Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 25 Bridge Reykjavíkiirmeistaramótið í sveitakeppni: SveitVerðbréfa- markaðar íslands- banka sigraði Hjördís Eyþórsdóttir, spilafélagi Ásmundar Pálssonar í sveit VÍB, hefur verið mjög sigursæl í mótum síðastiiðna mánuði. DV-mynd ÞÖK Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni fóru fram um síðustu helgi og sigraði sveit VÍB sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar í spennandi úrslitaleik. Reykjavíkurmeistarar 1994 eru Karl Sigurhjartarson, Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Hjördís Eyþórsdóttir og Örn Am- þórsson. Þess má geta að Ásmundur og Hjördís era einnig nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í tvímenn- ingskeppni. Sveit VÍB spilaði við sveit Símonar Símonarsonar í undanúrslitunum og gjörsigraði hana með 184-72. Hinn undanúrslitaleikurinn var milli sveitar Tryggingamiðstöðvarinnar og Hjólbarðahallarinnar og sigruðu þeir fyrrnefndu örugglega með 167-100. Umsjón Stefán Guðjohnsen Tryggingamiðstöðin byrjaði úr- shtaleikinn mjög vel og vann fyrst-u lotu, 61-12. VÍB vann hins vegar tvær næstu lotur, þá fyrri 28-13 og þá síð- ari 47-37. Staðan fyrir síðustu lotu var því 111-87 og allt gat gerst. VÍB vann hins vegar þá lotu, 82-20, og var orðin Reykjavíkurmeistari. Ég fylgdist með þriðju lotu sem var frekar illa spiluð. Við skulum skoða eitt skemmtilegt spil úr henni. V/Allir * K G 3 2 V Á 10 7 ' ♦ 8 4 2 * Á 9 7 ♦ D 9 7 5 9 D ♦ G 10 3 + D 8 6 3 2 ♦ - 9 KG543 ♦ ÁKD7 + K G 10 5 í opna salnum sátu n-s Hjördís og Ásmundur en a-v Sigurður Vil- hjálmsson og Valur Sigurðsson. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður pass Uauf pass lhjarta 1 spaði pass 2 spaðar 4 spaðar pass 5hjörtu pass 6þjörtu pass pass pass Athyglisverð fjögurra spaða sögn hjá Ásmundi og ég myndi segja að hún þýddi nákvæmlega það sem hann átti: 0-5-4-4. Ekki besta slemma í heimi en lík- lega vilja flestir vera í henni. Valur hitti á baneitrað útspil fyrir Ásmund en hann spilaði út spaðaf- jarka. Ásmundur var nokkuð fljótur að láta gosann en hver spilar undan ás í slemmu, nema ef til vill Valur? AUa vega var öllum Ijóst að Ásmund- ur átti engan spaða. Austur lét drottninguna og Ásmundur tromp- aði. Það liggur beinast við að ráöast á trompið og það gerði Ásmundur. Hann spilaði hins vegar htlu trompi og svínaði tíunni. Og þar með var slemman töpuð, eða hvað? Nei, aust- ur virtist ekki með á nótunum, alla vega spilaði hann ekki spaða til baka heldur tígli! Ásmundur vissi ekki að hann hafði tapað slemmunni í öðrum slag og hann drap á ásinn og spilaði trompi á ás. Hann getur nú unnið slemmuna með því að svína laufi en hann kaus eðhlega að taka trompin af Val. Síðan tók hann tíglana og þá var skipting andstæðinganna ljós. Valur hafði byrjað með 5-4-3-1 og eina vinnings- vonin væri að hann ætti laufdrottn- inguna einspil. Veik von var að hann hefði byijað með 4-4-3-2 en þá þurfti hann að eiga nákvæmlega 8-6 í laufi. Ásmundur lagði því á stað með laufa- tíu og þegar fjarkinn kom frá Val jók hann hraðann og drap með ás. Lau- fanían fylgdi í kjölfarið og austur rumskaði ekki þegar hann lét htið; og slemman var unnin. í lokaða salnum varð Siguröur Sverrisson einnig sagnhafi í sex hjörtum, án þess að andstæðingamir sæju ástæðu til þess að segja nokk- uð. Vestur spilaði út tígh og Sigurður gerði strax sömu mistök og Ásmund- ur þegar hann svínaði hjartatíu í öörum slag. Spaði til baka minnkaði svigrúmið þótt hann gæti unnið slemmuna með því aö svína laufi gegnum austur í fimmta slag. Einn niður og VÍB græddi 15 impa. m a lu ö ö i 9 9 8 6 2 ♦ 965 A Reykjavíkurmótið í sveitakeppni: Spennandi úrslitaleikur Sveit Verðbréfamarkaðar Islands- banka varð Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni um síðustu helgi með því að sigra sveit Tryggingamið- stöðvarinnar, 169-131, í 64 spila úr- slitaleik. í undanúrshtum vann sveit VÍB Símon Símonarson nokkuð ör- ugglega og Tryggingamiðstöðin lagði sveit Hjólbarðahaharinnar sömu- leiðis af öryggi. Úrshtaleikurinn um tithinn var mjög sveiflukenndur. í fyrstu leit út fyrir sigur sveitar Tryggingamiö- stöðvarinnar sem skoraði 61 impa gegn 12 í fyrstu 16 sphunum. Sveit VIB saxaði á forskotið í tveimur næstu lotunum, 28-13 og 47-37. Stað- an fyrir síðustu 16 sphin var 111-87. Lokalotan var síðan einstefna af hálfu VÍB sem skoraði 82 impa gegn 20 impum Tryggingamiðstöðvarinn- ar. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni eru Hjördís Eyþórsdótt- ir, Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson og Karl Sigurhjartarson. Ásmundur og Hjördís voru einnig í sveitinni sem vann þennan tith í fyrra. Spharar í sveit Tryggingamiðstöðvarinnar eru Sigmröur Sverrisson, Hrólfur Hjalta- son, Sigurður Vilhjálmsson, Valur Sigurösson, Bragi Hauksson og Sig- tryggur Sigurðsson. Reykjavíkurmótið gaf jafnframt rétt th keppni í undankeppni íslands- móts í sveitakeppni. Kvóti Reykja- víkur er 15 sveitir og fyrir helgina höfðu 12 sveitir þegar unnið sér rétt th þátttöku. Sex sveitir háðu keppni um þau 3 sæti sem eftir voru um helgina og sveitir Sigurðar Sigur- jónssonar, Guðlaugs Sveinssonar og Arons Þorfinnsson áunnu sér þann rétt um helgina. INNANHÚSS- 99 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg 9 Kobenhavn 9 Danmark FAGOR ÞVOTTAVÉLAfí & tttó Magn af þvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar síðasta skoivatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryðfrí tromla og belgur Hraðþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Sparneytin Hljóðlát VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 Gólíeínatoá 25% afsláttur í örfáa áaga af öllum teppum, iúkum og gólfflísum. - miðstöð heimilanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.