Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Sérstæð sakamál
Bruce Dean haföi verið í kanadíska
hernum en var leystur undan her-
þjónustu eftir hafa særst. Hann var
svo sendur í endurhæfingu svo að
hann gæti séð sér farboröa þegar
borgaralegt líf tæki við.
Meðan Bruce var að ná sér á spít-
ala, áður en hann fór í endurhæf-
inguna, kynntist hann hjúkrunar-
konunni Georginu Reith. Þau
felldu brátt hugi saman og þegar
Bruce útskrifaðist af spítalanum
giftu þau sig. Og skömmu síðar
hætti Georgina störfum þar því
henni bauðst starf hjá fimmtíu og
fimm ára gömlum ekkjumanni í
Toronto, William Longstaff lækni.
Bauð hann Georginu um það bil
tvöfóld þau laun sem hún hafði
haft á spítalanum.
Bruce og Georgina fluttust í hús
í útborg Toronto og þegar Georgina
varð ólétt sendi læknirinn hana í
launalaust frí og bauðst jafnframt
til að borga þau útgjöld sem hún
yrði fyrir þegar hún fæddi barnið.
Nafnlaustbréf
Bruce hafði ekki minnstu grun-
semdir um aö kona hans stæði í
óeðlilegu sambandið við lækninn
sem reyndist henni svo vel. Og
Banvæn bréf
jafnvel nafnlaust bréf, sem var ekki
skemmtilegt aflestrar fyrir Bruce,
nægði ekki til þess að raska ró
hans.
„Spyrðu konuna þína,“ sagði í
bréfinu „hvað hún geri þegar hún
er hjá Longstaff lækni. Spyröu
hana að því hvert þau fari og hvaö
þau geri. Heldurðu að hann borgi
henni svona mikið fyrir það sem
hún gerir? Hún vinnur ekki fyrir
helmingi þeirra launa."
Bruce lagði bréfið til hhðar og
ákvaö að aðhafast ekkert. Honum
var hins vegar ljóst að Georgina fór
stundum með lækninum þegar
hann þurfti að fara í útköll á kvöld-
in og á fundi en þá sagðist hún
aðstoða hann sem ritari. Bruce átti
aftur á móti afar erfitt með að trúa
því að nokkuð væri milli konu hans
og læknisins.
Annað nafn-
laustbréf
Tíu dögum eftir að bréfið barst
kom annað nafniaust bréf til Bruc-
es. í því stóð meöal annars:
„Þú hlýtur að vera blindur að sjá
ekki það sem er að gerast beint
fyrir framan nefið á þér. Ertu viss
um að þú sért faðir dóttur þinnar?
Veistu að konan þín eignaðist bam
áður en hún giftist þér?“
Bréfið bars't einmitt um það leyti
sem Bruce var að hefja störf hjá
hinu opinbera, nokkru eftir að
hann lauk endurhæfingunni. Móð-
ir Georginu hafði htlu dóttur þeirra
hjóna fimm daga vikunnar og hafði
verið ákveðið að sá háttur yrði
hafður á þar til Brace væri farinn
að hafa þaö góðar tekjur að Georg-
ina gæti hætt að vinna úti og helg-
að sig barni og heimili.
Dag einn þegar Georgina kom
heim úr vinnunni var Brace búinn
að taka til kvöldmatinn og þegar
þau höfðu borðað sagði hann:
„Georgina. Ég er búinn aö fá tvö
nafnlaus bréf. Mig langar hl að vita
hvað þú segir um þau.“
Skýringin
Bruce rétti konu sinni bréfin
Longstaff læknir.
og fylgdist vel með svipbrigðum
hennar meöan hún las þau. Þegar
hún lagði þau frá sér sagði hún:
„Um Longstaff lækni er það að
segja að hann er mér í raun sem
faðir. Það sem hér stendur um sam-
band okkar er svínsleg lygi. Um
bamið frá því fyrir hjónaband okk-
ar er það að segja að sú fullyröing
er rétt. Ég var trúlofuð herflug-
manni og við höfðum ákveðið að
gifta okkur en hann fórst áður en
af því gat orðið."
Georgina leit á Brace áður en hún
bætti við: „Ég eignaðist litla stúlku
sem er hjá mömmu. Mér þykir það
leitt, Brace, að ég skyldi leyna þig
því en ég þorði ekki að segja þér
sannleikann af ótta við að þú vildir
þá ekki eiga mig.“
Reiði, afbrýðisemi og vonbrigði
gerðu vart við sig hjá Bruce. Um
stund var sem hann væri ekki al-
veg með sjálfum sér. Svo sagði
hann:
„Hefurðu logið að mér um ann-
að?“
„Já, svaraði Georgina. „Ég sagð-
ist vera tveimur árum eldri en þú
en í raun er ég fimm áram eldri.“
Örlagarík stund
Nú var sem Bruce missti alla
stjóm á sér. Hann stóð upp og það
gerði kona hans líka. Hann þreif í
axhr hennar, hristi hana og sagöi:
„Þú hefur logiö að mér. Hvernig
get ég trúað þér þegar þú segir að
ekkert sé milli ykkar Longstaffs
læknis?"
