Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Vísnaþáttur Æskan líður okkurfrá „Stæði slíkt til boöa vildi ég lifa aftur sama æviskeið frá upphafi til enda. Það eina sem ég færi fram á eru þau sérréttindi rithöfundar að leiðrétta í annarri útgáfu villur hinnar fyrri.“ Það var bandaríski eðlisfræðingurinn og stjómmála- maðurinn Benjamin Franklin sem komst þannig aö orði og víst munu margir þeirra sem hafa villst af vegi á lífsleiðinni taka undir með honum. Hjá langflestum yrðu leið- réttingarnar fólgnar í því aö gera ný mistök í stað hinn gömlu því að þaö er ekki fyrr en eftir á sem mönnum verður villan ljós, eins og glöggt má sjá af ljóði Steingríms Thorsteinssonar: „Hefði, hefði" „Hefði ég bara varkár verið! af varaleysi slysið hlaust". „Já, hefðiröu ekki hleypt á skerið, heilt væri skipið efalaust". „Skynsemin sagði að skerið tefði og skipið þyldi ei slíka raun, en skeö er skeð og „hefði", „hefði“, héðan af stoðar ekki baun“. „Þegar einar dyr lokast opnast aðrar í staðinn - það er eitt af lög- málum lífsins. En því miður er það oftast svo, að við horfum með svo miklum söknuði á lokuðu dymar að við komum ekki auga á þær sem opnast hafa“. Ekki veit ég hver er höfundur þessara orða, „ en þó hann syngi aðeins dírrindí, finnst mér vera þó nokkurt vit í því“. En reynslan hefur kennt bæöi mér og öðmm það eitt að við lærum ekk- ert af reynslunni. Ráðleggingin: „Lærðu af reynslunni - helst reynslu annarra (því þaö er ódýr- ara) kemur okkur því að litlu haldi. Þá er aðeins ein útgönguleið eftir: að halda á vit minninganna. En þar sem tilefni þess ferðalags er jafn- margbreytilegt og mennirnir sjálfir em það einvörðungu höfundamir sjálfir sem geta gert grein fyrir til- urð þess kveðskapar sem fer hér á eftir: Sveinn Helgi Jónsson „framtíðar- skáld" frá Blöndubakka í A-Hún. virðist hóifa verið á þeirri bylgju- lengd þegar hann kvaö: Sá sem hinsta brotið blað við bemskuþrána hefur, verður í draumi að vitja um það sem vakan ekki gefur. Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Tindum á Skarðsströnd: Stundatöflu tímans greitt töldu árin skrifa. Fær til baka enginn eitt augnablik að lifa. Rósberg G. Snædal, skáld á Akur- eyri, síðast kennari á Hólum í Hjaltadal, minntist bemskudag- anna heima í dalnum sínum með þessum orðum: Yfir fjöllin flýgur þrá, flytur yl í hjarta. Fellur skuggi aldrei á æskuminning bjarta. Allt er vafið vori og sól: víðigrónar brekkur, lágur bær á litlum hól, lækjargil og stekkur. Þar á æskan ótal spor - ótal spor, sem geyma minningar um vorsins vor, vorin okkar heima. Lífi ungu ljúfan óð lindir sungu fjallsins, æskuþrungin lög og ljóð léku á tungu dalsins. Meðan gullin geislatjöld glóðu um tún og haga, þekkti æskan ekkert kvöld - aðeins langa daga. Þó að týnist frægð og fé og frami á Jífsins brautum, hugurinn á heilög vé heima í grænum lautum. Æskan líður okkur frá, elfur tímans streyma. Bak við fjöllin blikar á bæjarþilin heima. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Einar E. Sæmundsen skógarvörð- ur: Áhyggjum og allri þröng eg vil gleyma og týna, hér við fugla- og fossasöng finn ég æsku mína. • Jón M. Pétursson, bæjarfull- trúi á ísafirði: Þó ævin líði undurhratt aldrei skal ég gleyma ýmsu sem fékk okkur glatt á æskudögum heima. Bjami Jónsson, frá Gröf í Víði- dal, úrsmiður á Akureyri, yrkir svo um elliglöpin: Æsku minnar fyrnist fjör, finn ég stóru töpin, þegar á mig fingrafór festa elhglöpin. Lít ég stór í lífiö skörð, lengist milli vina. Græningjamir grafa í jörð gömlu kynslóðina. En það er gamla sagan: Æsku sinni eldri menn ekki vilja gleyma. Litlu sporin eru enn endurtekin heima. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í Svartárdal: Óðum fækka ævistig, engu mun þó gleyma. Bestu drauma dreymdi mig í dölunum mínum heima. Steingrímur Arason, sem var kennari minn endur fyrir löngu, á lokaorðin aö þessu sinni. Fyrirsögn stökunnar er: ókvíðinn Þó aö bátinn beri í strand og bijóti í þúsund mola, örlögin mér upp á land einhvers staðar skola. