Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Sérstæð sakamál Carmela Vexler. Dewey Kells. Carmela Vexler frá Macon í Ge- orgíu í Bandaríkjunum ákvað ung að gerast lögfræðingur og það kom engum á óvart. Faðir hennar, Earl C. Vexler, var einn af frægustu vamarlögfræðingum í ríkinu og hafði tekið að sér íjölmörg erfið sakamál undanfarna þrjá áratugi, þar á meðal mörg morðmál. Aðeins tveir af skjólstæðingum hans höfðu þó lokið lífmu í rafmagnsstólnum. Dóttir hann var aðeins nítján ára þegar hún lauk fyrrihlutaprófi í lögfræði, og þegar hún var orðin tuttugu og eins árs hefði hún getað fetað í fótspor föðurins. En Car- mela vildi ná lengra. Hún vildi taka doktorspróf og gamall fjölskyldu- vinur, Clifford Croxall dómari, lagði til að hún veldi sér sem efni nokkur óleyst sakamál í Georgíu. Stúlknahvörf „Frá mínum yngri árum man ég eftir þremur málum," sagði Crox- all. „Ungar stúlkur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Það var sem þær hefðu beinlínis gufað upp. Ein hvarf í nóvember 1929 og tvær í mars 1931. Enginn hefur nokkru sinni komist að því hvað varð um þær. Reyndu nú að komast til botns í þessum málum. Það skiptir þó ekki öllu þótt þú getir ekki leyst gáturnar. Ef vel er að verki staðið ættirðu að gera fengið doktors- gráðu út á ritgerð um þessi mál.“ Hugmyndin var Carmelu að skapi, en hún gerði sér í upphafi grein fyrir því að viðfangsefnið yrði ekki létt. Hugsanleg vitni væru fyr- ir löngu dáin eða flutt í aðra lands- hluta. En Carmela lét það ekki á sig fá og unnusti hennar, Dewey Kells, tuttugu og þriggja ára lög- fræðingur, hét henni aðstoð sinni. Góður vinur fjölskyldunnar, Sidney Papes, sem var í lögregl- unni, útvegaði Carmelu leyfi til að lesa gömlu málsskjöhn og fyrrum skólasystir Carmelu, Sylvia Dixon, skjalavörður í aðalsafni lögregl- unnar, hjálpaði við að finna skjöhn. Á leið heim úr kirkju Skýrslurnar fjöhuöu um hvörf tveggja systra, Milred og Christine Neal, fimmtán og átján ára. Milred hvarf sunnudag einn milh klukkan átta og níu um kvöld á leið heim frá kirkju og eins fór um Christine þremur vikum síðar. Þá haföi hún verið gifr í þrjár vikur. Hálfu öðru ári áður hafði De- borah Jackson, níu ára, horfið á leið heim úr sunnudagaskóla í sömu kirkju um klukkan hálffjög- ur síðdegis. Rannsóknarlögreglan hafði látið í ljós þá skoðun að einhver hefði lokkaö stúlkurnar upp í bíl til sín. Ökumaður hefði síðan ekið með þær út fyrir borgina, nauðgað þeim, drepið og grafið. Það var að- eins einn galh við þessa kenningu. Ættingjum hafði fundist ótrúlegt ef ekki óhugsandi að stúlkumar létu ókunnugan mann fá sig til að setjast upp í bíl hjá honum. Þá hafði ekki tekist að fmna eitt einasta vitni sem séð hafði neitt sem bent gat til þess að stúlkunum hefði ver- ið þröngvað upp í bíl. Önnur lík mál Eftir að hafa lesið lögregluskýrsl- urnar gömlu var Carmela htlu nær. Og nú var komið fram á árið 1976, en atburðirnir höfðu gerst 1929 og 1931. Meðan Carmela og Dewey höfðu setið við lestur hafði Sylvia Dixon haldið áfram að lesa skýrslur. Hún gat nú bætt við nokkrum um hvarf stúlkna á aldrinum tíu til tuttugu ára sem horfið höfðu í Atlanta og Savannah í Georgíu, en einnig í grannríkinu Suður-Karóhnu. Og Sylvía hafði fundið eitt sem var samnefnari allra hvarfanna. Ahar höfðu stúlkumar horfið sporlaust á leið heim frá kirkju. Með aðstoð Sylvíu komst Car- mela í samband við áttatíu og sjö ára gamlan rannsóknarlögreglu- fuhtrúa, James Ponder, en hann hafði stjómað rannsókn í þremur af málunum. Þrátt fyrir háan aldur var minni hans enn gott. Var kominn á sporið en... „Þú ert að leita að því sem er sameiginlegt með þessum hvörf- um, ungfrú Vexler,“ sagði Ponder. „Ég fann það árið 1932, en engar sannanir. Ég vil engin nöfn nefna, en kannaðu hver var prestur hér þegar stúlkumar hurfu. Líttu svo betur á hin máhn og farðu í skjala- safn kirkjunnar. Þá held ég að þú komist að einhverju óvæntu." „Ég blekkti yfirvöld kirkjunnar dálítið,“ sagði Carmela síðar. „Ég lét þau halda að ég væri að kanna kirkjusögu Georgíu því ég óttaðist að hindranir yrðu lagðar í veg fyr- ir mig ef ég segði hvað mér gekk í raun og veru til.