Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Kvikmyndir Nicole Kidman og Michael Keaton ieika hjón sem eiga von á sinu fyrsta barni. aöi síðan um miðja nótt með það miklar kvalir að ég hélt að nú væri mitt síðasta andartak runnið upp. Þar sem ég lá og hugsaði um dauðann varð mér hugsað til þess að börnin mín myndu jafnvel aldrei þekkja mig og ákvaö þá að ef ég lifði nóttina af myndi ég gera myndband með sjálf- um mér. Eg gerði mér ljóst að þetta gæti verið góð hugmynd aö kvik- mynd.“ Rubin lét ekki þar við sitja og hóf strax daginn eför að gera drög að handriti. Þegar að er gáð er þemað að My Life ekki svo langt frá Ghost, dauð- inn skipar veglegan sess í báðum myndunum, á ólíkan hátt þó. Jerry Zucker, sem leikstýrði Ghost og er einn framleiðanda My Life, segir: „Við Bruce trúum því báðir að á vissu æviskeiði í lífinu þroskist mað- ur. Um það er My Life. Reynslan sem Leikstjórinn og handritshöfundurinn Bruce Joel Rubin við upptökur á My Life. halda áfram fékk hann starf við Whitney Museum í New York þar sem hann meðal annars stjómaði kvikmyndadeildinni. Þegar hann hætti störfum við safnið var hann ákveðinn í að reyna fyrir sér í kvik- myndum. Hann skrifaði nokkur handrit og vildi helst leikstýra þeim sjálfur. Ekki gekk þaö þó eftir. Eitt handrita hans frá þessum ámm, The George Dunlap Tape, var kvikmynd- að af Douglas Trumbull og breytti hann nafninu í Brainstorm. Mynd þessi er aðallega þekkt fyrir að vera síðasta kvikmyndin sem Natalie Wood lék í, þótt ágæt sé. Ghost breytti öllu fyrir Bmce Joel Rubin. Allt í einu var hann orðinn eftirsóttur handritshöfundur. Næst skrifaði hann handrit fyrir Adrian Lyne, Jacob’s Ladder, flókna sögu um fyrrverandi Vietnam-hermann sem sér ofsjónir. Hluti af My Life er eintal Bob Ja- mes við vídeómyndavélina og er hann alls ekki sjáanlegur í öllum atriðunum heldur bregöur fyrir í Haing S. Ngor leikur í My Life Mr. Ho, andlegan leiðbeinanda sem Bob James leitar til. speglum, sjónvarpsskjám og fleiru sem endurspeglar þann sem heldur á myndavéhnni. Kvikmyndatöku- maðurinn Peter James segir að til að fá fram eðUlega myndbandsupp- töku hafi hann tekiö þessi atriði í meiri nærmynd en eðlilegt getur tal- ist. My Life var fmmsýnt seint á síð- asta ári og hefur yflrleitt fengið lof- samlega dóma, þykir hreyfa við við- kvæmu máli á áhrifamikinn hátt. Myndin mun verða tekin tfl sýningar í Háskólabíói. Mylife: Óður til Bob Jones (Michael Keaton) les úr barnabók inn á myndband fyrir barnið sitt sem hann að öllum líkind- um mun aldrei sjá. My Life er ný bandarísk kvikmynd þar sem Michael Keaton og Nicole Kidman leika hjónin Bob og Gail Jones sem eiga von á sínu fyrsta barni. Ánægjan vegna barnsins er blendin þar sem Bob er haldinn krabbameini og telur sig að öllum Ukindum aldrei munu sjá barnið. Hann ákveöur því að taka sjálfan sig upp á myndband. Verður það fyrsta og síðasta gjöf hans til barnsins. Meðan á baráttu hans við krabba- meinið stendur segir hann lífssögu sína inn á myndband en gerir sér fljótt grein fyrir þeirri staðreynd að hann veit raunverulega mjög lítið um sjálfan sig og getur varla gert sér grein fyrir því um hvað líf hans hing- að til hefur snúist. Upptakan verður fyrir honum eins konar ferðalag um sáUna og umhugsun um tflgang lífs- ins. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Joel Rubin. Er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir en hann er þekktur handritshöfundur og skrifaöi meðal annars handrit aö hinni vinsælu kvikmynd Ghost og hlaut óskars- verðlaun fyrir. Rubin segist hafa fengið hugmynd að My Life eftir að hafa boröað mex- íkanskan rétt. „Fljótlega eftir að ég boröaði gekk ég til sængur en vakn- Bob Jones veröur fyrir þroskar hann á skömmum tíma.