Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 9 Útlönd Noregur: Síldveiðum hættínótt Síldarvertíð Norðmanna er lokið í ár og var veiðum hætt á miðnætti í gær. Síldarsjómenn vildu fá meiri kvóta þannig að hægt væri að veiða fram undir jól en sjávarútvegsráðu- neytið varð ekki við þeirri bón og stöðvaði veiðamar. Talsmenn ráðuneytisins segja að ekki komi til greina að veita aukna kvóta fyrir næsta ár og verður veiðin því óbreytt að öllum líkindum. Vís- uðu ráðuneytismenn til þess aö fleiri þjóðir en Norðmenn ættu hagsmuna að gæta. NTB Href na kastaði bát í loft upp Trillukarl frá Uxanesi í Norður- Noregi hefur dregið bát sinn á land og ætlar ekki að róa í bráð vegna hræðslu við hrefnu sem gert hefur sig heimakomna á fiskimiðunum. Hrefnan synti undir bát mannsins fyrir skömmu og hóf hann á loft. Trillukarhnn hafði nýlokið við að draga hnuna þegar hrefnan kom að- vífandi og virtíst ætla að sökkva fley- inu sem er 6 metra langur plastbát- ur. Maðurinn ræsti véhna þegar í stað og sigldi á brott því hrefnan gerði sig líklega til að ráðast til atlögu öðru sinni. ntb áJuhantaloað forsætisráðherra Esko Pinnlands, skoraði í gær á Kauko Juhan- talo, fyrrum víðskipta- og iðnaðarráð- herra, að segja af sér þing- mennsku. Ju- hantalo var fyrir skömmu dæmd- ur til eins árs fangavistar fyrir flármálamisferh. Juhantalo hefur sagt að hann muni ekki hverfa úr þinginu. Aho sagði hins vegar nauðsynlegt að hann færi svo þingið þyrt'ti ekki að taka máliö upp á nýjan leik. Það var jú þingið sem á sínum tíma ákvaö að Juhantalo yröi ákærður. Bóndidrakk bara brennsann „Ég drakk bara brennsann úr Ríkinu,“ sagðí bóndi nokkur í Svíþjóð sér til raálsbóta; þegar hann í janúarmánuði síðastliðn- um reyndi árangurslaus að kom- ast út úr bílnum sínum fyrir framan Ríkið í bænum Laholm. Bóndi hefur nú verið ákærður fyrir grófan fyihrisakstur. Bóndi hafði sesl aö sumbli klukkan niu um morguninn og klukkan fjögur síðdegis var ekki deigur dropi eftir í bokkunni. Hann þurfti því að sækja meira. Sjónarvottur aö aksturslagi bónda gerði lögreglu viðvart. Bóndi neitaði að blása í blöðru löggunnar og var þvi fluttur á stöðina þar sem tekinvar úr hon- um blóðprufa. Áfengi í blóði hans reyndist vera 3,85 prómhl. Enga hátfvelgju fær Emmy-verð- laun vestra Breskir sjónvarpsþætfir voru í sérflokki þegar Emmy-verðlaun- in fyrir besta alþjóðlega sjón- varpsefnið voru veitt í New York á mánudagskvöld. Bretar fóru heim með fem af verðlaununum sex, en þurftu aö visu að deila einhverjum þeirra ineð öðrum. „Unnatural Pursuits“ var valið besta sjónvarpsleikritið og tveir breskir þættir skiptu með sér verðlaunumun sem besta skemmtíeíhið. Þar á meðal var þátturinn Enga hálfvelgju sem sýndur er í íslenska sjónvarpmu um þessar mundir. Alls voru 269 þættir frá 35 lönd- um tílnefndir tíl verðlaunanna, fleiri en nokkru sinni. Þættir frá aðeins niu löndum komust hins vegar í úrslit. Thatcher villti um fyrir breska Margaret Thatcher, þá- verandiforsæt- isráðherra Bretíands, gaf þingheimi vill- andi yfirlýs- ingu um vopnasölu tíl íraks þegar hún vísaði því á bug árið 1989 að ekki