Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 39 Ég er afskaplega hamingjusamur maður - segir Egill Jónsson, alþingismaður og bóndi á Seljavöllum Fyrir mánuði eða svo vora það fyrst og fremst Austflrðingar og áhugafólk um stjómmál sem vissu hver Egill Jónsson á Seljavöllum er. í dag þekk- ir öll þjóðin þennan alþingismann eftir harða deilu stjórnarflokkanna um búvörulagafrumvarpið. Þar hef- ur hann veriö í forystu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem formaður land- búnaðamefndar. Hann þykir hafa haldið fast á sínum málum og nú liggur fyrir að hann hefur siglt skip- inu sínu heilu í höfn. Hann var því spurður hvort það væri rétt sem margir segðu að eftir að hann hefði tekið ákvörðun í einhveiju máli væri illmögulegt að fá hann til að skipta um skoðun. „Þetta er áreiðanlega alveg rétt. Sennilega stafar þetta af tvennu. í fyrsta lagi hef ég nokkuð harðar og ákveðnar skoðanir eftir að ég þykist hafa skoðað mál ofan í kjölinn og tekið ákvörðun. í annan stað vandist ég því sem ráðunautur að fara ekki á fundi eða í viðtal við bændur án þess að vera búinn að undirbúa mig og vita hvað ég ætlaði að tala um. Þetta tel ég mig gera enn. Og þegar ég hef kynnt mér málin eins vel og ég get og hef fengið sannfæringu fyr- ir því að ég sé að gera rétt er afar erfitt að hagga mér. Þetta er ekki endilega kostur fyrir stjórnmála- mann. Það má vel vera að betra sé að hafa það eins og sumir þingmenn gera; að fara eftir því hver viðhorfln eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Þeir fá kannski sveifluna með sér í augna- blikinu og atkvæðalega séð má vera að þetta sé heppilegt. Ég veit líka að menn eins og ég fá yflr sig íhaldssamt yfirbragð. En ætli það felist þá ekki líka meiri trúverðugleiki í mínu við- horfi,“ segir Egill Jónsson. Alltaf ákveðinn í að verða bóndi Egill er Homfirðingur, fæddur að Hoffelli í Hornafirði árið 1930. Þar var á æskuárum hans stórt og öflugt heimili. Þar bjó þá afi Egils, Guð- mundur Jónsson steinafræðingur, ásamt konu sinni, Valgerði Sigurðar- dóttur. „Foreldrar mínir fluttust að Hof- felli um svipað leyti og ég fæddist. Þar voru þau fram undir 1940. Þá var farið að þrengjast um svo þau tóku sig til og byggðu sér nýbýli, Akur- nes, sem er í miðri sveit, rétt utan við Laxá. Þetta var stór fjölskylda því ég á 11 systkini sem öll era enn á lífi. Ég var hins vegar meira og minna áfram í Hoffelli. Ég hafði ein- staklega rik tengsl við hana ömmu mína. Ég var henni ákaflega hand- genginn á uppvaxtaráram mínum. Nafn hennar er mér alltaf mjög hug- stætt og önnur dóttir mín ber það nafn. Amma mín var ættuð úr Suð- ursveit, náskyld bræðranum á Hala sem löngu eru þjóðkunnir menn. Valgerður amma mín hafði marga sérstæða eiginleika. Hún var ein- staklega vel máli farin og fróð. Hún sagði bæði mér og öðrum börnum sögur og ævintýri sem ég gleymi aldrei. Hún þótti einstaklega gestris- dóra Hjaltadóttir. Seljavallajörðin var þá óræktað land úr Ámanes- landi. Ég ræktaði það upp og við byggðum upp jörðina og fluttum þarna inn 1956. Seljavellir voru ekki landmikil jörð þá. Þeir eru orðnir það núna. Þetta voru því æði erilsöm ár hjá okkur þarna fyrir og eftir 1960.