um þá. Ég varð því brátt leikin í aö hnupla mér seðh og seðh úr stærðar vöndli sem hann gekk með í vasanum og veifaði framan í fólk. Ég kippti bara nokkrum seðlum úr miðjum bunk- anum svo að hann tók ekki eftir neinu. Þannig fékk ég sem sagt pen- inga og ég fór og keypti hárkolluna sem mig langaði í. Ég hélt satt að segja að honum væri alveg sama. En hann tók mig og barði mig og þá fór ég frá honum í fyrsta skipti. Ég fékk lánaða peninga hjá stelpunum í Ikettunum og systur minni og síðan tók ég áætlunarbhinn til St. Louis, til mömmu. Ike hafði uppi á bílnum, gat náð við hann talstöðvarsambandi - ég hefði átt að vita að hann gat gert eitthvað þess háttar. Ég var sof- andi í sæti mínu og vaknaöi við tor-' kennilegt hljóð. Einhver bankaði á gluggann. Ég settist upp og - aaaah! - þarna var hann. Lamin með vírherðatré Ég varð að fara út úr áætlunarbíln- um og hann ók mér heim aftur. Ég man að þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk að kenna á vírherðatrjánum. Hann sagði að ég væri að reyna að eyðileggja líf sitt, ég væri ekkert skárri en allir hinir, allir hljóðfæra- leikararnir sem höfðu farið frá hon- um. Og þegar viö komum í svefnher- bergið okkar barði hann mig með þessu vírher-ðatré sínu sem hann var búinn að snúa upp á - það var í fyrsta skipti sem ég fékk að kynnast þeim. Þetta var eins og í hryllingsmynd. Já, það var rétt lýsing á lífi mínu eins og það var orðið: hryllingsmynd - en ekkert hlé. Jú, kannski eitt. Næstum því. Það gerðist í eitt skipti að öll hljómsveitin fór frá okkur. Þá var Ike búinn að koma sér illa við alla. Ég var sú eina sem stóð með honum og hann tók ekki einu sinni eftir því. Jæja, við urðum að ráða alveg nýja hljómsveit og nýju liðsmennirnir voru allt öðru- vísi en tónlistarmennimir sem Ike var vanur að vinna með. Venjulega safnaði hann í kringum sig spilurum af götunni - alltaf góðum hljóðfæra- leikurum en mönnum með svipaðan bakgrunn og hann átti sjálfur. En þessir nýju strákar voru af allt öðr- um toga spunnir, úr hærri stétt en hinir - svartir menntamenn, tónlist- armenn sem gátu lesið nótur. Þetta var nokkuð sem við höfðum ekki kynnst áður. Meðan Ike var að safna saman í hljómsveitina fékk hann hljóðfæraleikarana til að koma heim í hæfnispróf. Einn daginn var bjöll- unni hringt. Ég fór til dyra og fyrir utan stóð bráðmyndarlegur maður. Ekki einungis bráðmyndarlegur. Hann hafði ýmislegt fleira við sig líka. Hjartaö í mér fór að slá hraðar, rétt eins og þegar ég sá Harry Taylor fyrst í gamla daga. Mér leist vel á allt í fari þessa manns: göngulagið, hendur hans, fætur, fatasmekk. Ég mældi hann út á sekúndu og ég varð rennblaut í lófunum. Ég sagði: „Gerðu svo vel, komdu inn.“ Skotin í saxófónlei karanum Hann hét Johnny Williams og hann lék á baríton-saxófón. Viö þrjú sett- umst kringum borð og spjölluðum saman. Johnny las bækur, stundaði jóga og hugsaði um heilsuna. Og hann var prúðmenni. Ég held að Ike hafi hlotiö aö gera sér grein fyrir þvi þarna við borðið að eitthvað small saman milli okkar. Hann var ná- kvæmlega mín manngerð, kurteis, ljós á húð - rétt eins og Harry Taylor og vinir hans í Brownsville. Nú, Johnny þáði starfið og allt í einu hafði ég eitthvað til að hlakka til á hverju kvöldi - einhvern sem ferðað- ist með okkur og mér líkaði virkilega vel viö. Það gerðist aldrei neitt milli okkar en öllum varð það fljótlega ljóst að mér leist vel á hann. Við heyrðum alltaf þegar hann hitaði hljóðfærið upp - spilaöi da-duh-duhhh - og fljót- lega fóru stplpurnar að kalla mig „Duh-Duh“. Ég sagði Ike meira að segja frá þessu einn daginn - Cheeri- osiö hlýtur að hafa farið svona vel í mig um morguninn - ég sagði: „Ég er virkilega hrifin af barítonspilar- anum.“ Ég bjóst ekki við að Ike kippti sér neitt upp við þetta og fyrst í staö gerði hann það ekki. En eftir nokk- um tíma gerði ég mér grein fyrir að mér var virkilega vel við manninn og þá fór Ike að láta mig kenna á því. Meiri barsmíðar. Mér var svo sem sama. Mér fannst hálfpartinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.