Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 41 Trimm Edda Bergmann, formaður trimmklúbbsins Eddu: Allir fatlaðir geta stundað íþróttir - það þarf aðeins rétt hugarfar Auövitaö geta allir fatlaðir stundað íþróttir. Aðstaöan fyrir fatlaða til að stunda íþróttir hefur batnað mikið en þó vantar mikið upp á. Það eru t.a.m. ýmis „praktísk" atriði sem vilja gleymast, eins og með nýju sundlaugina í Kópavogi, sem er alveg ágæt fyrir fatlaða, en þar vantar hjólastóla. Seltjarnarneslaugin er mjög góð fyrir fatlaða og hönnuð fyr- ir þá. Sundhöll Reykjavíkur er alls ekki hönnuð fyrir fatlaða og þeir geta alls ekki stundað sund þar. Það vantar tilfínnanlega innilaug hér á landi, 50 m innilaug fyrir keppnisfólk sem hönnuð væri þannig að fatlaðir gætu jafnframt stundað þar sund. Útilaugarnar eru ekki hentugar fyrir fatlaða á veturna vegna veðráttunn- Guðný Guðmunds- dóttir, trimxn- klúbbnum Eddu: Ég er búin að vera í trimm- klúbbnum Eddu meira og minna í 5 ár. Ég hef mest verið í göngu- og útivistarhópnum og þetta er alveg stórkosflegt. í fyrsta lagi drffur maður sig út og fær friskt loft í lungun og í öðru lagi er þetta mjög góður félagsskapur. Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, trimm- klúbbnum Eddu: Ég er búin að vera í trimm- klúhbnum Eddu í 4-5 ár og hef mest stundað vatnsleikfimina. Þetta framtak Eddu Bergmann er mjög virðingarvert og ég er viss um að það eru margir sem ekki hreyfðu sig mikið nema vegna tilvistar þessa klúhbs. Trimmklúbburinn Edda var stofnað- ur 7. september 1986. Það eru í kring- um 70 manns sem eru virkir í klúbbnum. í trimmklúbbnum er hægt að stunda vatnsleikfimi, göngu, jóga og slökun. Trimmhrautin við Ægisíðu er mikið notuð og þegar vel viðrar reynir trimmklúbburinn Edda að fara þangað eins oft og mögulegt er. Ég er mjög ánægð með þessa braut þar sem hallinn á henni er ekki mikill og hún er þægileg yfir- feröar. Sjávarloftið er jafnframt miklu heilnæmara en mengunin inni í borginni. Þegar veðrið er ekki eins gott höfum við hins vegar farið frá miðasöluskúrunum í Laugardal. Eft- ir að Edda Bergmann hætti sjálf aö keppa í sundi, en hún vann til tvennra gullverðlauna á heimsleik- um fatlaðra 1983, hefur hún helgað sig almenningsíþróttum og markmiö hennar er að fá sem flesta fatlaða til að drífa sig út og hreyfa sig. Edda Bergmann er mikill hugsjóna- og jafnréttissinni og hefur þar af leið- andi jafnframt barist fyrir því að fatl- aðir, sem skara fram úr í sínum íþróttagreinum, fái að stunda sína grein í íþróttafélagi þar sem þeir fái keppni og þjálfun við sitt hæfi. Það er mikill drifkraftur í Eddu og með atorku sinni hefur hún hrifið margan með sér út til að trimma. Edda er viðmælandi trimmsíðunnar að þessu sinni. Hvatning mikilvæg AUt of margir fatlaðir eru lokaðir inni og það næst ekki til þeirra. Ég hef gert ýmsar tilraunir tn að ná til þessa fólks og hvetja þaö til að hreyfa sig en það virðist vera afskaplega erfitt að ná til sumra. Þegar norræna trimmlandskeppnin var haldin hér síöast fór ég niður í Sjálfsbjörg og hvatti fólk til að fara út. Ég segi allt- af að aðstaðan til að trimma sé fyrir utan húsið og ekki þurfi að leita langt yfir skammt. Það þarf að koma inn réttum hugsunarhætti með hvatn- ingu og láta fólk finna hvað útivera og það að reyna á sig getur gefið manneskjunni mikið. Ég fór t.a.m. einu sinni inn í Sjálfsbjörg með að- stoð lögreglu og klæddi fólkið í trimmgalla og fór með það inn í Laugardal og lét það trimma þar. Það kostaði gífurlega vinnu að klæða all- an mannskapinn en gaf bæði mér og fólkinu heilmikið. Ég er þó afskap- lega mikið á móti þeim hugsunar- Trimmklúbburinn Edda í vatnsleikfimi i Grensáslaug. hætti sem fatlaðir virðast læra að tileinka sér á stórum stofnunum að aðrir eigi að