“ - Varstu byrjaður í pólitíkinni á þessum áram? „Nei, ekki nema bara sem áhuga- maður sem fylgdist með því sem var að gerast. Eitthvað tók ég þátt í fé- lagsstarfinu en annars var allt póli- tískt starf öðravísi þá en nú. Það var miklu tengdara alþingiskosningun- um sjálfum. Þess í milli var það frek- ar lítið. Ég var alltaf í nokkrum tengslum við þingmann flokksins í kjördæminu og eins við aðalstöðvar flokksins hér syðra. Það var í fyrstu kosningunum eftir kjördæmabreyt- inguna sem það var orðað við mig að taka sæti á lista flokksins. En ég sá mér það ekki fært þá vegna anna. Það var svo ekki fyrr en 1974 sem ég var beðinn aftur og þá um að taka 4. sæti á listanum. Vinur minn, Bene- dikt á Hvalnesi, hafði skipað það sæti en vildi hætta. Þarna voru vinir mínir að vinna mikla vinnu fyrir flokkinn og ég hafði ekki þrek í mér til að segja nei við bón þeirra. Enn urðu breytingar á skipan listans í næstu kosningum, 1978. Ég færðist þá upp í 3. sæti. Eins og menn muna stóð það þing svo ekki nema um það bil árið eða ekki þaö og aftur var kosið 1979. Þá var það á orði að Pétur Blöndal á Seyðisfirði, sem hafði verið í 2. sæti listans, ætlaði að hætta. Þá stóð orðið betur á hjá mér, börnin að verða uppkomin og annar sona minna búinn með bændaskólann. Dóra mín sagði að ef ég ætlaði að vera áfram í þessu ætti ég að sækjast eftir 2. sæti Ustans. Og mér þótti ég kominn á þann aldur að ég ætti ekki að bíða lengur. Ég sagði því mínum félögum sem fóru á fund tn að ákveða listann að ef um það yrði friður og vilji væri ég tilbúinn til að taka 2. sætið. Þetta voru síðbúnar kosningar þannig að gengið var út frá því að ekki yrði prófkjör. Samt var ákveðið að láta prófkjör fara fram. Ég var búinn að segja A þannig að ég varð að segja B og fór í slaginn og náöi 2. sæti. Þar naut ég A-Skaftfellinga. Þeir kjósa sína menn eins og sagt er.“ Níu líf í pólitík Það hefur oft verið sagt að Egill á Seljavöllum hafi níu líf í pólitík því oftast hefur hann sloppið inn á þing á örfáum atkvæðum. „Mikil ósköp, það er alveg rétt. Þetta hefur oftast staðið tæpt. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinn- ingunni þama 1979 að ég kæmist á þing. Að flokkurinn fengi tvo menn inn fyrir austan. Sjálfstæðisflokkn- um var spáð góðri útkomu í þessum kosningum. Sú varð nú ekki raunin. Hann missti marga kjördæmakjörna menn. Það kom svo í ljós á kosninga- nóttina að í hans hlut kæmu nokkuð mörg uppbótarþingsæti. Ég mændi því alltaf á hlutfallið ef ég ætti að Bóndinn á Seljavöllum fagnar sigri á Alþingi. hann sagði að búið væri að.lýsa þessu yflr í útvarpinu. Næst hringir Albert Eymundsson og segir þetta sama en ég þræti og segi útilokað að ég sé inni á hlutfalli. Hann segist ætla að athuga þetta betur, hringir aftur eftir smástund og segir: „Þú ert inni á tölu en ekki hlutfalli.“ Þarna hafði það ómögulega gerst að mér fannst og sannarlega var þetta eftirminni- legt. DV-mynd GVA þing, leiddist þér aldrei? „Eftir fyrsta veturinn minn á þingi spurði einn vinur minn á Höfn þess- arar sömu spurningar. Ég sagði hon- um að mér hefði ekki leiðst og mér myndi ekki leiðast í framtíðinni. Ástæðan er sú að ég hef verið afskap- lega upptekinn af þingmennskunni. Dóra mín hefur verið mikið fyrir austan þannig að ég hef oft verið einn hér syðra. Fyrstu árin mín á þingi vann ég meira og minna á skrifstofu minni á kvöldin og um helgar. Ég hef lifað við það alla ævi að hafa mikið að gera og hef sjaldnast haft undan. Ég hét því þegar ég settist á þing að vinna þannig að fresta sem minnstu til morguns af því sem ég gæti gert í dag. Ég hef verið mjög upptekinn af þinginu og mér hefur þótt gaman að starfa þar. Hins vegar er þaö svo að þegar ég þarf að koma til Reykjavíkur utan þingtímans flýti ég mér að sinna erindinu og komast af stað austur að Seljavöllum. Hugurinn er allur þar.