Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 36
s4
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Sviðsljós
Sænska krónprinsessan slær í gegn:
Allir falla
fyrirViktoríu
Óhætt er að segja að Viktoría,
krónprinsessa Svía, haíi slegið í gegn
eftir að hún fór að taka þátt í sam-
kvæmislífi kóngafólksins. Það er
ekki bara að hún hafi meðfæddan
„sjarma" og ótrúlega útgeislun held-
ur gerir útht hennar og uppeldi hana
að veröugum fulltrúa konungshall-
arinnar. Móðir hennar, Sylvía
drottning, þurfti heldur betur að
læra „sitt fag“ þegar hún gerðist
meðlimur sænsku konungsfjölskyld-
unnar, og þykir henni hafa tekist
ótrúlega vel með eigin börn. Og nú,
aöeins 16 ára, er Viktoría, dóttir
hennar, orðin veröugur fulltrúi
lands síns og krúnunnar.
Hververður
sá heppni?
Það var í silfurbrúðkaupi Haralds
Noregskonungs og Sonju drottningar
sem Viktoría krónprinsessa kom
fyrst opinberlega fram meðal kónga-
fólksins í Evrópu. Þessi 16 ára stúlka
tók þátt í tveggja daga hátíðahöldum
og virtist pjóta hverrar einustu mín-
hstu. Hún virtist eiga auðvelt meö að
b il
'jLÆ
Viktoria með Willem Alexander á
dansleik sem haldinn var i tilefni
silfurbrúðkaups Haraldar Noregs-
konungs og Sonju drottningu.
Með Friðriki Danaprins.
Einn af fyrstu samkvæmiskjólum
Viktoríu sem hún var i við opinbera
heimsókn Noregskonungs til Sví-
þjóðar.
Sylvia drottning getur veriö hreykin
af dóttur sinni sem var aðeins fimmt-
án ára þegar hún kiæddist þessum
samkvæmiskjól í svörtum og gulum
litum.
slaka á meðal jafnaldra sinna og lék
við hvem sinn fingur.
Það er talið mjög af hinu góða fyrir
verðandi drottningu að kynnast rík-
isörfum annarra landa og umgangast
þá. Þar með sleppur hún við alls
konar kjaftasögur um ástarsambönd.
Því geta krónprinsarnir Hákon, Frið-
rik og Willem Alexander dansaö við
krónprinsessuna og jafnvel daðrað
svohtið við hana án þess að sögu-
sagnir fari af stað. Að vísu eiga þeir
tveir síðamefndu bræður, þannig að
annar hvor þeirra gæti sem best end-
að í sænsku konungsfjölskyldunni.
Þá þykir sjálfsagt að taka með í
reikninginn þær breytingar sem orð-
ið hafa á landssiðum á seinni árum,
þegar rætt er um væntanlegan eigin-
mann krónprinsessunnar. Nú er
ekkert því til fyrirstöðu að ungt
kóngafólk giftist út fyrir eigin raðir.
Að vísu er enginn aðall í Noregi en
Viktoría gæti sem best gifst baróni í
heimalandi sínu.
Hvað sem því hður verður áreiðan-
lega fylgst með hveiju fótmáli krón-
prinsessunnar. Hún á áreiöanlega
eftir að heilla marga óbreytta sem
konungborna á næstunni.
Viktoria í fallegum taftkjól. Hún hefur
svipaðan háls og axlir og móðir
hennar og þykir bera mjög vel
flegna kjóla.
Drew Barrymore brosir út að eyrum þessa dagana.
Leikur á móti
Whoopy
\
Drew Barrymore vakti mikla athygli
þegar hún kom á kvikmyndahátíð ný-
lega, brosandi út að eyrum og með
nýja hárgreiðslu. Hún hafði breytt um
háraht og látiö greiða hárið í stutta
lokka sem líktust helst tappatogurum.
Það er annars af þessari frægu leik-
konu að frétta að hún hefur steinhætt
neyslu áfengis og fíkniefna. Hún er að
undirbúa leik í kvikmyndinni „Boys
on the Side“ þar sem hún leikur ástar-
atriði á móti hinni þekktu Whoopy
Goldberg sem fer með hlutverk sam-
kynhneigðrar konu í myndinni.
... að mikll tilhlökkun ríkti nú hjá
hinum fræga Adnan Khashoggi.
Hann og eiginkona hans, Shap-
ira, eíga von á barni og það mun
ekkert til sparað þegar erfinginn
lítur dagsins Ijós.
... Marlon gamli Brandon hefði
lent í hlutverki jólasveinsins ný-
lega. Hann mátti aka mörg
hundruð kilómetra til að koma
síðbúnum jólapökkum til sonar
síns, Christian, sem situr í fang-
elsi. í pökkunum voru m.a.
hnetukökur, eftirlæti sonarins.
... að Madonna hefði borgað
himinhátt verð fyrir gosbrunn í
karlmannsliki sem hún ætlar að
hafa i garðinum sínum. Hún varð
hamslaus þegar hún sá hvar
vatnsbunan kom út og varð að
eignast styttuna.
... að Joan Collins hefði mætt á
tískusýningu i París á dögunum,
svo nýlyit i andliti aö eftir því
hefði verið teklð. Menn eru nú
farnir að spyrja sig hve margar
andiitslyftingar Collins þoli.
... að Stephanie prinsessa
hygðist flytjast ásamt fjölskyldu
sinni til Parísar. Þar á hún lúxus-
íbúð sem hún keypti 1991. íbúðin
er staðsett rétt hjá Effelturninum.
... að margir hefðu áhyggjur af
fyrirsætunni Kate Moss sem fyr-
irmynd ungra stúlkna. Hún er
ekkert nema beinin og skinnið
og gætu unglingsstúlkur tekið
upp ýmsar vafasamar aðferðír
til þess að likjast henni sem
mest.