hugsa fyrir þá. Fólk á við margvíslega fótlun að stríða og þetta er afskaplega sundurleitur hóp- ur og margir veigra sér við að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess hversu hraðinn er orðinn mildll í þjóðfélaginu og tímaskortur gífurleg- ur. Það eru allir að flýta sér og þess vegna er alltaf sú hætta fyrir hendi að sá eða sú sem ekki er þeim mun kröfuharðari á aðstoð við hreyfingu og tómstundir hreinlega gleymist. Það eru margir hissa á því að ég nenni að standa í þessu en þetta gef- ur mér svo mikið. Sundið besta endurhæfingin Allar íþróttir eiga rétt á sér og fatl- aöir eiga að sjálfsögðu að velja sér þá íþróttagrein sem höfðar mest til þeirra. Ég segi alltaf að allt sé hægt en það kostar bara þjálfun. Með allri virðingu fyrir öðrum íþróttagreinum tel ég að fatlaðir fái bestu alhliða endurhæfinguna út úr sundinu. Sumir fatlaðir segja: „Ég get ekki lagt stund á íþróttir, ég er fatlaður." Þetta er alrangur hugsunarháttur. Edda Bergmann, formaður trimm- klúbbsins Eddu. Trimmarar, munið endurskinsmerkin - vítavert aó nota þau ekki í skammdeginu Nuna þegar rökkva tekur er leysi. Við viljum eindregið beina nauðsynlegt fyrir trimmara aö þeim tilmælum til trimmara að fá nota endurskinsmerki. Ekkert er sér cndurskinsmerki sem fyrst og eins hvimleitt fyrir bflstjóra og teflalíiisínuoglimumekkiíóþarfa stjórnenda annarra ökutækja og hættu.Endurskinsbeltiogvestieru aö mæta trimmurum eins og ákjósanleg ásamt böndum um fæt- skokkurum, hjólreiðamönnum eða ur og hendur. Þessi útbúnaður fæst göngumönnum án endurskins- víða, t.a.m. í sportvöruverslunum merkja í skaramdeginu. Allt of ogapótekum. margir eru á ferli án endiurskins- ^ ^ - -J.B.H. merkja og er það vítavert kæru- ar. Blóðrásarkerfið er svo hægfara í flestum fótluðum að kuldinn kemur í veg fyrir að við getum notið ánægju af sundinu þegar veðráttan er slæm. Trimmið rýfurfélags- lega einangrun Allt þetta starf sem unnið er í kringum trimmklúbbinn Eddu er unnið í sjálfboðavinnu. Ég er með tvo þjálfara, Erlu Tryggvadóttur og Ás- björgu Gunnarsdóttur, sem vinna sín störf algjörlega í sjálfhoðavinnu og þær vinna mjög fómfúst og göfugt starf. Við höfum stundum verið nefndar „síðustu móhíkanarnir", og ugglaust er nokkuð til í því, en við fáum sjálfhoðastarfið margfalt borg- að til baka í öðru en prjáli heimsins. Þetta er klúbbur sem hefur það ekki að markmiði að græða og ef einhver ágóöi er rennur hann til góðgerðar- starfsemi. Trimmklúbburinn Edda er með fasta stjórn sem fundar þegar þörf þykir og lætur stjórnarmeðlimi fylgjast vel með. Ég funda einnig reglulega með mínum þjálfurum og ef eitthvað kemur upp á er alltaf tek- ið á málum strax. A mánudögum og fimmtudögum eru fastar æfingar kl. 17.30 og er það göngu- og útihópur- inn. Jóga og slökun er á þriðjudög- um, kl. 17.30, að Hátúni 12, og vatns- leikfimin er á miðvikudögum, kl. 17, í Grensáslauginni. Ég tel að það sé ekki síöur mikilvægt fyrir hinn fatl- aða að rjúfa hina félagslegu einangr- un, en vissulega er hætta er fólgin í með því að fara aldrei út fyrir húss síns dyr. Mín hvatningarorð eru því: Njótum þess að vera með öörum og sýnum að við höfum sömu þarfir og ófatlaðir. Þið sem lítið hreyfið ykkur, hvernig væri að hafa samband við mig eða prófa t.a.m. einu sinni að trimma á brautinni við Ægisíðu? Ólafur Þór Jónsson, trimmklúbbnum Eddu: Ég var einn af stofnendum trimmklúhbsins Eddu og ég veit það að Edda Bergmann er sóma- kona og á mikinn heiður skihnn. Ég stunda sundleikfimina af krafti og hún gefur mér mikið, ásamt því að ég hitti skemmtilegt fólk. Ég veit hvað trimmið gefur fólki mikið og ég kynnist því meðal annars í gegnum starf mitt, en ég rek nudd- og gufubaðstof- una að Hamrahlíð 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.