Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Kvjkmyndir Schindler’s List er besta mynd ársins. Spáð í spilin Þaö hefur löngum tíðkast aö kvik- myndagagnrýnendur vestanhafs taítí saman lista í lok ársins yfir bestu myndimar sem þeir hafa séð viö- komandi ár ásamt besta leikaranum, leikkommni, handritahöfundinum o.s.frv. Þessir Ustar em oft ákveðinn fyrirboði hvers megi vænta þegar kemur aö óskarsverðlaununum síö- ar á árinu. Hér er um að ræða gagn- rýnendur í Los Angeles, New York svo og samtök þeirra um öll Banda- ríkin. Aldrei þessu vant vom þessir hóp- ar alhr samstiga hvaö varðar bestu myndina en það er Schindler’s List, sem Steven Spielberg leikstýrir og fjallar um skipulega útrýmingu gyö- inga í Póllandi í seinni heimsstyrj- öldinni. Myndin segir frá þýskum verksmiðjueiganda sem tókst í þrjú ár með mútum og slægð að halda rúmlega þúsund gyðingum í vinnu hjá sér með vitneskju nasista. Mynd- in er byggð á sögu Thomas KeneaUy og verður að teljast óvenjuleg af „Spielberg“-mynd að vera en hann er þekktari fyrir hasarmyndir í æv- intýrastíl. Þetta val er mjög sjálfsagt enda er myndinni spáð íjölda tilnefn- inga til óskarsverðlauna. Almenn óánægja En þaö sem almenningur jafnt sem fjölmiðlar felldu sig ekki við var sú staðreynd að engir þessara kvik- myndagagnrýnendahópa völdu Spielberg sem besta leikstjórann og ýtti það þar með undir þær gagnrýn- israddir að Spielberg væri of vinsæll og happasæU sem leikstjóri til aö verða útnefndur sem bestí leikstjór- inn. Hann væri einfaldlega öfundaö- ur af of mörgum yfir velgengni sinni. Það verður að teljast sérstakt að þessi frábæri leikstjóri, sem á að baki margar af vinsælustu myndum aUra tíma, skuU aldrei hafa hlotíð óskars- verðíaun fyrir leikstjóm og hefur fjölmörgum fundist kominn tími til fyrir löngu að hann fengi þessi eftir- sóttu verölaun. Hann var að vísu valinn sem þesti leikstjórinn fyrir einum 10 áram af samtökum gagn- rýnenda í Los Angeles þegar mynd hans E.T. var vaUn besta myndin það árið. En það jafnast ekki á við óskar- inn sem bestí leikstjórinn. Mótmæli Samkvæmt heinúldum Variety, tímarits bandaríska skemmtanaiðn- aðarins, var Spielberg ekki einu sinni í öðru sæti yfir besta leikstjór- ann í vali gagnrýnenda í Los Angeles þótt þeir kysu myndina hans þá bestu. Það var gamla kempan Robert Altman sem varð annar með Short Cuts þó myndin hlyti engin fyrstu verðlaun í þetta sinn. Það var hins vegar miklu minni munur í kosning- um kvikmyndagagnrýnenda í New York þar sem Spielberg tapaði með Utlum mun hvað varðar leikstjóratít- Uinn. En hveijir voru þá kosnir bestu leikstjórarnir? Það voru þau Martin Scorsese og Jane Campion sem hlutu tilnefninguna fyrir myndir sínar The Piano og svo The Age of Innocence. Bæði eru náttúrlega vel að titlunum komin. Umsjón Baldur Hjaltason Leikstjórinn og framleiðandinn En margir aðdáendur Spielbergs voru mjög óánægðir og létu til sín heyra. Einn af dálkahöfundum New York Times var ekki að skafa utan af hlutunum og hélt því fram að ástæðan fyrir vaUnu á Campion væri sú að hún væri kona og hefði öðlast samúð gagnrýnenda, m.a. vegna þess að hún missti