Um leið var sem hann missti tak-
ið á Georginu. Hún hrasaði og datt
á borðplötu úr marmara. Síðan féll
hún á gólfið og lá þar hreyfingar-
laus. Bruce kraup á kné við hlið
hennar en gat ekki merkt neitt lífs-
mark með henni.
Hann reis á fætur, hljóp í næsta
hús og þaöan hringdi hann á
sjúkrabíl. En Georgina var látin
þegar komið var með hana á spítal-
ann.
Brace gaf sjúkraliðunum sína
skýringu. Rannsóknarlögreglunni
var gert viðvart og gaf Bruce
skýrslu um atburðinn. Var ákveðið
að bíða þar til skýrsla réttarlækna
lægi fyrir því hún kynni að sýna
hvort Bruce hefði sagt satt.
Þegar skýrslan barst varð ljóst
að höfuðkúpa Georginu var svo
þunn aö lítið sem ekkert högg hafði
þurft til að brjóta hana. Þótti því
ljóst að eiginmaðurinn hefði sagt
satt um aðdraganda láts hennar.
Bréfritarinn
afhjúpaður
Dánardómstjóri fjallaði um
máhð og kom Brace fyrir hann. Þar
endurtók hann frásögn sína af því
Edith.
sem gerst haföi. Varð niðurstaða
réttarins sú að Georgina Dean hefði
láfist af slysforam.
Á eftir leitaði Brace til rannsókn-
arlögreglunnar og spurði hvað
hann gæti gert til aö hafa uppi á
bréfritaranum nafnlausa. Varð fátt
um svör og var honum gerði grein
fyrir því aö hann myndi líklega
aldrei finnast því ekkert við bréfin
benti til þess hvar hann gæti verið
að finna. í raun væri bréfritarinn
þó sá sem sökina bæri en hins veg-
ar bæri á það að lfta að það varð-
aöi ekki við lög að senda bréf af
þessu tagi.
Daginn eftir heimsóknina til
rannsóknarlögreglunnar fór Bruce
á fund Longstaffs læknis. Honum
var mikið niðri fyrir þegar hann
sagði Brace sögu sína.
„Það sem þú vissir ekki,“ sagði
Longstaff læknir, „var að maður-
inn sem konan þín ætlaði aö giftast
forðum var sonur minn og að barn-
ið sem hún eignaðist er bamabarn-
ið mitt. Það var hins vegar dóttir
mín sem skrifaði nafnlausu bréfin
tvö með upplognu sökunum um
sambandið við mig. Dóttir mín er
nú farin að heiman og ég hef ekki
áhuga á að sjá hana í að minnsta
kosti ár.“
Frekari útskýring
„Dóttir þín? Skrifaði hún bréf-
in?“ spurði Brace. „Hvað fékk hana
til þess?“
„Þegar konan mín dó,“ sagði
Longstaff læknir, óskaði dóttir
mín, Edith, eftir því aö fá að sjá um
mig. En þegar Gina, eins og við
kölluðum alltaf konuna þína, kom
til starfa fyrir mig fannst Edith að
Gina væri að taka umsjána frá sér.“
Longstaff læknir dró nú fram
bréf og sagði: „Edith hefur skrifað
mér bréf. Langar þig til að sjá það?“
Brace tók það og las. í bréfinu
stóð meöal annars:
„Það sem hefur gerst hefur gerst.
Það breytir hins vegar engu þótt
ég segi að mér finnist það leitt.
Þetta er mín sök og ég verð að lifa
með þá byrði. Fyrirgefðu mér, jafn-
vel þótt ég eigi fyrirgefningu ekki
skihö."
Síðasta bréfið
Brace fluttist frá Toronto. Hann
þoldi ekki að vera þar lengur. Hann
fékk svo starf í Winnipeg. Móöir
hans sem var ekkja fluttist til hans
og sá um dótturina. Og brátt fór
að færast ró yfir þau mæðgin.
En þegar þau höfðu búið í
Winnipeg í hálft annað ár barst
þeim bréf frá Longstaff lækni:
„Hjálagt sendi ég bréf sem ég fékk
frá dóttur minni. Þegar þið hafiö
lesið það kann að vera að einhvers
staðar í afkima hjartans kunnið þið
að finna rúm fyrir fyrirgefningu.“
Þau mæðgin lásu nú bréf Edith:
„Kæri faðir.
Ég get ekki lifað lengur svona.
Ég varð Ginu jafn öragglega að
bana og þótt ég hefði rekið hníf í
hjarta hennar. Ég get ekki sofiö og
finn aldrei frið.
Ég ætla nú aö reyna að finna í
dauðanum þann friö sem ég get
ekki fundið í lífinu.
Fyrirgefðu mér og biddu fyrir
mér. Og biddu herra Dean að gera
það líka. Geri hann það held ég að
ég geti loks fundið frið.“