hefðu verið gerðar breytingar á stefnu stjóm- valda Eric Beston, starfsmaður i verslunar- og iðnaðarráðuneyt- inu, sagði opinberri rannsóknar- nefnd að yfirlýsing Thatcher væri ein af mörgum villandi yfir- lýsingum sem ráðhemar hefðu gefið Út í þinginu. FNB, TT, Reuter „Margir hafa boðiö drottningunni nýjan hund en þar sem enn eru ein- hverjar líkur á að finna Zenobie, þótt litlar séu, vih hún ekki að svo stöddu taka um það ákvörðun." Þegar drottning svo kýs að fá sér nýjan hund mun hirðmarskálkurinn sjáummáhð. Ritzau Orrustunni um þorskana við Svalbarða lokið með uppgjöf íslendinga: Togararnir allir farnir landi réðu ráðum sínum um fram- haldið. Niðurstaðan varð að hætta veiðum á vemdarsvæðinu enda höfðu Norðmenn hótað hörðu og máttu strandgæslumenn m.a. skjóta púðurskotum ef þurfa þætti. Til þess kom þó ekki. Eiður Guðnason, sendiherra ís- lands í Noregi, var í gærmorgun kah- aður í utanrikisráðuneytið þar sem hann tók við mótmælum Norð- manna. Ráðuneytismenn fóra fram á við íslensk stjómvöld að þau létu stöðva veiðamar. „Við létum það koma skýrt fram að það era norsk lög sem gilda á þessu svæði,“ sagði Ingvard Havnen, blaðafuhtrúi utanríkisráðuneytisins, eftir fundinn með sendiherranum. Deilunni virðist því lokið í bih að minnsta kosti og ekki mun reyna á hvort íslendingar geti veitt á vernd- arsvæðinu eins og þeir hafa gert í Smugunni í aht haust. Norsk blöð gátu niðurstöðunnar í morgun í stuttu máh. NTB Guimar Blandal, DV, Ósló: Orrustunni um þorskana á vemd- arsvæði Norðmanna við Svalbarða er lokið og í morgun sagði í fréttum norska útvarpsins að íslensku togar- amir þrír væra á leið af svæðinu. Stakfelhð hefur að sögn tekið stefn- una á Smunguna, þaðan sem togar- inn kom, en Skúmur og Sænfugl era á leið til íslands. Menn frá norsku strandgæslunni fór í gær um borð í aha togarana og þeir biðu til kvölds meðan menn í Eiður Guðnason á leið í utanríkis- ráðuneytið. Símamynd Scanfoto Danadrottning vondauf um týnda hundinn Margrét Þór- hildur Dana- drottning er orðin ákaflega vondauf um að —htli hundurinn hennar, Zenobie, komi aftur í leitimar. Hundurinn stakk af þegar hann var í gönguferð með Hinriki drottningarmanni fyrir rúmum mánuði og hefur ekki sést síðan. Drottning hefur fyrirskipað hirð- marskálkinum að færa almenningi þakkir sínar fyrir áhuga hans og aðstoð við leitina að hvutta. „Margir hafa rétt hjálparhönd, við höfum fengið mörg góð ráð og beitt hefur verið ýmsum brögðum við að reyna að finna hundinn en því miður hefur það ekki borið árangur," segir í yfirlýsingu Margrétar drottningar. Hún hefur þó ekki tekið ákvörðun um það enn h-vort hún fær sér nýjan hund. JSC FLUGSENDINGAR H|HHH • ■ mco va AIR EXPRESS BURLINGTON AIR EXPRESS & W.A.C.O. (World Air Cargo Organization) tryggirþér frábær verð og hágæðaþjónustu í flugfrakt til landsins. -Bókstaflega frá verksmiðjuvegg í öllum heimshornum og heim á hlað! Stærsti innflytjandinn býður þér safnsendingar frá öllum viðkomustöðum Flugleiða 2-4 sinnum í viku! Er til nokkur öruggari leið? FLUTNINCSMIÐLUNIN HF TRYGGVAGÖTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.