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Fiskisúpa frá Madeira „Ég ferðast mikið og hef gaman af að prófa nýja rétti. Þegar ég var á Madeira um áramótin fékk ég fiskisúpu sem í var espadafiskur en hann er ekki ólíkur lúðunni okkar. Þessi súpa var sérstakiega ljúffeng. Espada er fiskur sem get- ur orðið 170 sm langur og veiðist á miðum fyrir utan Madeira. Þegar ég kom heim fór ég að reyna að laga súpu sem væri eitthvað í lík- ingu við espadasúpuna. Ég nota heilagfiski eða rauðsprettu í mína súpu og get fullyrt að hún er mjög góð,“ segir Erna Hansen, húsmóðir og matgæðingur vikunnar. Ema prófar oft nýstárlega rétti og segist hafa mun meiri tíma til þess nú eftir að börnin fóra að heiman. Uppskriftin að fiskisúp- unni er fyrir átta manns og hljóöar svo: Fiskisoð Hausar (t.d. laxahausar, bein og roð) 1 /i 1 vatn 2 tsk. salt 1 tsk. season all 1 tsk. svartur pipar 1 teningur fiskikraftur (ef þarf) Þetta er soðið saman í íjörutíu mínútur og síðan er soöið síaö. Það sem þarf 500 g heilagfiski 300 g rauðspretta 200 g rækjur 2 stk. gulrætur, skornar í þunnar sneiðar 100 g blaðlaukur, skorinn í þunnar Erna Hansen, matgæðingur vik- unnar. DV-mynd Brynjar Gauti sneiöar 1 lítil dós sveppir 'A laukur 1 hvítlauksrif 2 'h dl rjómi 3 di hvítvín 60 g hveiti 60 g smjör Fiskurinn er soðinn og skorinn í bita. Gulrætur snöggsoðnar. Blað- laukur, laukur og hvítlauksrif kraumað í smjöri. Súpan er bökuö upp, smjör brætt í potti og hveiti sett saman við og löguð bolla. Soö- inu bætt út í smátt og smátt. Þegar súpan er hæfilega þykk er fiskinum og öllu sem í á að fara bætt út í. Hitað í sirka fimm mínútur. Að síð- ustu er rjóminn og hvítvínið sett í. Borið fram með heitum smá- brauðum og hvítvíni. Eplaterta meö marengshjúp - góð sem eftirréttur 250 g smjör 250 g sykur 4 egg hjartarsalt á hnífsoddi 250 g hveiti 'A kg eph 100 g smjör 1 tsk. vanillusykur 150 g hindberjasulta 5 stífþeyttar eggjahvítur 150 g sykur rifinn börkur af einni sítrónu Hrærið smjör og sykur vel sam- an. Eggin sett í eitt í einu. Hveiti og hjartarsalti bætt í. Bakaðir tveir botnar í 7-9 mínútur við 250 gráða hita. Skræhð eplin og takið kjarn- ana úr, bræðið smjörið í potti og setjið vanillusykurinn í ásamt epl- unum. Hitið þar til eplin eru orðin meyr. Nú er annar botninn settur á vel smurðan eldfastan disk, epla- maukið á og síðan sultan og síðan hinn botninn yfir. Hrærið mar- engsinn og látið sítrónubörkinn út í hann. Marengsinn smurður yfir tertuna og bakaður við 170 gráður þar til hann er ljósbrúnn. Blandið saman % 1 vanihuís og % 1 þeyttum rjóma og berið fram með tertunni. Erna ætlar að skora á vinkonu sína, Áslaugu Björnsdóttur hús- móður, að vera næsti matgæðing- ur. „Hún er fyrirmyndarkokkur." Hinhliðin Áleiðtil Japans -Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari í hinni hliðinni „Það er mikið að gera hjá mér núna. Þessa dagana er ég á alls konar æfingum og svo er ég að koma músikinni minni á disk,“ seg- ir Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari. Hún segist vera á leið th útlanda, ásamt nokkrum öðram tónhstarmönnum, th að spha. Þau munu halda tónleika í Japan, Hol- landi, Belgíu og Svíþjóð. Bryndís Halla sýnir á sér hina hhðina í dag. Fullt nafn: Bryndís Halla Gylfa- dóttir. Fæðingardagur og ár: 19.11. ’64. Maki: Kærastinn heitir Þórður Magnússon. Börn 3ja ára dóttir, Gunnhildur Haha. Bifreið: Mitsubishi Colt ’87. Starf: Sellóieikari. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Tónhst. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei keypt lottómiða. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera á löngum og leiðinlegum æfingum. Uppáhaldsmatur: Allt fitandi með ijóma. Uppáhaldsdrykkur: Rauðvín. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist Bryndís Halla Gylfadóttir. ekki það mikið með íþróttum aö ég myndi treysta mér th að velja. Uppáhaldstímarit: Mér finnast þau yirleitt ekki mjög skemmtheg. Hver er fahegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Bróðir minn. Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Bæði og. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Steve Martin. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson lék vel í Gaukshreiðrinu. Uppáhaldsleikkona: Glenn Close. Uppáhaldssöngvari: Aretha Franklin. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ekkert, því ég horfi að meðaltali einn klukkutíma á mánuði á sjónvarp. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta aðallega á rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bergljót Haraldsdóttir, frænka mín. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Er ekki með Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Þor- finnur Ómarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer aðahega á Sólon íslandus. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Stjam- an. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Ég stefni að því að verða stórkostlega þroskuð mann- eskja. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla aö vinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.