ungbam sitt á líkum tíma og The Piano fór aö hala inn verðlaun. Flestum þóttí þetta smekk- laus greinarstúfur og vitna um dóm- greindarleysi höfund^j en þetta ýtti hins vegar undir deilumar. Fólk spurði sig líka hvemig hægt væri að velja bes'tu myndina án þess að leikstjórinn væri jafnframt valinn sem besti leikstjórinn? Samtök gagn- rýnenda hafa vaUð þá leið að fylgja eftir þeirri hefð sem óskarsverðlaun- in sköpuðu upp úr 1920 með því að velja bæði bestu mynd og leikstjóra, m.a. til að geta einnig heiðrað besta framleiðandann sem ef til viU ætti álíka mikinn heiöur skiUÖ og leik- stjórinn þegar mynd fær verðlaun. En Utum á Ustana. Samtök gagnrýnenda íNewYork Besta myndin: Schindler’s List Besti leikstjórinn: Jane Campion fyr- ir The Piano Besta leikkonan: HoUy Hunter í The Piano Besti leikarinn: David ThewUs í Naked Besti leikarinn i aukahlutverki: Ralph Fiennes í Schindler’s List Besta leikkonan í aukahlutverki: Gong Li í FareweU My Concubine Besta handritið: Jane Campion fyrir The Piano Besta erlenda myndin: Farewell My Concubine leikstýrt af Chen Kaige Besta heimildarmyndin: Visions of Light Besta kvikmyndatakan: Janusz Kaminski fyrir Schindler’s List Samtök kvikmynda- gagnrýnenda í Los Angeles Besta myndin: Schindler’s List Besti leikstjórinn: Jane Campion fyr- ir The Piano Besta handritið: Jane Campion fyrir The Piano Besta leikkonan: HoUy Hunter í The Piano Besti leikarinn: Anthony Hopkins í The Remains of the Day og Shadow- land Besta leikkonan í aukahlutverki: Ana Paquin í The Piano, Rosie Perez í Fearless Besti leikarinn i aukahlutverki: Tommy Lee Jones í Fearless Besta kvikmyndatakan: Janusz Kaminski fyrir Schindler’s List og Stuart Dryburgh fyrir The Piano Besta tónlistin: Zbigniew Preisner fyrir Blue, The Secret Garden og svo OUver, OUver Besta erlenda myndin: Farewell My Concubine eftir Chen Kaige Landssamtök banda- rískra kvikmynda- gagnrýnenda Besta myndin: Schinder’s List Besti leikstjórinn: The Age of Inno- cence Besta leikkonan: HoUy Hunter fyrir The Piano Besti leikarinn: Anthony Hopkins í The Remains of the Day og Shadow- land Besti leikari í aukahluverki: Leon- ardo DiCaprio í What’s Eating GU- berg Grape Besta leikkona í aukahlutverki: Win- ona Ryder í The Age of Innocence Besta heimildarmyndin: The WcU- Room eftir D.A. Pennbaker og Chris Hegedus Besta erlenda myndin: Farewell My Concubine. Eins og sést á listunum hljóta Schindler’s List og The Piano lang- flest verðlaunin og em í nokkrum sérflokki. Það er einnig athygUsvert að kínverska myndin FareweU My Concubine er tilnefnd af öUum sem besta erlenda myndin. Einnig er gaman að sjá að Anthony Hopkins er enn einu sinni í verðlaunasæti og í þetta sinn fyrir tvær myndir, The Remains of the Day og Shadowland sem sýnir enn einu sinni hversu stór- kostlegur leikari hann er. í desember sl. vom óvanalega margar myndir settar í takmarkaöa dreifingu í Bandaríkjunum, hæði tU að kanna viðbrögð áhorfenda og einnig til að ná frumsýningu á árinu 1993 þannig að myndin geti verið tU- nefnd til óskarsverðlauna. Þetta em myndir á borð við Shadowland, In the Name of the Father með