“ Það reyndist ekki erfitt að kom- ast að því hver hafði verið prestur í Macon þegar stúlkumar þrjár hurfu. Þaö var Solomon Aitken, fæddur 1861 en vígður th prests tuttugu og fimm ára gamah. Árið 1891 hafði hann kvænst Adele Gradow. Hjónabandið var bam- laust. Aitken lést 1933 og kona hans fjórum árum síðar. Á öðrum vettvangi Aitken hafði verið sóknarprestur í Columbia í Suður-Karólínu frá 1918 til 1924. Rannsóknir Carmelu Solomon Aitken og kona hans Adele. sýndu að stúlkurnar sem höfðu horfið þar höfðu gert það á þessum ámm. Og þannig var þetta í borg eftir borg. Fyrir og eftir dvöl Ait- kens í þeim haföi ekkert gerst, en meðan hann var þar hvarf stúlka eftir stúlku. Carmela heimsótti nú rannsóknarlögreglumanninn gamla og sagði: „Sá sem þú grunað- ir var Solomon Aitken sóknar- prestur eða var það ekki?“ „Það er rétt, ungfrú. Ég var sann- færður um að það hefði verið hann sem myrti þær, en mig vantaði sannanir. Rannsóknir mínar sýndu að yfirmenn hans vissu lík- lega hvað hann gerði og fluttu hann stað úr stað til þess aö forðast hneyksli." Loks hafði Ponder gefist upp. Yf- irmenn kirkjunnar höfðu neitað allri aðstoð og loks hafði hans eigin yfirmaður beðið hann að hætta rannsókn á ferh sóknarprestsins því fráleitt mætti teljast að kirkj- unnar maður gerðist sekur um slíka glæpi. Sönnunargagns leitað „Ég lét mér th hugar koma,“ sagði Carmela síðar, „aö maður eins og Aitken sóknarprestur hyrfi ekki af jörðinni án þess að skhja eftir ein- hvers konar játningu á syndum sínum. En mér fannst ég sek um blekkingu þegar ég bað yfirvöld kirkjunnar um leyfi th að fá að skoða gömul skjöl þar eð ég væri að kynna mér kirkjusöguna." ÖU skjöl kirkjunnar í Macon voru geymd í kirkjunni. Og heitt ág- ústssíðdegi 1976 sat Carmela með talsverðan hjartslátt og virti fyrir sér hhlurnar í hvelfingunni undir gólfi þessarar eitt hundrað og þrjá- tíu ára gömlu byggingar. Þarna voru öll þau skjöl sem sóknarprest- arnir höfðu skhið eftir þennan langa tíma. Og þar var hka mappa sem á stóð: „Solomon Aitken, dr. theol.“ Þrátt fyrir að hitans úti gætti niðri í hvelfingunni fór kuldahroh- ur um Carmelu þegar hún sá um- slag í möppunni, en á því stóð: „Má ekki opnast fyrr en eftir lát mitt. Solomon Aitken." „Ég spurði mig hvort ég hefði leyfi til að opna umslagið,“ sagði Carmela síðar. „Svo komst ég aö þeiri niðurstöðu að ég gæti ekki hætt rannsókninni þama, eftir margra mánaða vinnu.“ Játningin Á gulnuðu blaði stóð það sem Carmela hafði búist við að sjá: „Ég, Solomon Aitken, sem er við fulla andlega hehsu og í jafnvægi, geri mér ljóst að ég á skammt ólif- að, og játa hér með að ég hef átt kynmök við drepið eftirfarandi stúlkur..." Á eftir fylgdu nöfn sextán stúlkna og komu þau heim og saman við nöfn stúlknanna sem komu við sögu rannsóknar Carmelu. í játn- ingarbréfinu sagði en fremur: „Ég hafði enga stjóm á mér þegar löngunin th að vera með ungum stúlkum kom yfir mig. Margar af þeim voru undir aldri og þegar ég hafði lokkað þær upp í rúm varð ég að drepa þær svo þær segðu for- eldrum sínum ekki frá.“ Örlög systranna, sem rannsókn Carmelu hafði fyrst beinst að, höfðu orðið þau að deyja... af sér- stakri ástæðu. Hin fimmtán ára gamla Mhred var ólétt og Aitken var faðir bamsins. Hún sagði prest- inum að hún yrði að segja foreldr- um sínum frá honum. Þá var syst- irin, Christine, einnig ólétt eftir Aitken þegar hún gifti sig. Játninginvar alllöng og lauk á þennan hátt: „Nú, þegar ég hef gert fuha játn- ingu og hreinsað sál mína, get ég gengiö á fund skapara míns og látið leiða mig fyrir dómstól hans með vissu um að hann fyrirgefur mér hinar mörgu syndir mínar.“ Hvort það gerðist hafa menn að sjálfsögöu látið ósagt í umfjöllun um þetta mál. Aitken sóknarprest- ur komst hins vegar hjá því að verða leiddur fyrir jarðneskan dómara því ofan af honum var fyrst flett fjörutíu og þremur árum eftir lát hans. Carmela Vexler hafði komist til botns í því efni sem ritgerð hennar fjahaði hún og í ársbyrjun 1978 fékk hún doktorsgráðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.