Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 23 Námskeið í hraðlestri í vikunni: Dularfullar fyrir- spumir bárust - en þingmenn og ráðherrar létu ekki sjá sig Ólafur með nokkur hraðlestrarverkefni fyrir utan Alþingishúsið. Ef al- þingismenn og ráðherrar hefðu verið búnir að kynnast þeim í Hraðlestr- arskólanum hefði viðskiptaráðherra tæpast tekist að lauma búvörulaga- frumvarpinu fræga í gegnum þingið. DV-mynd S r,Það kom nú enginn þingmaður né ráðherra á þetta námskeið. Ég vona að auglýsingin hafi ekki farið neitt þversum í þá. Mér fannst svarið hennar Salome í DV vera svolítið í þeim dúr. En ég er með ýmislegt á prjónunum til þess að ná til þeirra, þó það hefði helst þurft að vinnast í samráði við þá.“ Þetta sagði Ólafur H. Johnson, skólastjóri Hraðlestrarskólans. Hann auglýsti sem kunnugt er námskeið í hraðlestri í vikunni og beindi þeirri auglýsingu sérstak- lega til ráðherra og þingmanna. Auglýsingin vakti verðskuldaða athygli en sfjórnmálamennirnir létu hins vegar ekki sjá sig. Ólafur sagðist vita um nokkra þingmenn sem hefðu sótt hrað- lestrarnámskeið áður en þeir fóru á þing. „En þeir hafa yfirleitt aldrei komið eftir að þeir komust á þing,“ sagði hann. „Það er ljóst að í svona starfi er lestrarálagið mikið og í rauninni alveg óskiljanlegt að menn grípi ekki svona tækifæri og reyni að hressa upp á lestrarhrað- ann.“ Ólafur sagði að gerð hefði verið könnun í Bandaríkjunum og út- koman hefði verið sú að langflestir þingmanna þar hefðu sótt svona námskeið. Bandaríkjamenn væru opnari fyrir svona löguðu, en þó mætti segja að þessi lestrartækni heföi átt að vera búin að ná til koll- ega þeirra hér á landi „Ég held að mönnum hér fmnist þetta svolítið feimnismál. Þeir hugsi sem svo: Lítur það ekki út eins og ég sé eitthvað illa á vegi staddur ef ég fer að fara á þetta lestrarnámskeið? Auðvitað er það ekki þannig. Það er alveg sama hve hraðlæsir menn eru, það bæta allir við sig. Við mið- um við fjórfóldun á lestrarhraða með sambærilegri eða meiri eftir- tekt. Ef menn ná ekki að tvöfalda hraðann á námskeiðinu þá fá þeir það endurgreitt. Ég held að það hafi verið tveir frá því að skólinn hóf starf, fyrir 15 árum, sem hafa fengið endurgreitt. Allir aðrir hafa meir en tvöfaldað lestrarhraðann." 'Aðspurður hvort einhver fyrir- spurn hefði borist frá alþingis- mönnum fyrir námskeiðið nú í vik- unni, sagðist Ólafur ekki frá því. „Ég er einna helst á því að ég hafi fengið tvær eða þrjár. Þetta voru svona undarlegar símhring- ingar þar sem var spurt og spurt. Þær voru svolítið af öðrum toga en ég hef átt að venjast. Ekki get ég fullyrt að þær hafi verið frá þing- mönnum komnar, en það hvarflaði að mér að verið væri að kanna þetta fyrir einhvern." Ólafur sagðist hafa gert vart við sig á þinginu öðru hverju til að kynna starfsemi skólans. Ekki hefði verið spenningur fyrir nám- inu meðal þingmanna þá. „Ég er að hugsa um að minna aftur á skólann meðal þingmanna á næstunni. Það getur vel verið að menn séu opnari fyrir þessu eftir þessa umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu og geri sér grein fyrir að aukin hraðlestrar- tækni eykur hæfni þeirra til að kynna sér þau mál sem fara í gegn- umþingið." -JSS Launþegar styðja Hilmar Guðlaugsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Hilmar Guðlaugsson múrari hefur verið borgarfulltrúi reykvískra launþega. Stuðningsmenn skora á alla Sjálfstæðismenn að tryggja honum 4. sæti á lista flokksins. AÐSTOÐ VEITT Á KJÖRÐAG - SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA ENGJATEIG 17-19 - SÍMAR 684286, 684287 OG 684288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.