Daniel Day-Lewis í aöalhlutverki, PhUa- delphia þar sem Tom Hanks leikur eyönisjúkling og Six Degrees of Se- peratíon. Auk þess má nefna myndir eins og frönsku stórmyndina Germi- nal, Naked sem Mike Leight leikstýr- ir svo og bresku myndina The Sum- mer House. Sumar þessara mynda hlutu einnig verðlaun áðumefndra gagnrýnenda- hópa. Þessar myndir hafa síðan verið settar í víðari dreifingu og undir- strikar að það verður nóg af góðum myndum af að taka, a.m.k. fyrstu mánuði þessa árs. Búddha litli Nýlega var fmmsýnd nýjasta mynd italska leikstjórans Bem- ardo Bertolucci, Little Buddha.Þá voru liðin um það bU sex ár síöan hann heUlaði heimsbyggðina með mynd sinni um Pu Yi, síö- asta keisarann í Kína, sem hann kallaðiThe Last Emperor. Mynd- in var augnayndi frá upphafi til enda og hlaut ein níu óskarsverð- laun m.a. fyrir leikstjóra, hand- ritagerð, kvikmyndatöku, klipp- ingu og svo auövitað sem.besta myndin. Þaö var þvi beðið með mikilli eftirvæntíngu eftir Little Buddha. Little Buddha reynir að brúa bUið miUi trúarbragða ríkja SA- Asíu annars vegar og Evrópu hins vegar. Myndin er eins og The Last Emperor ákaflega faUeg fyr- ir augað en virðist samkvæmt skrifum erlendra gagnrýnenda vera dálítið yfirborðskennd og virka stundum líkt og áhorfand- inn sé að fylgjast með hvemig myndabók er flett fyrir framan þá. Nútíðin fléttuð við þátíðina Little Buddha fjaUar um hóp búddhapresta sem telja sig hafa fundið Lama, trúarleiðtoga Tí- betbúa, endurholdgaðan í formi bandarísks stráklings. Áhorfend- ur fá að fylgjast með hinum aldna Lama Norbu (Ying Ruocheng), þegar hann ferðast frá Bhutan í Himalajafjöllunum tU Seattle í Bandaríkjunum í leit að hinum endurholdgaða Lama. í Seattle kynnist hann fjölskyldunni Dean og Lisu Kondrat, sem eiga kraftmikinn son að nafni Jesse, sem reynist vera sá sem Lama Norbu telur sig vera að leita aö. Prestarnir eyða síðan nnklum tíma að stússast í kringum Jesse og inn á milli notar Bertolucci tækU’ærið til að ferðast aftur í timann og segja áhorfendum frá lifi Siddhartha (Keanu Reeves), prins sem lét af hendi sín verald- legu auðæfi tíl að lifa í fátækt í leit sinni aö ftdlkomnun. I ind- verskum trúarbrögöum öðlast menn hinn yfimáttúrlega kraft, siddhi, meö meinlætum, töfrum og hugleiðslu. Frábæruragjörð Myndin er tekin aö mestu í HimalajaíjöOunum, í Nepal og konungsríkinu Bhutan. Mörg myndskeiðin frá þessumfjarlæga og að mörgu leyti einangraða heimshluta em stórkostleg. Þama fá áhorfendur að sjá í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu hið fræga musteri Paro Dzong í Bhut- an ásamt öðrum sögufrægum stöðum. En það þarf meira en faUega umgjörð og svo viröist sem efhi myndarinnar haldi ekki uppi stórmynd sem þessari og það vanti meira kjöt á beinin tíl að gera Little Buddha að þeirrí mynd sem aðdáendur Bertolucci væntu. Þaö er aUtaf erfitt að fylgja eftír stórmyndum eins og The Last Emperor og ef tíl vUl hefði verið eðlUegra fyrir Berto- lucci að yfirgefa Asíu og gera mynd sem væri nær okkur í tímarúminu því enginn efast um hæfileika hans sem leikstjóra og listamanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.