Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 30
42
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Iþróttir
„Aðstoðuleysi stendur
- segir Ragnheiður Runólfsdóttir sem hefur sínar skoðanir á lægðinni sem ríkir í sundinu
Ragnheiður Runólfsdóttir með hóp barna á æfingu í vikunni sem leið í Varmárlaug í Mosfellsbæ. DV-mynd Brynjar Gauti
Ragnheiður Runólfsdóttir er tví-
mælalaust í hópi fremstu íþrótta-
manna sem fram hafa komið á ís-
landi. Frábær árangur hennar í
sundíþróttinni var undirstrikaður
þegar hún var kjörin íþróttamaður
ársins 1991. í dag hefur blaðinu verið
snúið við, Ragnheiður er hætt keppni
en þess í stað miðlar hún þekkingu
sinni og reynslu til ungra sund-
manna í Mosfellsbænum. Þangað er
hún flutt búferlum og er orðin Mos-
fellsbæingur eins og hún kemst sjálf
að orði í samtalinu við DV. Hún læt-
ur mjög vel af því að búa í Mos-
fellsbæ. Jafnframt sundþjálfuninni
er Ragnheiður forstjóri félagsmið-
stöðvarinnar í bænum.
Ragnheiöur hefur sínar skoðanir á
stöðu sundsins í dag en millibils-
ástand er nú í sundinu og sjá margir
að mörg ár muni líða áður en góðir
sundmenn á borð við þá sem voru
fyrir 3-4 árum komi fram á sjónar-
sviðið.
„Áhuginn á sundi hefur aukist til
muna í Mosfellsbænum og um 50
krakkar sækja æfingar að staðaldri
en í haust voru þeir 27 svo þeim hef-
ur fjölgað um nærri helming. Að-
stæður standa þó sundinu fyrir þrif-
um hér eins og annars staðar á land-
inu. Laugin er úr sér gengin, allt of
lítil og fullnægir hvorki þörfum bæj-
arbúa né til þjálfunar," sagði Ragn-
heiður.
- Eru einhverjar úrbætur í þessum
efnum í vændum?
„Ég ætla bara rétt að vona það.
Þeir segja það alla vega en það er
bara spurning um hvað það tekur
langan tíma. Innilaug er það sem
koma skal ef eitthvert vit á vera í
þessum hlutum."
Á sl. hausti var Ragnheiður ráðin
til tveggja ára hjá sunddeildinni í
Mosfellsbæ en hún lítur á starfiö við
félagsmiðstöðina með lengri tíma í
huga.
Ragnheiður segir að námiö, sem
hún lagði stund á í Bandaríkjunum,
nýtist sér vel í starfinu við sunddeild-
ina. Einnig sé hún mjög dugleg að
sækja námskeið hér innanlands og
erlendis.
- Hver er í raun staða sundsins á ís-
landi í dag?
„Það er millibilsástand og segja
verður eins og er að sundið er í mik-
illi lægð. Ástæður fyrir því eru marg-
ar og má ef til finna þær einhverjar
innan félaganna. Ekki hefur tekist
að brúa aldursbilið sem skapast hef-
ur einmitt um þessar mundir. Að
mínu mati hefur starfið hjá Sund-
sambandi íslands ekki verið nógu
markvisst. Það hefur verið ansi lélegt
því miöur. Fólk á aö taka saman
höndum, koma sér úr þessari lægð
og vinna saman en það held ég að
sé besta lausnin. Félögin og Sund-
sambandið verða aö taka höndum
saman og búa til heildarstefnu. Hún
er ekki til aö mínu viti. Við þjálfar-
arnir á höfuðborgarsvæðinu reynum
aö ræöa mikið saman og erum meö
alls kyns plön í gangi. Það verður að
viðurkenna að við fengum um síö-
ustu helgi pakka frá Sundsamband-
inu og maður verður að vona að eitt-
hvað sé að gerast þar. Ég held að tími
sé kominn að skipta út liöi og fá í
staðinn ungt spútniklið til starfa hjá
Sundsambandinu. Það er bara eng-
inn tilbúinn að taka við af formann-
inum. Hann er búinn að vera það
lengi í þessu. Að því leyti er erfitt
að taka við af svoleiðis manni. Það
er engin spurning aö það þarf að rifa
þessi mál upp,“ sagði Raghheiður.
- Hvaða ástæður standa sundinu fyr-
ir þrifum á Islandi að þínu mati?
„Aöstæður, plássleysi í laugum, en
við stöndum eilíft í deilum við al-
menning um pláss til æfmga. Við
fáum til dæmis engar æfingar á
morgnana í Mosfellsbænum, fasta-
gestir laugarinnar eiga þennan tíma
og ekki er hægt að breyta því. Þaö
hefur ekkert gerst í aöstöðumálum
sundmanna frá því að ég byrjaði í
sundinu sjö ára gömul. Það er bráð-
fyndið að heyra íþróttafulltrúa
Reykjavíkurborgar koma á íslands-
meistaramótið og segja að núna sé
búið að plana 50 metra innilaug.