“ Harmoníkan - Ég minnist þess sem unglingur að hafa hlustað á Egil Jónsson leika á harmoníku á Hvanneyri. Og það hafa birst ljósmyndir af Agli með harmon- íkuna. Er tónlist mikið áhugamál hjá Agli? „Það er margt í huga mér sem ég hef gaman af. En það er fátt utan míns starfsvettvangs sem ég get nokkuð í. Ég hef haft mikið að gera um ævina og því lítið getað sinnt in og fór ekki í manngreinarálit. Hún þótti gjafmild og þá sérstaklega gagn- vart þeim sem voru minni máttar. Hoffell er á sveitarenda þannig að þar var gestkvæmt. Þangað komu oft ferðamenn og oft var þama mjög gaman í fjölmennum mannfagnaði." - Varstu alltaf ákveðinn í að verða bóndi? „Já, ég var alltaf ákveðinn í því. Ég var alltaf ákveðinn um tvennt - að verða sjálfstæðismaður og verða bóndi. - Margir segja, Egill, aö þú sért svo mikill bóndi í þér að þú sért miklu kona. Og enda þótt hún ætti annríkt við uppeldi á sínum 12 börnum og væri húsfreyja á gestkvæmu heimili þá held ég að það hafi verið vel séð fyrir umræðunni um Sjálfstæðis- flokkinn þar sem hún var.“ - Kanntu einhverja skýringu á því hvers vegna menn vora svona eld- heitir sjálfstæðismenn á þessu svæði? . „Skapgerð fólks og umhverfi móta að einhverju leyti stjórnmálaskoðan- ir þess. Þarna er nú fjallaloftið tært. Útsýnið er jöklar og íjöll og þarna er huldufólk og álfar. Hver þúfa og Hjónin á Seljavöllum, Egill Jónsson alþingismaður og Halldóra Hjaltadóttir. meiri framsóknarmaður en sjálf- stæðismaður. Hverju svarar þú þessu? „Það er nú í fyrsta lagi misskilning- ur að sannir bændur finnist bara í Framsóknarflokknum. Þeir eru í öU- um stjómmálaflokkum. Þótt sá flokkur eigi margt gott skUið er það oflof á hann að þar sé sérstakur vett- vangur fyrir bændur. Gleymdu því ekki að þeir eru margir í Sjálfstæðis- flokknum." Sjálfstæðisstefnan 1 genunum - Af hverju varstu alltaf ákveðinn í að verða sjálfstæðismaður? „Það er í blóðinu. Það er í genum fólksins frá HoffelU. Það er til mjög merkileg skilgreining á því. Maður af næstu kynslóð fyrir aftan mig, heiðursmaðurinn Sigfinnur í Stóru- lág, sem var bæði hestamaður og hagsýnn bóndi, skýrði þetta allra manna best. Hann sagði að það hefði aldrei þekkst að í innsta hluta Nesja- sveitar, sem nefnist Innbyggð, byggju aðrir en sjálfstæðismenn. Það væri nefnilega í blóðinu. Ég efa stór- lega að nokkru sinni hafi komið at- kvæði til annars stjómmálaflokks af þessum innstu bæjum. Það sást gjarnan við atkvæðatalningu hér áður fyrr hvenær verið var að telja atkvæðin frá Innbyggð. Atkvæðin voru færri og ekki svo mikið ruglað saman við talningu þá. Sjálfstæðis- menn vora og eru eðalbomir á þess- um bæjum og þá ekki síst Hotfelli. Móðir mín var mikil sjálfstæðis- hvert leiti ber einhverja sögu. Ég hygg að þetta sé rótgrónasta sjálf- stæðissamfélag á öflu Islandi frá upp- hafi vega.“ Að Hvanneyri - Þið eruö margir frændurnir búnir að fara á Bændaskólann á Hvann- eyri: „Það er rétt og Hvanneyri er okkur hugleikinn staður. Faðir minn fór til náms á Hvanneyri, Uka móðurbróðir minn, tveir bræður mínir auk mín og tveir synir mínir. Ég tel mig hafa haft mikið gagn af því að fara í skól- ann á Hvanneyri. Það var nokkurt mál að taka sig upp og fara í annan landshluta til náms í þá daga. Auðvit- að kveið ég fyrir þegar ég lagði af stað en ég sé aldrei eftir þeirri ákvörðun að fara að Hvartneyri. Þeg- ar ég lauk námi þaðan réðust mikil örlög í lífi mínu. Ég var orðinn bú- fræðikandídat og réð mig til Búnað- arfélagsins sem umferðarráðunaut- ur, einn af íjórum slíkum sem ráðnir voru í þetta starf með styrk ein- hverra erlendra peninga. Sama ár var ég fyrst kosinn á búnaðarþing og þar hef ég verið fulltrúi í 40 ár.