“ í sama bekk og Martin Scorsese og Brian de Palma Þótt Bruce Joel Rubin trúi á þroska sem gerist snögglega þá er varla hægt að segja að hann hafi reynslu af slíku. Snemma á sjöunda áratugn- um sótti hann nám í kvikmyndagerð við New York University og var þar í bekk með Martin Scorsese og Brian De Palma. Hann hlaut, sem og hinir þekktu skólafélagar hans, eldreynslu sína við gerð stuttmynda sem hann bæöi leikstýrði og skrifaði handrit að. Hann meira aö segja gerði eina mynd, Dinonysus in ’69, í samvinnu við Brian De Palma árið 1968. En Bruce Joel Rubin sat eftir þegar skólafélagar hans leituðu frægðar og frama í kvikmyndum. í stað þess að Kvikmyndir Hitmar Karlsson StevenSeagal vinsælastur Kvikmyndaaðsókn var með minnsta móti í Bandaríkjunum um síöustú helgi og er það rakið tfl ólympíuleikanna. Margir létu sig þó ólympíuleikana engu varða og fóru að sjá Steven Seagal í sinni nýjustu kvikmynd, Deadly Ground, en sú mynd var i fyrsta sæti hvað varðar aðsókn aðra vikuna í röð. Á eftir henni komu í réttri röð: Ace Ventura: Pet Ðetective, Sugar Hill, Blue Chips og Blank Checks. Meira um StevenSeagal Vinsældir Steven Seagal í Hollywood eru með ólíkindum. Þessa dagana eru tvö stórfyrir- tæki að berjast um að hafa hann í þjónustu sinni. í einu horninu er Paramount sem hefur boðiö honum, að því er sögur herma, hvorki meira né minna en 15 miiljónir dollara ef hann vill taka að sér aöalhlutverkið í Drop Zone sem John Badham á að leikstýra. f hinu hominu er Wamer fyrir- tækiö sem á samning við Seagal um að leika í fjórum kvikmynd- um og telur að hans næsta hlut- verk eigi aö vera í Under Siege 2. Einóskarsverðlaun nægja Hopkins Anthony Hopkins er tflnefndur tfl óskarsverðlauna sem besti ieikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Remains of the Day. Öfugt við aöra lætur hann sér fátt um finnast í viðtali í mars- hefti Plaboy segist liann enga löngum hafe til aö vinna önnur óskarsverðlaun: „Einu sinni nægir mér, allt hefur tekist sem ég ætlaði mér í lifinu. Ég vildi verða leikari og hef verið þaö í þijátíu ár, ég vildi verða frægur og síðast en ekki síst vildi ég allt- af verða leikari í Ameríku." Aö- spurður af hveiju hann vildi verða frægur leikari er svarið: „Vegna þess að Richard Burton tókst það, við erum frá sama bæ í Welsh." Áttuekki skap saman Metsölurithöfundurinn og kvikmyndaleikstjórinn Michael Crichton lenti upp á kant við Philip Kaufman þegar verið var að gera Rising Sun. Þetta atvik gerði það aö verkum að hann setti þaö sem skflyrði í samning sinn um kvikmyndun á nýjustu skáld- sögu hans Ðisclosure, sem enn hefur ekki litið dagsins ljós að hann réði því hver leikstýrði. Valdi hann Mflos Forman. Það kom þó fáum á óvart að Forman skyldi hætta áður en tökur hæf- ust Hann hefur hingað til ráðið algjörlega sínum myndum. Að sögn sáu þeir ekki hlutina í sama ljósi. Crichton leitað tfl Barry Levinson og tók hann við verk- inu. Myndin fjallar um mann sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað og er dæmd- ur. Honum erg sagt upp vinnu og fer í mál við fyrirtækið, Micha- el Douglas leikur aöalhlutverkið. Scorseseog DeNirosamanáný Martin Scorsese og Robert De Niro eiga að baki fersælt sam- starf sera á sér raargar hæðir, ein sú hæð var GoodFellas sem byggð var á sögu eftir Nicholas Pileggi. Ný saga eftir Pfleggi heitir Cas- ino. Er hún næsta verkefni þeirra félaga. Það er ekki aöeins þessi þrenning úr GoodFellas sem veröur til taks í Casino, heldur mun Joe Pesci einnig fara með eitt aðalhlutverkið. Fjallar mynd- in um áhrfi Mafíunnar í Las Veg- as á áttunda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.