Þetta er búið að segja í mörg ár en
þegar þetta var sagt síðast gat ég
ekki annað en klappað fyrir honum.
Núna bíður maður eftir því að ein-
hver annar segi þetta á innanhúss-
mótinu í Eyjum.“
Ragnheiður segir ennfremur að
fmna megi ástæöur víðar fyrir lægð-
inni.
„Metnaðarleysi unglinga í dag er
geipilega mikið. Við þetta vandamál
erum við að kljást. Þetta á ekki ein-
göngu við um íþróttir heldur á fleiri
stööum einnig. Það er einhver nei-
kvæður andi yfir öllu saman og má
rekja það til þjóðfélagsaöstæðna sem
við búum við í dag. Það er margþætt
vandamál sem við stríðum við. Ég
æföi í 12,5 metra laug þangað til að
ég var 16 ára þannig að endalaust er
ekki hægt að hengja sig í að stærri
laugar séu ekki til. Þetta verður allt-
af spurning um metnað og hungrið
í að verða bestur. Þetta er mitt per-
sónulega mat örugglega. Við þurfum
bara að bjóða upp á fjölbreytilegra
og betra starf til að tæla og lokka
unglingana til okkar. Sundið er erfið
íþrótt og krakkar nenna ekki neinu
sem er erfitt og spilar þar sjálfsagi
inn í. Krakkar fara frekar í hóp-
íþróttirnar, fá þar félagsskap og er
sama hvort þeir komast í hð eða ekki.
Það þarf að byggja upp markvissa
heildarstefnu, tími er runninn upp
til að fara gera eitthvað," sagði Ragn-
heiðurRunólfsdóttir. -JKS
PLUS
Plús vikunnar fær HM ’95
nefndin sem sýndi það og
sannaði að frábær heima-
vinna skilaði sér fullkomlega
þegar Alþjóða handknatt-
leikssambandiö ákvaö á
fimmtudaginn að heims-
meistarakeppnin í hand-
knattleik færi fram á íslandi.
MINUS
Mínus fá þær eijur sem hafa
verið á milli ÍBV og móta-
nefndar HSÍ í kjölfar ákvörð-
unar þeirra síðarnefndu að
leikur ÍBV og KR yrði leikinn
fyrir luktum dyrum. Menn
eiga nú að kasta deilumálum
fyrir róða og vinna saman.
Nóg er komið í bih.
íþróttamaður vikunnar
Magnús Scheving
- sem varð Evrópumeistari í þolfimi í Búdapest
Magnús Scheving, Evrópumeistari
i þolfimi.
Magnús Scheving sýndi það og
sannaði á Evrópumeistaramótinu í
þolfimi um síðustu helgi að hann
er kominn í hóp þeirra fremstu í
þolfimi í heiminum í dag. Þrot-
lausar æfingar og keppni undan-
farinna ár er farið að skila sér með
þessum frábæra árangri. Evrópu-
meistaratitilhnn er aðeins viðbót
við öll þau verðlaun sem Magnús
hefur unnið á síðustu árum. Nægir
þar að nefna margfalda íslands-
meistaratitla og Norðurlanda-
meistaratith.
Áður en Magnús hélt utan til
keppni í Búdapest hafði hann á
orði að hann stefndi á verðlauna-
sæti. Þar var Magnús ekki að lofa
upp í ermina á sér því hann sigraði
með glæsibrag. Magnús hlaut 8,22
í einkunn af tíu mögulegum sem
verður að teljast mjög góður árang-
ur. Hann hafði umtalsverða yfir-
burði á næsta mann sem hlaut 7,56.
Nú bíða eflaust margir eftir því
hvað þessi 29 ára Reykvíkingur
geri næst. Fyrirhuguð er þátttaka
á heimsmeistaramótinu í Tokyo í
Japan sem verður haldið í apríl. Á
síðasta heimsmeistaramóti lenti
Magnús í þriðja sæti og í Viðtali við
DV við heimkomuna frá Búdapest
um síðustu helgi sagðist Magnús
hafa sett stefnuna á eitt af efstu
sætunum á HM í Tokyo.
Þar sagöist Magnús eiga eftir að
slípa æfingar sínar eitthvað fyrir
heimsmeistaramótið og bæta
eflaust einhveiju nýju inn í. Það
verður gaman að fylgjast með
Magnúsi í keppninni í Japan en
hann hefur þegar glatt hjörtu ís-
lendinga með frábærri frammi-
stöðu sinni.
-JKS