“ Byggtuppá Seljavöllum „JafnhUða þessu hófst ég handa við að byggja upp á Seljavöllum. Þá hafði ég nýverið gengið í það heilaga með henni „Dóra minni" eins og ég segi gjarnan og er að verða orðtak hjá ýmsum, en konan mín heitir Hall- Egill sjö ára gamall með skotthúfu Sigurðar heitins Þórarinssonar jarð- fræðings. Sigurður var oft fyrir aust- an á þeim árum við rannsóknir i Vatnajökli. eiga einhveija von. Þegar svo búið var að raða niður alls staöar nema á Austurlandi og Vestfjörðum taldi ég útilokað að ég næði inn. Sigurlaug Bjarnadóttir, sem var í 3. sæti á Vest- fjörðum, sýndist mér vera örugg. Þegar ég var búinn með fjósverkin um morguninn fór ég því bara róleg- ur að sofa. Ég var nýsofnaður þegar síminn hringdi. Það er þá vinur minn, Jón Pétursson dýralæknir. Hann óskaði mér til hamingju, ég væri kominn á þing. Ég sagði það ekki geta verið en Eins var það 1983, þá náöi ég kjöri, en það munaði ekki nema örfáum atkvæðum. Aftur stóð það tæpt 1987. En þá vora komnar nýjar kosninga- reglur. Þar með var orðið vonlítið að ég næði kjöri. Menn sögðu að mitt þingsæti væri komið suður á Reykjanes. Þetta voru því erfiðar kosningar fyrir mig. En ég þóttist sjá aö þessar nýju kosningareglur yrðu til þess að ég næði jöfnunarsæti. Ég sagði í gamni að þetta vaeri sæti sem væri sniðið fyrir mig. Ég gæti sest niður heima á Seljavöllum og beðið eftir sætinu. Sú varð líka reyndin að ég fékk þetta jöfnunarsæti. Síðast var ég svo í 1. sæti eftir að Sverrir Her- mannsson hætti og þá stóð þetta ekki lengur tæpt. Og við næstu kosningar fóram við tveir inn. Upptekinn af þingmennskunni - Ég heyri á þér að þú hefur sterkar taugar til þinnar heimabyggðar. Hvemig var það fyrir bónda að flytj- ast til Reykjavíkur og setjast inn á Hamingjusamur maður - Ég álykta sem svo eftir þetta langa og ágæta samtal okkar að þú sért ánægður og hamingjusamur maður, Egill. Er þetta rétt ályktun? „Já, hún er hárrétt. Ég er afskap- lega hamingjusamur enda verið gæfumaður. Eg eignaðist góða konu, einstaka konu, sem hún Dóra mín er. Auk þess ber hún nafn sem ég dái mikið, Halldórunafnið. Það var nafn móður minnar, langömmu minnar og nú sonardóttur minnar. Við höfum baslað þetta saman síðan við reistum bú að Seljavöllum. Við eigum barnaláni að fagna, eigum íjögur börn, tvær stúlkur, Önnu og Valgerði, og tvo drengi, Hjalta og Eirík. Þeir era nú teknir við búi á Seljavöllum. Svo eigum við níu barnaböm og hvers ættum við að óska okkur frekar?“ - Að lokum Egill, ætlarðu í framboð við næstu kosningar? „Já, alveg örugglega." -S.dór - Sjá um fraendgarð Egils á naestu síðu þessum áhugamálum mínum. En þetta með harmoníkuna er þannig að þegar ég var ungur lék ég svolítið á nikku, bæði heima og eins á Hvann- eyri. Svo lagðist það alveg af eins og fleira. Þegar ég svo fór á þing tók fólkið mitt á Seljavöllum upp á því að velja alltaf einhveija gjöf handa mér á haustin^gjöf sem gæti orðið til þess að stytta mér stundirnar í Reykjavík. Einu sinni gáfu þau mér harmoníku til að grípa í syðra. Ég var búinn að gleyma öllu sem ég kunni á nikkuna en fór að riíja upp þau lög sem ég hafði kunnað og leikið 30 árum áður. Ég vorkenndi fólkinu í næstu íbúð- um að þurfa að hlusta á þetta. En þetta var ekkert mjög illa liðið, alla- vega brostu nágrannarnir til mín þegar við mættumst. Einn veturinn æföi ég mig þó nokkuð á nikkuna. Þegar ég hafði náð tökum á þremur eða fjórum lögum þá komu öll lögin sem ég áður kunni, svona rétt eins og ég hefði verið að leika þau í gær. Þetta þótti mér dálítið merkileg upp- lifun. Ég kann lítið á harmoníku og þetta er bara gert fyrir mig og mína í tómstundum. En ég vil taka það fram að ég hef gaman af tónlist; kór- söng, kvartettsöng og svo auðvitað harmoníkutónlist. Einu sinni þegar við Dóra mín vor- um komin frá Reykjavík heim að Seljavöllum sagði hún mér að ég hefði átta sinnum á leiðinni leikið snældu með harmoníkuleik og söng Örvars Kristjánssonar. Ég hef gam- an af að hlusta á Örvar enda er hann Hornfirðingur. Það er fast í mér að taka þá fram yfir aðra menn. Ég kaupi til að mynda alltaf föt á mig hjá sama kaupmanninum hér í Reykjavík af því að tengdasonur hans er frá Höfn. Svona er maður nú sérvitur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.